Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Síða 19
18 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 23 Útgáfufélag: Otgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoidarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fótfesta Samfylkingarinnar Ekki sér fyrir endann á tilvistarkreppu Samfylkingarinn- ar. Hún hefur ekki náð að marka sér þann sess í íslenskum stjórnmálum sem sameiningarsinnar á vinstri væng stjórn- málanna gerðu sér vonir um. Skoðanakönnun DV, sem birt var i gær, er enn ein vísbending þessa. Fylgistap flokksins er mikið, hvort sem miðað er við úrslit síðustu skoðana- könnunar blaðsins eða kosningaúrslit. Flokkurinn mælist aðeins með 13,5% fylgi og er á svipuðu róli og Framsóknar- flokkurinn sem tapað hefur fylgi i stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkt út úr könnuninni með 45,6% fylgi og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð bætir stöðu sína og nýtur fylgis 24% þeirra sem af- stöðu tóku í könnuninni, langt fyrir ofan kjörfylgi. Rétt er að taka fram að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri - grænir hafa nýlega haldið flokksfundi sína og því verið í fréttum fjölmiðla. Það kann að hafa haft einhver áhrif á af- stöðu fólks en sú staðreynd ein skýrir á engan hátt ójafna stöðu vinstri flokkanna tveggja. Könnunin sýnir að vísu að fjórflokkurinn lifir sem fyrr þótt breytt hafi verið um nöfn flokka og að nokkru leyti um áherslur. Að óbreyttu stefnir Samfylkingin hins vegar í stöðu Alþýðuflokksins sem gjarn- an var minnstur fjórflokkanna. Það er fjarri þeim áætlunum sem samfylkingarmenn lögðu upp með um forystuhlutverk og þriðjungsfylgi meðal kjósenda. Á þeim bænum verða Öss- ur Skarphéðinsson formaður og liðsmenn hans því að taka sig saman í andlitinu ætli þeir að „toppa“ á réttum tíma eins og formaðurinn sagði þegar leitað var viðbragða i gær. Eðlilegt er að bera saman gengi þeirra tveggja vinstri- flokka sem fram komu í síðustu þingkosningum. Miðað við DV- könnunina í gær hefur orðið kúvending á stöðu flokkanna frá kosningum. Samfylkingin hefur tapað 9 þingmönnum en Vinstri - grænir bætt við sig sömu þing- mannatölu. Kjósendur vinstra megin við miðju virðast sjá meiri festu í málflutningi Vinstri - grænna en Samfylking- arinnar. Stefnan í virkjana- og umhverfismálum virðist þeim trúverðugri sem og landsbyggðaráhersla flokksins. Þá er linan mörkuð í utanríkismálum, gegn aðild að Evr- ópusambandinu og vilji til þess að herinn hverfi úr landi og að ísland segi sig úr NATO. Herstöðvaandstæðingar eiga því skjól í flokknum og þótt lítt hafi borið á þeim und- anfarin ár vakna þeir til lífsins á óvissutímum í alþjóða- málum líkt og nú. Svanur Kristjánsson, prófessor i stjórnmálafræði við HÍ, segir í DV í gær að Samfylkingin sé föst í því að taka afstöðu þegar flokkurinn ætti ekki að gera það en í öðrum málum sé afstaðan óskýr. Hann skellir skuldinni á foryst- una. Þótt Samfylkingin hafi náð tæplega 27 prósent fylgi í síðustu kosningum var forysta hennar veik. Hún hafði ekki verið kjörin en Margrét Frímannsdóttir var talsmað- ur fylkingar þeirra flokka sem að stóðu. Stjómmálafræði- prófsessorinn heldur því fram að kosningabarátta Sam- fylkingarinnar hafi verið ómarkviss og leitt til tapaðs fylg- is kvenna og aldraðra. Eftir formlega flokksstofnun og kjör Össurar Skarphéð- inssonar sem formanns náði Samfylkingin kjörfylgi á ný en það hefur dalað síðan og er lægra nú en nokkru sinni. Það hlýtur að vera alvarlegt áhyggjuefni forystu Samfylk- ingarinnar, ekki síst þar sem tveir kosningavetur eru fram undan. Þær tvennar kosningar skera úr um hvort Samfylkingin nær fótfestu sem öflugri jafnaðarmanna- flokkur en Alþýðuflokkurinn sálugi var. Þar reynir ekki síst á formanninn. Jónas Haraldsson 4- + DV Skoðun Vextirnir og skuldirnar Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur