Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 I>V Fréttir Útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar: Aukast um milljarð króna frá ári ti I árs - bólgueyðandi tískulyf hefur rokið upp í sjötta sæti á sölulistanum Aukinn lyfjakostnaöur er að sliga Tryggingastofnun og stefnir í að út- gjöld muni vaxa um heilan milljarð milli ára. í fyrra voru útgjöldin um 3 milljarðar króna en samkvæmt áætlunum fyrir þetta ár verður upp- hæðin fjórir milljarðar króna. Geng- isþróun á þarna nokkurn hlut að máli en einnig eru dæmi um að ávísað sé á tiskulyf sem eru 4 sinn- um dýrari en sambærileg lyf. Mark- aðsstarf lyfjafyrirtækjanna verður æ umfangsmeira og lýsa læknar áhyggjum yfir stöðu mála. Björn Þorláksson blaðamaður „Það er mjög mikil aukning hjá okkur sem skýrist að hluta til áf gengismálum. Hins vegar er lyfja- verð hæst hér á Norðurlöndunum og á sama tíma og það er afsakað með smæð markaðarins hefur orðið ótrúlegur vöxtur hjá lyfjafyrirtækj- um hérlendis. Þau eru alltaf að bæta við sig fólki í markaðsmálum og það liggur við að fyrir hvert nýtt lyf sem kemur á markað sé ráðin mann- eskja í að markaðssetja það. Ein- hvers staðar verður að taka peninga fyrir þessu og þeir hljóta að taka þá í gegnum verðið,“ segir Inga J. Arn- ardóttir, lyfjafræðingur hjá Trygg- ingastofnun. Hún segir að „klínískt" sé stund- um lítill eða enginn munur á dýru lyfi sem leysi gamalt og ódýrt af hólmi. Þó geti aukaverkanir verið minni en slíkt nýtist aðeins örfáum. DV hefur upplýsingar um bólgueyð- andi verkjalyf sem kom á markað árið 1999. Það mun orðið 6. vin- sælasta lyfið á íslandi og einkum markaðssett vegna þess hve það hef- ur litlar aukaverkanir á maga. „Kostnaður Tryggingastofnunar hefur meira en tvöfaldast á þessu ári bara vegna þessa eina lyfs. Það er réttlætanlegt að gefa áhættuhóp- um það en ekki almenningi," segir Inga. Lyfið er fjórum sinnum dýr- ara en eldra lyf sem gagnast í öhum tilvikum nema undantekningartil- fellum. Dagskammturinn er 160 krónur í stað 40 króna. Rúsínan í pylsuendanum Alkunna er að lyfjafyrirtæki standi fyrir endurmenntunarnám- skeiðum fyrir lækna og segir ís- lenskur læknir, sem hefur kynnt sér þessi mál náið að lyfjafyrirtækin velji oft lækna sem séu vilhallir fyr- irtækjunum. Þeir haldi erindi og rúsínan í pylsuendanum sé oft og tíðum boðsferðir. í fyrra hafi t.d. verið farið til New York með hóp af læknum og í september sl. hafi hóp- ur íslenskra lækna farið í ferð til Lyfjakostnaður vex Aukinn lyfjakostnaður er að sliga Tryggingastofnun og stefnir í að út- gjöid vaxi um heilan milljarð milli ára. Frakklands á vegum lyfjafyrirtækis. „Óháð því hvort fyrirlestraröðin hafi verið gagnleg verður þetta til þess að markaðssetningin er óbeint borguð af Tryggingastofnun. Maður þekkir þetta helst hjá heimilislækn- unum en það er þó ekki einhlítt. Það er varla hægt að fara í Leifsstöð án þess að hitta hjartalækna, öldr- unarlækna eða taugalækna í bunk- um,“ segir læknirinn. Kristján Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri hjá sjúkratrygginga- sviði Tryggingastofnunar, segir að stofnunin sé aðalgreiðandi lyfja og eftir því sem læknar ávísi meira á dýrari lyf aukist útgjöld stofnunar- innar. Um boðsferðir lyfjafyrirtækja Húsnæöislaus Reykvíkingur: Sækir um gjafsókn gegn borginni Ekki verður séð aö Félags- ráðuneytis, þar sem hann þjónustan í Reykjavík sé að ej óskar eftir slíkri málsmeð- vinna aö lausn í húsnæðis- 0 ■ HJÉÍ| ferg j stefnu Alexanders málum fyrir umbjóðanda I | ^■1 Bjönis Gislasonar á hendur