Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Page 17
1 17 Helgarblað ardóttur sem lést 1997. Fimm upp- komin böm þeirra eru Júlíus Þór, Sigrún Alda, Rut, Einar Öm og Jón Þorsteinn. Skemmtarinn í Skífunni Jón Ólafsson, eigandi Norður- ljósa og óumdeildur konungur af- þreyingariðnaðar á íslandi, er í hópi umdeildustu athafnamanna landsins, enda séður og óhræddur að stökkva á hlutina. Bókin um milljarðamæringana metur eignir hans á bilinu 5-10 milljarða en það er eins með það eins og svo margt sem varðar Jón. Það veit það enginn nákvæmlega. Jón er 47 ára gamall Keflvíking- ur sem keypti hljómplötuverslun- ina Vindmylluna í Hafnarfirði þegar hann var 22 ára. Hann er Jón Ólafsson í Noröurljósum Maöurinn sem á valdameiri óvini en flestir aðrir. Enginn veit hve eignir hans eru miklar en sumir telja þær í tugum milljaröa. ímynd nýríka mannsins. búsettur í Bretlandi, á hús í Cann- es í Frakkiandi og við Stigahlíð og í bókinni er fullyrt að hann langi i vínbúgarð í Frakklandi. Jón hefur barist árum saman við marga valdamestu efnamenn landsins og keppinauta um yfir- ráð á sjónvarpsmarkaðnum og alltaf haft betur. Hans helstu ítök utan sjónvarpsmarkaðarins eru í verslun og útgáfu tónlistar. Jón er afar umdeildur og af mörgum talinn harðari en góðu hófu gegnir í viðskiptum, enda þótt helstu gagnrýnendur hans hafi aldrei getað sýnt fram á að hann haldi sig ekki réttu megin striksins. Margir hafa sakað hann um óvægni á jaðri óheiðar- leika í viðskiptum en aðrir telja hann einfaldlega harðsnúinn og slyngan viðskiptamann sem legg- ur mikla áherslu á að hafa betur í smáu jafnt sem stóru. Jón er giftur Helgu Hilmars- dóttur og þau eiga þrjú börn, Kristján, Friðrik og Katrinu á aldrinum 24 niður í 12 ára. Hinn sonurinn úr Hagkaupi Jón Pálmason er annar tveggja sona Páima heitins Jónssonar í Hagkaupi. Hann er í bókinni tal- inn eiga auðæfi langt yfir einum milljarði og bent á að eignarhlut- ur hans í fasteignafyrirtækinu Þyrpingu er einn metinn á 900 milljónir. Jón er, líkt og faðir hans, iðinn viðskiptamaður sem berst lítt á opinberlega. Hann hefur því alla tíð staðið í skugga bróður síns Sigurðar Gísla sem er nokkurs konar leiðtogi Hagkaupsfjölskyld- unnar hin seinni ár og mjög þekktur. Ekki er víst að Jón standi óviljugur í þessum skugga því sumum lætur sviðsljósiö bet- ur en öðrum. Jón er sagður hafa Jón Pálmason í Hofi og Þyrpingu Náttúruunnandi meö næg fjárráð. Hann er talinn eiga langt á annan milljarö og meðal annars hafa keypt sér Ker sem er sérstakt náttúruund- ur í Grímsnesi. mikinn áhuga á útivist og komið mikið að uppbyggingunni í Nanoq. Hann og Sigurður bróðir hans keyptu Kerið I Grímsnesi með Óskari Magnússyni vini sin- um sem ber áhuga þeirra á nátt- úrunni fagurt vitni. Jón er giftur Elísahetu Björns- dóttur og þau eiga fjögur börn, Pálma, Guðrúnu, Jónínu Bríeti og Snæfríði, á aldrinum 22 niður í 3 ára. Höföinginn í Húsasmiöjunni Jón Snorrason, einn af stærstu hluthöfum í Húsasmiðjunni, er i bókinni metinn meðal milljarða- mæringa sem eiga vel á annan milljarð og verður því seint talinn til meðaljóna. Hann er fæddur 1949, sonur Snorra Halidórssonar byggingameistara sem stofnaði Húsasmiðjuna, svo Jón sleit bamsskónum innan um timbur- staflana. Hann lærði viðskipti og tungumál i Cambridge og byggði Húsasmiðjuna upp af miklu harð- fylgi og var vinsæll og vel metinn stjórnandi. Veldi Húsasmiðjunnar nær um land allt og til Eystrasaltsland- anna að auki. Þegar fyrirtækið var skráð á markaði árið 2000 lét Jón af störfum sem forstjóri og réð framkvæmdastjóra sinn Boga Þór Siguroddsson í sinn stað en lætur sér nægja að vera stjórnar- formaður. Þessi ákvörðun Jóns á miðjum aldri sýnir kannski betur en margt annað að sumir millj- arðamæringar kunna betur en aðrir að njóta auðæfa sinna. Jón er giftur Þóru Biering og þau eiga þrjú börn, Pétur, Svein og Henrik, á aldrinum 20 niður í 12 ára. -PÁÁ Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.