Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað er hann konungur fiskanna. - í dag getur Samúel Hreinsson og fjölskylda litið brosandi yfir víg- völlinn. Þau eiga stærsta fiskmark- aðinn í Þýskalandi. „Já, já. Maður getur litið bros- andi til baka. Það hefur verið mikil vinna að byggja fyrirtækið upp. Slagurinn var oft harður en allur slagur er alltaf skemmtilegur. Þegar við byrjuðum hérna voru ellefu fyr- irtæki sem unnu við að selja fisk úr skipum. Þau hafa mörg hætt eða þá breytt rekstri sínum. Því er ekki endilega hægt að segja að við höfum alltaf verið að vinna einhverja glæsta sigra. Umhverfi markaðanna hefur mikið breyst. Þegar við byrj- uðum komu hingað þrír íslenskir togarar á viku og auk þess fiskur í gámum. Frönsk fiskiskip voru oft hérna líka og reyndar frá mörgum öðrum þjóðum auk þýsku togar- anna. Nú er það fátíðara ef togari leggst að bryggju í Bremerhaven. Það eru orðnir einir þrír mánuðir síðan íslenskur togari landaði hér síðast. Enskir, færeyskir og þýskir togarar hafa landað hér í millitíð- inni. Nánast allur fiskur kemur nú í gámum og kælitrukkum.“ Sjómannaverkfallið á Islandi dýrkeypt - Er íslenskur fiskur stór hluti af því sem þú selur á markaðnum? „Fyrstu árin var allur flskurinn sem við seldum íslenskur. Nú er þetta orðið öðruvísi. í dag er rúm- lega helmingurinn af því sem við seljum íslenskur fiskur. Markaður- inn er alltaf að breytast. Eins og ég sagði áðan kom fiskurinn frá ís- landi með togurum og fiskibátum en nú kemur aflinn frá íslandi lang- mest í gámum og frá öðrum Evrópu- löndum kemur fiskurinn í sérstök- um kælitrukkum." - Sjö vikna sjómannaverkfall á ís- landi hefur þá haft mikil áhrif á markaðinn hjá þér? „Já, það hafði mikil áhrif og nei- kvæð. Þegar þær fiskitegundir sem berast frá íslandi koma ekki á markaðinn snúa kaupendur sér ein- faldlega eitthvað annað. Það getur því tekið lar.gan tíma að vinna upp þann markað aftur sem tapaðist í verkfallinu. Það komu bara aðrar karfategundir inn á markaðinn en við fáum frá íslandi og svo þegar ís- lenski karfinn tók að berast aftur var lítifl áhugi fyrir honum og verð- iö mjög lágt. Það var erfitt fyrir okk- ur að skýra þetta út fyrir mönnum heima sem héldu að allt yrði eins og áður strax og karfinn kæmi aftur á markaðinn. En svo var alls ekki. í staðinn fyrir íslenskan fisk komu tegundir frá Afríku sem margir á ís- landi vissu ekki að væru til og fóru að seljast á hinum íhaldssama þýska markaði. Svo kom laxinn miklu meira inn en áöur. Það er mjög mikið til af laxi og hann selst nú á miklu lægra verði en áður. Það er eins og menn heima ætli aldrei að skilja hvað svona aðgerðir þýða. Enn í dag erum við að fá mun lægra verð, allt að tuttugu og fimm krón- um, fyrir íslenska fiskinn en fyrir verkfall. Meðan við erum að selja ís- lenska karfann á lágu verði er al- gjör veisla hjá þeim sem selja Vikt- oríukarfann." - Mér er sagt að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafi líka haft áhrif á fiskmarkaðinn hér. „Það er alveg rétt. Fólk fer minna út að borða og það er einhvern veg- inn þyngra yfir fólki. Það er orðið sjaldgjæfara að heyra brandara nú en fyrir 11. september. En þetta er að breytast aftur. Við höfum líka notið góðs af kjötfárinu sem gengið hefur í Englandi og annars staðar í álfunni. En það er ekkert víst að það standi mjög lengi. Fólk er íhaldssamt og á endanum snúa flest- ir sér að sínum gömlu venjurn." Breyttar aðstæður - Nú þegar þú ert kominn með langstærsta markaðinn á svæðinu hefur þá ekki viðskiptahópurinn hreyst? „Við höfum haldið