Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 x>v Fréttir Verðbréfastofa gerir sjálfstæða greiningu á verðmæti Íslandssíma: Telur Íslandssíma stórlega vanmetinn - óvenju undirmetiö á veröbréfamarkaði, að mati forstjóra Verðbréfastofu Verðbréfastofa hefur að eigin frum- kvæði gert sjálf- stæða greiningu á verðmæti íslands- sima og komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið sé undir- metið i augnablik- inu. Sjaldgæft er að Verðbréfastofa vinni að greiningu á fyrirtæki án þess að sérstakar að- stæður séu fyrir hendi s.s. útboð. Greiningin hefur verið send öllum peningastofnunum landsins og segir þar að Verðbréfastofa telji eðlilegt gengi Íslandssíma vera 5,22. Það hef- ur hins vegar hrapað úr 8,25 í útboð- inu í sumar og niður í 2,60. Því verð- ur ekki annað séð en að Verðbréfa- stofa sé að mæla með kaupum í fyrir- tækinu. DV innti Jafet Ólafsson, forstjóra Verðbréfastofu, eftir skýringum á greiningunni og segir hann að upp- haf þess megi rekja aftur í tímann. Verðbréfastofa hafi lengi fylgst með fjarskiptamarkaði og m.a. boðið í söl- una á Landssímanum. Þá hafi gróft verðmat verið gert á því fyrirtæki og markaðinum í heild. í framhaldinu hafi orðið sviptingar vegna bæði út- boðs Íslandssíma og Landssíma. Verðbréfastofa hafi tjáð sig um geng- ið á Landssímanum og talið að tima- setningin væri slæm. Álit þeirra hefði uppskorið litlar þakkir hjá einkavæðingarnefnd en fyrirtækið hafi verið það langt komið með grein- inguna á Íslandssíma og markaðin- um í heild að menn hafi afráðið að klára þessa vinnu nú. „Við tökum reyndar hvorki verðmat á Tali né Landssímanum en við teljum að verðið á Landssímanum hafi verið rétt,“ segir Jafet. Jafet segir aðspurður að íslands- ími sé góður fjárfestingarkostur í augnablikinu en deila megi um þrjá hluti í greiningu þeirra. Hve hratt fyrirtækið nái markaðashlutdeild hve mikil endurfjárfestingarþörfm sé og hvaða ávöxtunarkröfur menn geri. - En er það hlutverk Verðbréfa- stofu að pikka út eitt fyrirtæki af öll- um þeim fjölda sem er á markaði og hvetja til kaupa á því? „Við erum í sjálfu sér ekkert að hvetja fólk heldur erum við meðal annars að nálgast þann hóp sem keypti á sínum tíma i Islandssíma. Hvert er raunhæft gengi fyrirtækis- ins? Við teljum að það sé 5,22 en hvenær það nær því má guð vita.“ -Er Íslandssími fjær markaðsgengi en önnur íslensk fyrirtæki í augna- blikinu? „Já, nema kannski sum sjávarút- vegsfyrirtækin." Jafet segir að markaðurinn sé heldur að rétta úr kútnum og menn bíði bara eftir vaxtalækkuninni. Verðbréfastofa á ekkert í Islands- sima. -BÞ Seyðisfjörður: Sprengja í þokunni - undir tók í fjöllunum „Sprengjan var fyrir fótum mér þegar ég gekk í þokunni þarna á fjallinu," segir Gunnlaugur Frið- jónsson, bæjarverkstjóri á Seyðisfirði. Hann fann sprengjuna þegar hann gekk við annan mann til rjúpna á svonefndum Fellshala. Hún var á að giska 40 sentímetrar á lengd og 10 á breidd. „Ég passaði mig á því að snerta þetta ekkert enda grunaði mig að sprengjan væri enn virk. Ég tók niður GPS-punkta og flýtti mér til byggða," segir Gunnlaugur. Hann segist hafa fróðra