Vart hittir höfundur nokkurn sem ekki hefir allt á hornum sér vegna hárra vaxta og kennir Seðlabank- anum um. Gjarnan spyr þá höfundur viðmælanda sinn hvort hann viti hversu háir vextir bankans séu. í flest- um tilvikum vefst mönnum tunga um tönn við þá áleitnu spurningu. Þegar bent er á að af lánum bank- ans til innlánsstofnana í endurhverfum viðskiptum séu vextir innan við 11%, sem séu ekki háir vextir sé mið tekið af árshækkun lánskjaravísitölu er mælist um átta af hundraði. - Auk þess skuldi innláns- stofnanir Seðlabanka einvörðungu nokkra tugi mifljarða króna hverju sinni að teknu tiUiti tU innstæðna þeirra í bankanum. Milljarða króna skuldir Næst berst talið aö skuldum ein- stakra athafnageira þjóðfélagsins. Þeg- ar greinarhöfundur spyr hvort viðmæl- andinn viti t.d. hversu mikið ríkið og stofnanir skuldi er svarið oftast á þá leið að það sé nærri því að verða skuld- laust eftir fréttum að dæma. Því árum saman hafi sjóðurinn verið rekinn með afgangi og greidd- ar hafi verið niður skuldir í stórum stíl. Finnst viðmæl- anda þá furðulegt að skuld rík- issjóðs og stofnana hans skuli enn vera vel yfir hálfu öðru hundraði miUjarða króna. Næst víkur sögunni að sveitarfélögunum sem hafa einatt verið í fréttum fjölmiðla vegna bágrar stöðu sumra þeirra. En skuldir þeirra eru á níunda tug miUjarða. Finnst nú sumum að nóg sé komið af svo góðu en þó er enn eftir að nefna þá geira sem mest skulda; einstaklingana með sex hundruð og fimmtíu miUjarðana sína og fyrirtækin sem nálgast biUjón- ina óðfluga. Sýnist viðmælanda mínum eftir nokkra talnaleikfimi, að þegar upp er staðið séu skuldir þjóðarinnar eitthvað á nítjánda hundrað miUjarða þrátt fyr- ir að stærsti hlutinn sé við innlenda aöila. En engu að síður eru hreinar er- lendar skuldir nokkuð á þriðju miUjón króna á íbúa. Og síðan vextirnir... Erum við viðmælandi minn og ég sammála um að þessar skuldir hljóti að kosta tölu- vert í ljósi þeirra vaxta sem lánakerfið tekur af útlánum sinum, því í boði eru margs kyns lán, svo sem víxlar með vöxtum sem nema nítján til tuttugu af hundraði. Boðið er einnig upp á yflrdráttarlán með nokkru hærri vöxtum, Væntanlega eru þau af öðr- um og betri gæðum, þvi vinsældir þeirra meðal skuldunauta eru gífurlegar. Enn fremur má nefna verð- tryggð skuldabréf og óverð- tryggð á matseðli vaxtanna, með kjörum á svipuðu róli. En hvað eru einn eða tveir af hundraði á milli vina? - Reyndar er það nú þannig, segi ég við viðmælanda minn, að góðir viðskipta- vinir fá nokkuð betri kjör en aðrir. Undir lok samtalsins er klykkt út með því að vextir Seðlabankans geti nú vart vegið þungt í þessari vaxtahít vegna þess hversu lágir þeir eru og lánin lítill hluti heildarútlána lána- kerfisins því hver hundraðshluti vaxta „Finnst nú sumum að nóg sé komið af svo góðu, en þó er enn eftir að nefna þá geira sem mest skulda; einstaklingana með sex hundruð og fimmtíu milljarðana sína og fyrirtœkin sem nálgast billjónina óðfluga. ‘ af allri skuld landsmanna sé um átján milljarðar króna. Að mestu leyti eru þó vaxtagjöld eins vaxtatekjur annars, því einvörð- ungu fjórðungur þessara átján hundr- uð milljarða eru af erlendum uppruna. Enn bætir höfundur við: Seðlabankinn Að halda sín heit Ágætt framtak Vátryggingafélags íslands undir forskriftinni: Ég heiti því hefur nú verið í gangi um nokk- urt skeið og minnir okkur rækilega á skyldur okkar í umferðinni sem vissulega eru ærnar. í umferðinni eins og annars staðar er ævinlega hollt aö hafa í huga gullnu regluna sem Kristur setti fram fyrir meira en 20 öldum en sem er ætíð jafnsönn og krefjandi um leið: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta einfalda en um leið erfiða heit til að efna ættum við hafa sem fastan fylginaut í hverri ferð. Erfitt er það að efna slíkt háleitt heit en jafnsjálfsagt að freista þess ævinlega að halda það sem allra best. Umferðin