Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Eignir þrotabús Skelfisks undir nýtt fyrirtæki í eigu Einars Odds Kristjánssonar: Sameining kúfisk- fyrirtækja - að sögn framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar Einar Oddur Kristjánsson. Gylfi Arnbjörnsson. „Þetta hefur borið á góma en er ekki að gerast í dag eða á morg- un," segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, um hugsanlega sam- einingu hluta þrotabús Skelfisks á Flateyri við þann hluta Hrað- frystistöðvar Þórs- hafnar sem snýr að vinnslu á kúfiski. Á Þórs- höfn gengur kúfiskvinnsla vel en samkvæmt heimildum DV er vilji fyrir því með- al ákveðins hóps hluthafa HÞ að sameinast Bragð- efni ehf., arftaka Skelfisks, og taka yfir fyrri eigur fyr- irtækisins. Skelfiskur er nú í gjaldþrotameð- ferð og milljóna- kröfur hvíla á þrotabúinu vegna vörslugjalda, svo sem lífeyrisiðgjalda og skatta. Hæst ber kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem á útistandandi 4,8 milljónir. Ríkisábyrgðasjóður hefur þegar greitt lífeyrissjóðnum 3 milljón- ir króna af þeim peningum. Sigurbjörn Þorbergsson skiptastjóri sagði í sam- tali víð DV að hann hefði enn ekki lok- ið skiptum vegna þess að skaðabóta- mál vegna konu sem missti handlegg í verksmiðju fyrirtækisins væri í gangi. Engar eignir eru í búinu og að sögn Sigurbjörns taldi hann veiðileyfi Skelj- ar vera útrunnið og verðlaust. Skel ÍS, skip Skelfisks, er nú í eigu fyrirtækisins Bragðefnis ehf. og liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Skelfisks var á sínum tíma boðið upp og Sparisjóða- bankinn innleysti það til sín en seldi síðan nýju fyrirtæki i eigu sömu aðila. Skipið er annnað tveggja sem hafa veiði- leyfl á kúfisk á íslandsmiðum. Hitt skip- ið er Fossá sem er í eigu Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar. Að auki eru tvö Gunnar Felixson. Jóhann A. Jónsson. vinnsluleyfi á kúfisk; annað á Flateyri en hitt á Þórshöfn. Fossá nýtir nú veiðileyfi Skeljar ÍS sem ekki hefur ver- ið gerð út í annað ár. En leyfi Skeljar má endurvekja síð- ar samkvæmt upp- lýsingum frá sjáv- arútvegsráðuneyt- inu. Þar liggja verðmætin að mati þeirra sem vilja sameiningu við HÞ. Ávinningur Þórshafnarmanna yrði sá að ráða þeim tveimur leyf- um sem gefin hafa verið út til þessara veiða. Gangi þeir til kaupanna má jaíhframt leysa þau greiðsluvandamál sem í þrotabúinu eru. Einkaleyfi á veiðum Einar Oddur Kristjánsson alþingis- Skel IS Liggur í Hafnarfiröi. maður er frumherji i þessum veiðum og stofnandi Skelfisks og var lengst af aðaleigandi fyrirtækisins. Hann fékk á sínum tíma einkaleyfi tn veiða á kúfiski fyrir öllu norðvestanverðu ís- landi að tilstuðlan Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra en einkaleyfið rann út um aldamót. Hann er jafn- framt einn eigenda Bragðefnis ehf. Nokkru fyrir gjaldþrotið hafði fyrir- tækið gengið i gegnum nauðasamn- inga þar sem felld voru niður 80 pró- sent af skuldum. Eftir nauðasamning- Fossá ÞH Gerir þaö gott á kúfiskveiðum. ana breyttist nafn fyrirtækisins úr Vestfirskur skelfiskur í Skelfiskur. Stjórn Skelfisks fyrir gjaldþrotið var skipuð þungavigtarmönnum úr ís- lensku efnhagslífi. Þar má nefna stjórnarformanninn, Ólaf B. Ólafsson, fyrrverandi formann Vinnuveitenda- sambandsins, og Gylfa Arnbjörnsson, fyrrum hagfræðing Alþýðusambands íslands. í varastjórn var einnig mikið mannaval en þar sátu m.a. Árni Vil- hjáhnsson í Granda og Gunnar Felix- son, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinn- ar. Þetta mannaval kom þó ekki í veg fyrir 200 milljóna króna gjaldþrot. Enginn þessara manna á sæti