Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 46
54 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_____________________________ Þóra Jónsdóttir, Túngötu 34, Siglufiröi. 85 ára_____________________________ Guðmundur F. Guömundsson, Fellsmúla 18, Reykjavík. Indriöi Einarsson, Melum, Kjalarnesi. 75 ára_____________________________ Dóra María Ingólfsdóttir, Álfheimum 4, Reykjavík. Hagalín Þorkell Kristjánsson, Þverholti 30, Reykjavík. Otti Pétursson, Orrahólum 5, Reykjavík. 60 ára_____________________________ Stefán Benediktsson, Miklubraut 28, Reykjavík. Helga S. Þorkelsdóttir, Dalalandi 6, Reykjavtk. Anna Garöarsdóttir, Hraunbæ 156, Reykjavík. Jón Halldórsson, Lyngholti 10, ísafirði. 50 ára_____________________________ Skarphéöinn Pétur Óskarsson, Víðihlíð 1, Reykjavlk. Guörún Árnadóttir, Álfatúni 3, Kópavogi. Þórdís Guöjónsdóttir, Dalsbyggð 7, Garðabæ. Ólafur D. Torfason, Tjaldanesi 17, Garöabæ. Einar Guömundsson, Borgarvegi 20, Njarövík. Siguröur Steingrímsson, Hávegi 26, Siglufirði. Ásbjörn Jónsson, Aðalgötu 42, Ólafsfirði. Steinunn Skúladóttir, Sílatjörn 2, Selfossi. 40 ára_____________________________ Nhan Thanh Thi Cao, Meistaravöllum 23, Reykjavík. Magnús Sverrisson, Bústaöavegi 53, Reykjavlk. Svava Aldís Viggósdóttir, Bakkahjalla 1, Kópavogi. Margrét Káradóttir, Aratúni 26, Garöabæ. Eiríkur Pálmason, Hrannarbyggð 7, Ólafsfirði. Arnfríöur Einarsdóttir, Sandbakkavegi 4, Höfn í Hornaftröi. Guöný Siguröardóttir, Suðurhvoli, Vík. Hjónin Tómas Guömundsson, sóknar- prestur og fýrrv. prófastur í Árnessýslu, og Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, iðju- þjálfi hjá GÍ, eiga gullbrúðkaup í dag. Þau eru erlendis. Allt til alls ►I550 5000 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú Ástríður Thorarensen forsætis- ráðherrafrú er fimmtug í dag. Starfsferill Ástríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp i foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1971, var læknaritari í Reykjavík 1973-79 og stundaði síðan nám í hjúkrunar- fræði við HÍ sem hún lauk 1983. Ástríður var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann á árunum 1984-90. Fjölskylda Ástríður giftist 5.9. 1970 Davið Oddssyni, f. 17.1. 1948, forsætisráð- herra og formanni Sjálfstæöis- flokksins. Hann er sonur Odds Ólafssonar, f. 11.5. 1914, d. 4.1. 1977, læknis í Reykjavík, og Ingibjargar Kristínar Lúðvíksdóttur, f. 28.4. 1922, húsmóður á Seltjarnarnesi. Sonur Ástríðar og Davíðs er Þor- steinn Davíðsson, f. 12.11. 1971, lög- fræðingur í Reykjavik. Bróðir Ástríðar er Skúli Thorarensen, f. 6.12.1955, og á hann tvö börn, Þorstein, f. 1979, og Hildi, f. 1983. Foreldrar Ástríðar: Þorsteinn Skúlason Thorarensen, f. 12.5. 1917, d. 11.1. 1997, borgarfógeti í Reykja- vík, og k.h., Una Petersen, f. 11.3. 1921, d. 2.10. 1987, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Skúla, b. á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi, bróður Óskars, hreppstjóra á Breiðaból- stað, fóður Eggerts, forstjóra BSR, og Þorsteins útgefanda Thoraren- sen. Skúli var sonur Þorsteins Thorarensen, b. á Móeiðarhvoli Skúlasonar, Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, Vigfússonar, sýslu- manns á Hlíðarenda i Fljótshlíð, Þórarinssonar, ættfóður Thoraren- sensættar, Jónssonar. Móðir Skúla læknis var Steinunn Bjarnadóttir, landlæknis í Nesi, Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladótt- ir, landfógeta í Viðey, Magnússon- ar. Móðir Þorsteins á Móeiðarhvoli var Ragnheiður Þorsteinsdóttir, pr. í Reykholti, Helgasonar og Sigríðar Pálsdóttur, sýslumanns á Hailfreð- arstöðum, Guðmundssonar. Móðir Skúla á Móeiðarhvoli var Sólveig Guðmundsdóttir, b. í Aust- urhlíð, Eyjólfssonar. Móðir Sólveig- ar var Guðrún Magnúsdóttir, alþm. í Bráðræði í Reykjavík, Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur Hjaltalín. Móðir Þorsteins borgarfógeta var Ástriður Kjartansdóttir, hreppstjóra á Þúfum í Vestur-Landeyjum, Ólafs- sonar. Móðir Ástríðar var