Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 I 47 I>V Tilvera Kalkúnninn var eins og klipptur úr bíómynd - þangað til maður sá allt bráðnaða plastið sem hafði lekið um hann Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er Guðmundur Hauksson, markaðsfulltrúi hjá Randburg. Flestöll lendum við i því einhvern tímann á ævinni að reyna að heilla tilvonandi tengdaforeldra okkar og þar er Guðmundur engin undan- tekning. Guðmundur ætlar að deila með okkur stuttri sögu um það hvernig hægt er að klúðra hlutun- um þegar maður er undir miklu álagi. Innst inni í mér leynist Ijúf húsmóðir „Ég var búinn að vera með kon- unni minni í einhvern tíma þegar við hófum að ræða það hvernig heimilishaldið hjá okkur yrði í framtíðinni. Hún benti mér á það að ef þetta samband ætti að vera til frambúðar þá þyrfti ég að taka til hendinni og sýna meiri áhuga á heimilishaldinu. Ég tók þetta nú frekar nærri mér í fyrstu þar sem mér fannst ég taka fullan þátt í öllu sem tengdist heimilinu, en þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað hún flokkaði undir heimilisstörf þá átt- aði ég mig á því að það væri ekki nóg að kenna stráknum að spila fót- bolta og grilla á sumrin til þess að friða hana. Þar sem ég var búinn að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri konan sem ég vildi eyða ævinni með ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi með því að halda matar- boð fyrir fjölskylduna hennar og sanna þar með að innst inni i mér leyndist ljúf húsmóðir," sagði Guð- mundur og það eru eflaust margir sem hafa lent í svipaðri aðstöðu og hann. Leiö eins og 14 ára stelpu í fataverslun „Ég ákvað að bjóða til veislu á laugardegi en þannig myndi ég hafa nægan tíma til þess að undirbúa mig undir herlegheitin. Konan mín var fijót að forða sér úr húsi um morguninn til þess að ég fengi frið þannig að ég var alsæll og vongóð- ur. Ég tók til í íbúðinni okkar og fór sjálfur í búðina til þess að velja kræsingamar. Þegar ég var kominn í búðina leið mér eins og 14 ára stelpu í fataverslun því mér hafði hingað til ekki verið treyst til þess að fara einn út í búð með tékkheft- ið. Þegar ég kom auga á risastóran kalkún þá hreinlega táraðist ég, ég Uppskriftir Lambakótilett- ur með eplum og grænpip- arsósu Fyrir 4 1200 g lambakótilettur 1 msk. grænn pipar (piparkorn) 2epli 1 rauðlaukur 1 tsk. rósmarín 150 g sykurbaunir 1 msk. sykur Nýkaup I>ar semferskleiktnri býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær faest. sá fyrir mér hlaðborð af kræsingum og þennan myndarlega kalkún í miðjunni, alskreyttan grænmeti. Ég var viss um að þessi kalkúnn myndi bræða hjarta tilvonandi eiginkonu minnar. Mér til ómældrar gleði var einmitt tilboð á þykkri og mikilli uppskriftabók sem ég var viss um að yrði mér til mikillar hjálpar Ég náði mér í nýja kerru (hin var orð- in vel full) og gekk stoltur maður að kassanum. Það var ung stúlka sem afgreiddi mig og þegar hún sá mig gat hún ekki annað en skellt upp úr og spurt mig hvort ég væri að kaupa inn fyrir ættarmót. Ég hugsaði bara með mér að hún vissi ekki hvað til þyrfti til þess að halda flott matar- boð, hún væri nú svo ung og alveg örugglega reynslulaus í eldhúsinu (annað_en ég). í miðju hláturskast- inu rétti hún mér kassakvittunina og upphæðin var svo há að ég sá fram á að þurfa að vinna yfirvinnu næstu mánuði til þess að borga fyr- ir matinn. „En eins og einhver sagði þá er ekkert of gott fyrir tengda- mömmu þegar maður er ekki búinn að giftast dóttir hennar." Jarðarber og ostakaka „Ég gat ekki beðið með það að fletta upp í nýju