Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________1>V Engir meöaljónar - sýnishorn íslenskra milljarðamæringa Karlmannsnafnið Jón hef- ur um aldir verið svo al- gengt á íslandi að tvö al- geng máltæki í íslensku vísa til þess. Annað fjallar um muninn á Jóni og séra Jóni og þá vísað til þess að áður voru hinir vígðu hafnir yfir almúgann. Svo er enn en ekki þarf vígslu til. Hins vegar er talað um að hinn eða þessi sé eng- inn meðaljón og þá er átt við að hann skari fram úr því venjulega. Einnig er talað um meðaljóninn sem einhvers konar sam- nefnara fyrir meðal- mennsku. í árslok 1999 voru 5.583 karlmenn á íslandi sem heita Jón að fyrsta nafni. Þetta eru nýjustu tölur frá Hagstofunni og ekki gott að átta sig á því hvort Jónum fjölgar eða fœkkar. Þeir sex Jónar sem fjallað verð- ur um í þessari grein eru sannar- lega engir meðaljónar því þeir eru fulltrúar Jónanna í bók sem heit- ir íslenskir milljaröamæringar eftir Pálma Jónasson fréttamann sem nýlega kom út hjá Almenna bókafélaginu. Þar er fjallað um auðæfi 51 íslendings, 13 kvenna og 38 karla sem talin eru eiga meira en einn milljarð eða þús- und milljónir í persónulegum eignum. Byggingameistarinn í Byko Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri Byko eða Byggingarvöru- verslunar Kópavogs, er sam- kvæmt bókinni góðu enginn meðaljón því auðæfi hans eru tal- in vera um sex milljarðar og er þá varlega áætlað. Þar vegur auðvit- að þyngst eignarhlutur Jóns í versluninni en hann á einnig nokkurn hlut í ijárfestingarfélag- inu Gildingu og lítinn hlut í deCODE. Þetta gerir hann að ein- um auðugasta manni landsins. Byko var stofnað 1962 þegar Jón Helgi var 15 ára. Það sem hófst í litlu geymsluhúsnæði er orðið að stórveldi sem teygir anga sína um ísland, Lettland og Rúss- land. Fyrir utan verslunina sjáifa sem enn er þekktasta andlit fyrir- tækisins mætti minna á Elko sem Byko rekur í samvinnu við norska verslunarkeðju. Uppbygg- Jón Helgi Guömundsson í BYKO Hann geröi fjölskyldufyrirtækið að viðskiptastórveldi og er milljarðamæringur. ing og vöxtur fyrirtækisins er að miklu leyti verk Jóns Helga sem segir að kyrrstaða sé aldrei val- kostur. Jón er giftur Bertu Bragadóttur og þau eiga þrjú börn, Steinunni, Iðunni og Guðmund Halldór á aldrinum 33 ára niður í 24 ára. Bissnesmaðurinn í Bónus Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, vill áreiðanlega ekki láta kalla sig meðaljón. Hann hóf feril sinn sem léttadrengur undir stjórn föður síns Jóhannesar Jónssonar í matvöruverslun SS í Austurveri og reyndar var afi hans verslunarstjóri líka. Jón Ás- geir var í Verslunarskólanum í kennaraverkfalli og Jóhannes fað- ir hans atvinnulaus þegar þeir stofnuðu fyrstu Bónusverslunina í Skútuvogi og hann hefur sjálfur sagt að hann hafi lært meira í verslunarrekstri á nokkrum dög- Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi Einn afyngstu milljarðamæringum é íslandi. Fémáll við fjölmiðla en sýnir styrk sinni úti á markaönum, enda öflugur við samningaborðið. um í Bónus en á þremur árum í Versló. Jón Ásgeir er meðal auðugustu og yngstu milljarðamæringa landsins. Auðæfi hans eru mæld í milljörðum þótt erfltt sé að meta raunvirði fyrirtækja á markaði. Hann hefur fyrir löngu tekið öll völd í fyrirtækinu og faðir hans komið sér þægilega fyrir í aftur- sætinu. Fyrirtæki hans hasla sér völl í Bandaríkjunum, Bretlandi, Skandinavíu og heilu verslunar- keðjurnar öðlast nýtt líf í höndum hans. Hann er fámáll við fjöl- miðla, talinn mjög öflugur við- skipta- og samningamaður og þykir ekki hafa farið troðnar slóð- ir i sínum geira. Jón Ásgeir er fráskilinn. Hann á þrjú börn með Lindu Margréti Stefánsdóttur sem heita Ása Karen, Anton Felix og Stefán Frans á aldrinum 11 niður í 4 ára. Kaupmaöurinn í Nóatúni Jón I. Júliusson, kaupmaður og fyrrverandi eigandi Nóatúns, hef- ur aldrei verið neinn meðaljón. Hann fæddist 1925 vestur á Hell- issandi og lærði vélstjórn og var í siglingum árum saman. Hann tók pokann sinn 35 ára og fór að vinna í versluninni Þrótti í litlum skúr við Borgartún hjá kunningja sínum. Hann keypti félagann út haust- ið 1960 og fyrsta Nóatúnsverslun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.