Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 17
1 17 Helgarblað ardóttur sem lést 1997. Fimm upp- komin böm þeirra eru Júlíus Þór, Sigrún Alda, Rut, Einar Öm og Jón Þorsteinn. Skemmtarinn í Skífunni Jón Ólafsson, eigandi Norður- ljósa og óumdeildur konungur af- þreyingariðnaðar á íslandi, er í hópi umdeildustu athafnamanna landsins, enda séður og óhræddur að stökkva á hlutina. Bókin um milljarðamæringana metur eignir hans á bilinu 5-10 milljarða en það er eins með það eins og svo margt sem varðar Jón. Það veit það enginn nákvæmlega. Jón er 47 ára gamall Keflvíking- ur sem keypti hljómplötuverslun- ina Vindmylluna í Hafnarfirði þegar hann var 22 ára. Hann er Jón Ólafsson í Noröurljósum Maöurinn sem á valdameiri óvini en flestir aðrir. Enginn veit hve eignir hans eru miklar en sumir telja þær í tugum milljaröa. ímynd nýríka mannsins. búsettur í Bretlandi, á hús í Cann- es í Frakkiandi og við Stigahlíð og í bókinni er fullyrt að hann langi i vínbúgarð í Frakklandi. Jón hefur barist árum saman við marga valdamestu efnamenn landsins og keppinauta um yfir- ráð á sjónvarpsmarkaðnum og alltaf haft betur. Hans helstu ítök utan sjónvarpsmarkaðarins eru í verslun og útgáfu tónlistar. Jón er afar umdeildur og af mörgum talinn harðari en góðu hófu gegnir í viðskiptum, enda þótt helstu gagnrýnendur hans hafi aldrei getað sýnt fram á að hann haldi sig ekki réttu megin striksins. Margir hafa sakað hann um óvægni á jaðri óheiðar- leika í viðskiptum en aðrir telja hann einfaldlega harðsnúinn og slyngan viðskiptamann sem legg- ur mikla áherslu á að hafa betur í smáu jafnt sem stóru. Jón er giftur Helgu Hilmars- dóttur og þau eiga þrjú börn, Kristján, Friðrik og Katrinu á aldrinum 24 niður í 12 ára. Hinn sonurinn úr Hagkaupi Jón Pálmason er annar tveggja sona Páima heitins Jónssonar í Hagkaupi. Hann er í bókinni tal- inn eiga auðæfi langt yfir einum milljarði og bent á að eignarhlut- ur hans í fasteignafyrirtækinu Þyrpingu er einn metinn á 900 milljónir. Jón er, líkt og faðir hans, iðinn viðskiptamaður sem berst lítt á opinberlega. Hann hefur því alla tíð staðið í skugga bróður síns Sigurðar Gísla sem er nokkurs konar leiðtogi Hagkaupsfjölskyld- unnar hin seinni ár og mjög þekktur. Ekki er víst að Jón standi óviljugur í þessum skugga því sumum lætur sviðsljósiö bet- ur en öðrum. Jón er sagður hafa Jón Pálmason í Hofi og Þyrpingu Náttúruunnandi meö næg fjárráð. Hann er talinn eiga langt á annan milljarö og meðal annars hafa keypt sér Ker sem er sérstakt náttúruund- ur í Grímsnesi. mikinn áhuga á útivist og komið mikið að uppbyggingunni í Nanoq. Hann og Sigurður bróðir hans keyptu Kerið I Grímsnesi með Óskari Magnússyni vini sin- um sem ber áhuga þeirra á nátt- úrunni fagurt vitni. Jón er giftur Elísahetu Björns- dóttur og þau eiga fjögur börn, Pálma, Guðrúnu, Jónínu Bríeti og Snæfríði, á aldrinum 22 niður í 3 ára. Höföinginn í Húsasmiöjunni Jón Snorrason, einn af stærstu hluthöfum í Húsasmiðjunni, er i bókinni metinn meðal milljarða- mæringa sem eiga vel á annan milljarð og verður því seint talinn til meðaljóna. Hann er fæddur 1949, sonur Snorra Halidórssonar byggingameistara sem stofnaði Húsasmiðjuna, svo Jón sleit bamsskónum innan um timbur- staflana. Hann lærði viðskipti og tungumál i Cambridge og byggði Húsasmiðjuna upp af miklu harð- fylgi og var vinsæll og vel metinn stjórnandi. Veldi Húsasmiðjunnar nær um land allt og til Eystrasaltsland- anna að auki. Þegar fyrirtækið var skráð á markaði árið 2000 lét Jón af störfum sem forstjóri og réð framkvæmdastjóra sinn Boga Þór Siguroddsson í sinn stað en lætur sér nægja að vera stjórnar- formaður. Þessi ákvörðun Jóns á miðjum aldri sýnir kannski betur en margt annað að sumir millj- arðamæringar kunna betur en aðrir að njóta auðæfa sinna. Jón er giftur Þóru Biering og þau eiga þrjú börn, Pétur, Svein og Henrik, á aldrinum 20 niður í 12 ára. -PÁÁ Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.