Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 10
10 4 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðsto&arritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sírni: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: augiysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaids. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ríkið selji fikniefni Þegar ríkið tekur sölu ólöglegra fíkniefna af svarta markaðinum, mun neyzlan aukast. Reynslan úr áfenginu sýnir, að lögleiðing eykur neyzlu. Ríkið þarf einnig að lækka verðið til að losna við svarta markaðinn, og reynsl- an úr áfenginu sýnir, að verðlækkun eykur neyzlu. Reynslan úr áfenginu sýnir okkur líka, að fleiri verða fiklar, þegar ólögleg flkniefni verða lögleg og þegar verð þeirra lækkar. Þetta er raunar eini umtalsverði gallinn við lögleiðingu fíkniefna. Þennan galla þarf að meta á móti ótvíræðum kostum lögleiðingar fíkniefna. Þegar ríkið flytur verzlun þessara fíkniefna í búðimar, sem selja lögleg fíkniefni, það er að segja lyf og áfengi, hrynur veldi skipulagðra glæpaflokka, sem stjóma inn- flutningi, heildsölu og dreifingu ólöglegra fikniefna. Þeir geta ekki lengur grafið undan samfélaginu. Núna eru þessir glæpaflokkar ríki í ríkinu. Þeir inn- leiða siðareglur, sem eru allt aðrar en áður hafa gilt í þjóð- félaginu. Þeir gera samfélagið ofbeldishneigðara, mútu- þægnara og þögulla. Þeir hafa handrukkara og láta fíkla fremja lögbrot til að fjármagna neyzluna. Mörg dæmi hafa birzt í fréttum hér á landi. Tollvörður var laminn sundur og saman fyrir hnýsni. Foreldrar fíkils sættu ógnunum og barsmíðum. Deilur glæpaflokka um áhrifasvæði leiddu til skotbardaga. Smám saman breytist ísland í harðan fíkniefnaheim að erlendri fyrirmynd. Lífsstíll auðugra eiturlyfjabaróna er farinn að höfða til óharðnaðra unglinga, sem sjá þar þægilega leið frá þrúg- andi færiböndum iðnvæðingarinnar. Þannig eru fyrir- myndir fíkniefnaheimsins farnar að keppa við æskilegar fyrirmyndir hins hefðbundna þjóðfélags. Lögreglan er gagnslaus i baráttunni gegn ófögnuðinum. Hún hefur ekki reynzt geta rakið feril efna frá neytendum til seljenda, að minnsta kosti ekki svo, að það leiði til ákæru. Hér á landi finnast flkniefni nær eingöngu í inn- flutningi i litlum mæli. Neyzlan vex og vex. Fyrr eða síðar mun þjóðfélagið gera uppreisn gegn ólög- legri fíkniefnasölu. Eina virka vopnið í uppreisninni felst i að taka lifibrauðið af eiturlyfjabarónum með því að lög- leiða fikniefnin og flytja sölu þeirra inn í áfengisverzlan- ir eða lyfjabúðir, þar sem seld eru lögleg fíkniefni. Hagnað ríkisins af yfirtöku markaðarins má nota til að efla meðferðarúrræði fyrir þá, sem ánetjast fíkniefnum. Svarti markaðurinn leggur ekki krónu af mörkum til slíkra mála, en rikið getur hæglega látið viðbótartekjurn- ar renna til meðferðar fíkniefnavandans. Þeim fjölgar hér á landi, sem vilja láta lögleiða fikni- efni. Málið er meira að segja komið í umræðu á landsfund- um stjórnmálaflokka. Kennir þar áhrifa frá útlöndum, þar sem slíkar kenningar njóta aukins stuðnings, meðal ann- ars vegna röksemda tímaritsins Economist. Fíkniefnabarónarnir munu berjast gegn þessum sjónar- miðum, sem ógna auði þeirra og völdum. Þeir munu fjár- magna andóf og róg í garð þeirra, sem mæla með lögleið- ingu fíkniefna. Þeir munu kaupa stjórnmálamenn og fjöl- miðlunga til fylgis við óbreyttan markað svartan. Við þurfum að fylgjast vel með tilraunum ýmissa þjóða til að feta sig yfir í lögleiðingu fíkniefna, einkum Hollend- inga, sem stigu fyrstu skrefin, og Svisslendinga, sem hafa farið í humátt á eftir. Með því að læra af öðrum, getum við mildað hliðarverkanir af lögleiðingunni. Við munum feta sömu slóð, þvi að samfélagið mun ekki sætta sig við, að hér hafa myndazt skipulagðir undirheim- ar, sem grafa undan innviðum þjóðfélagsins. