Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Page 15
15 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001__________________________________________________________________________________________ X>v Útlönd ísraelar samþykktu brottflutning hersveita frá yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum: Líklegt að brottflutningur hersins hefjist um helgina Öryggismálaráð ísraelsku ríkis- stjórnarinnar ákvað á fundi sínum í gær að draga allar hersveitir sínar til baka frá yfirráðasvæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum, eftir um það bil tveggja vikna hersetu í sex bæjum á svæðinu í kjölfar morðsins á Rehavam Zeevi, fyrrum ferðamála- ráðherra í ríkisstjórn Ariels Shar- ons. Ráðið tók þessa ákvörðun eftir mikinn þrýsting frá George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og einnig frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að ísraelar hæfu þegar brottflutn- ing hersins frá yfirráðasvæðum Palestínumanna. ísraelska rikisstjómin hafði fram að fundinum í gær aftekið að draga herinn til baka fyrr en Palestínu- menn framseldu meintan ráðherra- morðingja, en eftir innrás ísraelsmanna í bæinn Beit Rima á miðvikudaginn, þar sem að minnsta kosti sex Palestínumenn féllu, munu Fylgst með ísraelska hernum Palestínskur byssumaður kíkir eftir stööunni hjá ísraelska hernum á Vesturbakkanum, eftir að ríkisstjórni Ariels Sharons samþykkti aö hefja brottflutning herliðsins. í ’ * ; forystumenn vestrænna rikja hafa lagt hart að Ariel Sharon forsætis- ráðherra að beita sér fyrir því að her- inn yrði strax kallaður til baka. Talið er að fulltrúar Verkamanna- flokksins í ríkisstjórninni, með Shi- mon Peres utanríkisráðherra í broddi fylkingar, hafi þrýst mjög á Sharon á fundinum i gær, en Peres var þá nýkominn frá Washington, þar sem hann mun hafa fengið Bush Bandaríkjaforseta tO að mOda mjög kröfur sínar um brottflutninginn og í stað kröfu um tafarlausan brott- flurtning hefði í staðinn verið komin krafa um brottflutning sem fyrst, sem mun hafa orðið niðurstaða fund- arins. í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér eftir fundinn kemur ekkert fram um það hvenær brott- flutningurinn mun hefjast, en að sögn talsmanna hersins, er talið lík- legt að hann hefjist um helgina, þó ekki fyrr Palestínumenn hafi tryggt öryggi ísraelsku hermannanna. REUTERA1YND Mary Robinson Mannréttindafulltrúi SÞ hefur áhyggj- ur af ástandinu í Afganistan. Robinson vill aö óbreyttir Afganar fái meiri athygli Mary Robinson, mannréttinda- fuOtrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hún myndi fagna því ef hlé yrði gert á loftárásum Bandaríkja- manna á Afganistan eða að opnuð yrði leið tO að koma hjálpargögnum til þurfandi óbreyttra borgara. „Óbreyttir borgarar í Afganistan hafa rétt á að lifa, þeir eiga rétt á ör- yggi og heimurinn þarf að tryggja þeim þann rétt,“ sagði Robinson í viðtali við fréttamann Reuters. Robinson sagðist vita að Banda- ríkjamenn hefðu áhyggjur af ástandinu meðal óbreyttra borgara en það þyrfti að fá meiri forgang núna í kjölfar loftárásanna. Þær hefðu aðeins gert Olt verra. Talibanastjórnin í Afganistan segir að þúsund óbreyttir hafi fafliö. Hafa náð þremur líkum úr Kursk Rússneskir rannsóknarmenn fóru í gær í fyrsta skipti um borð í kjarn- orkukafbátinn Kursk, fjórtán mánuð- um eftir að hann sökk í Barentshafi, með 118 manna áhöfn innanborðs. Kafbátunum hefur nú verið komið fyrir í flotkví í nágrenni hafnarborg- arinnar Murmansk, eftir að hafa ver- ið hífður upp af hafsbotni fyrr í mán- uðinum og sagði Vladimar Ustinov, talsmaður rússneskra rannsóknaryf- irvalda, að frekari rannsókn væri rétt að hefjast og aðeins hefði verið farið inn í eitt öryggisrými bátsins. „Samkvæmt bréfi sam fannst í vasa eins þeirra skipverja sem fund- ust látnir strax eftir slysið i fyrra, munu ellefu lik vera í rýminu sem fyrst var farið inn í og höfum við þeg- ar náð þremur þeirra út úr bátnum. Miðað við ástand þeirra ætti að vera auðvelt að bera kennsl á þau,“ sagði Ustinov. REUTERA1YND Það er leikur að læra Afgönsk stúlka æfir sig í að skrifa á skólatöfluna í sérstakri kennslu fyrir stúlkur í skóla í bænum Kandarkishlyak