Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 12
12
Helqarblað
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
DV
Aukinn þrýstingur á Bandaríkjamenn og Breta um að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs:
Bin, Blair og Bush
eru sammála um eitt
Um fátt er meira talað þessa dagana
á erlendum vettvangi en atburðina í
Afganistan og stöðuna í heimsmálun-
um í kjölfar loftárása Bandaríkjanna
og Breta á landið og fmnst mörgum
sem þær hafi dregist úr hófi fram. Þar
hafa islömsk riki farið í broddi fylking-
ar og hafa forystumenn herveldanna
heldur betur orðið varir við óánægju
þeirra í sinn garð á friðarferðum sín-
um til Miðausturlanda og Mið-Asíu að
undanfórnu. Mótmælin gegn loftárás-
unum náðu hámarki um síðustu helgi
en þá var þeim ekki aðeins mótmælt
meðal múslimskra rikja heldur líka
víða í hinum kristna heimi og voru
víða skipulagðar mótmælagöngu, sem
flölmennastar urðu í London og Berlin.
Bush og Blair í nógu að snúast
Mótmælin hafa aðallega beinst gegn
framkvæmd aðgerða í Afganistan og
afleiðinga sprengjuárásanna, sem aðal-
lega hafa bitnað á saklausum óbreytt-
um borgurum, en ekki gegn sameigin-
legu átaki alþjóðasamfélagsins gegn
hryðjuverkaöflunum í heiminum, sem
flestir styðja. Hafa þeir George Bush
Bandaríkjaforseti og Tony Blair, for-
sætisráðherra Breta, þess vegna mátt
hafa sig alla við að sannfæra umheim-
inn um að brátt verði loftárásum hætt
og í staðinn lögð áhersla á aðgerðir á
landi við að góma Osama bin Laden og
fylgissveina hans úr al-Qaeta samtök-
unum sem grunuð eru um að hafa
skipulagt hryðjuverkaárásirnar í
Bandaríkjunum. Enda hafi það frá
upphafi verið tilgangurinn sem helgaði
meðalið en rækilegar loftárásir aðeins
verið nauðsynlegar til að koma í veg
fyrir enn meiri skaða og mannfall.
Mannfall meðal óbreyttra borgara er
þó orðið verulegt og segja óstaðfestar
fréttir að það nálgist nú þúsundið. Auk
þess herma fréttir að stórt skarð hafi
verið höggvið í bústofn landsmanna og
spurning hvort ástæðan fyrir því sé að
hluti hans, þ.e.a.s. asnar og úlfaldar,
séu af stórveldunum skilgreindir sem
hernaðartæki.
Yfirgangur ísraelsmanna
Annað stórmál sem hvílir þungt á
herðum herveldanna og þá aðallega
Bandaríkjamanna er ástandið fyrir
botni Miðjarðarhafs og hafa sum
arabaríkin gert inngrip þeirra í málið
að algjöru skilyrði fyrir þátttöku sinni
í baráttunni gegn hryðjuverkum. Það
vita nefniiega allir sem vilja vita að
ísraelar hafa byggt yfirburðastöðu sina
gegn Palestínumönnum á ríkulegum
árlegum milljarðastyrkjum frá banda-
riskum stjórnvöldum og hafa í krafti
þess stuðnings beitt palestínsku þjóð-
ina áralöngum yfirgangi. Þannig hafa
ísraelar í krafti herstyrks síns aukið
landnemabyggðir sínar á Vesturbakk-
anum og Gaza-svæðinu um 62 prósent
síðan friðarviðræður hófust árið 1993,
sem að sögn ísraelsku friðarsamtak-
anna „Peace Now“ hafa vaxið úr 20.371
íbúðum í 32.750 fram til dagsins í dag.
