Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 44
52
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
v Tilvera I>V
íslandsmót skákfélaga:
Mikill fjöldi stórmeistara
í Vestmannaeyjum um helgina
verður fyrri hluti íslandsmóts skákfé-
laga, 4 umferðir af 7. Það er Ijóst að 3
félög koma til með að berjast um titil-
inn, Taflfélagið Hellir og Taflfélag
Reykjavíkur og Skákliðið Hrókurinn.
Mörg félaganna hafa styrkt sig með
útlendum skákmeisturum, flestir
þeirra taka síðan þátt í Minningar-
mótinu um Jóhann Þóri Jónsson. At-
hygli vekur að nýliðamir, Hrókurinn,
verða líklega með fimm til sex erlenda
stórmeistara, Jaan Ehlvest, Eistlandi,
Ivan Sokolov, Bosníu og Niðurlönd-
um, Nick de Firmian, Bandaríkjun-
um, Tékkann Jan Votova og Danann
Henrik Danielssen. Með alla þessa
jöfra ættu þeir að geta veitt marga
skráveifuna. Það er að sjálfsögðu frá-
bært að fá alla þessa keppni að utan,
en að vera með aðaluppistöðu liðsins
erlenda kemur mér spánskt fyrir sjón-
ir! Þeir hverfa svo til sín heima. 75%
liðsins eru sem sagt erlend. Engu að
síður held ég að þetta efli íslenskt
skáklíf, gáfulegra væri þó að halda al-
þjóðleg mót til að efla skáklífið enn
betur. En hégóminn ríður ekki við
einteyming!! Við komumst á CNN fyr-
ir vikið!
En samkvæmt CNN (!) þá er Taflfé-
lagið Hellir eða „Cave Chess Club“
sigurstranglegast. Ekki ætla ég að
mótmæla því, en þó gæti sú spá farið
í vaskinn eins og svo margar aðrar!
En íslandsmót skákfélaga er sem sagt
á netsíðu CNN. Vestmannaeyingar fá
þarna góða auglýsingu, enda eiga þeir
hana skilið, ég hef oft teflt í Eyjum og
get vitnað um það að þar er frábært
að tefla. Svo ekki sé minnst á fegurð
eyjanna. Ég hlakka mikið til og það
erum við margir um!
Hvammstangabraut 27. Húsið er tvílyft steinhús og stendur
við aðalgötu bæjarins. Á efri hæð er 5 herbergja íbúð, á neðri
hæð er 2ja herbergja íbúð með eldhúskrók, snyrtingu með
sturtu, þottahúsog sameiginlegur inngangur. Innbyggður
bílskúr. Nýir ofnar og ofnastýringar. Nýtt gler í gluggum.
Afhending strax. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 451 2460
UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Jöklafold 23, 50% eh!„ Reykjavfk, þingl. eig. Guðjón Haukur Hauksson, gerðar- beiðendur Bjami Sigurgeir Guðjónsson, Hekla hf„ Sparisjóður vélstjóra og Toll- stjóraembættið, ftmmtudaginn 25. októ- ber 2001 kl. 13.30.
Bræðraborgarstígur 5, 0101, 82,1 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð m.m. ásamt geymsl- um í kjallara merktar 0003 og 0004, Reykjavík, þingl. eig. Jónas Ingi Ketils- son, gerðarbeiðendur Eignarhaldsfélagið Kringlan hf„ Frjálsi fjárfestingarbankinn hf„ Landsbanki íslands hf„ höfuðst., og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 24. október 2001 kl. 14.00. Klukkurimi 1, 0201, 3ja herb. íbúð, 1. frá vinstri á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Carlotta Rósa Guðmundsdóttir, gerðar- beiðandi Ibúðalánasjóður, fimmtudaginn 25. október 2001 kl. 14.30.
Klukkurimi 93, 0102, 2ja herb. íbúð, 2. frá vinstri á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Laufey Símonardóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis, útibú og Sparisjóður vél- stjóra, fimmtudaginn 25. október 2001 kl. 14.00.