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 I>V Genetísk fullkomnun „Hvernig finnst þér að búa með hinum fullkomna manni?“ spurði ég konuna þegar ég kom heim úr vinnunni sólskinsdag nokkurn fyrr í vikunni. Konan hváði. „Ertu að tala við mig?“ spurði hún með látbragði sem varð ekki misskilið. Henni þótti spumingin út í hött. „Áttu kannski við,“ hélt konan áfram, „dugnað þinn við matargerð, þvott, uppvask eða jafnvel barnauppeldið? Mér finnst nú stundum," sagði frúin og gerði stutt hlé á máli sínu, „að ég hafi nánast staðið ein í þessu. Þú hafir verið meira svona upp á punt eða í besta falli eins og eitt af bömunum." „Punt, það er rétta orðið,“ sagði ég og greip það á lofti. „Ég hef fyrir þvi vísindalega niður- stöðu að ég punti verulega upp á þetta heimilishald. í því sam- bandi skiptir ákaflega litlu þótt ég hafl seint lært á uppþvotta- og kaffivélina og sé lítt að mér um þvottakerfin á þessari ágætu Siemensvél okkar í kjallaranum. Krakkarnir eru svo vel af Guði gerðir að sjálfgefið var að ég kæmi lítið við sögu í uppeldi þeirra. Það sem skiptir máli er minn innri og ytri maður. í þeim efnum verður varla betur gert, það fékk ég að vita í dag.“ Mittis- og mjaðmamál „Hættu þessu bulli, góði minn,“ sagði konan, „segðu mér heldur hvernig gekk í skoðuninni í morgun." Hún vissi jafn vel og ég að mér hafði verið boðið að koma í sameiginlega rannsókn íslenskr- ar erfðagreiningar og Hjarta- verndar. í eilífri leit þessara ágætu fyrirtækja að genum, gott ef ekki meingenum, hafði komið í ljós að í ættum forfeðra minna hafði borið á fólki með fullmikla blóðfitu, kólesteról eins og það heitir á útlensku. Nú vildu sér- fræðingar fyrirtækjanna skoða þúsundir íslendinga í þeirri von að genasamsvörun kæmi fram I þeirri leit. Ég var meðal útval- inna og tók rannsóknarbeiðninni ljúfmannlega. „Þeir eru að minnsta kosti hrifnir af mínu hjartablóði, elsk- an mín,“ svaraði ég spumingu konu minnar. „Hjúkrunarfræð- ingurinn, sú eðla kona, tappaði ekki færri en 9 glösum af mér. Þú verður því að fara varlega að mér svona blóölitlum. Niðurstöðu um blóðgæðin fæ ég eftir tvær vikur en hitt veit ég að allir aðrir þætt- ir viðkomandi mínum skrokki vöktu einlæga aðdáun hjúkrunar- fræðingsins." Það hnussaði í kon- unni en ég lét það ekki á mig fá. „Hún mældi hæð mína,“ sagði ég, „og varð að tylla sér á tá til þess að ná réttu máli. Þá var ég veginn og reyndist í fullkominni kjör- þyngd. Þegar hér var komið sögu í mælingunum," sagði ég, „gat hjúkrunarfræðingurinn vart dulið aðdáun sína og ekki dró úr henni þegar sá hvítklæddi öðling- ur brá á mig mittis- og mjaðma- máli.“ „Bíddu nú aðeins hægur, minn kæri,“ sagði konan. „Ég bý með þér en ekki þessi ágæti hjúkrun- arfræðingur. Ég veit að þú varst fastandi hjá hjúkkunni en varla hafa ástarhöldumar horfið af þér „Nú vildu sérfrœðingar jyrirtœkjanna skoða þús- undir íslendinga í þeirri von að genasamsvörun kœmi fram í þeirri leit. Ég var meðal útvalinna og tók rannsóknarbeiðn- inni ljúfmannlega.“ yfir nótt. Dróstu inn kviðinn þeg- ar hún brá á þig magamálinu?" „Maginn var sléttur eins og á skornum líkamsræktarmanni," sagði ég. „Um hvern er hann að tala, mamma?" spurði gjafvaxta dóttir okkar sem skaust hjá á hraðri útleið. „Sjálfan sig,“ sagði móðirin og glotti. „Pabbi,“ sagði stelpan, „gif mí a breik.“ Með það hvarf hún út í góða haustveðrið og skildi mig eftir í nokkurri óvissu. Ég valdi samt þá leið að leggja engan sérstakan skilning í þetta innlegg dóttur minnar enda er fólk á þessum aldri óútreikn- anlegt. Fitumassinn sautján „Endanlega sönnun á full- kominni líkamsbyggingu minni fékk ég þó ekki fyrr en í lok rannsóknarinnar," hélt ég áfram og vUdi með því ná glottinu af andliti konunnar. Hún virtist hafa lagt ákveðn- ari skilning í þessa ensku- slettu dóttur okkar en ég. „Hjúkrunarfræðingurinn tók mig nefnUega i hreina og klára fitumælingu og þar briUeraði ég.