er sannarlega slík að þar veitir ekki af að hafa tillitssem- ina og varkárnina helst í huga, alltaf, alls staðar. Undrunarefni Ég hef í sumar ekið nokkur þús- Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaöur. Sem áhorfandi að þessu hér í borg undrast maður oft að slysin skuli ekki vera enn fleiri og er þó vissulega meira en nóg af þeim, maður er hreinlega agndofa oft á tíðum og spyr sig þá hvaða veraldarinnar ávinning menn œtli sér af slíku háttalagi. und kílómetra, bæði vítt og breitt um okkar fagra land sem og í ofurum- ferð höfuðborgarsvæðis- ins og í engu ætla ég mér að halda þvi fram að þar hafi í engu skeik- að hinum eina rétta öku- máta, en dæmin sem ég varð vitni að um alvar- leg brot, öfugt við alla heilbrigða skynsemi, voru ótrúlega mörg í þessum ferðum öllum. Alltof oft gleymast stefnuljósin hjá svo mörgum sem stórhættu getur skapað og það er rétt eins og svo margir hugsi: Það hljóta allir aðrir að vita hvert ég ætla, eða kannski er nær sanni segja að viðkomandi hugsi hreint ekki neitt. Framúrakst- ur er ótrúlega algengur við hæpnar og oft hreinlega hættulegar aðstæður og margoft urðum við hjónin fyrir því að ekið var fram úr okkur á ekki minni hraða en 120 og þeim hraða greinilega haldið svo lengi sem séð varð og minnir þá um leið á þennan gegndarlausa hraðakstur sem maður verður vitni að, jafnt innan bæjar sem utan. Sem áhorfandi að þessu hér í borg undrast maður oft að slysin skuli ekki vera enn fleiri og er þó vissu- lega meira en nóg af þeim, maður er hreinlega agndofa oft á tíðum og spyr sig þá hvaða veraldarinnar ávinning menn ætli sér af slíku háttalagi. Farsimanotkunin er sér- mál og grafalvarlegt í raun og þar þarf svo sannarlega að freista þess að setja reglur sem megna að draga úr þeirri hættu sem þessu síblaðri er samfara, því ég er sannfærður um að mikill meirihluti þessara sím- tala er marklaust og tilgangs- laust blaður, ávani eða kækur án allrar þarfar. Notkun bílbelta, svo sjálf- sögð sem hún er nú, er furðu- lega vanrækt og ætti þó jafnvel þeim kærulausustu í umferð- inni að vera Ijóst að bilbelti koma þeim fyrst og síðast til góða sem þau spennir, þannig að eðlislæg sjálfselska mann- skepnunnar ætti þarna að ráða allri ferð. Slævö dómgreind Og svo skal í lokin minnt á þá dauðans alvöru að freista þess að aka farartæki undir áhrifum áfengis sem viðgengst alltof oft og kannski ekki að undra þegar til þess er hugs- að, hversu áfengið slævir afla dóm- greind fólks fljótt, en þó ætti það vart að fá brjálað svo alla heilbrigða hugsun að menn vilji stofna lífi sínu og annarra í hættu með svo hræði- legu háttalagi. Það er kannski að vonum í þessari geggjuðu umræðu um áfengið sem eðlilegasta förunaut manna afltaf og alls staðar að einhverjir ruglist í riminu og þyki akstur undir áhrifum þess bara hið besta mál og ekki orð um það meir. Gleymum þvi aldrei hver ábyrgð okkar er. gagnvart sjáifum okkur og öðrum þegar við erum á ferðinni og gjarna megum við heita þvi í hvert sinn að aka ævinlega eins og við vild- um sjá aðra aka, því jafnvel hinir harðsvíruðustu ökufantar gjöra ótrú- lega miklar kröfur tfl annarra um akstur svo og allt sem honum fylgir. Helgi Seljan leiðir hjörðina þótt hann leggi lítið af mörkum í þá grýtu sem lánakerfið er. Aðrir fylgja í kjölfarið og bæta aldeilis um betur eins og við vorum að ræða um áðan og vaxtamunurinn ber vott um. Hver er þá meinsemdin? er spurt. Svarið lætur ekki á sér standa. - Skuldirnar, maður, skuldirnar og vaxta- munurinn, það er töluvert annað að greiða vexti sem nema fimm af hundraði af skuld sem er ein milljón króna eða tíu af hundraði, verðtryggða, af tveggja milljóna króna skuld, og það í átta prósenta verð- bólgu. íslendingar eru veikir fyrir „effum“, bætir höfund- ur við. Eitt sinn voru það fótanuddtæki, þá Qórhjólin og síðan farsímar. Nú eru það frjálsir fjár- magnsflutningar. Við