Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V I frjálsu falli Borg Napóleons og Errós - Helgarblað DV á þvælingi á Signubökkum. Fimmtán ár með Megasi Þórunn Hrefna skrifar Þaö var sumarið 1986. Ég var fimmtán ára og lá hálf út úr tjaldi sem hafði veriö slengt niður ein- hvers staðar í Helgustaðahreppi við Eskifjörð. Þangað hafði ég far- ið til að fá að vera unglingur í friði - ásamt öðrum mínum líkum. Ég spjallaði viö sætasta strákinn í bekknum, við teygðum unga skankana á móti sólinni og hlust- uðum á ferðakassettutæki sem lá I grasinu. Fuglarnir sungu áreiðan- lega. Allt í einu byrjaði kunnugleg rödd að syngja lag sem ég hafði aldrei heyrt áður: Og ég var með Páli/Páll var með mér/kom mér með illum klæk/uppí með sér/og ég var rúnn/en hann var skver - og/ég var með mér/hann barasta sér... Kannski var það sumarið, rósemi hugans I sælu sveitarinnar eða nývöknuð kynhvötin. Ég veit það ekki. En orðin náöu í gegn, og röddin - drottinn minn dýri - smaug milli tauga og þar fæddist eitthvað nýtt. Þetta var Megas að syngja Ég á mig sjálf og mér heyrðist hann flissa inn á milli setninganna. Af hverju var maðurinn að flissa? Sætasti strákurinn í bekknum sagði mér svo að bróðir hans ætti í ofanálag plötu með Megasi sem héti í bleikum náttfötum og hún væri aldeilis æðisleg. Ég varö enn forvitnari. f bleikum náttfötum? Seinna þetta sumar pantaði ég mér Megas allan - plötusafn sem haföi að geyma allar plötumar hans - og ég hlustaði alla daga: Á þjóðsög- ur Megasar um fegurðardrottningar fiskiðjuversins, rótlausar og pirrað- ar afþví þær fengu ekkert kynlíf, ég hlustaði á Hamlet með áherslu á Ófelíu sem er „óhress nokkra hríð“ og „eigrar um fól með borðdúk vaf- inn um kroppinn". Og ég hlustaði á það sem afi var svo reiður yfir að hann varð blár í framan þegar hann heyrði á Megas minnst: „Gættu þin, mamma, maðurinn hann er með sýfilis“... Sumarið leið og svo fékk ég f góðri trú í jólagjöf. Þunglyndisieg eins og hún er hæfði hún þunglynd- um unglingi eins og ég var: „Svart- ir eyðisandar/ svo langt sem augað eygir/ ég get ekki varist þeim grun stúika / að gengnir séu á enda allir vegir...“ Ég hafði ánetjast og byrjaði að breiða út fagnaðarerindið. Á þessum árum var þó skilningur í heimabæ mínum á þessum snill- ingi takmarkaður. Ég var oft spurð hvers vegna ég héldi upp á Megas - sem hefði svo afleita söngrödd, hefði mætt draugfullur í sjónvarpið nokkrum árum áður og í þokkabót sært fatlað fólk hoiundarsári með svívirðilegum texta. Ég gat ekki svarað því þá - þó að ég viti það núna. Einhvem tíma heyrði ég þá skil- greiningu á óperum að öfugt við svipaða atburði í lífinu brysti fólk í fegursta söng ef það fengi rýting i bakið - í staö þess að öskra eða hniga niður. Ef Megas fær rýting í bakiö þá heyrir maður það á tilfinn- ingunni í söngnum. Ef hann syngur um tollstjóra og ráðherra er hann grimmur og ógnvekjandi og skipar þeim að skríða ofan í öskutunnuna afturábak með lafandi tungu. Ef hann er ástfanginn er hann blíður í rómnum og segir: „Fílahirðirinn minn frá Súrín“ - en ef hann hefur verið svikinn í tryggðum snýst hann til varnar og hrækir út úr sér „tussan þin“. Annað væri heldur ekki ekta. Ég veit það núna hvers vegna ég ánetjaðist. Megas var ekta og gat einfaldlega orðað hugsanir og til- finningar sem æddu óreiðukenndar um höfuð mitt miklu betur en ég sjálf. Hvort sem ég hafði tekiö „of stóran skammt af engu“ eða „björt ljós borgarljós blekktu mig eins og alla fyrr og síðar“ eða mig vantaði bjartsýnislegt innlegg í líf mitt og fékk að vita að það nægir að smæla bara framan í heiminn. Þess vegna hefur Megas verið haldreipi mitt gegnum öll árin. Af einhverjum ástæðum virðast margir telja