Grandagarður 8, 020101, stálgrindarhús, 276,2 fm lagerrrými á 1. hæð ásamt 66,7 fm milligólfi, Reykjavík, þingl. eig. Hamra ehf„ gerðarbeiðendur Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, og Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 24. október 2001 kl. 14.30.
Lyngrimi 9, Reykjavík, þingl. eig. Jón Guðlaugsson, gerðarbeiðendur fbúða- lánasjóður og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, fimmtudaginn25. október2001 kl. 15.00. Marargata 2, 010401, íbúð í rishæð, öll hæðin, inng. frá V-hlið með 3. h. m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Centaur ehf„ gerð- arbeiðendur Fosshótel ehf. og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, fnnmtudaginn 25. októ- ber 2001 kl. 10.00.
Kárastígur 3, 010101, 3ja herb. íbúð á að- alhæð í timburhúsi, Reykjavík, þingl. eig. Lúðvík Per Jónasson, gerðarbeiðandi Glitnir hf„ miðvikudaginn 24. október 2001 kl. 15.00.
Klapparstígur 11, 0301, 2ja herb. íbúð í suðurhl. rishæðar m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Jónína Salný Borgþórsdóttir, gerðar- beiðandi (búðalánasjóður, miðvikudag- inn 24. október2001 kl. 15.30. Nýlendugata 15B, 0002, íbúð í S-hluta kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Ýmislegt ehf„ gerðarbeiðendur Fjármögnun ehf„ Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, fimmtudaginn 25. október 2001 kl. 10.30. Skólavörðustígur 17, 0001, kjallaraíbúð, þingl. eig. Öm Ingólfsson, gerðarbeið- endur Guðmundur M. J. Björnson og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 25. október 2001 kl. 11.30.
Laugavegur 21, Reykjavfk, þingl. eig. Hljómalind ehf„ gerðarbeiðendur Hreins- un og flutningur ehf„ Lífeyrissjóður lækna, Tollstjóraembættið og Tollvöru- geymslan-Zimsen hf„ miðvikudaginn 24. október 2001 kl. 16.00.
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK
UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign veröur háö á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir:
Barónsstígur 3, íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Jakob Adolf Traustason, gerð- arbeiðendur Almenna málflutningsstofan sf„ Hróbjartur Jónatansson, Jónatan Sveinsson og Reynir Karlsson, fimmtu- daginn 25. október2001 kl. 11.00.
Flugvél TF-Tal sem er Cessna 206, nr. 802, þingl. eign. Sólbraut 5 ehf„ gerðar- beiðandi Tollstjórinn í Reykjavík, mið- vikudaginn 24. október 2001 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Vestmannaeyjar
- um helgina veröur fyrri hluti íslandsmóts skákféiaga, 4 umferöir af 7.
Minningarmót Jóhanns
Þóris Jónssonar
Minningarmót Jóhanns Þóris Jóns-
sonar, einhvers mesta skákjöfurs sem
ísland hefur alið, fer fram í Ráðhúsi
Reykjavíkur og byrjar núna á þriðju-
daginn. Jóhann Þórir hefði orðið 60
ára 21. október, en mótið hefst 23.
október. En við verðum margir sem
minnumst Jóhanns Þóris i Eyjum á
sunnudaginn. Þar hélt hann ein 3
helgarskákmót og alþjóðlegt skákmót
1985 að auki. Keppendalistinn á minn-
ingarmótinu er langur og má sjá hann
í heild sinni á vefslóðinni:
http://www.strik.is/ut-
strik.ehtm/www.skak.is/si/memori-
al/ en meðal keppenda eru eftirtaldir,
Ivan Sokolov 2658, Jaan Ehlvest 2626,
Peter Heine Nielsen 2620, Jan Timm-
an 2600, Hannes Hlífar Stefánsson
2575, Friðrik Ólafsson 2460, Ingvar Ás-
mundsson 2359, Björn Þorsteinsson
2329 og Guðmundur Pálmason en
hann hefur ekki tekið þátt í alþjóð-
legu skákmóti í um 35 ár! Keppendur
verða á bilinu 40-50 og mótið án efa
stórkostleg skemmtun. Aðgangur er
ókeypis og hefjast umferðirnar kl. 17.