manna orð fyrir því að sprengj- an sé frá stríðsárunum, en þá var Seyðisfjörður eitt helsta víghreiður Breta á íslandi. Sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar komu austur í gær og sprengdu sprengjuna - og tók undir í fjöllunum. -sbs Hættulegar grjótblokkir á Vesturlandsvegi dvwynd gv Vegfarendur hafa kvartaö vegna grjótblokka sem komiö hefur veriö fyrir á Vesturiandsvegi. Ökumenn hafa bent á aö steinbiokkirnar eru ómerktar og óupplýstar og því stórhættuiegar í myrkri. Vill selja skotleyfi á sauðfé: Ríkir lordar skjóti hornfagra hrúta - hálendið á að vera friðsöm paradís, segir landbúnaðarráðherra og líst ekkert á hugmyndina Skjótum kindurnar! MYND: EÓL- Eyjólfur Guömundsson herjar á hreppsnefndir í Rangárvatiasýsiu um sölu á veiðileyfum á sauöfé. „Ríkir lordar og barónar vOja ábyggi- lega koma tO Islands að skjóta sauðfé,“ segir Eyjólfur Guð- mundsson, sem sent hefur hreppsnefnd- um þriggja sveitarfé- laga í RangárvaOa- Guðni sýslu óvenjulegt er- Ágústsson. indi. inntak þess er að selja ferðamönn- um veiðileyfi á sauðfé og lengja með því ferðamannatímann. Hreppsnefnd Holta- og Landsveitar hefur þegar tekið málið til frekari skoðunar og vísað henni tO atvinnumálanefndar sveitarfélagsins. Hugmynd og vilji Eyjólfs, sem ætt- aður er af þessum slóðum, er sá að veiðimenn verði fengnir til þess að granda ref og mink snemmsumars. Sauðfé skjóti þeir svo á haustin. „Við eigum að selja veiðOeyfi á fé sem þarf aö skjóta hvort sem er, tO dæmis gamlar koOóttar kindur og homfagra hrúta. Sjálfsagt myndu margir hafa áhuga á svona veiðiskap. VeiðOeyfin mætti líka selja dýrt, dagurinn gæti kostað á bilinu 50 til 100 þúsund," seg- ir Eyjólfur sem þykir sjálfsagt að sveitarfélögin í RangárvaOasýslu taki þessa hugmynd til frekari skoðunar. Hann segir veiðiskapinn líka geta ver- ið búhnykk fyrir sauðfjárbændur, enda hafi tekjur þeirra verið mikið að dragast saman á undanfómum árum. Aðspurður hvort ekki megi búast við að svona veiðiskapur legðist illa í fólk segir Eyjólfur að svo þurfl ekki að vera. Að skjóta fé á færi sé ekki ómannúðlegri aðferð en draga fé á uO- inni um sláturhúsin þar sem skepn- urnar séu aflífaöar með loftbyssu. „Mér líst ekkert á þessa hugmynd," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra og þingmaður Sunnlendinga. „Sauðkindin er húsdýr og ég hef tekið eftir því að ef skjóta þarf sauðkind í sjálfheldu, til dæmis í gljúfrum, þá særa slíkar aðgeröir alltaf þjóðarsál- ina. Sama gildir ef skotnir eru hálf- gerðir vOlisauðir sem ekki hafa náðst í hús ámm saman, eins og gerst hefur i Tálknanum fyrir vestan. Þess utan er ég þeirrar skoðunar að á hálendi og af- réttum þessa lands eigi menn helst ekki að vera skjótandi aOt og aOa. Þar á að vera friðsöm paradís," segir Guðni. Katrín H. Andrésdóttir, héraðsdýra- læknir á Suðurlandi, tekur í svipaðan streng og ráðherrann. Henni fmnst þetta út í hött. „Það getur engin mein- ing verið á bak við svona hugmynd. Mér finnst þetta álíka gáfulegt og láta sér detta í hug að bjóða íslendingum hundakjöt í matinn." -sbs Blair, bin og Bush eru sammála um eitt Erlent