Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
ÐV
Bush í Shanghai
Bush Bandaríkjaforseti fékk hlýjar
móttökur viö komuna til Shanghai
Kínverskir
andófsmenn
vöruðu Bush við
Kínverskir andófsmenn vöruðu
þjóðarleiðtoga heims, sem mættir
voru á leiðtogafund Asíu- og Kyrra-
hafsríkja sem fram fer í Shanghai, við
því að Pekingstjórnin notfærði sér
baráttuna gegn hryðjuverkum til að
kæfa niður baráttuna fyrir sjálfsögð-
um mannréttindum í Kína. í bréfi sem
tveir úr hópi landílótta andófsmanna,
þeir Wan Dan og Wang Jutao, sendu
Bush Bandaríkjaforseta, skoruðu þeir
á forsetann að beita sér í málinu, en
óttuðust þó að hann myndi forðast að
ræða málið til að tryggja frekari
stuðning Kínverja í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Þeir félagar voru
handteknir af kínverskum yfirvöldum
árið 1989 fyrir að standa fyrir mót-
mælum á Tiananmen-torgi í Peking
og hafa síðan búið í útlegð í Banda-
ríkjunum.
Miðað við vinsemdina sem ríki
milli Bush og Jiang Zemin eftir fund
þeirra í gær er ólíklegt að þessi við-
kvæmu innanríkismál Kínverja hafi
verið rædd, en Bush hældi og þakkaði
Kínverjum skjót og góð viðbrögð eftir
hryðjuverkaárásirnar og þakkaði ein-
lægan stuðning þeirra í baráttu þjóða
heimsins gegn hryðjuverkum.
Fallinn Palestínumaöur
Einn þeirra þriggja Palestínumanna
sem bornir voru til grafar í gær.
Fjórir Palestínu-
menn létu lífið í
bardögum í gær
Dagurinn í gær var spennu þrung-
inn á óróasvæðinu fyrir botni Mið-
jarðarhafs og varð ekkert iát á skær-
um milli stríðandi fylkinga. Fjórir
Palestínumenn voru tilkynntir fallnir
eftir bardaga dagsins, þar af ein kona
og lögreglumaður, auk þess sem ung-
ur drengur lét lífið þegar skriðdreka-
sprengja sprakk í höndum hans. Sá
fjórði lést eftir að hafa fengið skot í
höfuðið í skotbardaga við ísraelska
eftirlitsstöð í Karni. Enginn ísraeli
mun hafa fallið en einn hermaður
særst alvarlega. Skærurnar hófust eft-
ir útfór þriggja Palestínumanna sem
drepnir voru í skotbardögum um
miðja vikuna.
Skelfilegt ástand við landamæri Pakistans:
Flóttafólkið streym-
ir að í þúsundatali
Mikil angist greip um sig í Pakist-
an í gær þegar þúsundir flóttamanna
streymdu yfir landamærin frá
Afganistan. Að sögn talsmanna ilótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
hefur straumurinn aldrei verið meiri
síðan loftárásirnar hófust fyrir tæp-
um hálfum mánuði og mun ástæðan
vera aukinn þungi þeirra síðustu daga.
Aðalstraumurinn hefur legið í
gegnum landamærabæinn Chaman í
nágrenni borgarinnar Quetta og eru
það aðallega flóttamenn sem flúið
hafa borgina Kandahar, eftir mikið
sprengjuregn þar í fyrrinótt, sem
streyma að landamærunum.
„Bærinn er yfirfullur af skelfingu
lostnum Afgönum og enn streymir
fólkið að,“ sagði Fatoumata Kaba,
talsmaður flóttamannahjálparinnar,
og bætti við að ástandið hefði verið
nógu slæmt fyrir, þar sem um tvö þús-
und flóttamenn flýðu yfir landamærin
á hverjum degi.