okkur við að selja heilan fisk og kúnnahópurinn okkar er eiginlega bara fiskvinnsl- an, hér og í nágrannalöndunum. Aðrir, eins og SÍF og SH, sjá um að selja flök og aðrar fiskafurðir hérna. Þrátt fyrir að við séum orðnir stærstir á flskmarkaðnum í Þýska- landi verðum við að horfa á hinar breyttu aðstæður áður en við klöpp- um okkur á öxlina og verðlaunum fyrir að vera orðnir stærstir. Fisk- markaðir hafa verið að gefa upp öndina hver af öðrum. Markaður- inn í Kiel er hættur. Fiskmarkaður- inn í Hamborg kaupir fisk hjá okk- ur og Cuxhaven er eingöngu orðinn löndunarstaður. Við erum fyrst og fremst eitt af fáum fyrirtækjum sem hafa náð að laga okkur að þeim breytingum sem orðið hafa í þess- um viðskiptum. En það er öruggt að það verður alltaf seldur fiskur á markaði, einfaldlega vegna þess að þar eru mestu möguleikarnir á háu verði fyrir aflann.“ - Til að halda úti starfseminni á jafnstórum vinnustað og þú rekur þarft þú mikinn mannskap. En mér er sagt að þrátt fyrir atvinnuleysi á svæðinu sé ekkert auðvelt að fá fólk í vinnu. „Já, og nei. Það er reyndar skráð hérna milli 12 og 14% atvinnuleysi en ef þig vantar fólk í vinnu finn- urðu það hvergi. Það er nefnilega þannig að þegar fólk kemst á at- vinnuleysisbætur hér hefur það úr meiri peningum að moða en þeir sem eru í vinnu. Vinnumarkaður- inn hérna er helsjúkur og það fer ekki hjá því að með hverjum degin- um sem líður styttist í að þessu kerfi þeirra verði breytt. Það er ekk- ert öðruvísi hér en annars staðar að þeir sem eru að vinna endast ekki endalaust til að halda þeim uppi sem ekki nenna að vinna.“ - Fiskveiðar hafa breyst mikið á siðustu áratugum. Hefur tilkoma frystitogaranna ekki breytt mark- aðnum mikið? „Jú, jú. Bæði er að það eru mun færri skip að veiðum nú en áður og svo hafa frystitogararnir töluverð áhrif. Fiskurinn úr þeim er fyrst og fremst seldur í stórmarkaði en eitt- hvað fer í stóreldhús og fangelsi. En ferski fiskurinn, svokallaði hágæða- fiskur, fer á markaðina. Þetta eru tveir ólíkir markaðir. Þú getur farið upp í stórmarkað og keypt karfaflök úr frystitogara á tíu mörk kílóið. En ef þú ferð í fiskbúðina og kaupir ferskan karfa borgar þú tuttugu og fimm til þrjátíu mörk fyrir sama magn.“ En þrátt fyrir mikið at á fisk- markaðnum á Samúel sér líf fyrir utan vinnuna. - Hvað gerir hann í frítímanum? „Ég spila fótbolta. Svo sigli ég líka á skútu i Miðjarðarhafinu," segir Breiðabliksmaðurinn Samúel Hreinsson. -GÞÖ Norður-Atlantshafslaxinn: Er að hverfa úr skosku ánum Neysla lax hefur þrefaldast á síð- asta áratug. En sá lax sem nú er seldur og étirrn er ekki sama gæða- fæðan og þegar neyslan var minni og fiskurinn dýrari. Eldislaxinn er langt frá því að vera gæðafæða og á lítið skylt við þann lax sem klaktist á náttúrulegan hátt í ánum og óx og dafnaði í sjónum og stiklaði fossa til að leggja hrogn og svil á árbotn æskustöðvanna. Sá lax sem nú er á boðstólum á ekki meira skylt við villilaxinn en ofvaxnir kjúklingar verksmiðjubúanna við villta hænsn- fugla skógarins. Eldislaxinn sem seldur er tilbúinn á pönnuna í plast- umbúðum eða er sagður gæðafæða á matseðlum veitingahús- anna tekur bleika litinn af efnablöndum sem honum eru gefnar en er annars ljósgrár og litlítill. Hann er mengaður af lyfjum sem eiga að aflúsa hann og get- ur aflt eins hafa tekið í sig eiturefni úr sjónum, sem iðulega er mengaður úr kvíunum sem laxinn er al- inn í. Ekkert af því sem hér er sagt kemur stangaveiði- mönnum og öðrum sem láta sig varða varðveislu náttúrugæða á óvart. En boðskapurin er uppistaðan í