Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
x>v
Fréttir
Rjúpnaveiöitímabilið er hafið og ýmislegt gengur á eins og venjulega:
Utanvegarakst u ri nn
aðalvandamálið
- og það að menn eru með of mörg skot í byssunum, segir veiðistjóri
„Það er tvennt sem er fyrst og
fremst vandamál varðandi islenska
skotveiðimenn. Það er utanveg-
arakstur þeirra og það hversu
margir þeirra eru ekki með „pinn-
ann“ í byssunum og eru því með 5
skot i byssunni en ekki þrjú eins og
löglegt er,“ segir Áki Ármann Jóns-
son veiðistjóri. Rjúpnaveiðitímabil-
ið er hafið og eins og venjulega
gengur mikið á, menn eru að týnast
og leitarsveitir kallaðar út, utanveg-
arakstur er stundaður með tilheyr-
andi gróður- og landskemmdum og
menn fara ekki að reglum varðandi
skotaQölda í byssum sinum.
„Ég varð sjálfur vitni að utanveg-
arakstri á Öxarfjarðarheiði og það
er óskemmtilegt að horfa upp á
þetta. Það þarf aukna löggæslu og
hert viðurlög við þessum ófógnuði
og sjálfsagt kemst eftirlitið ekki í al-
mennilegt lag fyrr en farið verður
að sinna þvi úr lofti. Mér hefur dott-
ið í hug hvort ekki væri upplagt að
taka upp samvinnu við Landhelgis-
gæsluna um að sinna þessu eftirliti,
það yrði miklu virkara og flugmenn
Gæslunnar fengju um leið æfinga-
flug,“ segir Áki Ármann.
Hann segir að allt of margir
veiðimenn séu ekki með „pinn-
ann“ í byssum sínum sem þýðir aö
þær taka 5 skot í stað þriggja eins
Áki Ármann Sigmar B.
Jónsson. Hauksson.
og leyfilegt er að hámarki. „Þeir
sem eru að gera þetta eru að kalla
yfir sig að farið verði að „krumpa"
byssurnar svo þær taki alls ekki
meira en þrjú skot. Menn hafa
heldur ekkert við fleiri skot að
gera því það er ekki nema 1-2%
skotveiðimanna sem hafa hæfni til
að 4. og 5. skot komi að einhverjum
notum,“ segir Áki Ármann.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotveiðifélags íslands, segir að
ástandið sé ekki eins slæmt og
margir telja. „Það eru engar stór-
fréttir aö þegar þúsundir manna
fara upp til fjalla og heiða að skjóta
við slæm skilyrði eins og voru
núna í byrjun skuli 2-3 menn týn-
ast i smástund. Það sem er hins
vegar vandamál er utanvegarakst-
urinn en hann er stundaður af
jeppamönnum allt árið um kring,
Veiöimenn eöa stórskotaliö?
„Ofmargir veiöimenn eru ekki meö „pinnann“ í byssum sínum sem þýöir aö
þær taka 5 skot í staö þriggja eins og leyfilegt er, “ segir veiöistjórí.
ekki bara af rjúpnaskyttum. Við í
mínu félagi höfum bent á það
árum saman að eina leiðin til að
stunda þetta er að taka upp eftirlit
úr þyrlum, fyrr næst ekki að hafa
tök á þessum ósóma."
Sigmar B. Hauksson segir að það
sé ófyrirgefanlegt að menn séu að
skjóta af byssum í sumarhúsa-
byggð eins og fréttir eru um. „Þeir
sem það gera eru vitleysingar sem
ætti að hýða á almannafæri."
-gk
Séra Gunnlaugur í Heydölum vill leggja niður embætti tveggja vígslubiskupa:
Valda kirkjunni erfiðleikum
„Reynslan af því að hafa tvo
vígslubiskupa í sérstökum embætt-
um á Hólum og í Skálholti veldur
kirkjunni fremur erflðleikum en
að efla hana,“ sagði séra Gunn-
laugur Stefánsson, sóknarprestur I
Heydölum, í samtali við DV í gær.
Hann hefur að undanförnu kynnt
hugmyndir sinar um að leggja niö-
ur tvö embætti vígslubiskupa í
landinu og ræddi þetta mál meðal
annars á dögunum á héraðsfundi
presta og leikmanna austur á Eið-
um.
