Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 18
18
H
I
í
Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
Flokkur með staurfót og lepp
Markús Möller,
hagfræðingur viö
Seölabanka ís-
lands, sagði sig á
dögunum úr Sjálf-
stæðisflokknum
vegna óánægju
með stefnu
flokksins í sjávar-
útvegsmálum. í
viðtali ræðir
Markús um
kvótakerfið og
kynni sín af
nokkrum forystu-
mönnum Sjálf-
stæðisflokksins.
Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðis-
flokksins er vitanlega það fyrsta
sem ber á góma í samtali við Mark-
ús og hún fær frá honum umsögn-
ina „markaðskerfi andskotans: „I
markaðskerfum, sem eru galopin
fyrir nýjum fyrirtækjum, leiðir bætt
tækni alltaf til þess að launþegar og
neytendur fá ábatann að lokum. í
gjafakvótakerfinu geta framfarir
orðið með óbreyttum afla, færri
mönnum og minni launagreiðslum.
Þá eykst hagnaður og kvótinn verð-
ur dýrari. Þá ber hann meiri erlend-
ar skuldir og menn taka út pening.
Við það hækka vaxtagreiðslur til út-
landa og dragast beint frá gjaldeyr-
istekjunum sem þjóðin hefur til ráð-
stöfunar. í gjafakvótanum geta
framfarir skaðað almenning. Það
kalla ég markaðskerfi andskotans
og með því er verið að hafa fiski-
stofnana af þjóðinni."
Reynt að snúa sjávarútvegs-
ráðherra
Markús hefur lengi barist fyrir
breytingu á sjávarútvegsstefnu
Sjálfstæðisflokksins en forystan hef-
ur ekki tekið leiðsögn hans. Markús
rifjar upp fund sem hann átti fyrir
tveimur árum þegar sendinefnd frá
OECD var stödd hér á landi:
„Ég hringdi umboðslaust í Árna
Mathiesen og spurði hvort hann
væri til í að hitta nefndina ef ég
kæmi því í kring og ræða við hana
um sjávarútvegsstefnu ríkisstjórn-
arinnar. Eins og einhver sagði ný-
lega er Árni lipurmenni og enginn
veifiskati og auk þess alls ekki laus
við víðsýni, sem er annars tiltölu-
lega sjaldgæfur sjúkdómur í Sjálf-
stæðisflokknum þessi misserin.
Hann tók þessu vel. Ég spurði hvort
ég mætti vera á fundinum og það
var sjálfsagt. Síðan mættum við upp
í sjávarútvegsráðuneyti, heilmikil
hersing. Árni flutti inngang og yflr-
maður nefndarinnar svaraði og
þetta gekk svolitla stund. Ég spurði
þá Árna hvort það væri ekki rétt
skilið hjá mér að rök ríkisstjórnar-
innar fyrir stefnu sinni í kvótamál-
inu væru að hið óbeina gagn sem al-
menningur myndi hafa af vel rekn-
um sjávarútvegi í einkaeign væri
jafnmikið og gagnið sem almenning-
ur myndi hafa af útboði og þjóðar-
eign. Árni gekkst hiklaust við því. í
framhaldi af því sagði yfirmaður
nefndarinnar, glerflottur hagfræð-
ingur: „I don’t see how the govem-
ment’s trickle-down theory can hold
water“ - ég sé ekki að dreiflngar-
kenning ríkisstjórnarinnar gangi
upp.
Ég fór af þessum fundi himinlif-
andi og sannfærður um að nú hlyti
ég að vera búinn að snúa Árna. Svo
kom skýrslan og þar í er kafli sem
segir að rikisstjórnin eigi að fara
fyrningarleiðina. Þeirri skýrslu var
vægast sagt illa tekiö af ríkisstjórn-
inni. Ég botnaði ekki neitt í neinu
fyrr en ég hitti ráðherrann í fyrra-
sumar í matvörubúð og spurði hann
hvers vegna menn hefðu ekki tekið
meira mark á nefndinni. Þá sagði
Árni að hún hefði verið klofin. Einn
hafl samsinnt mér og annar honum.
