Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 19
t I FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 19 x>v Helgarblað i I Jón Smári er hestamaður og tamningama&ur Hann á nokkur hross heima hjá sér aö Giljum en starfar annars hjá Vegagerðinni þegar hann er ekki að syngja. Hér er Jón Smári ásamt hestinum Glampa sem hann hefur mikið dálæti á. I t á ferð og vissi líka að til voru í sýsl- unni menn sem sungið gátu betur en almennt gerðist. Eftt leiöir af öðra Þegar hinn orðheppni fjölmiðl- ungur og fræðimaður Arthúr Björg- vin Bollason var ráðinn sem um- sjónarmaður hins nýstofnaða Njálu- seturs á Hvolsvelli fóru hlutirnir síðan að gerast. Fyrst réð hann nokkra söngvara til þess að skemmta i sögualdarveislum meðal annars með þessum lögum en síðan var ákveðið að stíga skrefi lengra. Arthúr skrifaði texta sem tengir saman lögin, Halldór kórstjóri valdi lögin og söngvara og Svala Arnar- dóttir, eiginkona Arthúrs, leikstýrði síðan öllu saman. Söngleikurinn Gunnar var orðinn til og alls vinna 16 manns að uppsetningu leiksins. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa og það er fullbókað á allar sýningar á þessum söngleik um fornaldar frægð eins langt fram á haustið og menn sjá. Hrátt hangfkjöt og karamell- ur DV ákv'að að skreppa í heimsókn til aðalstjörnu sýningarinnar, Jóns Smára Lárussonar, bónda, tamn- ingamanns og járningameistara á Giljum í Fljótshlíð sem er skemmti- legra að mega kalla svo þótt bærinn sé strangt til tekið í Hvolhreppi. „Ég er Eyfellingur í raun og veru þótt ég sé Rangæingur í húð og hár. Ég flutti hingað í sveitina 1976. Ég kynntist íslendingasögunum eins og aðrir í skóla en hef ekki lagt mig sérstaklega eftir þeim umfram það," segir Jón Smári og býður gest- um sínum hrátt heimaverkað hangikjöt að fornum sið sem bragð- ast alveg sérlega vel, ekki síst með Werthers-karameJlum. Hann býr ásamt Sólveigu Ottós- dóttur konu sinni að Giljum og hún vinnur í Kaupfélaginu á Hvolsvelli en hann hjá Vegagerðinni. Þau hafa nokkurn bústofh sem samanstend- ur af fáeinum hrossum og fimm hænsnum en hænsnastofninn er þó í örum vexti vegna styrks framlags frá hananum Geirmundi sem er mikil bæjarprýði. - En heldur þú að Njála sé skáld- saga? „Það er sjálfsagt einhver fótur fyrir þessu," segir Jón Smári og glottir. „Hann hefur að minnsta kosti verið mjög staðkunnugur hér um slóðir sem skrifaði söguna. Ég held að höfundurinn hafi þekkt austræn- ar bardagaiþróttir og verið víðfbrull um heiminn. Þegar ég las söguna sem barn þá gat ég ekki imyndað mér að ég ætti eftir að leika þessa hetju sem Gunn- ar auðvitað er." Listin aö taka í nefiö Jón Smári hefur árum saman sungið fyrsta bassa með Karlakór Rangæinga og ekki látið þar við sitja því hann hefur lært söng árum saman og lokið námi á því sviði. „Ég kláraði áttunda stigið í söng hér í Tónlistarskóla Rangæinga hjá Jóni Sigurbjörnssyni leikara, söngvara og hestamanni og hef síð- an verið þrjá vetur í tímum hjá Guðmundi Jónssyni söngvara. Hann kennir mér ekki bara að syngja heldur tökum við saman i nefið sem Guðmundur segir að sé afar gott fyrir söngvara. Það eina sem amar að honum eru veikindi í fótum sem hann segir vera af því að þeir eru svo langt frá nefinu og njóta þess vegna ekki áhrifa neftó- baksins." Karlakór Rangæinga var stofnað- ur fyrir um 16 árum en þáttaskil urðu í starfi kórsins þegar Halldór Óskarsson, ungur tónlistarmaður, sneri aftur heim í Rangárþing og tók við stjórn kórsins. - Hvernig gengur þér að höndla frægðina? „Ég er ekki frægur. Ég er bara vegagerðarmaður sem hefur gaman af hestum." - Er nóg að gera fyrir söngvara hér austur í Rangárþingi? „Ég syng í þessum söguveislum, með karlakórnum og kirkjukórnum en ég geri ekki mikið af því að syngja einsöng við önnur tækifæri eins og jarðarfarir. Hér syngja menn yfir kunningjum sínum þegar það á við en mér hefur skilist að samkeppnin sé miklu meiri í Reykjavík þar sem er slegist um hvert lík. Ég er mjög ánægður með að fá tækifærin svona upp í hendurnar. Söngurinn kemur hingað til mín og þetta er fyrst og fremst skemmtilegt og mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf hér að taka þátt í þessum söngleik." Hef aldrei barib mann - Áttu margt sameiginlegt með Gunnari á Hlíðarenda? Ertu mikill bardaga- og iþróttamaður? „Ég keppti í kringlukasti á mín- um yngri árum en ég hef aldrei bar- ið mann. Gunnar var friðsamur en hann varði sig. Ég held að ég reyni ekki að stökkva hæð mína í öllum herklæðum en það má reyna við bogann." Hér má bæta því við að Jón Smári er þekkt heljarmenni í sinni sveit svo sem og hans útlit ber nokkuð með sér. Þeir sem hafa séð hann járna hest með því að halda afturfæti hestsins milli fóta sinna segja að þótt hesturinn sprikli eitt- hvað þá haggist Jón Smári ekki vit- und heldur standi sem klettur. - Nú var hjónaband Gunnars á Hlíðarenda með eindæmum ófar- sælt og átti stóran þátt í ófbrum hans að lokum. Ert þú betur giftur en Gunnar? „Það hefur hent bestu menn að glepjast á konum. Ég hefði haldið að ég væri betur giftur en Gunnar en það hefði vissulega verið gaman að hitta Hallgerði þegar vel stóð á tungli." -PÁÁ ^tiökoupsveislur—úftsomtomur—skemmtonir—tönleitor—sýníngor—k^intngorogl! oglogfl. Wsötföfd - veisluffölcf »» ,.og ýmsir fylgihlutir <H"V Ekkltreystaðveðriðþegi.. . f^J stdputeggjaáeftinninniteganviðburð- I V Tryggiðykkurogleigiðstorltjoldá - þoð morg borgar síg. stoðinn- T|old af ðllum sfcerðum fro20-700m'. Leigjum eínnig borð og stólo J t(öldln. skáta skáfum ö heimavelli fax 550 9601 < bb@*cöutJj Svalt samband! KæliboxSern þú setur í samband í bílnum tryggir , ferskleikjBmatarins og ískalda drykki á ferbalaginu. ttssoj Olfufálaglðhf WWW.flStQ.lt ¦í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.