Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 48
56 FÖSTUDAGUR 3. AGUST 2001 Tilvera I>V lífiö Gonguleioir •4 Per Kirkeby í Listasafninu á Akureyri Á morgun verður opnuð sýning á verkum danska listamannsins Pers Kirkebys í Listasafninu á Akureyri sem samanstendur af málverkum, einþrykkjum, teikningum og skúlptúrum frá árunum 1983-1999 en sýningunni lýkur 16. septem- ber. Á sama tíma verður opnuð sýning í vestursal safnsins á inn- setningu eftir Heklu Dögg Jóns- dóttur sem nýverið hlaut verðlaun úr Listasjóði Pennans. Kirkeby (f. 1938) er án efa þekktasti núlif- andi myndlistarmaður Norður- landa og er þetta fyrsta einkasýn- ing hans á íslandi. Klassík________ TEWSRTOlÆErKARXiEÍSl^UMRr Heitasti tenór landsins, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, heldur tónleika í Deiglunni á Akur- eyri annað kvöld kl. 21.00. Undir- leikari á tónleikunum er Jónas Þór- ir píanóleikari. Dagskrá tónleik- anna verður í léttum dúr, m.a. rjóminn af ítölsku aríunum. Forsala aðgöngumiða er hafin t Deigiunni og er miðaverð á tónleikana 2000 krónur. Opnanir HREFNA HAROARDOTTIR A AK- UREYRI A morgun verður opnuð sýning Hrefnu Harðardóttur leirlistarkonu í glugga Samlagsins Listhúss I Lista- gilinu á Akureyri. Verkin eru öll unn- in á síöustu vikum og eru mest- megnis vasar af ýmsum stærðum og formum. Hægt er að skoða verkin dag og nótt fram til 19.8. SIGURÐUR EINARS í PAKKHÚS- INU A HOFN Alþýðulistamaðurinn Sigurður Ein- arsson opnar sýningu í Pakkhúsinu á Höfn á morgun kl. 14. Sigurður er búsettur á Selfossi en ættaður af Mýrum í Hornafirði. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, með- al annars í Hornafirði. Sýning Sig- urðar stendur til 17. ágúst. Pakk- húsið er opið kl. 14-21. Göngur SKOGARGANGA UM ÞRASTA- SKOG A morgun frá kl. 14 til 16 efnir Alviðra, I samvinnu við UMFÍ til skógargöngu um Þrastaskóg sem nú skartar sínu fegursta. Hreinn Óskarsson skógfræðingur mun leiða gönguna sem hefst við söluskálann Þrastalund. Þrasta- skógur er talinn til fegurstu skóga landsins og býr yfir mikilli fjölbreytni í gróðurfari og fuglalífi. Gangan er létt og á flestra færi. Boðið er upp á kakó, ketilkaffi og kleinur. Þáttökugjald er kr. 600 fyrir fullorðna og 400 fyrir 12 til 15 ára. Veitingar innifaldar í verði. Bókmenntir BOKMENNTADAGSKRA I DEIGLUNNI I kvöld verður bókmenntadagskrá í Delglunnl á vegum Gilfélagsins og hefst hún klukkan 20.30. Dagskráin ber yfirskriftina „Mér eru fornu minnln kær" og er úr verkum Einars Krlstjánssonar frá Hermundarfelli. Flytjendur eru Steinunn Sigurðardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Þróstur Ásmundsson, Aöalheiður Steingrímsdóttir og Gerður Árnadóttir. Aögangur er ókeypis. Gönguleiðir meö fram Hafrahvammagljúfrum og Dimmugljúfrum: Gengiö meö gljúfrunum miklu ^, ¦> SJá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Visi.is Fyrir skömmu gáfu Náttúru- verndarsamtök Austurlands og Fé- lag um verndun hálendis Austur- lands út litla bók sem nefnist Gengið með gljúfrunum miklu - Gönguleiðir meðfram Hafra- hvammagljúfrum og Dimmugljúfr- um. Helgi Hallgrímsson er höfund- ur texta. í bókinni eru raktar gönguleiðir um gljúfrin og sagt frá náttúrufari þeirra. Gljúfrin í sviðsljóslnu í formála segir að „gljúfur Jök- ulsár á Dal við Hafrahvamma og Kárahnjúka hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en voru áður lítið þekkt. Ástæður hinnar skyndilegu kynningar eru hug- myndir um virkjun Jökulánna á norðausturhálendinu." Enfremur segir að „siðustu sum- ur hafi fjölmargir lagt leið sína að gljúfrunum [. . .]. Gönguferð með- fram gljúfrunum er einstaklega fjölbreytt og fræðandi, einkum hvað varðar jarðsöguna, myndun og mótun lands. Á því sviði eru gljúfrin eins og opin bók en þar er einnig að finna sérstakan gróður og dýralif og minjar um nýtingu landsins." í bókinni segir að gönguleiðin með gljúfrunum austanverðum sé mun erfiðari. Hér á eftir verður þvi stiklað á stóru og birtar nokkr- ar glefsur úr bókinni um aðkomu og gönguleiðir í gljúfrunum að vestan. Útdrátturinn er birtur með leyfi Helga Hallgrimssonar. Vegurinn að gljúf runum Aðalvegurinn að gljúfrunum miklu að vestan liggur um Brú á Jökuldal og þaðan upp á Fiskidals- háls. Uppi á hálsinum er