Og þetta var rétt. Ég hafði ekki sagt
honum að þungavigtarmaðurinn
var með mér en nýbyrjaður strákur
hafði samsinnt honum. Skýrslan
sýndi hvar vigtin lá.“
Klúður í kvótamáli
Markús segir þetta bara eitt
dæmi um óheppni og klúður sem
eltir kvótamálið. „Auðlindanefndin
er annað dæmi,“ segir hann. „Jó-
hannes Nordal náði fyrir mín orð i
útlendan, óháðan hagfræðing. Ég og
fleiri veltum upp nöfnum og á end-
anum var kallað á Martin Weitzm-
an í Harvard, sem hafði skrifað um
það 1974 hvernig myndun eignar-
réttar á almenningum veldur hag-
ræðingu en getur samt rýrt kjör
launþega. Weitzman er einn af þess-
um súperkláru, alhliða hagfræðing-
um sem maður rekst stundum á, en
aðaláhugamál hans er nú víst samt
garðrækt. Weitzman fékk þrjár
spurningar um það hvernig arður-
inn af auðlindum dreifðist við mis-
munandi skilyrði, einkaeign og upp-
boð. Hann eyddi öllu púðrinu í allt ,
aðra spurningu, skrifaði langa grein
um að best væri að fleygja kvóta-
kerfinu og stjórna með breytilegu
alvöruveiðigjaldi. Það sendi náttúr-
lega alla þá upp um strompinn sem
byggja lífsafkomu sína á því að
predika andlega yfirburði kvóta-
kerfísins og þeir lögðust á eitt um
að rakka Weitzman niður.
Það var bara með eftirgangsmun-
um að Weitzman skrifaði stutt svör
við upphaflegu spurningunum og
komst að nákvæmlega sömu niður-
stöðu og ég hafði fengið í fyrri hluta
greinar sem ég skrifaði í Fjármála-
tíðindi: Þegar farið er úr frjálsum,
stjórnlausum veiðum yfir í kvóta-
bundnar og kvótarnir gefnir litlum
minnihluta þá fær bara þessi
minnihluti ábatann. Ég hafði hins
vegar haldið aðeins lengra áfram og
komist að því að með flóknari for-
sendum gætu málin verið skárri eða
jafnvel enn verri. Sama sá Rögn-
valdur Hannesson, sem líka var
kallaður til eins og Weitzman. Þann
„Það hvarflar ekki að
mér að Davíð Oddsson
vilji skaða flokkinn, og
auðvitað vill hann ekki
fara inn í söguna sem
maðurinn sem hafði
fiskistofnana af þjóðinni.
En hann tekur ekki ráð-
um. Hann sýnir ekki þá
víðsýni að hlusta.“
þráð er alveg bráðnauðsynlegt að
taka upp, en einhverra hluta vegna
komu svör Weitzmans aldrei fyrir
almenningssjónir. Fyrir Rögnvaldi
er hins vegar gerð grein í viðauka
við auðlindaskýrsluna.”
Davíð tekur ekki ráðum
Að mati Markúsar rís Sjálfstæð-
isflokkur Davíðs Oddssonar ekki
lengur undir þeim kröfum sem til
hans eru gerðar í stofnuskrá flokks-
ins um einstaklingsfrelsi og at-
vinnufrelsi með hagsmuni allra
stétta fyrir augum. „Það passar ekki
við sérhagsmunastefnu sem sendir
Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosn-
ingar með staurfót og lepp,“ en það
eru nýjustu einkennismerkin sem
Sigmund hefur notað fyrir formann
LÍÚ.
„Það hvarflar ekki að mér að
Davíð Oddsson vilji skaða flokkinn,
og auðvitað vill hann ekki fara inn
í söguna sem maðurinn sem hafði
fiskistofnana af þjóðinni. En hann
tekur ekki ráðum. Hann sýnir ekki
þá viðsýni að hlusta. Einhvers stað-
ar í pússi mínu á ég viðtal sem þú
tókst við Jón Baldvin eftir að hann
datt út úr ríkisstjórn. Þar eru línur
um Davíð sem ég hef oft rifjað upp,
eitthvað á þá leið að hann væri ekki
gjarn á að leiða mál til lykta með
rökræðum. Það passar því miður
við mina reynslu."
Markús segir persónuleg kynni
sín við Davíð lítil. Meiri kynni hef-
ur hann haft af Geir Haarde en þeir
voru samherjar í menntaskóla og
enn nánari vinir þegar báðir stund-
uðu nám í Minneapolis. „Það hefur
teygst á vináttunni," segir Markús.
„Það er sjálfsagt mest mér að kenna,