minn þrátt fyrir hans skelfi- lI'* . ig JBll borgaryfirvöldum. Alexander legu aðstæður. Það er slæm éÉ i mm hefur lengi verið húsnæöis- lausn að senda manninn í laus og sagði sína sögu fyrir meðferð þegar hann þarf ekki skömmu í helgarviðtali DV. á slíku að halda. Þetta segir |BB\k Alexander, sem hefur ver- efnislega í bréfi Guðmundar .. . ið húsnæðislaus í sex ár, hef- St. Ragnarssonar lögmanns til Björrf Chslason. ur len8Í átt við vímuefna- gjafsóknamefndar dómsmála- ’ vanda að stríða auk þess að glíma við geðræna erfiðleika og HlV-smit. Hann hefur hrakist stað úr stað og getur ekki vænst þess að fá leiguíbúð fyrr en eftir tvö ár. Tel- ur lögmaðurinn, að því er fram kem- ur í bréfi hans, þetta sýna að Alex- ander hafi ekki fengið lögboðna að- stoð til að lifa eðlilegu lífi en „heim- ili er einn af þeim hornsteinum sem til þarf að geta lifað eðlilegu líft“, eins og orðrétt segir í bréfi lög- mannsins. -sbs fyrir íslenska lækna segir Kristján að fyrir komi að starfsmenn Trygg- ingastofnunar fari til útlanda í emb- ættiserindum og þá séu sjaldnar en ekki læknar á vegum lyfjafyrirtækj- anna í sömu flugvél. Hann nefnir sem dæmi að starfsmaður stofnun- arinnar hafi rekist á 5 íslenska lækna sem hafi gist á dýrasta hóteli Stokkhólms í boði lyfjafyrirtækis. „Út I hött“ Guðbjörg Alfreðsdóttir, stjórn- andi hjá Pharmaco, segir að lyfja- fyrirtækin standi fyrir margvíslegu fræðslustarfi en það sé út í hött að halda því fram að Tryggingastofn- un taki óbeint þátt í herkostnaði lyíjafyrirtækjanna til að kynna nýj- ar afurðir. „Lyfjafyrirtækin eru að mark- aðssetja sína vöru eins og annað fólk. Okkur er þröngur stakkur skorinn hvað varðar kynningu lyfja. Samkvæmt lögum megum við aðeins kynna lyf fyrir heilbrigðis- stéttum, læknum, lyfjafræðingum, hjúkrunarfræðingum og slíkum. Það er engin rúsína í pysluendan- um,“ segir Guðbjörg. Hún bendir jafnframt á að oft sé ódýrara að bjóða íslenskum lækn- um til útlanda á kynningar en að fá erlenda sérfræðinga hingað til lands. „Siðareglur lyfjahóps Sam- taka verslunarinnar segja allt sem segja þarf um vinnulag okkar. Allt byggist á samvinnu lækna og lyfja- fyrirtækja og það má alveg eins segja að það lækki lyfjakostnað í landinu ef þeir sem skrifa út lyf njóta betri fræðslu um áhrif þeirra," segir Guðbjörg. Læknum ofbýður Bylgja er uppi víða um heim meðal lækna sjálfra gegn áróðri lyfjafyrirtækja. Þeir telja almennan trúverðugleika stéttarinnar í hættu en óyggjandi er samkvæmt könn- unum að fylgni er milli friðinda og tilvísana í lyfjaheiminum. Læknar hafa stofnað netsíður til varnar þessari þróun og kemur fram á einni þeirra að ítalskir heimilis- læknar hafi að meðaltali fengiö 450 heimsóknir frá lyfjakynnum í fyrra. -BÞ S-Þingeyj arsýsla: Kynningarfund- irnir að hefjast Samstarfsnefnd um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í S-Þingeyjar- sýslu hefur dreift upplýsingabæk- lingi til kjósenda í sveitarfélögun- um þar sem fjallað er um niðurstöð- ur af starfi nefndarinnar og tillögur hennar. Efnt verður til kynningar- funda í öllum sveitarfélögunum vegna kosninganna um sameining- una en kosið verður 3. nóvember. Sveitarfélögin fjögur sem um er að ræða eru Bárðdælahreppur, Hálshreppur, Ljósavatnshreppur og Reykdælahreppur og ef sameining- in verður samþykkt í kosningunni þann 3. nóvember verður til sveitar- félag með um 740 íbúa. Kynningarfundirnir verða í Barnaskóla Bárðdæla nk. sunnudag, kl. 20.30, á mánudag í Ljósvetninga- búð, kl. 20.30, á miðvikudag á Breiðumýri, kl. 20.30, og á Illuga- stöðum