Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 DV > Islendingaþættir 85 ára________________________________ Friðrik Sigtryggsson, Kríuhólum 2, Reykjavík. Hreiðar Jónsson, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi. 80 ára________________________________ Guðrún Jónsdóttir, Stangarholti 7, Reykjavík. Mary Nesbitt, Miðvangi 10, Hafnarfiröi. Sigrún Jörgensen, Sverristúni 2, Neskaupstað. 75 ára________________________________ Auður Jónsdóttir, Barmahlíö 52, Reykjavík. Geir Þórðarson, Laugateigi 33, Reykjavík. Lára Eiríksdóttir, Arahólum 2, Reykjavík. Hiöðver Guðmundsson, húsgagnabólstrari, Reynihvammi 4, Kópavogi. Hann verður að heiman. Kristján Sigfússon, Vtra-Hóli 2, Akureyri. Jöhanna Jónsdóttir, Skeiðháholti 2, Selfoss. ‘ 10 ára__________________________________ Garðar Jónsson, sjómaöur frá Gjögri, Álfheimum 46, Reykjavík, varö sjötugur 19.10. Hann er að heiman. Guðlaug Ó Jónsdóttir, Efstasundi 49, Reykjavík. Hún verður aö heiman. Halldór Birgir Olgeirsson, Gullsmára 7, Kópavogi. Brandur Fróöi Einarsson, Vesturgötu 148, Akranesi. Jón Sölvi Stefánsson, Kambhóli, Dalvík. Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, Hellu. Eiginmaöur hennar er Ágúst Sæmundsson. Hún veröur heima meö heitt á könnunni á afmælis- daginn. 60 ára_________________________________ Helgi Sigurjónsson, Meltúni, Mosfellsbæ. Anna Maren Leósdóttir, Böggvisbraut 15, Dalvík. 60 ára_________________________________ Magnús Axelsson, Vesturási 19, Reykjavík. Elenóra Margrét Siguröardóttir, Reykjafold 20, Reykjavík. Anna Birna Grímólfsdóttir, Nesbala 64, Seltjarnarnesi. Sigrún Rafnsdóttir, Jörundarholti 117, Akranesi. Flóki Kristinsson, Staðarhóli Hvanneyri, Borgarnes. Guðmundur Skúlason, Staðarbakka 1, Akureyri. 40 ára ________________________________ Sesselja Guðríöur Garðarsdóttir, Mosarima 5, Reykjavík. Helga Jóhannesdóttir, Baröaströnd 13, Seltjarnarnesi. Þórdís Elva Guðmundsdóttir, Gullsmára 4, Kópavogi. Sigrún Sæmundsdóttir, Stuölabergi 38, Hafnarfiröi. Gunnar Sigurðsson, Borgarvegi 25, Njarðvík. Sæmundur Tryggvi Halldórsson, Ánastöðum, Borgarnes. Guöný Elvarsdóttir, Skorrastað 1, Neskaupstaöur. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- ________irfarandi eignum:_________ Fjárhúsaflatir, Borgarfjarðarsveit., þingl. eig. Stofnungi sf„ gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, fimmtudaginn 25. októ- ber 2001, kl. 10.00.______________ Geitaberg, Hvalfjarðarstrandarhreppi., þingl. eig. Pálmi Jóhannesson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 25. október 2001, kl. 10.00. Hl. Skúlagötu 17, Borgamesi, þingl. eig. Ólöf Sigríður Davíðsdóttir, gerðarbeið- andi Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjav., fimmtudaginn 25. október 2001. kl. 10.00,____________________________ Staðarhólsmelar, Borgarfjarðarsveit., þingl. eig. Stofnungi sf„ gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 25. október 2001, kl. 10.00.__________ Sumarbústaðurinn að Dalflöt 5, Hvítár- síðu, þingl. eig. Sunna Huld Tliorarensen, Sigrún Steinunn Sigurðardóttir og Valde- mar Thorarensen, gerðarbeiðandi Sunna Huld Thorarensen, fimmtudaginn 25. október 2001, kl. 10.00.