ítarlegri grein í breska blaðinu The Sunday Times um laxeldi við Bret- landseyjar og Noreg og hnignun Norður-Atlants- hafslaxins. Eldislaxinn er úrkynjaður og ófær um að lifa og tímgast í náttúr- unni. En laxeldið dreifir mengun og sjúkdómum í sjó og vötn og villilaxinn hverfur. Veiðin minnkar ár frá ári og samkvæmt þeirri heimild sem hér er vitnað til leikur enginn vafi á hvað veldur. í útrýmingarhættu Útlitið er heldur dapurt. Villtur lax og sjóbirtingur eru í útrýming- arhættu. Lífkerfí heilu vatna- og ár- svæðanna er í hættu og veiði og eldi skelfisks er hætt á nokkrum svæð- um vegna eitrunar. Umhverfi eldis- stöðvanna er varla heilsusamlegt fyrir fiskinn í kvíunum og hann er ekki nein heilsufæða fyrir mann- inn. Svo margir mengunar- og eitr- unarvaldar eru samfara fiskeldinu að engin leið er að sjá fyrir um hvaða afleiðingar það hefur á lífrík- ið. í fóðrið sem eldislaxinum er gefið er blandað efnum og lyfjum til að örva vöxt og koma í veg fyrir sýk- ingar. Þetta safnast í úrganginn sem aftur safnast á botninn undir eld- iskvíunum og firðir og lón mengast. Þá leikur grunur á að það hafl slæm áhrif á flskinn hve samanþjappaður hann er, allt frá klakinu þar til hon- um er slátrað. Lífsrýmið er nánast ekkert og flskurinn hreyfir sig aldrei á eðlilegan hátt og missir þá eiginleika sem gera laxinn að þeim glæsifiski sem hann er og jafnframt að heilnæmri fæðu. Eldislaxi er hætt við úrkynjun vegna skyldleika þeirra stofna sem kreistir eru til áframhaldandi eldis. Fleira kemur til, svo sem lyfjagjafir og fæðuval sem mennirnir ákveða. Vansköpun er algeng, uggar um- breytast, maginn tekur á sig óþekki- legar myndir, kjálkarnir umskap- ast, vansköpun hieypur í beinmynd- un og blinda magnast. Fiskar í búri sem þrengt er að á allan hátt eru auðveld bráð sníkjudýra og lýs gera sig heimakomnar á roðinu og bora sig gegnum það og inn í vöðvana. Sníkjudýrin ráðast svo á villta fiskinn þegar hann leitar inn í firði á leiðinni í árnar og eins á niður- gönguseiðin sem koma í fyrsta sinn úr ánum og út í sjó. Við strendur Skotlands og Noregs syndir villti laxinn með fram eldiskvíunum þeg- ar hann leitar til æskustöðvanna. Sníkjudýrin þrífast þar vel og marg- faldast og leita á villta laxinn ekki síður en þann innilokaða og hann ber lýsnar og þær sjúkdóma sem fylgja upp í árnar. Eldisfiskurinn er mengun Kynbætur í laxeldisstöðvum hafa mikil áhrif á stofnana. Sýklar og sjúkdómar sem einstakir stofnar hafa lifað við lengi hafa þau áhrif á öðrum stöðum að þar sem þeir ber- ast um steindrepst fiskurinn. í Nor- egi hefur allur lax horfið úr 42 ám. Er það kennt örsmáu sníkjudýri, sem barst með kynbótafiski frá Eystrasaltslöndum. Þar eru stofn- arnir orðnir ónæmir og hafa tímg- ast í aldanna rás með þessum sýkl- um. En í Noregi er laxinn óvarinn og veikist og deyr þegar sníkjudýr-' in berast í hann. Eigendur eldisstöðva grípa oft til þess ráðs að slátra öllum fiski úr kvíunum þegar alvarlegir smitsjúk- dómar koma upp. En það er erfiðara að koma við sóttvörnum í náttúr- unni. Hægt er að eyða sníkjudýrum og bakterium úr ám með því að drepa allt lífríki þeirra og byrja upp á nýtt. En það er bæði dýrt og vafa- samt að svo róttækar aðgerðir komi að þeim notum sem ætlast er til. Það tekur langan tíma fyrir lífríkið að skjóta rótum á ný og alltaf er hætta á að sýkin berist aftur í vatnakerfin. En sé til lengri tíma litið getur verið að það séu ekki sníkjudýr eða sjúkdómar sem eru verstu menung- arvaldarnir í ánum, heldur eldis- fiskurinn sjálfur. í Skotlandi hefur fjöldi laxa sem sleppa