fréttaljós Ferðaþjónusta á hættutímum Innlent fréttaljós Konungur fisksins í Þýskalandi Samúel Hreinsson Leitin að Napóleon og Erró DV vift Signu 15 ár með Megasi Þórunn Hrefna f myrku vatni Vatnaskrímsli Plómur Bestar milli mála Farþegum fækkar Farþegum í mOlOandaflugi Flug- leiða fækkaði um 16,5% í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Farþegum í fluginu yfir Norður-At- lantshaf fækkaði mest. AOur samdrátt- urinn varð eftir 11. september. Farþeg- um Flugfélags Islands fækkaði í sept- ember um 17,6% og urðu 22.784. Innbrot í Hafnarfiröi Brotist var inn í íbúðarhús við Hraunbrún í Hafnarfirði í gær og það- an stolið skartgripum og talstöð. Þá var farið inn i verslun B.T. við Reykjavík- urveg í fyrrinótt og fjórum tölvum stolið þar. Mikið hefur verið um nm- brot i Hafnarfirði síðustu daga og ekki síst hafa þjófar farið inn í bOa. Burt meö verötryggingu Starfsgreinasamband Islands telur tímabært að verðtrygging lána verði af- numin. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á aðalfundi sambandins í gær. Segir að óeðlOegt sé að launafólk sé gert ábyrgt fyrir gengislækkun og auk- inni verðbólgu meö stórkostlegri hækk- un á greiðslubyrði íbúðalána. Frá Goða á Skjáinn Kristinn Þ. Geirs- son hefur verið ráð- irm framkvæmda- stjóri Skjás 1. Á hlut- hafafundi í fyrirtæk- inu í gær óskaði Kristján Ra. Krist- jánsson fjármála- stjóri eftir lausn frá störfum. Hann segir hlutverki sínu lok- ið, tímabært sé að snúa sér að öðrum verkefnum sem séu erlendis. Starfsfólk kaupi bréf Stjóm Eimskips hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um aOt að 150 miOjónir króna með því að gera á næstunni kaupréttarsamninga við fasta starfsmenn þess og dótturfélaga heima og heiman. Kaupréttarsamning- ar þessir byggjast á kaupréttaráætlun sem samþykkt hefur verið af Ríkis- skattstjóra. Halldór í austurvegi EHalldór Ásgríms- son fer í dag í opin- berar heimsóknir tO Japans, Kina og Rússlands. HaOdór mun í þessari ferð sinni meðal annars opna nýtt sendiráð ís- lands í Tokyo, þar sem verður og efnt til íslandskynning- ar. I Rússlandi mun HaOdór funda með Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússa. Verkfall á mánudag VerkfáO 620 tónlistarskólakennara í Félagi tónlistarskólakennara og FlH hefst á mánudag semjist ekki um helg- ina. Nemendafélag Tónlistarskólans í Reykjavík boöar kröfugöngu í Ráðhús- ið á mánudag þar sem þeir ætla að lýsa yfir stuðningi við kröfur kennara. Skotiö í auga Rjúpnaskytta í Þingeyjarsýslu fékk hagl í auga í gær, og högl raunar viðar í líkamann. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en er ekki talinn í lifshættu. Slysið er talið hafa hent með þeim hætti að tvær skyttur voru að reyna að hæfa sömu íjúpuna, aö því er fram kom í RÚV. Byggöakvóti á smábáta Ámi M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra hef- ur lagt fram frum- varp sem felur í sér breytingu á lögum um stjóm fisk- veiða. I fmmvarp- inu er m.a. gert ráð fyrir byggðakvóta handa smábátum í þeim sjávarbyggðum sem em að miklu leyti háðar veiðum þeirra. -SBS/aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.