kokkabókinni minni til þess að finna einhverja gómsæta uppskrift fyrir kalkún. Ég tók að krydda kalkúninn sam- kvæmt leiðarvísi bókarinnar en mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að kalkúnninn yrði að vera sjö og hálfan tíma í ofninum. Ég ákvað að láta þetta ekki á mig fá heldur byrjaði að matreiða meðlætið sem var allt frá súkkulaðihúðuðum jarð- arberjum til ostaköku með gulrótar- kremi." Hálftættar kalkúnasneiðar „Konan min mætti ásamt fjöl- skyldunni á slaginu 19.00. Ég sá á augnaráði hennar hversu mikið henni létti þegar hún fann lyktina úr eldhúsinu. Hún brosti til mín og sagði að hún hefði ekki getað fund- ið sér betri mann. Ég kunni nú ekki við að segja henni að aðalrétturinn yrði aðeins of seinn en kalkúnninn átti ekki að vera tilbúinn fyrr en 21.30. Ég hugsaði með mér að það væri bara betra því þá væri gestim- ir orðnir svangir. Gestirnir fóru svo að spyrja um kalkúninn svo ég ákvað að fara nú 2 dl kjúklingasoð (vatn og Knorr- teningur) 3 msk. matarolía 30-40 g smjör salt og pipaf Meölœti 4 stk. bökunarkartöfiur Steikið lambakótiletturnar á báð- um hliðum í heitri olíu í 3-4 mín., bragðbætið með salti og pipar. Hald- ið heitum í 150' C heitum ofhi. Flysjið eplin, fjarlægið úr þeim kjarnann og skerið í báta. Setjið grænan pipar, epli, sneiddan lauk, og líta á hann. Mér til mikillar undr- unar fann ég skrýtna lykt úr eldhús- inu og þegar ég opnaði ofninn varð hún enn sterkari. Ég flýtti mér að kippa kalkúninum út þvi ekki vildi ég að þessi lykt myndi festast við hann. Þegar ég tók að skoða kalkún- inn fékk ég nett áfall, byrjaði að svitna og það fór hrollur um mig. í öllu þessu stressi hafði ég gleymt að faka innyflin úr kalkúninum og pok- inn sem þau voru i var bráðnaður! Nú voru góð ráð dýr og ég sagði gest- unum að það yrði einhver töf, en núna voru allir orðnir hálfpirraðir þar sem að þá var farið að langa i matinn sinn og það þýddi ekkert að bjóða þeim fleiri jarðarber. Ég sá ffam á það að það þýddi ekki að segja að kalkúnninn væri ónýtur þvi kon- an mín hefði orðið fyrir ótrúlegum vonbrigðum þar sem hún var búin að sitja allt kvöldið og lýsa því fyrir fjöl- skyldunni hversu góður kokkur ég væri. Ég horfði á kalkúninn og sá fram á það að það væri ekki leið til þess að fela þetta fyrir gestunum þvi bráðnaða plastið myndi ekki fara fram hjá neinum. Ég tók því að leita að einhverjum hnif en mér til mikill- ar mæðu fann ég engan sem var mjög beittur. Ég lét mér nægja bitlausa hnífinn sem ég fann og reyndi að skera kalkúninn í frambærilegar sneiðar. Eftir þónokkurn tima fór ég fram með stóran disk með hálftætt- um kalkúnasneiðum. Gestirnir urðu frekar skrýtnir á svipinn og tóku að spyrja mig út í það hvers vegna ég kæmi nú ekki fram með þennan stóra kalkún," sagði Guðmundur og það fer ekki á milli mála að honum er skemmt er hann rifjar upp þetta eftirminnilega kvöld. Ónotalegt augnaráð „Þegar þeir brögðuöu á kalkúnin- um urðu þeir strax mjög sáttir og ég fann að þetta kvöld var loksins að heppnast. Allt í einu tók tengda- mamma min að hósta allískyggilega og hrækti einhverju út úr sér yfir borðið. Konan mín athugaði auðvitað strax hvað um væri að vera og fann plastið af kalkúninum sem hafði staðið i mömmu hennar. Augnaráðið sem ég fékk var ekki milt þannig að ég þóttist ekki vita neitt. Konuna mína og fieiri hafði þó verið farið að gruna eitthvað þar sem að þau höfðu öll fundið einhverja undarlega litla búta (plastið) í kjötinu." krydd og sykurbaunir á pönnuna, stráið sykrinum yfir og brúnið. Bætið kjúklingasoði og smjöri á pönnuna, hitið í gegn og berið fram með kótilettunum. Bragðbætið með salti og pipar ef vill. Meðlæti Bakið kartöflurnar við 180-200" C í 45-60 mínútur eftir stærð. Súkkulaði- búðingur Fremur einfaldur desert og bragð- lítill - gott að bragðbæta með kon- iaki eða rommi. 