í stjórn hins nýja Bragðefnis. -rt Arni Vilhjálmsson. Velta á Vesturlandsvegi Jeppabifreiö valt á tíunda tímanum í gærkvöld á móts viö Keldnaholt rétt ofan viö Reykjavík. Ökumaöur bifreiöarinnar sofnaöi en vaknabi þegar hann var kominn út fyrir veg. Honum tókst ab stýra bílnum aftur inn á veginn en vib þab fór afturdekk af felgu bílsins sem fór heila veltu og endabi loks aftur á hjólunum. Lögregla hafbi mikinn viðbúnab og voru þrír sjúkrabílar sendir á vettvang en góðu heilli sluppu ökumaðurinn og farþegi meb skrámur og beinbrot. Vesturlands- vegi var lokab í um þrjá stundarfjórbunga vegna óhappsins en umferb var hleypt á ab nýju laust eftir klukkan tíu. -sbs Árni Johnsen alþingismaður sagöi af sér í gær: Biðst afsökunar á hrapallegu hliðarspori - Ríkisendurskoðun rannsakar f jölda tilvika Arni Johnsen axlaði í gær ábyrgð á misgjörðum sín- um og sagði af sér þingmennsku, 20 dögum eftir að upp- lýst var um vöruút- tekthansíBYKO.Í kjölfar fréttar um BYKO-málið hrúg- uðust inn vísbend- ingar um að þing- maðurinn hefði tekið út vörur í nafni Þjóðleikhúss- ins, ýmist beint eða í gegnum verktaka- fyrirtækið ístak. Rikisútvarpið Hættur og farinn Árni Johnsen hefur sagt af sér sem alþingis- mabur. Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýbveldisins sem þingmaður segir afsér. upplýsti að þingmaðurinn hefði tekið út óðalssteina og lagt við hús sitt í Breið- holti. Þingmaðurinn þrætti fyrir það verk sitt en varð síðar að viðurkenna i fréttaviðtali að hann hefði tekið stein- ana ófrjálsri hendi. Þá kom fram í fjöl- miðlum að þingmaðurinn hefði tekið út dúk fyrir 160 þúsund krónur í Garð- heimum og flutt til Vestmannaeyja. Árni reyndi í örvæntingu að senda duk- inn aftur til Reykjavíkur með aðstoð eiganda Flutningaþjónustu Magnúsar. Þingmaðurinn fékk sína gömlu vinnufé- laga á Morgunblaðinu til að segja frá þvi að dúkurinn væri í geymslu í Gufu- nesi en hefði aldrei farið til Eyja. Hann vísaði blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins á dúkinn og fóstudag- inn 20. júlí birtist mynd og frétt þess eðl- is í blaðinu. Starfsmenn Flytjanda í Reykjavík staðfestu sama dag við DV að dúkur- inn hefði farið til Eyja en síðan komið suður aftur. Um þaö leyti sem blaðið kom út tilkynnti Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, að Árni myndi segja af sér. Síðan hafa komið fleiri mál upp á borðið þar sem þingmaöurinn hefur tekið út byggingarvörur í óleyfi. Fjölmiðlar sögðu frá því að Árni hW HUdn un rt knj. " hefði tekið út sturtu- botn og fleira í versl- uninni Tengi í Kópa- vogi. Forsvarsmaður þeirrar verslunar hafði nokkru áður sagt DV að þingmað- urinn hefði ekki tek- ið út vörur þar. Rík- isútvarpið sagði frá því að hann hefði tekið út hurðir í tré- smiðju á Suðurlandi og Morgunblaðið sagði frá úttekt Árna í Húsasmiðjunni. Samkvæmt heim- ildum DV er þetta þó aðeins lítill hluti þess sem Ríkisendurskoð- un er með til rann- sóknar. Þá eru einnig í athugun fjár- reiður þingmannsins vegna uppbygg- ingar í Brattahllð á Grænlandi. Þar kemur verktakafyrirtækið ístak við Yfirlýjœg tíl kjúsendA minna og mninm vetimnkra C[Ui------- irnpiJkra Uiampcri m ÉJ «*- *« imm ill. Kl ii| wiiiiii iW.mil .11 mf— —------------------------ til M HllM M kap Mn wS* Ká li) ^ bw ' ui kAMÍ. Þ* MB <| ucrt Uli^ ta M k vmlc* °f ** A*> «*> "" t*a <« M *"" «lda t. maii IbrTfB. É, krfilW ««t ¦> OiAkiJii.«« rt. «** «*tart "-"^Vte Wí i. liiiri.........iiin.....i i i ¦-r.'