að París sé alveg sér- staklega rómantísk borg og menn- ingarleg. Það er erfitt að sjá róman- tikina í önugu og hrokafullu við- móti þjónustufólksins en það er erfitt að komast hjá því að sjá menningu og listir því þær skríða upp um hálsinn á flestum sem leggja leið sína þangað. Ég kom til Parísar í þriðja sinn fyrir skömmu. Ég kom þangað fyrst fyrir nærri ellefu árum í lokin á löngu og erfiðu ferðalagi. Sú Paris- ardvöl var mjög stutt og hápunktur hennar var þegar ég henti sokkun- um mínum í Signu af Pont Neuf brúnni og fór berfættur heim til ís- lands tveim dögum seinna. Þá var gott véður i París en kalt á Islandi og ég saknaði sokkanna strax í Keflavík. Þegar ég kom um daginn var líka kalt á íslandi en hlýtt í París. Sam- ferðamenn okkar til Parísar voru stór hópur starfsmanna Strengs sem af einhverjum ástæðum klöppuðu og æptu í flugvélinni meðan örygg- ismyndband Flugleiða var sýnt. Ég var farinn að kvíða þvi hvernig þeir myndu taka öðru sjónvarpsefni á leiðinni fyrst þeim fannst þetta svona frábært. En ástæðan var víst sú að einhver úr hópnum lék ábyrgðarfullan farþega í myndband- inu. Þegar við stigum út úr flugstöð- inni í París rifjaðist upp fyrir mér kvæði Andra Snæs Magnasonar um lyktina af flugvélabensíni sem hon- um finnst svo góð og sannfærist alltaf um að næstu tvær vikur verði frábærar og sér eftir þvi að hafa ekki farið í stuttbuxur. Mér leið eig- inlega alveg eins nema hvað ég ætl- aði aðeins að stoppa í þrjá daga og var ekki með stuttbuxur. Fíflheldar samgöngur Hótelið sem Flugleiðir seldu okk- ur í París heitir Home Plazza Ba- stille og er við Rue d’Amelot, rétt ofan við Bastillutorgið. Þangað er hægt að fara á um það bil klukku- tíma með RER-lest og tveimur metróleiðum frá flugvellinum. Þeir sem ekki þekkja metró halda marg- París úr lofti Þaö tekur á taugar þeirra toft- hræddu aö fara upp í Eiffelturninn en þegar upp er komiö blasir fegurö Parísarborgar viö. ir að hann sé flókinn og hugsanlega hættulegur í notkun. Það er hvort tveggja rangt. Þetta eru algerlega fíflheldar samgöngur og hver salf- buna kostar um 130 krónur og mað- ur má skipta eins oft og maður vill. Það er stoppistöð í um það bil 100 metra fjarlægð frá hótelinu. Við fórum að Eiffelturninum sem Gustav Eiffel hannaði og reisti fyrir heimssýninguna í lok 19. aldar. Þeg- ar sýningunni lauk átti að rífa hann en var hætt við það á síðustu stundu. I dag getur maður farið með tveimur lyftum alla leið upp í topp en það reynir allverulega á inn- byggða lofthræðslu ferðamanna og sumir sem maður sá þarna uppi héldu virkilega fast í handriðin og ferðafélaga sína. Allah er mikill Á enni þessa arabíska myntusala, sem bauð jurtir falar á markaönum á Place d’Aligre, má greina dökkan blett. Þetta er nokkurs konar sigg sem merkir aö hann er heittrúaður múslími sem hefur bariö höföinu af miklum trú- arhita niöur í bænamottuna. Tveir hugsuðir. Styttan af hugsuöi Rodins kveikir sömu hugmynd hjá mörgum sem þangaö koma. I þessum leiðangri urðum við vitni að mjög sérstæðri verkalýðsbaráttu sem birtist í því að starfsfólk á lista- söfnum var í einhvers konar verkfalli til að krefjast 35 stunda vinnuviku. Eins og margt fleira i hinu óskipu- lagða Frakklandi fór það eftir geð- þótta starfsfólksins á hverju safni fyr- ir sig hvernig þetta kom niður á listelskum ferðamönnum. Þannig var Rodin-safnið harðlokað einn daginn en daginn eftir var opið upp á gátt og ókeypis inn í ofanálag og starfsfólkið alveg sérlega elskulegt og hjálpsamt. Viö gröf keisarans Ekki langt frá Rodin-safninu, rétt við garða sem eru kenndir við Les Invalides, liggur Napóleon grafrnn. Af einhverj- um ástæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.