170 g suðusúkkulaði 3 1/2 dl mjólk 3 1/2 dl rjómi 1 tsk. vanilludropar 40 g sykur 6 blöð matarlím "Þegar maður er ungur, óöruggur og ástfanginn þá var maöur tilbúinn til þess aö gera allt til þess aö ganga i augun á fjölskyldu þeirrar sem maður elskaði til þess að maðuryrði „samþykktur". Stressið og taugatitringurinn sem éggekk ígegnum þetta kvöld er eitthvað sem ég vona að ég þurfi aldrei að uþþlifa aftur." Konan klikkar ekki á smá- atriðunum „Þar sem konan min sá hversu niðurbrotinn ég var reyndi hún að gera gott úr þessu með því að bjóða gestunum upp á eftirréttinn. Þetta kvöld var kvöldið sem stað- festi það fyrir mér að ég myndi aldrei sleppa henni þvi hún er svo rosalega góður kokkur og myndi aldrei klikka á svona smáatriði. Ég hef ekki enn þann dag í dag lagt í það að elda fyrir fjölskyldu konunn- ar minnar. Dóttir okkar, Hrund, út- skrifaðist í vor og konan mín pass- aði vel upp á að hvorki ég né dóttir mín kæmum nálægt eldamennsk- unni. Það er því mikið happ fyrir okkur að sonur okkar Einar er kokkur þannig að hann getur hjálp- að mömmu sinni í eldhúsinu," sagði Guðmundur að lokum. -Saga Kjúklingabringur með spergilkálsfyflingu Fyrir 4 4 kjúklingabringur, beinlausar 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Spergilkálsfylling 1 kjúklingabringa, hamflett og beinlaus 1 eggjahvíta 1 dl rjómi 50 g spergilkál salt og pipar Estragonsósa með spergilkáli 200 g spergilkál Hitið mjólk og súkkulaði við vægan hita, leysið upp matar- límið og setj- ið saman við mjólkina og látið leysast upp. Kælið lítillega áður en þeyttur rjóminn er settur saman við. Setjið í skálar eða glös og berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðikurli. Hnetufylli Tekur dálítinn tima og er svolítið viðkvæmt. 200 g heslihnetur 150 g flórsykur 1/2 tsk. vanilludropar 130 g rjómasúkkulaði 1 msk. smjör 2 laukar 2 tsk. estragon 1 dl hvítvín, óáfengt 4 dl kjúklingasoð 1-2 msk. sósujafnari 3 msk. matarolía salt og pipar Meðlœti 100-150 g pasta Skerið djúpar raufar í hliðarnar á bringunum svo hægt sé að fylla þær. Setjið fyllinguna í, brúnið bringurnar í heitri oliu, bragðbætið með salti og pipar. Leggið í eldfast form og ofnsteikið við 200° C i 18-20 mínútur. Skerið hverja bringu í 3-4 sneiðar við framreiðslu. Spergilkálsfylling Skerið kjúklingabringuna í bita og maukið síðan í matvinnsluvél ásamt eggjahvítunni. Bætið rjóma saman við, bragðbætið með salti og pipar. Þá er spergilkálið sett út í og blandið saman við fyllinguna - en aðeins grófmaukað. Setjið í bring- urnar og lokið, t.d. með tannstöngl- um. Estragonsósa með spergilkáli Saxið laukinn og léttsteikið í olí- unni. Skerið spergilkálið smátt og bætið á pönnuna með hvitvini, kryddi og kjúklingasoði. Látið suö- una koma upp og sjóðið í 1-2 mín., jafhið með sósujafnaranum. Skiptið á diska og leggið kjúklingabring- urnar ofan á. Meðlœti Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka. Heslihneturnar eru litillega brún- aðar á pönnu, flórsykri er blandað saman við og hann látinn leysast upp. Hnetunum er hellt yfir á kalda plötu og kælt, sett því næst í mixer og unnið í góða olíu. Súkkulaðinu og smjörinu sem er búið að bræða saman er blandað saman við. Kælið lítillega og hellið á plötu eða í form. Skerið svo út og hjúpið með súkkulaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.