“ Konan tók af mér orðið í miðri setn- ingu: „Nú, var þetta eins og í líkamsræktarstöðv- unum. Ekki er von að þú þekkir það, hafandi aldrei drepið niður fæti í slíka stofnun." „Feg- urð mín er genetísk," hélt ég áfram og lét ekki slá mig út af laginu. „Hjúkrunarfræðingur- inn bað mig vinsamleg- ast að fara úr sokkun- um og stíga á fmiríis apparat með krómi slegnum fótaíorum. Hún spurði mig um aldur enda er hann víst partur af útreikn- ingnum. Undrunar- svipur hennar var ósvikinn," sagði ég, „hún hélt að ég væri minnst áratug yngri.“ Konunni minni svelgd- ist á síðdegiskafíinu. Með lyfin í lúkunum Björn Ekki er langt síðan íslenskir lækn- ar voru ígildi hálfguða hjá almenn- ingi. Maður fór til læknis og lagði sál sína og líkama í hendur hans. Fingur fóru um eymsli. Spýta rann í munn og kannski sprauta eða sárabindi. Stundum var ávísað á pillur sem reyndust galdralyf. Enginn mótmælti lækninum. Þeir voru yfir gagnrýni hafnir. Þetta hefur breyst í seinni tíö sam- fara aukinni upplýsingu. Nú er vitað að læknar gera mistök eins og aðrir og sumir læknar eru betri en aðrir. Það er ekki endilega litið á það sem neitt hugsjónastarf að leggja fyrir sig læknisfræði. Starfið er skemmtileg visindaáskorun og gefur ágætlega í aðra hönd. Það eitt og út af fyrir sig nægir til þess að mun fleiri leggja stund á læknisfræði en fá að útskrif- ast. Samskiptin við heilsugæslustarfs- menn eru hins vegar viðkvæmari en ella þar sem heilsan verður ekki met- in til fjár. Læknar eru með líf okkar í hendi sér i bókstaflegri merkingu og fyrir vikið skapast samband sem á sér fáar hliðstæður. Nýr tónn DV hefur undanfarið greint frá samskiptum lyfjafyrirtækja og ís- lenskra lækna. Meintar mútur þeirra fyrrnefndu hafa um skeið verið í um- ræðunni víða um heim en nýr tónn var sleginn í umræðunni hér á landi daginn sem íslenskur læknir barði í borðið eftir að hafa fengið rauðvíns- flösku senda frá Pharmaco. í kjölfar- ið hefur Lyfjaskoðun kallað eftir skýringum og landlæknir er að skoða hvort þörf er á hertari reglum um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Lyfjafyrirtækin bera sig hins veg- ar illa og segjast ekki hafa aðrar leið- ir í kynningarstarfi en að ná til lækna. Smávægileg verðmæti í þeirri viðleitni séu alls ekki ósiðleg. Boðs- ferðir til útlanda geti verið ódýrari kostur fyrir lyfjafyrirtækið en að fá erlenda fyrirlesara til landsins. Þau vildu gjarnan fá heimildir til að aug- lýsa lyf fyrir almenning en slíkt er bannað hér líkt og með tóbak og áfengi. Árekstrar milli lækna og lyfjafyrirtækja séu óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra hafta sem hér ríki. Traustið í hættu Sjaldan veldur einn þá tveir deila og hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls. En allt snýst þetta að lokum um rétt almennings á upplýsingum sem varða heilsuna. Sjúklingur verð- ur að geta treyst því að læknir ávísi lyfi sem sé nægilega gott til að vinna bug á meinsemdinni en hann verður líka að geta treyst því að hann fái ekki miklu dýrara lyf en nauðsyn krefur. Nýtt bólgueyðandi verkjalyf hefur með sniUdarlegri markaðssetningu náð að verða 6. vinsælasta lyfið á landinu. Lyíjasérfræðingur hjá Tryggingastofnun heldur því fram að lyfið sé fjórum sinnum dýrara en nánast jafngott lyf og eldra. Eina sér- staða nýja lyfsins felist í minni hlið- aráhrifum fyrir maga en fæstir fái slíkar aukaverkanir. Niðurgreiðslur á lyfjum eru stórmál fyrir rekstur þjóðarskútunnar og því er þetta um- hugsunarefni. Eru læknar - jafnvel vegna ómeðvitaðs áróðurs - að ávisa á miklu dýrari lyf en nauðsyn ber til? Tvúverðugleiki lækna er i hættu vegna þessa máls. Það er erfitt fyrir blaðamann að skilja að læknar skuli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.