Kristín, systir Sigurðar, hreppstjóra í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, föður Halldórs úrsmiðs, föður Sigfúsar tónskálds. Kristín var dóttir Hall- dórs, b. í Álfhólum í Landeyjum, Þorvaldssonar, bróður Björns, föður Þorvalds ríka á Þorvaldseyri. Móðursystkini Ástríðar: Hans kaupmaður, faðir Hildar forstjóra; Bima, móðir Guðrúnar Agnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélagsins; Búi kaupmaður; Lilja læknir og Margrét húsmóðir, móðir Péturs Ormslev, fyrrv. knatt- spyrnumanns. Una var dóttir Hans Petersen, kaupmanns í Reykjavík, sonar Adolfs Petersen, verslunar- manns i Keflavík. Móðir Hans var María Ólafsdóttir, hreppstjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar. Systir Maríu var Metta Kristín, móðir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti, föður Kristínar læknis, ömmu Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona. önnur dóttir Ólafs í Hjarðarholti var Ásta, móðir Ólafs Ólafssonar landlæknis. Þriðja dóttir Ólafs var Guðrún, móðir Ólafs Björnssonar, fyrrv. alþm. og prófessors. Sonur Ólafs í Hjarðarholti var Páll, faðir Ólafar myndhöggvara. Móðir Unu var Guðrún Jónsdótt- ir, b. á Brún, Hannessonar, bróður Guðmundar læknaprófessors og Páls á Guðlaugsstöðum, fóður Björns, alþm. á Löngumýri og afa Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra. Móðir Guðrúnar var Sigur- björg, hálfsystir Þorgríms, afa Val- borgar, fyrrv. skólastjóra, móður Stefáns heimspekings, Sigurðar hagfræðings og Sigríðar sendiherra Snævarr. Þau hjónin verða að heiman á af- mælisdaginn. Attræður Jón Eiríksson bóndi á Vorsabæ II á Skeiðum Jón Eiríksson bóndi, Vorsabæ II, Skeiðahreppi, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Vorsabæ í Skeiða- hreppi og ólst þar upp. Hann var við nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1939-41. Jón stofnaöi nýbýlið Vorsabæ II og hefur verið bóndi þar frá 1949, síðustu árin aðeins með kartöflu- og skógrækt. Jón var oddviti Skeiðahrepps 1950-90 og i oddvitanefnd Laugarás- héraðs.frá 1950, formaður nefndar- innar frá 1958-90 og gjaldkeri 1990-2000. Hann var stjórnarformað- ur og rekstrarstjóri læknamiðstöðv- ar í Laugarási frá því hún var stofn- uð 1971 og síðar heilsugæslustöðvar þar til 1990, átti sæti i stjórn Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga frá stofnun 1969-80, var umboðsmaður skattstjóra þar til það embætti var lagt niður, og fulltrúi í stjóm Lands- sambands kanínubænda og fulltrúa- ráði Landssambands kartöflu- bænda. Ennfremur var hann í stjórnum Fínullar hf., Yleininga hf. og Jarðefnaiðnaðar hf., var kosinn gjaldkeri Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða 1963 og er þaö enn. Fjölskylda Jón kvæntist 24.6. 1949 Emelíu Kristbjörnsdóttur, f. 13.1. 1926. For- eldrar hennar voru Kristbjörn Haf- liðason og k.h., Valgerður Jónsdótt- ir, en þau bjuggu að Birnustöðum. Börn Jóns og Emelíu eru Valgerð- ur, f. 8.5. 1950, textílkennari í Reykjavik en einkasonur hennar er Jón Yngvi Jóhannsson, f. 12.5. 1972, bókmenntafræðingur, kvæntur Sig- þrúði Gunnarsdóttur ritstjóra og eru börn þeirra Valgerður, f. 28.9. 1993, Silja, f. 10.3. 1998, og Steinunn, f. 13.9. 1999; Eiríkur Jónsson, f. 8.10. 1953, stuðlastjóri hjá íslenskum get- raunum og hestaljósmyndari en kona hans er Hulda Nóadóttir, f. 27.2.1956, gangavörður, og em börn þeirra Emelía Guðrún, f. 17.7. 1976, efnafræöingur, og Haukur Brynjar, f. 22.5. 1980, nemi i pípulögnum; Björn, f. 21.9. 1955, bóndi í Vorsabæ II en kona hans er Stefanía Sigurð- ardóttir bóndi og em þeirra börn Margrét, f. 1.5. 1986, Jón Emil, f. 3.4. 1991, og Sigurbjörg Bára, f. 12.5. 1995; Ingveldur, f. 30.10. 1962, dag- móðir á Selfossi en maður hennar er Guðmundur Ásmundsson skóla- stjóri og þeirra böm eru Birgir, f. 27.10. 1985, nemi við FBS; Berglind, f. 20.11. 1987, Davíð, f. 27.11. 1991, og Hilmar, f. 23.8. 1999. Systkinin Jóns: Ragna, f. 13.8. 1917, d. 3.12. 1998, maki Hermann Bæringsson vélstjóri, nú látinn; Sig- ursteinn, f. 14.5. 