Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 DV Tilvera Arkarmótið 2001: „Helgarnir“ sigruðu í tvímenningnum Fyrsta Arkarmótiö í bridge fór fram dagana 12.-14. október á Hótel Örk í Hveragerði. Hótel Örk, Bridgesamband íslands, Guðlaugur Sveinsson, Stefán Garðarsson og Sveinn Rúnar Eiríksson héldu mótið en tilefnið var tíu ára afmæli íslenska heimsmeistaratitilsins í sveitakeppni. Mótið skiptist í tvo hluta, tvímenning og sveitakeppni. Fyrrum heimsmeist- urum var boðið og gerðu þeir góða ferð sem mættu. Tvímenningskeppnin var Monrad- Barometer með þátttöku 38 para. „Helgarnir", Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson, sigruðu með nokkrum yf- irburðum. Þeir spiluðu á fyrsta borði allan tímann sem þýddi í raun að þeir voru allan tímann að spila við pörin sem höfðu hæstu skorina. Sigurinn var því verðskuldaður að öðrum ólöstuð- um. Að launum hlutu þeir Arkarskál- ina, farandbikar mótsins ásamt 150.000 krónum. Fyrrum heimsmeist- arar, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, hlutu annað sætið og brons- ið hrepptu nýbakaðir bikarmeistarar, Ólafur Lárusson og Rúnar Magnús- son. I sveitakeppni mótsins tóku þátt 23 sveitir og spilaðar voru 7 umferöir meö 8 spila leikjum. Sigurvegari varð sveit fyrrum heimsmeistara sem spil- aöi undir því „þjóðlega" nafni Okla- homa. Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson fengu einnig til varðveislu veglegan farandgrip auk 120.000 króna. Það var mál manna að aðstaða öll væri til fyrirmyndar á Hótel Örk og þar væri til staðar framtíðaraðstaða til mótshalds. Við skulum að lokum skoða eitt spil frá tvímenningskeppninni með „Helgana“ í aðalhlutverkunum. N/0 4 ÁK83 * DG95 ♦ 5 4 ÁG93 4 D2 K832 ♦ 943 * 10764 4 G10974 V 107 ♦ DG86 * 85 Þar sem Helgi Sigurðsson og Helgi Jónsson sátu n-s en Símon Símonar- son og Friðjón Þórhallsson í a-v gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 14 1 Grand 2 4 pass 4 4! dobl Allir pass. Helgi Sigurðsson treysti dálítið á „stuðið" þegar hann stökk í fjóra spaða, þrír hefðu verið nóg, en suður hefði hæglega getað átt kóng meira án þess að dobla grandsögnina, eða jafn- vel einspil. Alla vega þurfti Helgi Jónsson að spila íjóra spaða doblaða. Friðjón spllaði eðlilega út tígul- þristi og Símon átti slaginn á kóng- inn. Möguleikar varnarinnar minnkuðu talsvert við að sjá blindan og Símon ákvað að bíða átekta og trompa út. Helgi drap drottninguna á kónginn í blindum og spilaði hjartadrottningu. Símon gaf og bjó þannig til vandamál, sem hann leysti ekki síðar í spilinu. Friðjón drap á kónginn og spilaði laufsexi. Helgi lét lítið úr blindum og Símon átti slaginn á drottninguna. Hann veit nú ekki hvort Helgi hefir átt skiptinguna 5-1-4-3 eða 5-2-4-2. Ef hann á þá fyrri getur hann beðið eftir laufslagnum eða eftir atvikum tíg- ulslag, annars verður hann að taka hjartaásinn. Illu heilli spilaði hann trompi og Helgi var fljótur að nýta sér það. Hann átti slaginn, tók laufás og trompaði lauf, trompaði síðan tigul, spilaði laufgosa og kastaði hjartatíu. Síðan kom hjartagosi, ás og trompað. Sjö slagir á tromp, tveir á lauf og einn á hjarta. Slétt staöið og toppur til „Helganna". Ef Símon drepur á hjartaásinn get- ur Friðjón sagt frá lengdinni í hjarta- litnum. Þar með veit Símon að hann verður að spila laufkóng til að ná laufslagnum áöur en hjartað verður frítt. Fyrstu þrjú pörin í tvímenningskeppninni Rúnar Magnússon, Ólafur Lárusson, Helgi Sigurösson, Helgi Jónsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. (: Ég hélt að þúj værir að leika þérj með Venna vinil , (■ Það er ég einmitt að'Y gera. Ég er spaejarinn j l sem kippir I þræðina og ' stíórna . öðrum. • og Venni vinur er - njósnarinn sem kemúr inn úr kuldanum þegar ég hleypi hönum iit úr J ' ‘ (sskápnum.—‘‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.