Það er bara að mæta og hvíla sig að-
eins á sjónvarpstöðvunum, þetta er
merkur menningarviðburður sem
verður ekki endurtekinn!
Sigurbjörn Björnsson
sigraði á Haustmóti TR
Sigurbjörn hlaut 9 vinn. í 11 skák-
um. Björn Þorsteinsson varö annar
með 8,5 vinn. Björn hlýtur nafnbótina
Skákmeistari TR. Þetta er í 5. sinn
sem Björn hampar titlinum en hann
varð Skákmeistari TR síðast árið 1974
en einnig varð hann sigurvegari árin
1966, 1961 og 1960. Björn hefur ekki
teflt kappskákir í mörg ár, en árangur
hans hlýtur að gefa gömlu meisturun-
um byr undir báða vængi. Þeir verða
fleiri með á minningarmóti Jóhanns
Þóris Jónssonar! Sigurbjörn var vel
að sigrinum kominn, tefldi vel og af
festu. Meö svona aöstöðu til skákar-
innar getur hann ekki annað en bætt
sig! Ingvar Þór Jóhannesson náði
þriðja sæti, ánægjulegt að sjá sífellt
bætast ný nöfn i íslensku skákflór-
una! Hann á eftir að ná langt, keppn-
isharkan og vinnan sem hann leggur í
skákina skilar sér örugglega!
Lokastaðan A-riðill: 1. Sigurbjörn
Björnsson 9 2. Björn Þorsteinsson 8,5
3. Ingvar Jóhannesson 8 4. Arnar
Gunnarsson 7 5. Davíð Kjartansson
6,5 6. Dagur Arngrímsson 5 7. Sævar
Jóhann Bjarnason 5 8. Jón Árni Hall-
dórsson 4,5 9. Júlíus Friðjónsson 3,5
10. Guðjón Heiðar Valgarðsson 3,5 11.
Guðni Stefán Pétursson 3 12. Einar K.
Einarsson 2,5
í B-ílokki sigraði Halldór Pálsson
sem kemur mér ekki á óvart! Skiln-
ingur hans á skák er mjög góður og
hann er að komast í réttan takt við
kappskákirnar.
Lokastaðan B-ílokkur: 1. Halldór
Pálsson 8 2. Jónas Jónasson 7 3. Guð-
mundur Kjartansson 7 4. Bjarni
Magnússon 6 5. Ólafur Kjartansson 6
6. Páll Gunnarsson 5,5 7. Halldór
Garðarsson 5,5 8. Atli Antonsson 5,5 9.
Kjartan Guðmundsson 5 10. Kristján
Ö. Elíasson 3,5 11. Harpa Ingólfsdóttir
3,5 12. Valgarð Ingibergsson 3,5
í opna flokknum börðust tvær ung-
ar stúlkur um sigurinn! Aldís Rún
Lárusdóttir sigraði þó örugglega og
það er góðs viti! Við erum margir sem
viljum veg kvennaskákarinnar sem
mestan og þetta er góður áfangi á
þeirri leið. Anna Björg Þorgrímsdóttir
öðlaðist dýrmæta keppnisreynslu og
Hilmar Þorsteinsson er ungur og mjög
efnilegur skákmaður.
Lokastaðan Opni flokkurinn: 1. Al-
dís Rún Lárusdóttirl0,5 2. Hilmar Þor-
steinsson 9,5 3. Anna Björg Þorgríms-
dóttir 8 4. Sturla Þórðarson 7,5 5. Aron
Ingi Óskarsson 7 6. Örn Stefánsson 6
7. -8. Amljótur Sigurðsson og Arnar
Sigurðsson 9.-10. Atli Freyr Kristjáns-
son, Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5
Fyrst ein skák frá haustmótinu!
Hvítt: Bjöm Þorsteinsson
Svart: Guðjón H. Valgarðsson
Frönsk vörn.
Haustmót T.R. (8), 10.10. 2001
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4.
