Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 40
I 48 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað r>v Jack Lemmon 1925-2001: Storleikari sem öllum þótti vænt um „Hamingja er það orð sem mér dettur fyrst í hug þegar ég hugsa um Jack Lemmon," sagði leikstjórinn Billy Wild- er þegar hann var spurður hvernig væri að vinna með honum: „Sem leikari er hann einhvers staðar mitt á milli Charlie Chaplin og Cary Grant og sem maður er hann einstakur vinur." Billy Wilder er sá leikstjóri sem oftast leik- stýrði Lemmon og saman gerðu þeir sumar af eftirminnilegustu kvikmynd- um á ferli þeirra beggja. Nægir að nefna Some Like It Hot, The Apartment, Fortune Cookie og The Front Page. Jack Lemmon, sem lést í enda júní- mánaðar, var einhver besti og virtasti leikarinn í Hollywood. Hann var einn af fáum leikurum sem hafði fullkomið vald bæði á gamanleik og drama. Sem gamanleikari náði hann háum hæðum í myndum á borð við Irma la Douce, Odd Couple og Some Like It Hot og var ekki siður eftirminnilegur i dramatískum myndum á borð við The Apartment, Save the Tiger og Days of Wine and Roses. Þá er ógetið samstarfs hans og Walters Matthaus en sjaldan eða aldrei hafa stórstjörnur á borð við þá tvo náð jafnvel saman i leik og ein ástæðan fyr- ir þessu góða samstarfi var sú að þeir voru perluvinir. Aðeins eitt ár leið milli dánardægra þeirra. Forstjórasonur Segja má að Jack Lemmon hafi fæðst með silfarskeið í munninum. Faðir hans var forstjóri stærsta kleinuhringja- fyrirtækis í Bandaríkjunum og bjó fjöl- skyldan i Boston. Lemmon fékk hefð- bundið uppeldi ríkra barna, fór í einka- skóla og lauk háskólanámi við Harvard með gráðu í leiklist. Áður en hann hóf að leita fyrir sér á fjolunum gerði hann stuttan stans í sjóhernum og hélt síðan til New York þar sem hann í upphafi sjötta áratugarins lék á Broadway og í sjónvarpi. Fyrsta alvöruhlutverkið sem hann fékk í kvikmynd var á móti Judy Holliday í It Should Happen to You. Samstarf þeirra gekk það vel að þau voru sett saman aftur í Phfft árið 1954. Eftir það fékk hann á sig orð fyrir að vera góður gamanleikari og var ekki lit- ið til afreka hans á Broadway þar sem hann hafði sýnt góðan leik í dramatisk- um hlutverkum. Stóra tækifærið fékk hann í Mr. Ro- berts, sem gert var eftir leikriti sem hann hafði leikið í. Frammistaða hans í þeirri mynd skilaði honum óskarsverð- launum fyrir aukahlutverk. Fram á sjö- unda áratuginn lék Lemmon jöfnum höndum i kvikmyndum og leikhúsi. Hann var þekktur leikari án þess að vera kvikmyndastjarna. Þann titil öðl- aðist hann þegar Billy Wilder valdi hann til að leika á móti Tony Curtis í Some Like It Hot. Frammistaða hans þar er öllum ógleymanleg. Stuttu síðar fékk hann tækifæri til að sýna hvað í honum bjó þegar hann lék drykkju- manninn í Days of Wine and Roses. í þeirri mynd var leikur hans mjög sann- færandi. Sjálfur átti Jack Lemmon við sams konar vandamál að stríða á þess- um árum og hafði þvi reynsluna. í hönd fóru gósentímar fyrir Jack Lemmon og lék hann hvert stjörnuhlutverkið af öðru og skipaði sér i flokk leikara i Hollywood sem litið var upp til. Lemmon og Matthau Leiðir Jacks Lemmons og Walters Matthaus lágu fyrst saman þegar Billy Wilder fékk þá til að leika saman í The Fortune Cookie, Það var þó í The Odd Couple, sem gerð var tveimur árum síðar, sem þeir slógu i gegn sem dúett f upphafi átti Billy Wilder einnig að leikstýra þeirri mynd en Paramount fannst hann of dýr og Gene Saks, sem hafði leikstýrt leikrit- Some Uke It Hot Jack Lemmon ásamt Tony Curtis klæddust kvenmannsfötum til aö komast í kvennahljómsveit. inu á Broadway, var fenginn til að stjórna myndinni. Fórst honum það vel úr hendi. Það sem þeir félagar áttu eftir ólifað voru þeir af og til að leika saman í kvikmyndum og þó þær væru misjafh- ar að gæðum þá náöu þeir alltaf vel saman. Það átti því vel við að síðasta mynd þeirra saman skyldi vera Odd Couple II þar sem þeir slógu á létta strengi í hlutverkum sem þeir gjör- þekktu. Seinni óskarsverðlaun sín fékk Jack Lemmon fyrir leik sinn í Save the Tiger (1973) og nú fyrir aðalhlutverk. Það gekk ekki átakalaust að koma þeirri mynd á koppinn. Lemmon hafði fengið handritið sent og var yfir sig hrifinn. Framleiðendur voru ekki eins vissir um gæðin og það var ekki fyrr en Lemmon sagðist myndu vinna launalaust gegn því að hann fengi ágóðahlut ef einhver yrði. Síðar sagði Lemmon að þessi kvik- mynd væri sú sem hann væri hreykn- asrur af. í kjólfarið tók hann sér tveggja ára hlé, lék síðan í nokkrum gaman- myndum, en kom síðan sterkur inn í The China Syndrome (1979) þar sem hann lék stjórnanda í kjarnorkuveri sem kemur á framfæri göllum í verinu. Jafnt og þétt hefur Lemmon verið að minnka við