„Embættin eru afar verkefna-
snauð og dýr, kosta 10 milljónir
hvort á ári, og þau gera yfirstjórn
kirkjunnar þunglamalega og
flókna,“ sagði séra Gunnlaugur.
ur Stefánsson.
Séra Siguröur
Siguröarson.
Hann segir enn fremur að emb-
ætti þessi hafi staðið í vegi fyrir því
að efla embætti prófasta en ríkur
vilji sé innan kirkjunnar til að efla
prófastsdæmin um land allt.
Séra Gunnlaugur segir að vígslu-
biskupar hafi ver-
ið settir á íslandi á
sínum tíma til að
varðveita biskups-
vígsluna í landinu,
þannig að ekki
þyrfti til þess að
koma að biskups-
efni neyddist til að
sækja vígslu til út-
landa. „Það var
fremur sjálfstæðis-
og þjóðernismál að
hafa tvo vígslubiskupa við hlið bisk-
ups,“ sagði séra Gunnlaugur Stef-
ánsson. Hann segir að embætti
vígslubiskupa hafi verið vandræða-
mál í kirkjunni um nokkurt skeið.
Slíkt gerist oft um embætti og stöð-
Séra Bolli
Gústavsson.
ur sem eru verkefnasnauð.
„Það er mikilvægt núna að kirkj-
an einfaldi stjórnarhætti sína, að
þeir verði virkari og í nánara sam-
bandi við fólkið í landinu. Ég tel að
skref í þá áttina sé að leggja niður
embætti vígslubiskupanna," sagði
séra Gunnlaugur Stefánsson.
Blaðið náði ekki til biskups i gær,
hann sat Kirkjuþing, né heldur til
Bolla Gústavssonar, vígslubiskups á
Hólum. Séra Sigurður Sigurðarson
vigslubiskup sagðist ekki vildi tjá
sig. „Ég hef skoðanir á þessu máli
en vil ekki tjá mig núna en það
kemur dagur eftir þennan dag,“
sagði vigslubiskupinn í Skálholti.
-JBP
Áætlunarflug til Hafnar styrkt af ríkinu:
Spyrjum um okkar stöðu
- bæjarstjórinn á Húsavík segir enga þoku hafa verið á Húsavíkurvelli í gær
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra tilkynnti á ferðamálaráðstefn-
unni á Hvolsvelli í vikunni að ákveð-
ið hafi verið að bjóða út flugleiðina
milli Reykjavíkur og Homafjarðar,
en í því felst að ríkið mun styrkja flug
á þessari leið. Það vekur athygli að
ráðherra tilkynnir um styrk á þessari
flugleið nánast sama dag og í ljós
kemur að Húsvíkingar munu ekki fá
það flug sem þeir voru að vonast eft-
ir þar sem Flugfélagið Jórvík dró
áætlun sína til baka, um skeið að
minnsta kosti. Reinhard Reynisson,
bæjarstjóri á Húsavík, segir þessi tíð-
indi tilefni fyrir Húsvíkinga og aðra á
þessu svæði til að spyrja hvers vegna
ekki sé hægt að styrkja flugleiðina
þangað líka. Samgönguráðherra hafl
á sínum tíma talað um að koma til
móts við Húsvíkinga vegna verulegs
viðbótarkostnaðar við að ferðast til
Akureyrar í flug, en ekkert hafi bólað
á slíku og Húsvíkingar hljóti að koma
til álita varðandi flugstuðning eins og
aðrir.
Að sögn Jakobs Fals Garðarsson-
ar, aðstoðarmanns samgönguráð-
herra, er ólíklegt að flugleið eins og
t.d. til Húsavíkur fái styrk af þessu
tagi því til þess séu þessir staðir í of
mikil nálægð við stórt þéttbýli eða
flugvöll þar sem áætlunarflug er í
gangi. Reinhard segir Húsvíkinga
jafnframt spyrja sig að því hvort
Húsavíkurvöllur sé í hlutverki
óhreina barnsins hjá kerfinu vegna
þess að menn virðist kerfisbundið
sniðganga hann: „Menn hljóta að
spyrja sig hver það er hjá Flugmála-
stjórn eða Flugfélagi íslands sem
stjórni því að það gerist, að í dag
(gær) þegar ófært er til Akureyrar
en fært til Húsavíkur, skuli flugvél-
unum flogið aftur til Reykjavíkur.
