Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 3. ágúst 2001 DV 23 Helgarblað Krabbamein í lungum og hálsi, heilaæxli og morðtilraun: Maðurinn með ljáinn vitj- ar mannsins með gítarinn - George Harrison bíður dauða síns þögull og rólegur sem fyrr George Harrison sagði einhverju sinni að í raun væri hann ekki George hít- ill. Sú nafngift œtti frekar við jakkaföt eða skyrtu sem hann einhverju sinni klœddist. Þegar fólk svo sœi þann klœðnað ruglað- ist það á honum og per- sónunni George Harrison. Það vœri allt annað fyrir- bœri - allt annar maður. Þetta sagði George Harrison í viðtali við bandaríska vikuritið Newsweek haustið 1995. Þá var hann við góða heilsu, sístarfandi við tónlist eða framleiðslu kvik- mynda sem eru ekki ófáar og margar góðar. Tveimur árum síð- ar greindist bítillinn með krabba- mein í hálsi og þar með hófst þrautaganga sem enn sér ekki fyr- ir endann á. Nú situr George Harrison í sumarhúsi sinu á Hawaii og biður dauðans sem bar- ið hefur dyra. Maðurinn með ljá- inn er á leið til fundar við mann- inn með gítarinn. Þrisvar krabbamein Eftir vel- heppnaða krabbameins- meðferð 1997 lét krabba- meinið aftur á sér kræla í vor og var Ge- orge þá lagður inn á Mayo- sjúkrahúsið í Rochester i Minnesota í Bandaríkjunum þar sem færustu krabbameinslæknar heims reyndu að bjarga lífi hans. Og það tókst. Nú fyrir skemmstu veiktist George Harrison aftur og þá var það heilaæxli sem læknar í Sviss reyna að ná tökum á og fjar- lægja. En þeir eru vondaufir. Svo og flestir bestu vina bitilsins og hann sjálfur. Meðan sjúkdómarnir kraumuðu og festu rætur í líkama bítilsins var gerð tilraun til að myrða hann á heimili hans og eiginkonu í Henley-on-Tames í Lundúnum. Þar braust maður að nafni Mich- ael Abram inn og skaddaði George alvarlega með hníf sem hann stakk hann með svo að blaðið gekk inn í lungu. Að líkindum hefði innbrotsþjófurinn gengið af bítlin- um dauðum ef eiginkona George hefði ekki gripið til sinna ráða og brotið borðlampa á haus innbrots- þjófsins þegar atgangurinn var sem mestur. Tónninn deyr aldrei Allur þessi harmleikur varð til þess að halda gamla ryð- magítarleik- ara Bítlanna í sviðsljósinu - því sviðsljósi sem hann reyndar hafði alltaf forðast. George var feimni strákurinn í Bítlunum, stóð afsiðis, haföi sig lítt í frammi, brosti þó stundum en gaf Bítlunum þann tón með gítar- leik sinum sem seint mun deyja bæði einn og með félögum sínum í The Beatles og þykir ekki gefa bestu gítarleikurum heims mikið eftir i spiliríi. Heimspekin og óttinn ------------ Það var gamall vinur , og samstarfs- maður Bítl- . l-iyi anna, George ^'■•yOSggj Martin, sem skók heims- fK* byggðina þeg- ar hann lýsti • .BT| því yfir í við- tali við ---- breska blaðið Mail on Sunday að George Harri- son væri við dauðans dyr. Þann dag fengu aðrar fréttir ekki for- gang í heimspressunni. Þvilík eru áhrif Bítlanna: „George veit að dauðinn er á næsta leiti og hann hefur sætt sig við hann. George er mjög heim- spekilega þenkjandi. Hann veit sem er að eitt sinn skal hver deyja. Hann hefur verið við dauðans dyr oftar en einu sinni en hann hefur líka bjargast jafnoft,“ sagði George Martin í viðtalinu sem vinur hans, Harrison, gerði ekki athugasemdir við. Rósemi Georges Harrisons í þeim þrengingum sem nú ganga yfir hann koma fáum á óvart. Hann hefur um áratugaskeiö stundað jóga, innhverfa ihugun og sálkönnun alls konar og er sagður í góðu andlegu jafnvægi. Frægðin hefur aldrei stigið honum til höf- uðs. Hann hefur ekki hrópað á torgum eða drekkt sér í pillum og reyk. Nema hvað: ■ Tóbakinu aö kenna ------------ „Ég veit aö ég fékk ■ krabbamein í a ’j hálsinn vegna æreykinga. Ég reykti mikið áður fyrr en hætti. Svo byrjaði ég aft- ur en nú er ég alveg hættur. Ég verð móð- ari en áður og held að ég myndi ekki endast HHk ÆNtÉfa, á sviði heila w tónleika eins ' T og forðum. ■ X. 2 Enda stendur t>að ekki til.“ ■ÉLÁ->. -EIR George Harrison - á góðri stund George veit aö dauöinn er á næsta leiti og hann hefur sætt sig viö hann. George er mjög heimspekiiega þenkjandi. Hann veit sem er aö eitt sinn skal hver deyja. Hann hefur veriö viö dauöans dyr oftar en einu sinni en hann hefur líka bjargast jafnoft. “ ára. Auk þess að gegna lykilhlut- verki í tónlistarflutningi og sköp- un The Beatles hefur George Harrison verið ötull við fram- leiðslu kvikmynda og má þar nefna myndir eins og Life of Brian, Time Bandits, Withnail and I, Shanghai Surprise og Nuns on the Run. Sjálfur hefur George Harrison samið margar af bestu dægurlagaperlum síðustu aldar, út. George getur dáið - en tónn hans ekki. George Harrison fæddist í Liver- pool 25. febrúar 1943 og er því 58 ára. Hann kvæntist fyrirsætunni Patty Boyd í janúar 1966 en þau skildu ellefu árum síðar. Seinni kona hans er Olivia Arias en þau gengu I hjónaband ári eftir skiln- aðinn við Patti Boyd. Saman eiga þau soninn Dhani sem nú er 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.