Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 DV Tilvera Afmælisbörn Tom Petty 48 ára Rokksöngvarinn og gítarleikarinn Tom Petty er afmælisbam dagsins. Petty hefur lengi veriö í bransanum og gert mörg lögin vinsæl meö hljóm- sveit sinni, Heartbreakers, auk þess sem hann hef- ur komið einn fram og starfað mikið með Bob Dyl- an. Var hann meðal annars í kvintettinum fræga, The Travelling Willburys, sem hann, Bob Dylan, Jeff Lynne, George Harrison og Roy Orbison stofn- uðu á sínum tíma. Þá hefur hann leikið í kvikmynd- um og í sjónvarpi. Petty er tvíkvæntur og á tvö börn með fyrri konu sinni, Jane Petty. Carrie Fisher 45 ára Bandaríska leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher á afmæli á morgun. Hún fæddist í Beverly- hæðum í Los Angeles og eru foreldrar hennar Debbie Reynolds og Eddie Fisher, sem skildi við Debbie til að geta kvænst Elisabeth Taylor. Segja má að kvikmyndaferill Carrie hafi byrjað meö Shampoo en það voru hins vegar Stjömustríðsmyndimar sem færðu leikkonunni heimsfrægð sem hún býr enn að. Fisher hefur æ meira snúið sér að skrifum og hefur skrifað metsölubækur, auk þess er hún einn helsti „handritalæknirinn" í Hollywood. Á níunda ára- tugnum var hún gift Paul Simon um tíma. SiiSl Stjörnuspá ■■■■■■■ Gildir fyrir sunnudaginn 21. október og mánudaginn 22. október Vatnsberinn I?0. ian.-18. febr.): Emmzzm Það borgar sig að gera öðmm hlutdeild i hugs- unum sínum. Þeir geta áreiðanlega gefið góð ráð varðandi erfitt mál sem er að angra þig. pa mánudagsms: Þú þarft að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun. Gefðu þér tima fyrir það sem þú hefur áhuga á. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Undarleg staða kemur upp í vinahópnum og m sýnist sem mál geti orðið ansi flókin þó að tilefnið virðist ekki mikið. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Spá mánudagsins: Þú ert óvanalega snöggur upp á lagið. Það er ekki líklegt til þess að afla þér vinsælda í vinahópi eða í samstarfi. Tvíburarnir m. maí-21. iúníi: Þú gerðir réttast í því «,// að blanda þér ekki í deilur annarra heldur sinna eigin málum. Enginn vill þiggja ráð frá þér í dag. Spá mánudagsins: Þú verður beðinn um að láta skoðun þína í Ijós. Þetta snýst um eitthvað innan heimilisins. Hætta er á storma- sömu tímabili í ástarsamböndum. Ljórna (23, júií— 22. ágúsfli Spá sunnudagsins: Þú ert ekki einn á báti í vandamáli sem þú stend- _ | ur frammi fyrir. Vinir þinir eru fullir velvilja og þú þarft aðeins að leyfa þeim að komast að. IJ^TíTCiTiTTúrggTr?B Miklar framfarir og breytingar verða á lifi þínu. Þú ferð í ferðalag sem heppnast einstaklega vel. Vogln (23. sept.-23. okt.); ^ / cffii.-iii.i.iikkLá-iiiia r*y Gerðu þér grein fyrir þvi \f að ekki snýst allt um þig ' f eða það sem þú ert að fást við. Það er þreytandi að hlusta á fólk sem talar eingöngu um sjálft sig. taiaiMiŒa Hugur þinn er mjög frjór um þess- ar mundir. Þér gengur vel að koma skoðunum þínum á fram- færi og á þig er virkilega hlustað. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des.): pá sunnudagsins: V þú tekur til hendinni á W heimilinu og sýnist \ ekki vanþörf á því. Svo virðist sem eitthvað mikið standi til í fjölskyldunni. Það verða einhver vandræði fyrri hluta dags vegna loforðs sem þér var gefið. Síðari hlutinn verður mun betri að öUu leyti. Spá sunnudagsins: \ I ^JLj^Bþú stendur i stórræð- ^ f um á viðskiptasviðinu. \ Svo virðist sem fast- eignakaup eða eitthvað sllkt sé á döfinni. Þú ert í essinu þínu. pa manudagsms: Mikið verður um að vera hjá ein- hverjum þér nákomnum. Þú hjálpar mest til með því að sýna þolinmæði og æsa þig ekki upp í öllum látunum. Nautið 120. april-20. maí.l: Spa sunnudagsins: - Láttu smámuni ekki draga úr þér kjarkinn varðandi ákvörðim sem þú þarft að taka varðandi framtíð þína. Þú getur það sem þú vilt. Spa manudagsins: Það er ekki hægt að tala um aö stórslys verði í dag en röð óhappa einkennir daginn í dag. Reyndu að forðast ÖU vandræði. Krabbinn (22. iúní-22. iúir>: Spa sunnudagsms: i Þú stendur á krossgöt- um í vissum skilningi. Það er upplagt að reyna eitthvað nýtt í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu. Spá mánudagsins: Þér hentar mun betur að vinna einn en með öðrum í dag. Hætt er við að ef þú reynir að gefa einhveijum ráð í dag taki hann það óstinnt upp. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Spá sunnudagsins: Gerðu þér grein fyrir ^V^L-því að allir eiga við sin ' vandamál að stríða, ekki bara þú. Þér hættir til að loka þig af i eigin heimi. Spá mánudagsins: Þú ert einum of auðtrúa og hefúr tilhneigingu til að treysta þeim sem eru ekki traustsins verðir. Happatölur þínar eru 4,13 og 29. Sporðdrekinn (24, okt.