Það var hægt að lenda á Húsavík og
flytja fólkið með bíl til Akureyrar.
Við vorum með hátíð í dag í Borgar-
holtsskóla þar sem skólinn var að fá
verðlaun fyrir heimasíðugerð, og
hingað áttu að koma formaður
Heimilis og skóla og einhverjir
fleiri að sunnan. Þessu fólki var
snúið við á meðan við horfðum á
heiðan himin inn allan Aðaldal yfir
flugveflinum," segir Reinhard. -BG
Umsjön: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@dv.is
Klúður
Mistök urðu við gerð Gallup-síma-
könnunar sem nú stendur yfir um
stjórnmálafylgi á Akureyri. Vinstri
grænir lýstu furðu vegna vinnu-
bragðanna enda gleymdist að telja
þá upp sem valkost ef gengið yrði til
kosninga nú. Ólafur Þ. Jónsson,
betur þekktur sem
„Óli kommi“, mun
hafa gert harðorð-
ar athugasemdir
vegna þessa, enda
eru Vinstri grænir
eini flokkurinn
sem lýst hefur yfir
að þeir muni bjóða
sig fram í næstu
bæjarstjómarkosningum á Akureyri.
Sagt er að Gallup hafi vart getað lent
i verra klúðri. Óli kommi muni seint
fyrirgefa slik mistök. Sjái menn ekki
ljósið muni gamli vitavörðurinn ekki
leggja mikið á sig til að leiðbeina
Gallupmönnum næst þegar þá rekur
upp á sker...
Vill hægri beygju
Til stendur að flytja á Alþingi
framvarp til laga þess efnis að heim-
ila ökumönnum að beygja til hægri
á umferðarljósum á móti rauðu ljósi.
Flutningsmenn tillögunnar era þeir
Hjálmar Árna-
son, þingmaður
Framsóknarflokks-
ins, og Vilhjálm-
ur Egilsson, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, og er
þetta í þriðja sinn
sem málið er flutt.
Athugulum pott-
verjum þykja þetta mikil tíðindi.
Hjálmar hafi hingað til látið nægja
að aka beint af augum á grænu ljósi.
Velta menn fyrir sér hvort hann
verði bara ekki að flytja sig yfir í
flokk Vilhjálms til að ná árangri.
Þar hafi sjaldan vafist fyrir mönnum
að taka krappar hægri beygjur ...
Algjör brandari
Grétar Þorsteinsson segir að rík-
isstjórnin hafi brugðið á leik og haft
afkomu launafólks í flimtingum í
stað þess að svara efnislega gagnrýni
sem sett var fram á efnahagsstefn-
una. í heita pottinum skilja menn
ekkert í þessari viðkvæmni Grétars.
I raun hefði hann átt að taka undir
hrossahláturinn
með Davíð Odds-
syni, Halldóri Ás-
grímssyni og fé-
lögum í ríkis-
stjórninni. Þótt for-
ystumenn ASÍ hafi
talið sér trú um að
hafa náð glimrandi
samningum i síð-
ustu kjarabaráttulotu, þá viti Davíð
og Halldór betur. Margar stéttir
launþega séu enn á launum sem eru
hreinn brandari. Þau séu i það
minnsta grátbrosleg ef ekki beinlínis
sprenghlæileg...
Spari húrrahrópin
Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, kynnti að
vonum hróðugur nýjustu afrek fyrir-
tækisins í genaleit arfgengra sjúk-
dóma á dögunum. í vikunni gat líka
að líta tíðindi af nokkurri uppsveiflu
móðurfyrirtækisins deCODE á al-
þjóðlegum flár-
málamarkaði.
Sagt er að hnussað
hafi í eldri konum
á Reykjalundi sem
höfðu mikla trú á
erfðafræðirann-
sóknum Kára og fé-
laga þegar fyrir-
tækið fór á opinber-
an markað. Þá hafl þær keypt bréf á
nær 30 dollara stykkið. Síðan hafi
þau snifsi hríðfallið í verði og fóru
lægst niður í tæpa 6 dollara. Það sé
því varla ástæða til mikilla húrra-
hrópa þótt gengið hökti upp um einn
eða tvo dollara. Enn vanti þrjá flórðu
á að það nái upphaflegu verði. Ekki
sé þá minnst á þá sem keyptu bréf á
gráa markaðnum fyrir tvöfalda þá
upphæð ...