Mest varð aukningin árið 2000, í for-
sætisráðherratíð Ehuds Baraks, en þá
voru byggðar 4.499 íbúðir og næstflest-
ar árið 1998, í forsætisráðherratíð
harðlínumannsins Benjamins Net-
anyahus, eða alls 4.210. Á líðandi ári
stefnir í enn eitt metárið því sam-
kvæmt skýrslu „Peace Now“ eru 6.593
ibúðir nú i byggingu.
Samnlngsvilji Baraks
Þessa miklu uppbyggingu í stjórnar-
tíð Ehuds Baraks árið 2000, sem í raun
er talinn hafa stefnt að varanlegum
friðarsamningum við Palestínumenn,
skýra PW-samtökin á þann veg að
Barak hafi hugsað sér að ná betri
samningsstöðu, aðallega gegnvart
þeim harðlinuhópum sem harðast hafa
barist gegn friöarsamningum. Hann
hafi í raun ætlað að bjóða Palestínu-
Hryöjuverkamaöurinn skelfilegi, Osama bin Laden, er sammála þeim George \N. Bush
Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, um aö stofna skuli sjálf-
stætt ríki Palestínumanna. Þaö er eflaust þaö eina sem þeir eiga sameiginlegt því bin
Laden vill hreinsa Miöausturiönd af öllum vestrænum áhrifum og stofna þar heilagt
strangtrúaö heimsveldi íslams.
Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
hafa mátt hafa sig alla við að sannfæra umheiminn um aö sprengjuárásunum á
Afganistan veröi brátt hætt og í staöinn tekinn upp iandhernaöur til aö leita uppi
Osama bin Laden og fylgisveina hans í al-Qaeta samtökunum.
svæðunum á Vesturbakkanum.
Erlingur
Kristensson
blaöamaöur
mönnum allan Vesturbakkann og
Gazasvæðið eins og þeir hafa krafist og
einnig hluta af Jerúsalem en jafnframt
vonast til að geta samið um að halda
því sem þegar var upp byggt á land-
nemasvæðinu til að friða harðlínu-
hópana. Barak vannst ekki tími til að
klára dæmið en rikisstjórn hans féli í
kosningum í febrúar sl.
í fararbroddi harðlínumanna hafa
farið menn eins og Rehavam Zeevi,
sem útsendarar alþýðufylkingar Pal-
estínu, PFLP, skutu til bana fyrr í vik-
unni. Þá voru aðeins liðnir tveir dagur
frá því Zeevi og annar félagi hans úr
þjóðernisfylkingu „Yisrael Beitainu"
sögðu sig úr ríkisstjórn Ariels Sharons
i mótmælaskyni vegna þess að ísra-
elski herinn var kallaður frá herteknu
Lýst sem „hörðum nagla“
Umræddur Zeevi, sem var á 76. ald-
ursári, var í hópi hörðustu harðlínu-
manna ísraels sem börðust eindregið
fyrir því að hrekja Palestínumenn frá
Vesturbakkanum og Gaza til arabaríkj-
anna. Meðal vina gekk hann undir
nafninu „Gandhi", af því að hann rak-
aði á sér höfuðið og gekk með „Gand-
higleraugu". Honum var lýst sem
„hörðum nagla" sem aldrei lét í minni
pokann. Hann gekk alltaf með hunds-
hálsband utan yfir skyrtunni til að
minna á fortíð sína í hernum og var
talið að með því vildi hann ögra óvin-
inum. Hann var ótvíræður leiðtogi
þjóðernishreyfingarinnar og þingmað-
ur hennar í þrettán ár. Hann átti að
baki farsælan feril í hernum og eftir að
hafa fyrst þjónað í Pamach-sveitum
gyðinga á stríðsárunum gekk hann í
ísraelska herinn og þjónaði þar til árs-
ins 1974 þegar hann dró sig i hlé. Hann
varð frægur fyrir að eiga ljón fyrir
lukkudýr en það geymdi hann í búri á
skrifstofu sinni í aðalstöðvum hersins
í nágrenni Jerúsalem. Á árunum 1974
til 1977 var hann ráðgjafi ríkisstjórnar
Yitzhaks Rabins en hann var eins og
menn muna myrtur af öfgasinnuðum
gyðingi árið 1995 fyrir friðarviðleitni
sina við Palestínumenn.
