Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 I>V Tilvera 63 | ' AKUS£YRI (k i SAM\m'§rn I Sombióin Akur«yri • Simi: 4ó)-466> • nnw.ionibieiii.il .Margrct Vilhjölrws Hitmir Snar Cuðn Ugltt Egibdótiir , Krijtbjörg Kjcid Jf jKvifrmyuef cftir ÁgMSt CiHÖMUttdsiOU. Sýnd lau. kl. 10. Sun. kl. 6 og 8. Sýnd lau. kl. 4,6 og 8. Sun. kl.4og 10. IsLtal kl. 2. Jkeypis í bíó á Pokemon 3 og Nýji stíllinn keisarans kl. 12 á Sýnd kl. 4, 6 og 8. ★★★ Radio-X 6 Hýi og glxiilegur íoIiji Tm/ Akureyri Stórskemmtllog rómantísk gamanynd sem fjallar um frœga fólklö, ástlna og önnur skemmtlleg vandamál. Fr<i leikstjóraf fíorrjpo & Juliet Sýnd kl. 8 og 10.15. lENÉMYíTGAfS' tycrt&&édan£idtc BONUSVIDEO MENof I IONOK V vt' 'r.SjÉk Græna slímiö og 20/20 Það er mikil blessun að hafa aðgang að breiðbandinu. Þar er kvikmyndarás í gangi allan sólarhringinn. Tumer Classic Movies sem sýnir myndir frá MGM og Warner. Þarna eru gömlu stjömumar sífellt á skjánum. Cary Grant fór á kostum síðastliðið miðvikudag í Blúndum og blásým. Bráð- fyndin kvikmynd og sérlega skemmtileg leikin. Eftir að hafa horft á myndina fannst manni það næstum flokkast undir afrek hvemig Borgar- leikhúsinu tókst að klúðra þessu stykkki. Þar fór hrein- lega allt úrskeiðis, enda virtust menn ekki vita hvað þeir voru að gera. Frank Capra og Cary Grant klikkuðu ekki á mynd- inni. Þegar Hollywood er upp á sitt besta toppar hana náttúr- lega enginn. Ekki er allt jafn mikil list á TCM. Eina nóttina þegar ég var andvaka settist ég fyrir framan sjónvarpið. Á TCM hófst sýning á The Green Slime. Japönsk-bandarisk kvik- mynd frá 1969. Það reyndist ein af þessum ömurlega leik- stýrðu og leiknu myndum sem ekkert vit er í. Geimfarar höfðu með sér grænt slím frá plánetu og þegar til jarðar var komið tók slímið að umbreyt- ast í skrímsli. Fullskapað var skrímslið grænt, um 1,50 á Kolbrún Bergþórsdótti r skrifar um fjölmiðla. y. wm$.fffli hæð, á tveimur fótum og með rauð augu. Það át fólk. Það fannst mér gaman. Billegheitin geta verið svo stórskemmtileg. Eftir að hafa séð grænt skrímsli ógna mannkyninu í 99 mínútur svaf ég'rótt i 420 mín- útur. Aldrei er svona mikið fjör í bíómyndum RÚV, sem eru reyndar allt of fáar. RÚV er of stillt stöð. Þar sýna menn þá ónauðsynlegu háttvísi að hætta útsendingum á sómasamlegum tíma svo maður komist í hátt- inn. Stöðin má vera djarfari og dónalegri og rífa mann frá svefni. Með þessu er ég alls ekki að biðja um pornó, bara fjör og skemmtun á skjánum langt fram á nótt. Skrímsla- myndir vinna til dæmis vel á svefnleysi. Sennilega miklu betur en allt það eitur sem þjóðin gleypir í töfluformi til að komast í draumalandið. Ansi er nú gaman að nýja sakamálaleikritinu 20/20 eftir Árna Þórarinsson og Pál Krist- in Pálsson sem RÚV sýnir á sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn var afar vel unninn, þrír eftir og maður sér ekki hvemig á að vera hægt að klúðra þeim, hafi menn sýnt sömu vinnubrögð. Óskar Jón- asson leikstýrir af miklu ör- yggi og hugmyndaríki. Hæfi- leikamaður. Frumsýning: Síðasti kastalinn AMurde ojf rows Hershöföínginn: Robert Redford leikur hershöföingja sem dæmdur er í fangelsi. Ný kvik- mynd með Robert Red- ford í aðal- hlutverki var frumsýnd í Bandaríkjun- um 1 gær. í myndinni sem heitir The Last Castle leikur Redford þekktan þriggja stjörnu hers- ___________ höfðingja, sem leiddur er fyrir herrétt, viður- kennir glæp og er dæmdur í fangelsi þar sem hættulegustu fangarnir eru. Nafn myndarinnar er nafniö á fang- elsinu. Fangelsinu er stjórnað af her- foringjanum Winter (James Gand- olflni), sem ber mikla virðingu fyrir fanga sínum og á erfltt með að um- gangast hann sem venjulegan fanga. Sú virðing fer þó allra veg veraldar þegar hershöfðinginn fer að lýsa fyrir Winter hugmyndum sínum um hern- að og hvernig stjórna á her. Allt fer svo í háaloft þegar hershöfðinginn undirbýr uppreisn og fær meðfanga sína til að taka þátt í henni. Þetta er fyrsta hlutverk sem Robert Redford tekur að sér í þrjú ár og er hlutverkið ólíkt því sem hann hefur gert áður. Fær hann verðugan mót- leikara sem er James Gandolfini úr Sopranos þáttaröðinni. Leikstjóri The Last Castle er Rod Lurie, fyrrum kvikmyndagagnrýn- andi, sem leikstýrði á síðasta ári The Contender sem fékk tvær tilnefningar til óskarsverðlauna. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.