__________ SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI Fímmtug__________________________________; Þórunn Erla Sighvatsdóttir safnstjóri við Landmælingar Islands Þórunn Erla Sighvatsdóttir, safn- stjóri viö Landmælingar Islands, Skarðsbraut 5, Akranesi, varð fimmtug í gær. Starfsferill Þórunn fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún lauk grunnskóla- námi á Sauðárkróki, dvaldi í Dan- mörku 1968-69, lauk stúdentsprófi frá aðfaranámi KHI 1975 og B.Ed.- prófi frá KHÍ 1978, stundaði nám í bókasafns- og upplýsingafræði við KHÍ 1996-97 og stundar nú starfs- réttindanám í sömu grein við HÍ. Þórunn var búsett á Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð 1978-98, var kenn- ari við Valsárskóla og við Lundar- skóla á Akureyri 1987-91, stundaði sjúkrakennslu við Fjórðungssjúkra- húsiö á Akureyri 1989-93 og hafði umsjón meö bókasafni Svalbarðs- strandarhrepps lengst af 1984-98. Þórunn flutti á Akranes 1998. Hún starfaöi þar við bæjar- og hér- aðsbókasafnið til 2000 en hóf þá störf á bóka- og skjalasafni Land- mælinga íslands og hefur starfað þar síðan. Þórunn starfaði að félagsmálum Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og var formaður þess 1987-90 og sat í fulltrúaráði KÍ 1990-91, sat í sóknamefnd, barnavemdamefhd og bókasafnsnefnd Svalbarðsstrandar, í stjóm Skógræktarfélags Svalbarðs- strandar, stjóm foreldrafélags gmnnskólans og Kvenfélags Sval- barðsstrandar. Fjölskylda Þórunn giftist 9.6. 1978 Sigurði Erni Búasyni, f. 15.4. 1952, sérhæfð- um starfsmanni Akranesveitu. Hann er sonur Margrétar Sigurðar- dóttur húsmóður og fyrri manns hennar, Búa Steins Jóhannssonar úrsmiðs, en þau skildu. Uppeldisfað- ir Sigurðar er seinni maður Mar- grétar, Guðmundur Einarsson sjó- maður. Sonur Þórunnar og Péturs Behrens er Daníel H. Pétursson, f. 20.12. 1970, lagermaður hjá Aðföng- um í Reykjavík. Dóttir Þórunnar og Kurt Willy Eichmann er Hilda Dröfn Eich- mann, f. 21.12. 1973, tölvufræðingur hjá Hagkaup í Kringlunni. Dætur Þórunnar og Sigurðar eru Margrét Elva Sigurðardóttir, f. 7.2. 1979, dagmóðir í Keflavík, en maður hennar er Kristinn Amar Sigurös- son, f. 1.8. 1964, fiskverkamaöur i Keflavík, og eru böm þeirra Sigurð- ur, f. 4.11. 1997, og Elma Rósný, f. 20.10. 1999, auk þess sem hann á tvö eldri börn; Anna Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 26.9. 1983, nemi við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Systkini Þórunnar eru Pétur Ragnar Sighvats- son, f. 3.4. 1942, skipstjóri á Sauðárkróki; Rósa Guðrún Sighvatsdóttir, f. 9.12. 1943, hús- móðir á Akur- eyri; Pálmi Sig- urður Sighvats- son, f. 24.1. 1946, bólstrari og for- stöðumaður íþróttahúss Sauðárkróks; Ingvar Bjarni Sighvatsson, f. 17.3. 1948, raf- virkjameistari á Sauðárkróki; Bjöm Jóhannes Sighvatsson, f. 21.2. 1937, vél- fræðingur og framhaldsskólakenn- cæi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki; Sigrún Alda Sighvatsdóttir, f. 12.1. 1961, launa- fulltrúi sveitarfélags Skagafjarðar á Sauðárkróki; Sighvatur Daníel Sig- hvatsson, f. 7.4. 1964, símsmíða- meistari á Sauðárkróki. Foreldrar Þórunnar: Sighvatur Pétursson, f. 12.9.1915, d. 30.11.1991, sjómaður og símamaður á Sauðár- króki, og Herdis Margrét Gunnfríð- ur Pálmadóttir, f. 5.9. 