„Lúsafaraldur“ og „krabbamein“
Sem dæmi um hörku Zeevis í af-
stöðu sinni til Palestinumanna þá lýsti
hann þeim í sumar sem „lúsafaraldri“
eða „krabbameini“ sem yrði að upp-
ræta. í frægu viðtali sem tekið var við
hann árið 1991 lagði hann til að Palest-
inumenn yrðu hvattir til að yfirgefa
Vesturbakkann og Gaza-svæðið og
sagði: „Látum þá fara. Borgum þeim og
látum þá fara með sæmd. Við skulum
kaupa landið þeirra, húsin og jafnvel
trén. Við skulum láta þá fá það sem
þeir vilja til að losna við þá fyrir fullt
og allt. Það yrði ekki litið á það sem
brottrekstur heldur flutning með sam-
komulagi," sagði Zeevi.
Er það því nokkur furða þó hatrið
kraumi undir hjá landlausum Palest-
ínumönnum sem búið hafa við stöðug-
ar hörmungar og yfirgang ísraels-
manna í áratugi og er nokkur furða þó
alþjóðasamfélagið hafi loksins vaknað
til vitundar um það? Þama er á ferð-
inni versta sort af mannvonsku sem
viðgengist hefur fyrir framan nefið á
hinum svokallaða siðmenntaða og
frjálsa heimi og að hörmungar á borð
við afleiðingar hryðjuverkaárásanna i
Bandaríkjunum skuli þurfa til að vekja
samviskuna er skelfilegt. En enginn
veit fyrr en reynt hefur og það hefur
nú rækilega sannast.
Hrist upp í alþjóöasamfélaginu
Það skyldi þó ekki vera að bröltið í
„hugsjónamanninum" Osama bin
Laden eigi eftir að skila heimsbyggð-
inni betri tíð með blóm í haga þegar
fram líða stundir. Hann hefur alla vega
hrist verulega upp í alþjóðasamfélag-
inu og aldrei fyrr höfum við upplifað
aðra eins samstöðu þjóða á millum.
Fornir fjendur frá austri til vesturs
þjappa sér saman og þeir Blair og Bush
eiga jafnvel örlitla samleið með sjálf-
um bin Laden en þar er um að ræða
mál málanna, einmitt ástandið fyrir
botni Miðjarðarhafs. Þar eru þessir
herramenn sammála um að stofna
skuli sjálfstætt ríki Palestínumanna en
það er lika það eina sem þeir eiga sam-
eiginlegt.
Þar mætast tveir óskyldir menning-
arheimar, annars vegar heilbrigð
skynsemi og hins vegar ótrúlegt trúar-
ofstæki sem leitt hefur af sér brjálæð-
islega villimennsku og hatur sem á
rætur að rekja til nýlenduánauðar
fyrri alda. En eitt er víst að með fram-
göngu sinni og túlkun hefur bin Laden
auðveldlega náð eyrum þeirra sem
þjáðir eru og það eru Palestínumenn
svo sannarlega.
Gróörarstía heilags stríös
Til að gera sér grein fyrir hugar-
heimi Osama bin Ladens er rétt að
rifja aðeins upp uppruna hans. Hann
er kominn af auöugum sádi-arabískum
ættum og augljóst að hann hefur orðið
fyrir miklum áhrifum frá kennara sín-
um, Palestínumanninum Abdullah
Azzan, sem barist hafði með frelsis-
samtökum Palestínu, PLO, á sjöunda
áratugnum. Azzan hafði orðið fyrir
miklum áhrifum frá þeim Sayed Qutb,
sem Nasser Egyptalandsforseti lét taka
af lífi árið 1966, og Syed Abul Ala
Maududi en þeir eru taldir helstu höf-
undar nútíma „Jihads", eða heilags
stríðs. Saman fóru þeir bin Laden og
Azzan til að berjast með Mujahiddin-
skæruliðum gegn Sovéthernum í
Afganistan og sannfærðust um að
Afganistan væri hin eina rétta gróörar-
stía fyrir heilagt stríð gegn hinum
vestræna heimi.