-2i. nóv.): Spá sunnudagsins: Gerðu ráð fyrir að þú J verðir fyrir truflunum ' ” síðari hluta dags. Þér finnst lífsbaráttan hörð en hagur þinn fer batnandi. pa mánudagsins: Þú ert óþarflega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem þú verður fyrir. Þú ættir að reyna að sláka pínulítið á. Peningamálin standa vel. Steingeitin (22. des.-19. ian.): [^/ Eitthvaö verður til að minna þig á löngu hðna tið og þér fmnst eins og aUt hafi verið betra þá. Mundu að þú lifir í nútíðinni en ekki fortíðinni. Spá mánudagsins: Þú ert ekki sérlega þolinmóður við þá sem þér leiðast og ólikiu- sjálf- um þér að ýmsu leyti. Þú færð sér- staka ánægju út úr vinnunni. Sýningin sett Þorsteinn Njátsson, læknir og bæjarfulltrúi, opnaði sýn- inguna. Sýningin skoöuö Þaö er margt merkilegra listaverka sem prýöir sýninguna í Hafnarborg. Hér er eitt sem greinilega vekur forvitni. Hafnarborg: Myndlist gegn tóbaksreykingum DV-MYNDIR: BRINK Þorgrímur og fjölskylda Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnarráös, var mættur á sýninguna ásamt eiginkonu sinni Ragnhildi Eiríksdóttur og barni þeirra í vikunni var opnuð sérstök myndlistarsýning í Hafnarborg í Hafnarfirði. Um er að ræða sýningu sem hefur yfirskriftina Listverkun - Evrópsk myndlist gegn tóbaksreyk- ingum. Það er Evrópudeild Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO sem stendur fyrir þessu verkefni og vill meö þvi virkja menningu til að takast á við eitt stærsta heilbrigðis- vandamál okkar tima. Tuttugu af framsæknustu listamönnum Evr- ópu voru fengnir til að starfa að þessu markmiði og hafa verk þeirra sem nú eru komin til íslands verið sýnd í flestum höfuðborgum álfunn- ar auk þess sem prentuð hafa verið veggspjöld með verkunum til aö leggja áherslu á boðskapinn. Margir lögðu leið sína á opnunina til að sjá þessi forvitnilegu listaverk. Sýning- in stendur til 12. nóvember. Með listfræðing á eyranu Á morgun kynnir Listasafn Reykja- víkur til sögunnar GSM-leiðsögn um Erró-sýninguna í Hafnarhúsinu. Leið- sögnin er unnin í samvinnu við ís- landssíma og er ekki óskyld hljóðleið- sögn (“audio-guide") sem er algeng víða í söfnum erlendis en byggir á út- breiddri farsímaeign þjóðarinnar. Gestir geta sem sé hringt í ákveðið númer úr farsíma sinum og hlustað á kynningu um sýninguna og hvernig best sé að fara um hana til að fá heild- stæða mynd af ferli listamannsins. Þá er hægt með ákveðnum skipunum að velja um ellefu fróðlegar umsagnir um verk Errós og ákveðin tímabil í lífi hans sem íslenskir listamenn og listfræðingar hafa samið og lesið inn. í tilefni þessara timamóta verður ókeypis aðgangur fyrir alla gesti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús- inu i dag frá kl. 14-18 og boðið upp á ýmsa skemmtan fyrir fjölskylduna. Meðal annars verður yngri gestum safnsins boðið upp á myndlistar- og tónlistarsmiðju þar sem unnið verður í anda verka Errós. Börnin verða að- stoðuð við að búa til stórt vegglista- verk úr klippimyndum, hljóð- og tölvusnillingurinn Bibbi leikur og vinnur með börnunum að gerð hljóð- verks sem unnið er upp úr teikni- myndum og í útiportinu verður boðið upp á leiki og ýmsa aíþreyingu. Vefsíða Listasafns Reykjavíkur, www.listasafnreykjavikur.is, hefur verið endurgerð og verður opnuð formlega sama dag en þar er m.a. að finna sýndarferð um Erró-sýninguna í Hafnarhúsinu sem fyrirtækið Land- mat hefur unnið í samvinnu við safn- ið. Gamanleikrit Guömundur L. Þorvaldsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir í hlut- verkum sínum. Leikfélag Kópavogs: Tom Stoppard á léttum nótum Leikfélag Kópavogs frumsýnir í kvöld, gamanleikritið Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard, Sýningin sem er í leikstjórn Bjarna Guðmarssonar er í Hjáleigunni í Félagsheimili Kópavogs. Höfundur Hins eina sanna, Tom Stoppard hefur verið eitt af frumleg- ustu leikskáldum Breta undanfarna fjóra áratugi og vakti fyrst verulega athygli fyrir leikrit sitt Rosencrantz and Guildernstern are dead. Hinn eini sanni sem heitir á frummálinu The Real Inspector Hound, var fyrst settur á svið árið 1968 og er það verka Stopp- ards sem hvað oftast er leikið. í verk- inu leikur Stoppard sér með velþekkt- ar klisjur úr leikhúsi, bókmenntum og kvikmyndum á kómískan hátt. VIDEOHÖL LIN Á. t>ínu bandl— r ■i- 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.