sig, enda missti hann heils- una um miðjan níunda áratuginn og Jack Lemmon og Walter Matthau Náðu einstaklega vel saman. Aöeins ár leiö á milli dánardægra þeirra. Hér eru þeir í Out to Sea. Um Verslunarmannahelgina Skemmtistaður ¦•>*/ Eín vinsœlasta hljómsveit landsins Stuðbandalagið frá Borgarnesi lau Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069 Leikstjórlnn og lelkarinn Sá leikstjóri sem Jack Lemmon vann mest með var Billy Wilder. Hér eru þeir við uþþtökur á The Aþartment. náði henni aldrei almennilega aftur. Má segja að siðasta stórhlutverk hans sé í The Missing, frá árinu 1983. En fyrir það hlutverk og hlutverk sitt í The China Cyndrome var hann I tvö skipti valinn besti leikarinn á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Á síðustu árum hafði Lemmon meira og meira verið að færa sig aftur inn í sjónvarpið og lék þar nokkur eftir- minnileg hlutverk sem hann var verð- launaður fyrir. Síðasta hlutverk hans í kvikmynd var sögumaður í kvikmynd Roberts Redfords, The Legend of Bagger Vance. Jack Lemmon var tvigiftur. Fyrri konunni, Cynthiu Stone, var hann gift- ur á árunuml950-1956 og áttu þau einn son, Christopher. Seinni kona hans var leikkonan Felicia Farr. Þau giftu sig 1962 og lifir hún mann sinn. Þau áttu eina dóttur, Courtney, fædda 1966. •ssrss*- f Bíógagnrýrrii The Yards Hver er sjálf- um sér næstur ••• James Gray er ungur banda- rískur leikstjóri sem hefur gert tvær gæðamyndir, Little Odessa og The Yards. Kvik- myndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um skipu- lega glæpastarfsemi út frá mannlegum þáttum sem gerir það að verkum að myndir hans eru blanda af spennu og drama. Það hafa þó verið örlög mynda hans hér á landi að fara beint á mynd- bandamarkaðinn sem er óskiljanlegt þegar höfð eru í huga í huga gæði þeirra og sérstaklega það að þær eru stjörnum hlaðnar. Mark Wahlberg, Joaquin Phoenix og Charlize Theron, sem leika aðalhlutverkin í The Yards, eru meðal heitustu ungu leikaranna í Hollywood og hafa sjaldan verið betri. Og þegar við bætast kempur á borð við James Caan og Faye Dunaway þá er komin meira en boðleg kvikmynd i bíó. Hvað um það. í Little Odessa fjallaði Gary um rússnesku mafiuna í New York. í The Yards, sem verður að telj- ast heOsteyptari kvikmynd, er það spilling innan verktakafyrirtækis sem teygir sig inn í innsta hring borgar- stjórnarinnar. Mark Wahlberg leikur ungan mann sem nýkominn er úr fangelsi þar sem hann hafði setið fyrir að hafa tekið á sig sökina fyrir aðra. Vinir hans taka honum fagnandi og vilja allt fyrir hann gera. Gallinn er að öll starfsemi sem þeir fást við er ólög- leg. Þegar allt fer í handaskolum við eitt verkið kemur í ljós að vinskapur- inn nær ekki langt og hver er sjálfum sér næstur. -HK Utgefandi: Skífan. Lelkstjóri: James Gray. Leikarar: Mark Wahlberg, Joaquin Phoeniox, Charlize Theron, James Caan og Faye Dunaway. Bandarikin, 2000. Lengd: 115 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. The Thin Blue Lie Rotið kerfi •• Spilling í stór- um mæli er við- fangsefni The Thin Blue Lie eins og í The Yards. Sjónar- hornið er samt annað. í The Thin Blue Lie er það rannsóknarblaða- mennskan sem gerir það að verkum að upp kemst um spillingu og grimmd lógreglunnar í Fíladelfiu, spillingu sem borgarstjór- inn á sj'álfur þátt i að skapa. Það sem gerir myndina áhugaverða fyrir utan að um er að ræða þétta og spennandi mynd er að hún er byggð á sönnum at- burðum og er aðalpersónan blaðamað- urinn Jonathan Neumann en greina- flokkur sem myndin er byggð á vann til Pulitzer-verðlaunanna. í The Thin Blue Lie er rakin sagan sem gerði það að verkum að borgar- stjóri Fíladelfiu varð að hætta við að bjóða sig fram i þriðja sinn. Neumann er ungur og ákafur blaðamaður sem kemst að því að lögreglumenn borgar- innar eru ósparir á kylfur og önnur vopn til að fá játningar frá þeim sem þeir halda að hafi framið glæp og þá skiptir engu máli hvort maðurinn sé raunverulega sekur eða ekki. Lögregl- an kemst fljótt að því að Neumann er að grafast fyrir um aðferðir þeirra og brátt er hann i lífshættu. Það sem verður honum til bjargar er að ekki eru allir lögreglumennirnir spilltir. Helsti galli The Thin Blue Lie er að raunsæið er oft látið liggja milli hluta til að geta skapað spennu þannig að sú staðreynd að myndin er byggð á sönn- um atburðum gerir það að verkum að hún verður ótrúverðug. Það sama á við um leik aðalleikaranna. Þeir virka aldrei mjög trúverðugir. -HK Utgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Roger Young. Leikarar: Rob Morrow, Randy Quaid, Paul Sorvino og Cynthia Preston. Bandarikin, 2000. Lengd: 97 mín. Leyfð öllum aldurshóp- um. I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.