Ráðherra drepinn í Israel
Ferðamálaráðherra ísraels, Ra-
havan Zeevi, var skotinn til bana á
hóteli í Jerúsalem snemma á mið-
vikudagsmorgun, sama dag og upp-
sögn hans átti að taka gildi. Þar
með var enn einu sinni úti um von-
ir manna um frið á næstunni. Rót-
tæk samtök Palestínumanna, Al-
þýðufylkingin til frelsunar Palest-
ínu, lýsti morðinu á hendur sér.
ísraelsk stjórnvöld hafa krafist þess
að Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, framselji morðingjana.
Miltisbrandur sí og æ
Miltisbrands-
plágan hélt áfram
að skelfa banda-
rísku þjóðina í vik-
unni. Sjö mánaða
gamalt barn
greindist með smit
í New York og á
miðvikudag var
skrifstofubyggingum Bandaríkja-
þings lokað vegna smits sem þar
kom upp. Miltisbrandsbaktería var
í bréfi sem sent var til Toms
Daschles, leiðtoga demókrata í öld-
ungadeildinni. Miltisbrandsbakterí-
ur hafa einnig verið sendar á allar
þrjár stóru sjónvarpsstöðvarnar.
Sérsveitirnar komnar
Bandarískur embættismaður
staðfesti á fimmtudag það sem
margir íjölmiðlar höfðu áður leitt
getum að, nefnilega að sérsveitar-
menn úr bandaríska hernum væru
komnir til sunnanverðs Afganistans
til að taka þátt í baráttunni gegn
talibanastjórninni og hryðjuverka-
samtökum Osama bin Ladens.
Blair styöur Palestínuríki
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ítrekaði stuðning sinn
við stofnun sjálfstæðs ríkis Palest-
ínumanna eftir fund sinn með Yass-
er Arafat, forseta palestínsku
heimastjórnarinnar, í Down-
ingstræti 10 á mánudag. Blair tók
þar með undir yfirlýsingu Bush
Bandaríkjaforseta um sama efni í
síðustu viku.
Hagen styöur Bondevik
Carl I. Hagen, formaður norska
Framfaraflokksins, lýsti i vikunni
yfir stuðningi sínum við nýja ríkis-
stjórn Kristilega þjóðarflokksins,
Hægri flokksins og Vinstri flokks-
ins í Noregi, undir forystu Kjells
Magnes Bondeviks fyrrum forsætis-
ráðherra. Hagen varð þó ekki að ósk
sinni um að verða forseti Stórþings-
ins. Nýja stjórnin tók við völdum í
gær.
Bin Laden í fullu fjöri
Sádi-arabíski
hryðjuverkamað-
urinn Osama bin
Laden og leiðtogar
talibanastjórnar-
innar í Afganistan
voru enn í fullu
fjöri þegar síðast
fréttist, þrátt fyrir
látlausar loftárásir Bandaríkja-
manna í á aðra viku. Talsmaður
talibanastjórnarinnar sagði frétta-
manni Reuters á fimmtudag að
hvorki leiðtogarnir né gestir þeirra,
það er bin Laden og hryðjuverka-
menn hans, hefðu orðið sárir í árás-
unum. Vaxandi þrýstingur var á
bandarísk stjórnvöld í vikunni að
senda sérsveitir til Afganistans til
að leita bin Laden uppi og taka
hann höndum. -gb