Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
Tilvera 3Z>‘V
t
í
i
Fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð til minningar
um Hafdísi Hlif Björnsdóttur og
til styrktar rannsóknum á heila-
himnubólgu verður haldin á
stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 15
að tilhlutan Félags íslenskra
leikara. Meðal þeirra sem koma
fram eru Gunnar og Felix, Solla
stirða úr Latabæ og Gleðiglaum-
ur frá Bláa hnettinum.
Klassík
■ SAMKOR KOPAVOGS I SALNUM
Samkór Kópavogs heldur afmælis-
tónleika í Salnum í dag í tilefni 35
ára afmælis síns og hefjast þeir kl.
16.00.
■ TÍBRÁ í SALNUM Tónleikar í TÍ-
BRA-rööinni sunnudagskvöid kl. 20.
Guðný Guömundsdóttir leikur á fiðlu
og Peter Máté á píanó verk eftir
Mozart, Arvo Párt, Hallgrím Helga-
son, Saint-Saéns, Josef Suk og
Wienlawski.
■ TÓNLEIKAR í ÁSBYRGI Tónleikar
og dans meö ungu húnvetnsku
Ijstafólki verða í félagsheimilinu
Asbyrgi í dag kl. 15 á vegum
Tónlistarfélags Vestur-
Húnavatnssýslu.
■ UÓÐALESTUR HELLAS
Gunnar Dal, Siguröur A.
Magnússon, Kristján Árnason og
Tryggvi V. Líndal lesa upp Ijóð í
Lækjarbrekku 21. okt. kl. 14.30.
Djass
■ GUITÁR ISLANCIO I BORGAR-
BOKASAFNINU Boðið verður upp á
djass í Borgarbókasafninu í Grófar-
húslnu í dag klukkan 16 með tríóinu
Guitar Islancio.
Leikhús
■ BLÍÐRNNUR I dag verðúr leikritiö
Blíöfinnur frumsýnt í Borgarleikhús-
inu kl. 14.
■ BLESSAÐ BARNALÁN í kvöld
frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikrit-
ið Blessaö barnalán eftir Kjartan
Ragnarsson. Sýningin hefst kl. 20.
Fyrir börnin
■ LYGASOGUR I NORRÆNA HUS-
INU Danski rithöfundurinn og teikn-
arinn Carl Quist Moller segir börn-
um nokkrar lygasögur í söguherberg-
inu í Norræna húslnu, kl. 14.
■ ÆVINTÝRI STURLU Sturla Bööv-
arsson samgönguráðherra les sögur
fyrir börnin í söguherbergi Norræna
hússins á sunnudag, kl. 13.
Opnanir
■ HRINGRÁS VATNS OG SPEGL-
AR I HAFNARBORG Sýningarnar
Hringrás vatnsins og Speglar veröa
opnaöar í sölum Hafnarborgar, Apó-
tekinu og Sverrissal í dag kl. 15.
■ GURGMIÐLAÐUR MEGAS í
NYLO Sýningin eða listþingið
Omdúrman: Margmiölaöur Megas í
Nýló er helgaö Megasi, Magnúsi Þór
Jonssyni,
■ BYNHILDUR Á CAFÉ PRESTO
Brynhildur Guömundsdóttir opnar í
dag klukkan 15 sýninguna flökt
[taktur einsemd snerting] á Cafe
Presto, Hlíðasmára 15 i Kópavogi.
■ GERT/ÓGERT j ASÍ i dag klukk-
an 1,6 veröur opnuö sýning á verk-
um,Onnu Eyjólfsdóttur í Listasafnl
ASI. I Asmundarsal: Ógert. í Gryfju:
Gert.
■ UÓSMYNPASÝNING Liósmvndir
frá síöari hluta 19. aldar úr miöbæ
Reykjavíkur, aö líkindum teknar af
Sigfúsi Eymundssyni, veröa til sýnis
í dagí Borgarbókasafni, Grófarhúsi.
Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísl.ls
Aftur með tónleika eftir erfið veikindi:
Eins og batteríunum
væri kippt úr mér
- segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari
„Ég er á móti því að heilsufar
mitt sé notað sem auglýsing fyrir
það sem ég er að gera,“ segir Guöný
Guðmundsdóttir fiðluleikari sem
annað kvöld kl. 20, þann 21. október,
mun koma fram á Tíbrártónleikum
í Salnum ásamt Peter Máté píanó-
leikara.