úr eldiskvium fimmfaldast á tveim árum. Árið 1988 er talið að 95 þúsund fiskar hafl sloppið en árið 2000 var fjöldinn kominn upp í 491 þúsund fiska. Fjórir af hverjum fimm löxum sem stangaveiðimenn veiða i skoskum ám eru eldisfiskar sem sloppið hafa úr kvíum. í norskum ám eru 90% af öllum laxi útslyppi úr eldi. Þrátt fyrir þessar háu hlutfallstöl- ur er talið að 22% af þeim „viflta" laxi sem enn veiðist sé eldisfiskur. Fyrir hvern villtan lax sem veiddur er í skosku ánum koma sjö eldis- fiskar sem sloppið hafa úr kvíum. Þróunin leiðir óhjákvæmilega til þess að villtur lax hverfur úr þeim ám sem renna út í firði eða vötn þar sem eldiskvíum er komið fyrir í. Núna er Norður-Atlantshafslaxinn talinn vera í útrýmingarhættu í 129 skoskum ám. Augljós þróun Eldisfiskurinn vex hratt og nær góðri þyngd á stuttum tíma en hann er slakur til undaneldis og er frjó- semi hans aðeins um 16% miðað við villilax. Þegar hann sleppur úr kví- um hefur hann ekki innbyggða rat- vísi villilaxins og engar æskustöðv- ar til að leita til. Hann syndir um í fjörðum og við ármynni og þar inn- an um villta laxinn sem kemur til að ganga í árnar. Tilvilj- un ræður því hvort eldis- laxinn eltir þann villta upp í árnar eða á hvaða stöðvum hann lendir. En með tíð og tíma stækkar hlutfall eldislaxins i ánum, þar sem villtum laxi fækkar, m.a. af ástæðum sem þegar eru nefndar. VUltu stofnarnir í ánum minnka um helm- ing miðað við 3,3 kynslóð- ir en eldisstofnarnir stækka að sama skapi. Þetta mun óhjákvæmi- lega leiða tfl þess að viUti laxinn deyr út en eldis- laxinn verður til áfram eins og hver annar búfén- aður. Þróunin er augljós. 1983 gáfu skoskar ár af sér 1.220 tonn af vflltum laxi en 4.000 tonnum af eldislaxi var slátrað. 1999 var afrakstur eldisstöðv- anna 127.000 tonn en veið- in úr ánum var 200 tonn. Veiðin úr ánum hafði aldrei verið slakari og hafði minnkað um 40% miðað við árið áður. Margir stangaveiðimenn fengu ekki einn einasta lax allt veiðtímabilið og nafnkunnar aflaklær komu frá ánum með öngulinn í rassinum. Við vesturströnd Skotlands, þar sem kvíaeldið er mest, skilar aðeins 1% af laxi sem gengur í sjó sér i árn- ar aftur. Á austurströndinni, þar sem eldið er miklum mun minna, skila sex sinnum fleiri sér aftur í árnar til að hrygna. Skýrslur stangaveiðimanna sýna svipaða þróun. Á milli áranna 1998 og 1999 féll ársaflinn á austurstöndinni um 8% en um 64% á vesturströndinni. Fjölþjóöafyrirtækin eiga laxinn iga Eldislaxframleiðslan í Skotlandi er sú þriðja mesta í heiminum, að- eins er alinn meiri lax í Noregi og Chile. Öflug alþjóðafyrirtæki eru að ná yfirhöndinni í framleiðslunni og hafa heimamenn á hverjum stað si- fellt minni áhrif á framleiðsluna og með hvaða hætti laxinn er aflúsað- ur og alinn. Eftirlitið er nánast ekk- ert og sýnileg áhrif á umhverfið eru hverfandi þar sem afleiðingarnar eru allar undir yfirborði sjávar og vatna. Tveir þriðju skráðra 340 laxeldis- stöðva eru í eigu Norsk Hydro og Hollands Marine Harvest sem er dótturfyrirtæki risaveldisins Nuterco Aquaculture samsteypunn- ar sem er stærsti fiskfóðurframleið- andi í veröldinni. Fiskeldið skapar mikla vinnu í Skotlandi á stöðum þar sem launuð störf eru fátíð. Þá hefur umfang fiskeldisins umtals- verð áhrif á efnahaginn, svo ekki sé talað um búsetu í héruðum þar sem fólksflótti var brostinn á. Þetta ger- ir stjórnmálamönnum óhægt um vik að setja skorður við fiskeldi, hvað þá að leggja það niður. Þetta er nefnilega talin vera framtiðar- atvinnugrein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.