fimmtudaginn 25. október, kl. 20.30. -gk FSA verði styrkt Þuríður Back- man, alþingismað- ur Vinstri grænna, hefur sent Jóni Kristjánssyni skrif- lega fyrirspurn um styrkingu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Þuríð- ur spyr hvort ráð- herra hyggist beita sér fyrir því að komið verði á fót kennslu í dreifbýl- islækningum við Fjóröungssjúkra- húsið á Akureyri. Hvort ráðherra muni beita sér fyrir fleiri stöðugild- um sérfræðinga við Fjórðungs- sjúkrahúsið til að sinna m.a. far- þjónustu. Hvort ráðherra ætli að beita sér fyrir því að komið verði á náms- og kandídatsstöðum við Fjórðungssjúkrahúsið og hvort samið verði við FSA um þjónustu við sjúkraflug. -BÞ Þuríður Backman. Stúdentaráö vill svör frá ráöherrum Stúdentaráð samþykk.ti á fundi í fyrrakvöld áskorun til ráðherra menntamála og fjármála að svara mótmælum stúdenta við fyrirhug- aðri hækkun innritunargjalda. Tvær vikur eru síðan formaður Stúdenta- ráðs afhenti menntamálaráðherra tæplega 3200 undirskriftir stúdenta þar sem þess var krafist að hækkun innritunargjalda yrði dregin til baka. í yfirlýsingu frá Stúdentaráði seg- ir jafnframt að yfirvöld háskólans verði hvött til að mótmæla hækkun- inni og halda fast við stefnu sína. Solnrgangur o H i AKUREYRI Víðast léttskýjað NA 5-8 m/s og lítils háttar skúrir á austanverðu landinu og allra nyrst en víöa léttskýjaö annars staðar. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðurlandi. Sólariag í kvöld 17.51 17.33 Sólarupprás á morgun 08.36 08.28 Síödegisflóö 20.47 12.59 Árdegisflóö á morgun 09.11 01.20 Skýfsngíír á vsÆanáJaiuni 15 ^VINDÁTT 10° 'J\viNDSTYRKUR I metrum á sekúndu XFROST HEIÐSKÍRT O £> O IETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAO w 'W? fvCjs RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA W* 4* ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR ct/Ar. RENNINGUR ROKA O -Jilí JiMiU Notum góða veöriö Þótt liðið sé langt á haust er veöur enn milt. Því höfum við enga afsökun fyrir því aö halda okkur innan dyra um helgina. Förum í göngutúra, grillum og kaupum ís. Skýjað og rigning af og til Austlæg átt, 5-8 m/s. Súld eöa rigning víða austan til. Á vestanveröu landinu verður skýjað og rigning af og til suövestanlands. Hiti 5 til 11 stig. Mildast sunnan til. EEEBiláttf Vindur: \ S-8m/. \ ? Hiti 5" til 11» WW Austlæg átt, 5-8 m/s. Súld eöa rigning víöa austan til. Á vestanverðu : landinu verður skýjaö og rigning af og til suövestan- ; lands. Hiti 5 til 11 stig. Vindur: 5-8 ^ itrf/ ! Hiti 5” til 11» "WíW j Austan átt, 5-8 m/s. Súld eöa rigning austan tll. Á vestanveröu landlnu veröur skýjaö og rlgning af og til ; suövestanlands. Hiti 5 tll 11 stlg. Vindur: 5-8 Hiti 5” Austlæg átt, 5-8 m/s. Súld eöa rigning víöa austan tll. Á vestanveröu landinu veröur skýjaö og rigning af og tll suövestan- lands. Hitl 5 tll 11 stlg. AKUREYRI þoka 0 BERGSSTAÐIR skýjaö 4 BOLUNGARVÍK skýjaö 4 EGILSSTAÐIR alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. súld 8 KEFLAVÍK þoka 6 RAUFARHÖFN skýjaö 6 REYKJAVÍK léttskýjaö 9 STÓRHÖFÐI rigning 9 BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö 10 hálfskýjaö 14 léttskýjaö 8 12 súld 10 léttskýjað 4 alskýjaö 19 þokumóöa 17 mistur 21 þokumóöa 14 alskýjaö 8 skýjaö 14 léttskýjaö 5 léttskýjaö 15 hálfskýjaö 15 súld á síö. klst. 4 rigning 16 léttskýjaö 19 léttskýjaö 26 heiösklrt 8 skýjaö 1 skýjaö 9 hálfskýjaö 21 skýjaö 17 þokumóöa 12 hálfskýjaö 1 léttskýjaö 2 K.Vfóún1: w . vtl u t a ti v, mti..'; L‘íh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.