Kona og barn
Þúsundir flóttamanna, aöallega kon-
ur og börn, eru nú staddar í skelf-
ingu sinni viö landamæri Pakistans
og bíöa hjálpar.
Um tvö þúsund manns, aðallega
konur og börn, munu nú bjargarlaus
í Chaman, en bærinn er í um það bil
hundrað kílómetra fjarðlægð frá
Quetta. „Pakistönsk stjórnvöld hafa
þegar verið beðin um leyfi til að koma
hjálpargögnum á svæðið og eru flutn-
ingar þegar hafnir," sagði Kaba.
Annað vandamál er að allar flótta-
mannabúðir við landamærin eru stút-
fullar og stjórnvöld í Pakistan hafa
ekki viljað gefa leyfi fyrir fleiri búð-
um af ótta við að algjör glundroði
gæti skapast, þar sem fólkið er að-
framkomið af hungri og vosbúð, en
starfsmenn búðanna verða reglulega
fyrir ágangi fólksins sem i örvænt-
ingu sinni reynir að ná sér í mat.
„Við höfum farið fram á það við
stjórnvöld að fá að reisa nýjar búðir
lengra frá landamærunum og erum
enn að bíða eftir svari, en á meðan
getum við ekki annað en beðið og von-
að,“ sagði Kaba.
Leiötogar Evrópusambandsins funda í Gent
Leiötogar Evrópusambandsþjóöanna funda nú í Gent í Belgíu, þar sem baráttan gegn hryöjuverkum er aðalmáliö á dag-
skrá. Þeir Tony Blair, forsætisráöherra Breta, Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, þjófstörtuöu þó í gær og héldu þá meö sér einkafund sem var öörum lokaöur. Olli þaö nokkurri óánægju meöal
þeirra sem uröu út undan, en varö þó ekki til þess aö full samstaöa næöist um lokayfirlýsingu fundarins þar sem fullur
stuöningur Evrópusambandsríkjanna viö baráttuna gegn hryöjuverkum er ítrekaöur. Á myndinni hér aö ofan eru í neöri röö
f.v.: Jacques Chirac Frakklandsforseti, Guy Verhofstadt, forsætisráöherra Belgíu, og Tarja Halonen Finnlandsforseti. Efri
röö f.v.: Wolfgang Schuessel, forsætisráöherra Austurríkis, Jean-Claude Juncker frá Lúxemborg, Louis Michel, utanríkisráö-
herra Belgíu, og Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands.
Innanríkisráðherra Sáda varar við samúð með bin Laden:
Aukin andstaða gegn
stjórnvöldum í Sádi-Arabíu
Prins Nayef, sem fer með innan-
ríkismál í Sádi-Arabfu, varaði í gær
þegna sína við því að hafa samúð
með þeim mönnum sem reyna að
sverta nafn landsins í nafni íslams.
Þessi aðvörun Nayefs kom fram í
sjónvarpsviðtali á sádi-arabískri
sjónvarpsstöð í gær og kemur í kjöl-
far þess að stjórnvöld hafa að undan-
fómu skynjað aukna samúð heima
fyrir með „heilögu stríöi" Osama bin
Ladens. Nayef hvatti sérstaklega til
þess að fyllsta öryggis yrði gætt og
að þeir sem með þau mál færu hefðu
augun opin.
„Við höfum áþreifanlega orðið var-
ir við að fólk er í auknum mæli farið
að hafa samúð með þeim sem reynt
hafa að veikja samstöðu okkar og það
hefur færst í aukana eftir því sem
loftárásirnar á Afganistan hafa dreg-
ist á langinn," sagði Nayef.