Tónleikarnir eru hennar
stærsta verkefni eftir upp-
risu úr erfíðum veikind-
um sem hún hefur
glímt viö síðustu tvö
árin. Það var
einmitt við undir-
búning tónleika
í Salnum 21.
október 1999
sem hún
varð
snögg-
lega að
hætta
allri
spila-
áriö því tilraunir hafi verið gerðar
til að bæta heilsu hennar með lyfj-
um og æðaútvíkkun.
Eins og sinnisveik
Hún segir að eflaust hafi litið svo
út sem
það hafi verið meira af vilja en
mætti. Þar kom að skurðaðgerð var
talin óumflýjanleg. „Ég lagðist undir
hnífinn, aðgerðin tókst vel og eftir
hana tók við endurhæfing á Reykja-
lundi,“ segir Guðný. Hún fer ekki
dult með aðdáun sina á læknavísind-
unum og henni fmnst Reykjalundur
stórkostleg stofnun. Þar verður
ekki komist upp með neitt vol-
æði. „Maður getur heldur
ekki leyft sér annað en
berjast og svo vex manni
ásmegin með hveijum
deginum sem liður,“
segir hún bros-
andi. Aðspurð
kveðst hún
alltaf hafa
reynt að
vanda
mataræð-
ið, snið-
ganga
fitu og
Qeira
sem
telst
mennsku
vegna
þeirra veik-
inda. Ekkert
varð af þeim
tónleikum en nú
hefur hún sem sagt
tekið upp þráðinn
þar sem frá var horfið
og undirbúið glæsilega
efnisskrá ásamt meðleikaran-
um. Þetta heitir að standa sína
plikt.
Batteríunum kippt úr mér
Eftir nokkrar fortölur viöurkenn-
ir Guöný að það geti verið einhverj-
um lesendum uppörvun að vita að
hægt sé að sigrast á veikindum eins
og þeim sem hún lenti í og leysir
því frá skjóðunni: „Ég var bara í
miðri æfingu í Salnum þegar ég
settist niður og gat ekki spilað meir.
Það var eins og „batteríunum" hefði
verið kippt úr mér,“ byrjar hún sög-
una.
Hún kveðst í fyrstu hafa búist við
að um ofþreytu væri að ræða en
rannsókn hefði leitt í ljós þrengsli
viö hjartað. „Læknar töldu þrengsl-
in þó ekki svo alvarleg að þau ættu
að valda allri þessari vanlíðan," seg-
ir hún og kveðst hafa verið eins og
jó jó inn og út af spítölum næsta
DV-MYND GVA
Fiöluleikarinn
„Ég áttaöi mig á þvi aö maöur þarf
yfirgengilegan kraft til aö spila á
fiölu. Þaö gerir maöur ekki svo glatt
nema „ganga á öllum“," segir Guö-
ný Guömundsdóttir og ætlar sannar-
lega aö sýna þann kraft á morgun.
hún væri oröin sinnisveik. „Það er
margt sem maður lærir á svona
reynslu. Ég skil til dæmis núna að
fólk getur verið á uppréttum fótum
og litið þokkalega út en verið samt
mikið veikt,“ segir Guðný og bætir
við: „Ég áttaði mig líka á því að maö-
ur þarf alveg yfirgengilegan kraft til
að spila á fiðlu. Það gerir maður ekki
svo glatt nema „ganga á öllum". Hún
segist hafa reynt að spila smávegis á
hverjum degi til að halda sér við en
óholl-
ustu. Nú
passi hún
enn betur
upp á heils-
una en áður,
stundi líkams-
rækt og gleymi
ekki að hvíla sig.
Stórhátíð
Það gefur augaleið að stór-
tónleikar eins og fram undan eru
í Salnum eru sannkölluð stórhátíð
fyrir Guðnýju sem nú hefur þessar
hremmingar að baki. Enda hlakkar
hún til. „Við Peter Máté ætlum að
gera okkar besta, nú eins og áður, og
ég get lofað því að efnisskráin er
glæsileg," segir hún. Guöný og Peter
hafa pilað mikið saman gegnum árin.
Saman mynda þau Tríó Reykjavíkur
ásamt Gunnari Kvaran, eiginmanni
Guðnýjar. Tríóiö hefur komið fram
nokkrum sinnum eftir að Guðný náði
sér upp úr veikindunum og hún var
komin á paO með Sinfóníunni fjórum
mánuðum eftir skurðaðgerðina - upp
á dag. Þar hefur hún tekiö aftur sæti
sitt sem konsertmeistari en deilir því
nú meö Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Hún
kveðst líka vera farin að kenna aftur,
enda sé það eitt af hennar eftirlætis-
viðfangsefnum. „Mér er nauðsynlegt
að kenna," segir hún og bætir við:
„það er svo gefandi og maður lærir
svo mikið á því sjálfur." -Gun.