í norðanverðu Afganistan. Talibanastjórnin í landinu hefur bannað stúlkum að sækja sér menntun. Talibanar og Pakistanar vinna saman: Komið í veg fyrir að flótta- menn komist yfir landamæri Starfsmenn Sameinuðu þjóöanna lýstu í gær áhyggjum sínum yflr samvinnu stjómvalda í Pakistan og talibanastjórnarinnar í Afganistan um að koma í veg fyrir að vaxandi flöldi afganskra flóttamanna komist yfir landamærin tfl Pakistans. „Það er verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk komist hingað," sagði talsmaður Flóttamannastofn- unar SÞ við fréttamenn í bráða- birgöabúðum fyrir flóttamenn fyrir utan pakistönsku landamæraborg- ina Chaman. Talsmaðurinn, Yousef Hasan, sagði að með þessum aðgeröum væri lífi flóttamannanna stefnt í stórhættu. Enda þótt pakistönsk stjómvöld hafl látið af stuðningi sínum við talibanastjórnina eftir að Banda- ríkjamenn hófu loftárásir sínar á REUTERTvlYND Flóttamenn í nýjum búðum Afganskar flóttastúlkur hvíla sig viö tjald sitt í nýjum bráðabirgðabúðum viö pakistönsku borgina Chaman. Afganistan, sögðu embættismenn við landamærin að samvinna væri milli landanna um að stöðva flótta- mannastrauminn tO Pakistans. „Við höfum þungar áhyggjur og hvetjum nágrannalöndin til aö opna dymar fyrir þeim,“ sagði Hasan þar sem hann stóð milli nýuppsettra tjalda úti í eyðimörkinni, steinsnar frá gaddavírsgirðingum sem pakist- anskir landamæraverðir höfðu komið upp. Starfsmenn Flóttamannastofnun- arinnar óttast að allt að 300 þúsund flóttamenn frá Afganistan kunni að reyna að komast yfir landamærin, undan sprengjuregni Bandaríkja- manna, á stuttum tíma. Pakistanar segja að þegar séu rúmar þrjár milljónir afganskra flóttamanna í landinu og að ekki sé pláss fyrir fleiri. REUTER-MYND Colinn Powell Litbrigði í heimsmynd ráðherrans. Colin Powell sér heiminn ekki bara í svarthvítu Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að heimurinn væri ekki bara svart- hvítur, eins og hefur skilja mátt á tali bandariskra stjórnvalda um hryðjuverk. Powell sagði að einnig væru til grá svæði. Ráðherrann sagði að sumir hópar sem stundum hefði verið lýst sem hryðjuverkamönnum væru hugsan- lega að reyna að rétta hlut sinn, ná fram ákveðnum réttindum eða brjótast undan oki kúgara. Við yfirheyrslur í utanríkismála- nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings sagði Powefl hins vegar að engum vandkvæðum væri bundið að skilgreina al Qaeda, samtök Osama bin Ladens, sem hryðju- verkasamtök. írski lýðveldisherinn og skæruliðasamtökin FARC í Kól- umbíu færu liklega undir þennan sama hatt, sagði Powell. Frímúrarinn verði látinn víkja Enn eitt leiðindamálið er komiö upp í nýrri ríkisstjórn Noregs, en það er krafa um að Kjell Magne Bondevik, leysi sjávarútvegsráðherra sinn, Svein Ludvigsen, þegar frá störfum þar sem hann sé virkur meðlimur í norsku frímúrarareglunni. Ludvigsen láðist að segja Bondevik frá veru sinni í reglunni þegar hann fékk boð um að verða sjávarútvegsráðherra og telja margir að með því hafi hann far- ið á bak við forsætisráðherrann, þar sem þátttaka í frímúrarareglunni og sæti í ríkisstjórninni fari alls ekki saman. Er því borið við að mörgum stórum sjávarútvegsfyrirtækjum sé stjórnað af stúkubræðrum Ludvigens, sem geri hann óhæfan. Sams konar mál kom upp þegar Gro Harlem Brundtland myndaði ríksistjórn sína haustið 1992, en þá var skipan Wemers Christie í sæti heilbrigðisráðherra gagnrýnd, þar sem hann var frímúrari. Það mál var leyst með þeim hætti að hann sagði sig úr reglunni og nú gerir formaður stjórnarskrárnefndar Stórþingsins, Ágot Valle, þá kröfu að Ludvigsen gerði slíkt hiö sama. Clinton fékk salmonellubréf Á meðan aðrir forystumenn í Bandaríkjunum fá send bréf sem inni- halda mOtisbrandsbakteríur fékk BiU Clinton, fyrrum Bandarikjaforseti, senda lyfjaflösku sem innihélt allt aðra „ellu“, eða svokallaða salmon- ellubakteríu. Sendingin mun hafa borist á skrifstofu Clintons i Harlem og vaknaði strax grunur um að um miltisbrandssendingu væri að ræða. Eftir rannsókn kom þó í ljós að um salmonellu var að ræða og mun hvorki starfsfólki né forsetanum fyrr- verandi hafa orðið meint af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.