Bd3 c5 5. e5 Rfd7 6. c3 Rc6 7. Re2
cxd4 8. cxd4 Db6. Þetta er gamla
afbrigðið sem Bjöm þekkir auðvitað
vel! Nú í dag er oftast leikið 8. f6. En
ungu mennimir gleyma stundum að
þeir eldri hafa verið með í skákinni
lengi þó þeir hafi tekið sér svo sem
einn áratug í frí! 9. Rf3 f6 10. exf6
Rxf6 11. 0-0 Bd6 12. Rc3 0-0 13.
Hel Bd7 14. Bg5 Hae8 15. a3 Rd8?
Hér er 15. Rg4 sjálfsagður leikur!
16. b4 RÍ7 17. Bh4.
Hér voru einu möguleikarnir til
að halda taflinu gangandi að leika,
17. Bf4 eða 17. Hc8. Nú lokar riddar-
inn biskupinn inni. 17. -Bb8? 18.
Hér kom Ríkharður Sveinsson, al-
þjóðlegur skákdómari, til mín og
hvíslaði: „Nú fórnar Bjössi!" Og
auðvitað gerði hann það og lauk þar
með skákinni á sinn hátt! 20.
Bxh7+ Kxh7 21. Dh5+ Kg7 22.
Dg6+ Kh8 23. Dxf6+ Kg8 24. Dg6+
1-0.
Birting þessarar skákar er hluti
af sálfræðistríðinu í Eyjum, nú um
helgina! Nei, þetta er eina tapskák
Sigurbjarnar í mótinu og þar sem
ég hef birt nokkrar vinningsskákir
hans að undanfórnu er í lagi að
sýna þessa skák með hástökkvara
mótsins sem náði 3. sætinu og 100
Elo-stigum að auki!
Hvítt: Ingvar Þór Jóhannesson
Svart: Sigurbjörn Björnsson
Skoski leikurinn.
Haustmót TR (9), 12.10. 2001
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7.
De2 Rd5 8. c4 Rb4 9. a3 Ra6 10. b4
g6 11. Bb2 Bg7 12. g3 0-0 13. Bg2
He8 14. f4 f6 15. 0-0 fxe5.
Ekki veit ég hvort þetta er það
nýjasta í íræðunum í þessu afbrigði.
„Nr. Uno“ Kasparov teflir þetta af-
brigði oft með hvítu. Ingvar fylgist
vel með og þaö margborgar sig. Hér
tapar hann ekki peði beinlínis,
svörtu mennirnir ná illa saman!
16.Hel e4 17. Rc3 Bb7 18. Bxe4
Df7 19. Dd3 d5 20. Bf3 Had8 21.
c5! Rb8 Hvítur hefur yfirburðatafl!
Hellismenn verða að finna eitthvað
betra! 22. Hadl Ba6 23. Dd2 Bc4
24. Kg2 a5 25. Re2 axb4 26. axb4
Bxb2 27. Dxb2 Bxe2 28. Hxe2
Hxe2+ 29. Dxe2 He8 30. Dd2 De7
31. Db2 Rd7?
Hér komu aðeins 2 leikir til
greina: 31. Dg7 eða 31. h6. Næsti
leikur sést úr innsta skúmaskoti
hellis, ef réttur aðili er þar á ferð.
32. Hxd5! De6 33. Hd2 Hb8 34.
He2 Df6 35. Dxf6 Rxf6 36. He6 Kf7
37. Hxc6 Re8 38. Bd5+ KfB 39.
Ha6 Hxb4 40. Ha8 Ke7 41. Bc6
Hb2+ 42. Kh3 Rg7.
Staða hvíts er ekki beysin. Ridd-
arinn kemst aldrei til neins gagns.
Næsti leikur hvíts er ágætur, en
sjálfur hefði ég líklega leikið 43. Hh8
og tapað!? 43. Hc8 Re6 44. Bhl
Kf6? Betra er 44. Kd7 45. Hh8
Rxc5 46. Hxh7 og hvítur stendur
enn mun betur! 45. Bd5 Rxc5 46.
Hxc7 Rd3 47. Hf7+ og mát! 1-0.