---^i—¦—"-¦ Ma MtaM ul kt/t. rktd M * k* w» t/Uaa ¦»» U m iJ þae nrtor kkU Hi r*« -Srwb ll rkrMkakl rtkv « telMuttinAtwy E.i*lailrtitr. r.iurl|------' UO. <t naiau Km («8 kiAfl 1« urVr <ý» i-kö \TutEii t* «rfln,fU \ mjMi Bréf tll kjósenda Þingmaðurinn þiðst afsökunar á misgjörðum sínum. sögu en Árni hefur út- hlutað fyrirtækinu fjölda verka og hlotið umbun fyrir í formi greiða og beiðna. í bréfi til kjósenda sinna í gær segist þingmaðurinn hafa leitað skýringa á því „hrappallega hliðar- spori sem ég tók". Hann segir brot sín blasa við öllum og að ákvörðun um að segja af sér þingmennsku sé „næstum óbærileg". í lok bréfsins lætur Árni Johnsen í ljósi von um að honum tak- ist að vinna traust og trúnað kjósenda sinna. Hans bíður nú lögreglurannsókn og nær borðleggjandi er að hann muni fá fangelsisdóm. Þaö er aðeins spurning um tíma. -rt B«k>Hft]JcW»01 Stuttar fréttir Hæst á Hallormsstað Tvær trjátegundir í Hallormsstaðar- skógi hafa náð 21 metra hæð sem er nýtt hæðarmet í skóginum og yfir landið allt. Alaska- öspin hefur reynst sú tegund i Hallorms- staðarskógi sem sprettur hraðast en henni var fyrst stungið niður sem stiklingi 1951. Græðlingarnir smáu eru orðnir hæstu trén í skóginum í dag. íslandsfugl á markað Islandsfugl hyggst setja kjúklinga á markað um miðjan ágústmánuð. Fyrir- tækið er í Dalvíkurbyggð og er með starfsstöðvar á Árskógsströnd, Dalvík og í landi Ytra-Holts, sunnan Dalvíkur. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið af krafti að byggingu eldishúss fyrirtækisins, sem er það stærsta á land- inu, um 3500 fermetrar. Framkvæmda- stjóri er Auðbjörn Kristinsson. Nýtt Hótel Búðir Nýtt deiliskipulag fyrir Hótel Búðir hefur verið samþykkt hjá Skipulags- stofnun. Um nýbyggingu er að ræða og verður staðsetning og útlit ekki það sama og gamla hótelsins sem brann. Skipulags- og byggíngarnefnd Snæfells- bæjar er að fjalla um málið en þaðan verður það sent bæjarráði til af- greiðslu. Afkoma Eimskips versnar Fyrstu sex mánuði ársins varð 1.446 mUljóna króna tap af rekstri Eimskips og dótturfélaga saman- borið við 523 milljóna króna hagnað yfir sama tímabil árið 2000. Afkoman hefur því versnað um 1.969 milljónir króna og er helsta ástæðan gengistap. Krónan hefur lækkað um 16,4% frá áramótum og gengistapið var 2,3 milljarðar króna. Einbreiðum brúm fækkar Nýja brúin á ísafjarðará í Inndjúpi hefur verið opnuð fyrir umferð. Frá miðju síðasta ári hafa verið aflagðar fjórar einbreiðar brýr í Isafirði og ný brú verður tekin í notkun á Múlá í haust. Auk þessara samgöngubóta í ísafirði var i síðasta mánuði lagt bund- ið slitlag á um 7 km kafla vegarins á þessum slóðum. Óli Þ. Guðbjartsson hætti Óli Þ. Guðbjarts- son, fyrrverandi skólastjóri Sólvalla- skóla á Selfossi, var 10. júlí síðastliðinn beðinn um að hætta störfum 15. sama mán- aðar en hann hafði þá áður reiknað með að starfa að ráðningamálum og undirbún- ingi skólaársins fram í ágústmánuð. Kennarar eru furðu lostnir yfir vinnu- brögðum bæjarfélagsins Árborgar. Óli Þ. er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Fjörutíu e-töflur Lögreglumenn í Vestmannaeyjum fóru í þrjár húsleitir í gær vegna fíkni- efnamála. Fundust nokkur grömm af hassi og 17 e-töflur, en frá því í viku- byrjun hafa í Eyjum fundist nær fjöru- tíu e-töflur. Aukin verktakastarfsemi Bessi Vésteinsson í Hofsstaðaseli hefur á undanfórnum árum byggt upp öfluga verktakastarfsemi sem hann býður bændum í Skagafirði. Hann býr í Hofsstaðaseli með sauðfé og hross. Verktakastarfsemin hefur stöðugt ver- ið að vinda upp á sig og segir Bessi enga spurningu í sínum huga að slík starfsemi í landbúnaði eigi framtíð fyr- ir sér, sé rétt haldið á spilum alveg frá *ttw. .GG/-sbs I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.