Það er því ljóst að barátta Banda-
Samúðin meö bin Laden
Stjórnvöld í Sádi Arabíu fmna fyrir
aukinni samúö meö málstaö Osama
bin Ladens og vara viö ástandinu.
ríkjamanna er farin að valda kon-
ungsfjölskyndunni, sem fer með völd-
in í landinu, miklum vandræðum og
að áliti margra mun ástandið eiga
eftir að versna. „Sádi-Arabar hafa
ákveðnum grundvallarskyldum að
gegna gagnvart múslímum og þá
ábyrgð verður konungsfjölskyldan að
axla,“ sagði palestínski fréttaskýr-
andinn Sayeed Abu Rich, sem er sér-
fræðingur í málefnum Sádi-Arabiu.
„Þeim er treyst fyrir því heilag-
asta í trúarheimi múslíma og hafa
þegar orðið fyrir gagnrýni heittrú-
aðra klerka heima fyrir, sem gerir
þeim mjög erfitt fyrir í stuðningi
sínum við aðgerðir Bandaríkja-
manna í Afganistan," sagði Rich,
sem vitnaði þar í yfirlýsingu klerks-
ins Sheikh Hamoud al-Shuaibi, sem
nýlega hvatti múslíma til að styðja
ekki aðför „heiðingja" gegn tali-
banastjórninni í Afganistan.
Blair hvetur Arafat til
að lægja öldurnar
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, hvatti
Yasser Arafat i
gær til að gera
allt til að finna
meinta morðingja
Rehavams Zeevis,
fyrrum ferða-
málaráðherra
ísraels, sem fyrst,
til að hægt verði að færa þá fyrir
rétt og dæma í máli þeirra. Blair
ræddi málið símleiðis við Arafat í
gær og lagði alla áherslu á að Ara-
fat gerði allt til að lægja öldurnar,
en ástandið milli stríðandi fylkinga
hefur sjaldan verið alvarlegra.
Bondevik tekur við stjórn-
artaumunum í Noregi
Kjell Magne Bondevik, formaður
Kristlega flokksins, tók í gær form-
lega við stjórnartaumunum í Noregi.
Ríkisstjórn hans er samsteypustjórn
Kristilega þjóðarflokksins, Vinstri og
Hægri flokks Jans Petersens, með
stuðningi Framfaraflokks Karls Hag-
ens. Bondevik gekk á fund Haralds
konungs í gær og lagði fram ráðherra-
lista sinn, sem skipaður er nítján ráð-
herrum, þar af átta konum. Jan Peter-
sen, leiðtogi Hægri, verður utanríkis-
ráðherra, en forseti þingsins verður
kratiim Jörgen Kosmo.
Rolls-Royce segir upp
5000 starfsmönnum
Stjórn bresku flugvélaverksmiðj-
anna Rolls-Royce hefur tilkynnt að
um 5000 starfsmönnum fyrirtækis-
ins verði sagt upp á næstu dögum
og mun aðallega um að ræða starfs-
menn í Bretlandi. Uppsagnirnar
koma í kjölfar hryðjuverka-
árásanna i Bandaríkjunum, sem
leitt hafa til minnkandi eftirspurnar
eftir nýjum flugvélum og er áætlað
að samdrátturinn á næsta ári muni
nema allt að 30 prósentum. Rolls-
Royce rekur verksmiðjur í 48 lönd-
um og er heildarstarfsmannafjöldi
þeirra alls um 43 þúsund manns.
Indónesar mótmæla
loftárásum á Afganistan
Þúsundir múslimskra mótmæl-
enda komu í gær saman í Jakarta,
höfuðborg Indónesíu, til að mót-
mæla loftárásum Bandaríkjanna á
Afganistan. Mótmælendur söfnuð-
ust saman í miðborginni og gengu
fylktu liði að sendiráði Bandaríkj-
anna, sem var í strangri gæslu
óeirðasveita lögreglunnar. Mótmæl-
in fóru fram þrátt fyrir tilmæli
Hamaz Haz, forseta landsins, um að
þau yrðu stöðvuð, en frá því loft-
árásirnar hófust hefur ítrekað kom-
ið til átaka mótmælenda og lög-
reglu, meðal annars framan við
bandaríska sendiráðið á þriðjudag-
inn.