The Price of Milk
Maður, kona
og beljur
Nýsjálenska kvik-
myndin The Price of
Milk er einkennileg
blanda af ævintýri
og raunsæi,. villt í
allri framsetningu
en einstaklega
sjarmerandi og
dulúðug þegar best lætur. Ekki er
ég viss um að aUir kunni að meta þá
skrýtnu sögu sem borin er á borð
fyrir okkur en aUir ættu að gefa
henni tækifæri því hún er ekki að-
eins fyndin útfærsla á sambandi
manns og konu heldur einnig frum-
leg og stendur upp úr hvað varðar
útfærslu á sambandi milli raun-
veruleika, ímyndunar og draums.
Myndin gerist i sveit á Nýja-Sjá-
landi (landslagið er þannig að hún
gæti alveg eins gerst á íslandi). Rob
og Lucinda eru ung og ástfangin og
reka kúabú. Það læðist þó sá grun-
ur að Lucindu að ást eiginmannsins
sé að fjara út kynferðislega og sam-
kvæmt ráðum vinkonu sinnar þá
espar hún hann til dáða, gerir það
að vísu ekki á réttum nótum. Upp
frá því fer ýmislegt að gerast sem
erfitt er að fá skýringar á, bæði fyr-
ir Rob og Lucindu sem og áhorfend-
ur. Inn í þann ævintýraheim sem
kemur í kjölfarið koma mikið viö
sögu frumbyggjar Nýja-Sjálands
sem þarna er nánast hægt að færa
upp á íslenska álfa.
The Price of Milk er vel gerð og
það að krydda hana með rússnesk-
um tónverkum eftir fremstu tón-
skáld Rússa gefur myndinni klass-
ískt yfirbragð þó hún sé mjög svo
nútímaleg i eðli sínu. Þaö er þó oft
eins og leikstjórinn, Harry Sinclair,
færist of mikið í fang með að láta
gömlu ævintýraheföina fljóta inn í
nútímann. -HK
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Harry
Sinclair. Nýja-Sjáland 2000. Lengd: 90
min. Leikarar: Danielle Cormack, Karl
Urban, Willa O'Neill og Rangi Motu, Leyfö
öllum aldurshópum.
Edges of the Lord ★★
Börn í stríöi
Eftir aö hafa
fylgst með hinum
unga Haley Joel
Osment þá leynist
engum að hann er
einstakur meðal
barnaleikara, ótrú-
lega þroskaður í
leik sínum miðað
við aldur. Og í nýjustu mynd sinni,
Edges of the Lord, kemur þessi eig-
inleiki hans vel í ljós. Það er samt
ekki hann sem er eftirminnilegast-
ur i kvikmynd sem lýsir lífi hjá
nokkrum börnum í hersetnu Pól-
landi í síðari heimsstyrjöldinni,
heldur er það átta ára strákur, Liam
Hess, sem meira að segja skyggir á
Osment í hlutverki drengs, sem
ákveður að hjálpa öllum með því að
fara i fótspor Jesú Krists.
Edges of the Lord, sem er gerð í
samvinnu Pólverja og Bandaríkja-
manna, er dramatísk örlagasaga.
Osment leikur ungan gyðingadreng,
sem bjargað er frá örlögum sínum
af kaþólskri fjölskyldu. Þar dvelur
hann sem einn af hópnum þó sumir
hafi grun um uppruna hans. Mynd-
in snýst aðallega um samskipti
barnanna sín á milli, hvernig sum
þeirra á ógeðfelldan hátt reyna að
græða á hörmungum gyðinga á
meðan önnur reyna að lifa lífinu
eins vel og kostur er.
Áður fyrr þegar tjaldið milli aust-
urs og vesturs var sem þéttast komu
oftar en ekki þungar, langar og ofur-
dramatískar myndir úr austrinu og
það lifir nokkuð af þeim glæðum í
Edges of Lord. Hún er þrátt fyrir
áhugaverðan söguþráð þung í allri
framsetningu og nokkuð langdregin
en er um leið áhrifamikil. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Yrek
Bogayvicz. Bandarikin/Póland, 2001.
Leikarar: Haley Joel Osment, Willem Da-
foe og Liam Hess. Lengd: 94 mín. Bönn-
uð börnum innan 16 ára.