hægt að velja um þrjár leiðir. „Fyrst liggur Brúarvegur til hægri út Jökuldals- heiði og nokkuð ofar greinist Kverkfjallaslóð til vesturs en Laugarvallavegur liggur suður eft- ir hálsinum, ofan í mynni Laugar- valladals við fjallið Múla og yfir vað á Reykjará (Laugarvallaá) en hin upp á Skógarháls og suður eft- ir honum og verður hér nefnd Skógarhálsvegur. Á öllum þessum vegamótum er beygt til vinstri, þegar farið er að gljúfrunum. Að sumarlagi (júlí-ágúst) er þessi leið fær flestum bilum nema vaðið á Reykjará er oft of djúpt fyrir venjulega fólksbíla." Stapar „Frá Hallarfjalli liggur leiðin um melabrekkur inn og niður að mynni Hafrahvammagljúfra. Á leiðinni þangað sést yfir Hnita- sporð og Desjarárgil austan ár og smám saman opnast sýn inn í Hafrahvamma. Til. norðausturs blasa við Smjörtungufell og Fjall- kollur, sem er uppi af Aðalbóli í Hrafnkelsdal, og Búrfell og Kára- hnjúkar í suðaustri og suðri. Dal- botninn utan í Hnitasporði er þak- inn malareyrum brekkna á milli, allt að 700 m breiðum, sem kallast Eyrar, og kvíslast Jökla viðs vegar um þær. Þarna er um 13 km löng kvos í dalbotninum sem ísaldar- jökuilinn hefur grafið og jökla fyllt upp af framburði." Hafrahvammar „Hafrahvammar eru í stórum sveig vestan megin í gljúfrunum, á móti Básum og Geigsbjargi. Eftir þeim endilöngum ganga tveir, slitróttir hjallar sem breikka til suðurs og renna þar saman í einn, DV-MYND SPARPHEDINN G. ÞORISSON Gljúfrln mlklu ásamt helstu örnefnum. Myndin er tekin voriö 1982 um 150 m breiðan hjalla eða hvamm. Að ofan afmarkast hvammarnir af [fyrrnefndri] Hvammabrún en austan í henni eru snarbrattir móbergsklettar, svo að óvíða er gengt niður í hvammana. Hvammarnir eru þverskornir af mörgum giljum, einkum utan til, er skipa þeim í skýrt markaða reiti. Neðan við hvammana eru kletta og skriður meðfram ánni, innan til en yst er dálítið nes. Hvammarnir eru kenndir við geithafra sem gætu hafa lifað þar góðu lífi árið um kring." Á Sjónarhöfða „Enginn sem kemur að Gljúfra- mótum ætti að sleppa því að ganga inn á Sjónarhöfða, þó ekki sé lengra farið. Frá höfðanum blasa við láréttir og pallsléttir malar- hjallar er liggja inn með gljúfrun- um beggja vegna. Rekja má þessa hjala, næstum óslitið, langt inn með Jöklu, að ystu framhlaups- mörkum Brúarjökuls frá 1890." Heioagæs „Víða meðfram gljúfrum Jöklu getur að líta hreiðurstæði heiðar- gæsar, sem verpur í hundraðatali meðfram þeim. Oftast eru hreiðrin alveg á gljúfurbarminum og uppi á snösum og stöpum. Skilst þá vel hvers vegna hún er einnig kölluð gljúfragæs. Á klettastabbanum milli Steinbogagjánna, sem er sléttur og nokkuð gróinn að ofan, eru hreiðrin mjög þétt, oft með 1- 2 m bili. Litið er vandað til hreiðr- anna og á sumrin birtast þau að- eins sem grunnar skálar með eggjaskurn, fjöðrum og driti. Að loknu varpi er gæsin á bak og burt, enda er hér úr litlu að moða fyrir hana. Þar sem hreiðrin eru á stöpum eða sillum utan í klettum verða ungarnir að fleygja sér fram af björgunum ofan í Jöklu. Það gera þeir fljótlega eftir að þeir eru skriðnir úr eggjunum og orðnir þurrir. Heiðagæsavarpið var ekki upp- götvað hér á landi fyrr en 1929 en hefur trúlega verið hér í þúsundir ára. Strærsta varpið er í Þjórsár- verum en stærsti fjaðrafellistaður á Eyjabökkum við Snæfell." Fornt gljúfur „Á móti innsta hluta Drangahvamma getur að líta einkennilegt fyrirbæri í gijúfravegnum að austanverðu. Dimmuborgarmóbergið, sem nær þar upp i brún, myndar u-laga mót i veggnum og á milli U-inu eru þykk hraunlög, hálfstuðluð, með rauðagjalli, og setlög undir. Þarna er semsé þverskurður af hinu forna Jökulsárgili sem gengur hér skáhallt yfir núverandi gljúfur. Það hefur fyllst af malar- og hraunlögum. Sunnan við þennan stað hefur það legið vestan núverandi gljúfra á löngum kafla." Giljástykki „Innan við Drangahvamma eru gljúfrin heldur fábreytileg og þar eru engir stallar eða hvammar á um 1 km löngum kafla. Þau hafa grynnst smám saman og eru nú aðeins orðin 70-80 m á dýpt, þar sem þau beygja í suður innanvert við Fremri Kárahnjúka. Hér er vanalega talið að Dimmugljúfur endi en við tekur gil af venjulegri dýpt og vidd sem hefur ekkert sér- stakt nafn." -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.