1922, húsmóð- ir. Ætt Sighvatur var sonur Péturs Sig- hvatssonar, úrsmiðs og símstöðvar- stjóra, lengst af á Höfða í Dýrafirði, og k.h„ Ragnhildar Brynjólfsdóttur. Herdís Margét er dóttir Pálma Sigurðar Sveinssonar, b. á Reykja- völlum í Skagafirði, og k.h„ Guð- rúnar Andrésdóttur. Þórunn verður að heiman á af- mælisdaginn. Fímmtugur Ingvar Sigurður Jónsson íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar Ingvar Sigurður Jónsson, íþróttafull- trúi Hafnarfjarðar, Fagrabergi 26, Hafnar- firði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ingvar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Langholtshverf- inu. Hann var í Lang- holtsskóla, lauk gagn- fræða- og landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti, stundaði leiðbeinenda- og íþróttanám við lýðháskóla Grundvigs í Hilleröd í Danmörku, stundaði siðan nám við KÍ og út- skrifaðist sem íþróttakennari frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni 1972. Auk þess hefur hann sótt fjölda námskeiða vegna íþrótta og þjálfunar bæði hérlendis og erlend- is. Að námi loknu hóf Ingvar störf sem íþróttakennari við Víðistaða- skóla í Hafnarfirði og kenndi þar til 1995. Hann var ráðinn íþróttafull- trúi Hafnarfjarðar 1988 og hefur gegnt því staifi síðan. Ingvar var jafnframt körfuknatt- leiksþjálfari á vegum Hauka í aldar- fjórðung. Auk þess sinnti hann þjálfun í knattspyrnu, handknatt- leik og frjálsum íþróttum. Fjölskylda Ingvar kvæntist 8.6. 1996 Hjördísi Sigurbergsdóttur, f. 25.12. 1952, ljós- móður við Landspít- ala, Háskólasjúkra- hús. Hún er dóttir Sig- urbergs Sveinssonar, f. 15.4. 1933, kaup- manns í Hafnarfirði, og Ingibjargar Gísla- dóttur, f. 10.9. 1934, húsmóður Böm Ingvars af fyrra hjónabandi og Bergljótar Pétursdótt- ur eru Pétur, f. 31.12. 1969, íþróttakennari í Hafnarfirði, en sam- býliskona hans er Berglind Páls- dóttir, starfsmaður á leikskóla, og sonur þeirra er Hilmar, f. 26.4. 2000; Jón Arnar, f. 3.6. 1972, markaðs- stjóri hjá Hópbílum í Hafnarfirði, en sambýliskona hans er Dadda Sig- ríður Árnadóttir leikskólakennari og börn þeirra eru Uni Þeyr, f. 6.12. 1991, og Kári, f. 27.9. 1997; Erna, f. 12.4. 1978, flugfreyja en unnusti hennar er Þröstur Kristinsson, starfsmaður Trefja. Barn Hjördísar af fyrra hjóna- bandi er Ottó Þórsson, f. 11.8. 1977, tannlæknanemi. Systkini Ingvars eru Kristin, f. 15.10. 1947, útibússtjóri íslands- banka á Seltjarnarnesi; Guðmund- ur, f. 30.6. 1949, framhaldsskóla- kennari í Kópavogi; Þór Örn, f. 8.2. 1958, sveitarstjóri á Hólmavík. Foreldrar Ingvars: Jón örn Ingv- arsson, f. 9.6. 1919, d. 1995, yfirvél- stjóri, og Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, f. 2.10.1925, húsmóðir. Sjötugur Sigbjörn Sigurðsson vörubifreiðastjóri á Egilsstöðum Sigbjöm Sigurðsson vörubifreiðastjóri, Laufási 12, Egilsstöð- um, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigbjörn fæddist i Fögruhlíð í Jökulsár- hlíð og ólst þar upp. Hann stundaði búskap að Fögruhlíð 1955-65 og síðan í Bakkagerði í sömu sveit. Árið 1971 lögðu þau hjónin niður búskap og fluttu til Eg- ilsstaða. Sigbjöm hóf vinnu við þunga- vinnuvélar á Egilsstöðum hjá Rækt- unarsambandi Austurlands. Hann gekk síðan í Vörubifreiðastjórafé- lagið Snæfell 1977 og hóf rekstur vörubifreiðar. Þann rekstur stund- aði hann til 1994 en 1997 fór hann svo að vinna hjá syni sínum, Jóni Hlíðdal, og starfaði þar til síðari hluta árs 1999. Fjölskylda Sigbjörn kvæntist í júlí 1957 Þór- laugu Aðalbjörgu Jónsdóttur, f. 21.12. 