1919, d. 18.12. 1934; Axel, f. 11.2. 1923, rafvélvirki, maki Guðbjörg Eyjólfsdóttir, nú látin; óskírður drengur, f. andvana 12.6. 1925; Helga, f. 17.10. 1928, bóndi í Vorsabæ; Friðsemd, f. 23.4. 1932, maki Þórkell Björgvinsson, nú lát- inn; Sigríður Þóra, f. 29.8. 1936, maki Ágúst Sigurðsson. Foreldrar Jóns: Eirikur Jónsson, f. 13.4.1891, d. 28.3.1963, og Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 19.2. 1894, d. 25.6. 1966. Þau bjuggu i Vorsabæ Ætt Eiríkur var sonur Jóns, b. í Vorsabæ, Einarssonar, b. á Syðri- Brúnavöllum, Eggertssonar. Móðir Eiríks var Helga Ragnhildur, systir Vigdísar i Miðdal, ömmu Guðmund- ar frá Miðdal, föður Errós en Vigdís var einnig langamma Vigdísar Finnbogadóttur. Helga Ragnhildur var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ, bróður Margrétar, langömmu Sig- ríðar, móður Vigdísar Finnboga- dóttur. Eiríkur var sonur Hafliða, hins auðga á Bimustöðum Þorkels- sonar. Móðir Helgu Ragnhildar var Ingveldur, systir Ófeigs á Fjalli, afa Tryggva útgerðarmanns, afa Trygga Pálssonar framkvæmdastjóra. Ing- veldur var dóttir Ófeigs ríka á Fjalli og ættföður Fjallsættarinnar, Vig- fússonar. Móðir Ingveldar var Ing- unn Eiríksdóttir, ættföður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar. Kristrún var dóttir Þorsteins, smiðs á Sæbóli, Teitssonar, á Ein- arsstöðum á Eyrarbakka, Helgason- ar. Móðir Þorsteins var Guðrún Sig- urðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Ranakoti, Bergs- sonar, ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Kristrúnar var Sigríður Eyjólfsdóttir, b. á Grímslæk, Eyjólfssonar. Jón verður að heiman á afmælisdaginn. Arínu eldri Dr. Hannes Jónsson sendiherra er 79 ára í dag. Hannes lauk bandarisku stúdents- prófi 1946, BA-prófi í fé- lags- og hagfræöi viö ______________Rutgers University 1948, MA-prófi í sömu greinum viö Uni- versity of North Carolina, Chapel Hill 1949 og lauk doktorsprófi í þjóöfélags- fræöi og þjóöarétti frá Vínarháskóla 1980. Hannes var embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu frá 1954-89 er hann lét af störfum. Hann var blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar 1971-74, sendiherra m.a. í Mosvku, Genf og Bonn og jafn- framt í fjölda austantjaldsríkja og Afríku- rikja og fastafulltrúi, m.a. hjá Samein- uöu þjóðunum, EFTA og GATT. Sonur Hannesar og k.h. Karinar Waag, er Hannes sendiherra. Kristín Halldórsdóttir, fyrrv. alþingismaöur, er 62 ára í dag. Kristín hefur verið skelggur málsvari kvenréttinda um áratugaskeið, var alþingiskona fyrir Kvennalistann 1983-89 og aftur 1995, var formaður þingflokks Samtaka um kvennalista og formaður Feröamálaráös 1989-93. Eiginmaður hennar er Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, og meöal barna þeirra er Pálmi, fréttamaður og höfundur bókarinnar um íslenska millj- aröamæringa sem kom út nú á dögun- um. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, er 61 árs í dag. Hann lauk sveins- prófi í húsasmíði og var síöan trésmiður um ára- Grétar var formaður í Trésmiöafélagi Reykjavlkur 1978-97, formaður Sam- bands byggingamanna og síðan Samiðnar og hefur verði forseti ASÍ frá 1996. Það eru hins vegar ekki margir sem vita að hann hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bindindishreyfing- una, æföi spretthlaup hjá Ármanni á sínum yngri árum og var um skeið í landsliðinu í frjálsum íþróttum. Súsanna Svavarsdóttir, rithöfundur og leiklistar- gagnrýnandi, er 48 í dag. Súsanna var í Versló, stundaði nám við Stevensons College of Further Ed- ucation og nám í bókmenntafræði og íslensku við HÍ. Hún hefur starfað við fjölmiðla í hartnær tvo áratugi, lengst af á Mogga. Þar skrifaði hún leikhús- gagnrýni á níunda áratugnum sem oft vakti meiri athygli en leikritin sem fjall- að var um. Þá hefur hún sjálf samið leikrit, erótískar smásögur og sitthvað fleira. Nú er hún að leggja lokahönd á ævisögu Diddúar: Ævisöguna í ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.