1934, starfsmanni við sjúkra- hús. Hún er dóttir Jóns Eyjólfs Jó- hannessonar, bónda í Möðrudal, og Jóhönnu Amfríðar Jónsdóttur hús- freyju. Börn Sigbjörns og Þórlaugar Að- aibjargar eru Jón Hlíðdal, f. 22.1. 1956, kvæntur Fíólu Malen Sigurð- ardóttur og eiga þau Vordísi, Davíð og Almar; Soffia Sigríður, f. 17.11. 1958, í sambúð meö Vilhjálmi Grétari Pálssyni og eiga þau Pál og Ömu; Jóhanna Birna, f. 15.9. 1960, í sambúð með Birgi Vil- hjálmssyni og eiga þau Sesselíu, Jónatan, Sigbjöm og Heiðrúnu; Margrét Kristín, f. 20.11. 1962, í sambúð með Guðmundi Hall- dórssyni og eiga þau Halldór og Tinnu, og Birnu sem er dóttir Margrétar; Gunnar Þór, f. 26.8.1966, kvæntur Helgu Þórarinsdóttur og eiga þau Þórlaugu og Þórarin; Þór- halla Dröfn, f. 2.1. 1968, gift Hall- grími Má Jónassyni og eiga þau Jónas, Alexander og Emilíönu; Sig- urður Steinar, f. 17.2.1972, kvæntur Sunnevu Flosadóttur og eiga þau Nikólínu og Emblu. Systkini Sigbjöms: Sigurjón, f. 26.4. 1927, fyrrv. bóndi að Hlíðar- garði í Jökulsárhlíð, nú á Egilsstöð- um; Guðþór, f. 9.10. 1928, fyrrv. bóndi að Hnitbjörgum í Jökulsár- hlíð, nú á Egilsstööum; Ingibjörg Steinunn, f. 18.1. 1946, bóndi að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíö. Foreldrar Sigbjöms voru Sigurð- ur Guðjónsson, f. 19.10. 1900, d. 1.6. 1971, bóndi í Fögruhlíð, og k.h„ Soff- ía Þórðardóttir, f. 4.5. 1906, d. 8.1. 1977, húsfreyja. Sigbjörn verður að heiman. Attræö Filippía Kristjánsdóttir húsmóðir í Kópavogi Filippia Kristjánsdóttir húsmóð- ir, Hamraborg 26, Kópavogi, varð áttræð þriðjud. 16.10. sl. Starfsferill Filippía fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Hún var búsett á Flateyri til haustsins 1970 er hún flutti með fjölskyldu sinni í Kópavoginn þar sem hún hefur átt heima síðan. Filippía starfaöi að mestu sem húsmóðir en eftir að hún flutti suð- ur vann hún töluvert viö sauma- skap að ýmsu tagi. Fjölskylda Filippía giftist 16.10. 1943 Einari Jóhannessyni frá Hlíð í Álftafirði, f. 23.6. 1923, d. 5.5. 1988, vélstjóra. For- eldrar hans: Jóhannes Gunnlaugs- son og Málfríður Sigurðardóttir en þau stunduðu lengst af búskap að Hlíð í Álftafirði. Börn Filippíu: Ásbjörg, f. 1940, skrifstofumaður, búsett 1 Kópavogi; Agnes, f. 1943, hárgreiðslumeistari, búsett í Reykjavík; Ema, f. 1945, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi; Kristján, f. 1950, rafveitustjóri, búsettur á Flateyri; Jó- hannes, f. 1953, vélstjóri, búsettur í Hafnarfirði; Reynir, f. 1956, húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík. Barnabörn Filippíu eru nú fimmtán talsins en langömmubömin eru tíu talsins. Systkini Filippíu eru öll látin. Þau voru Ragnheiður, húsmóðir á Flateyri; Ásgeir, fórst ungur maður, var búsettur á Flateyri; Hjálmar, lengst af verkamaður og síöan húsvörður, búsettur á Flateyri og síðan í Reykjavík. Foreldrar Filippiu voru Kristján Guðna- son og Rögnvaldína Hjálmarsdóttir, bæði fædd og uppalin í Langadal viö Djúp. Filippía tekur á móti vinum og vanda- mönnum að Skógar- hlíð 8, Reykjavík (húsi Krabbameinsfé- lagsins), á 4. hæð, laugard. 20.10. milli kl. 15.00 og 18.00. x<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.