skulum vona að þeir verði okkur ekki „eff um eff - og að effi“, þ.e.a.s. fjötur um fót og að falli. Kristjón Kolbeins Ummæli Langveik börn og lúxusjeppi „Mér finnst... að veita eigi fólki ákveðna tekjutryggingu við fæð- ingu barns. Mér finnst óþarfi að hafa hana jafn lága og örorkubæturn- ar, því eins og við vit- um lifir enginn af þeim, svo þessi tekjutrygging þarf að vera raunsæ. En minna má gagn gera. Meðan við höf- um ekki efni á því að búa til velkom- in börn og getum ekki hjálpað fötluð- um börnum sem vert væri, og alls ekki liðsinnt langveikum börnum sem nauðsyn er á, þá eigum við ekki að gera upp á milli foreldra vel stæðra barna á þann hátt að þau lakar settu fái aðeins fólksbíl í gjöf frá ríkinu þegar þau best settu frá lúxusjeppa í sængurgjöf. Og kaflast fæðingarorlof." Stefán Jón Hafstein í Víösjá á Rás 1 á miövikudag. Eignarétturinn „Eignarétturinn er hornsteinn borg- aralegs samfélags og hagnaðarvonin er drifkraftur þess. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur einn flokka staðið vörð um þessi gildi hér á landi ásamt því að hafa lagt grunninn að velferðarsamfé- laginu. Tilraunir andstæðinga flokks- ins til þess að klekkja á honum byggja gjarnan á því að höfða til óæðri hvata fólks, öfundar, vonleysis og ábyrgðar- flótta. Þannig eru einhver helstu rök þjóðnýtingarsinna í sjávarútvegi þau að í upphafi hafi úthlutanir á afla- heimildum ekki verið réttlátar ... Það er vissulega rétt að aðferðimar við út- deilingu aflaheimilda voru umdeilan- legar en hafa verður í huga að algjör óvissa ríkti um hversu mikil verð- mæti var að tefla." Þórlindur Kjartansson á Deiglan.com Spurt og svarað Trúir þú fréttum af stríðinu íAfganistan Ólafur Sigurðsson, fréttastjóri erl. frétta á Sjónvarpi: Blaðamenn háð- ir striðsaðilum „Það er sagt að hið fyrsta sem falli f sérhverju stríði sé sannleikurinn. Það byggist á því að í stríði verða blaðamenn algerlega háðir stríðsaðilum með öflun upp- lýsinga og hafa ekki tök á því að fara á vígvefli nema í fylgd með öðrum hvorum aðilanum. Svona var þetta í síðari heimsstyijöld, Kóreustríðinu, Víetnam, Flóabar- daga. í öllum stríðum saka stríðsaðilar hvor annan um illgjörðir, eins og að henda sprengjum á spítala og bama- heimili. Hugmyndin um fjölmiðla í stríði þar sem þeir svífi yfir vötnum sem allt sjáandi auga er hins vegar ný af nálinni. Þær fréttir sem berast til íslands reynum við að vega og meta eftir bestu getu, þannig að fólk fái sanna mynd af stöðu mála sem ég vona að sé raunin.“ Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaður Samfylkingar: Lítið um gagn- rýna umrœðu „Mér hefur ofboðið fréttaflutning- ur sjónvarpsstöðva, t.d. í Bandaríkj- unum, af stríðsrekstrinum í Afganistan. Mér hefur lítið þótt fara fyrir gagnrýnni og upplýstri umræðu um árásirnar, en þeim mun meira hefur verið gert til aö fegra aðgerðirnar. Þetta á ekki við um alla flölmiöla, það er mikill munur á vönduðum fréttaflutningi BBC og sumra annarra stöðva. Því mið- ur virðist það hafa gerst, likt og gerðist í Persaflóastríð- inu, að menn láta glepjast af tækni og gervihnatta- myndum. Hungursneyð blasir við Afgönum og loftárás- imar hafa litið gert annað en bæta við hörmungar. Engar fréttir borist af því að bin Laden hafl náðst sem var yfirlýstur tilgangur árásanna í upphafl." Jón Kaldal, ritstjóri Skýja: Hvenœr sannar stríðsfréttir? „Ég trúi því að það sé stríð í Afganistan, en ég leyfi mér að efast um að við fáum rétta mynd af at- burðarásinni þar í gegnum vestræna fjölmiðla. Þegar Persaflóastríðið var gert upp kom í ljós að áróðursmeist- arar herja Vesturveldanna höfðu notað fjölmiðlana mis- kunnarlaust til þess að senda út rangar fréttir. Mynd- bandsupptökur sem áttu að sýna stýriflaugar hitta skot- mörk sín í írak voru til dæmis gamlar upptökur úr safni bandaríska hersins. En það þurfti svo sem ekki að koma á óvart. Hvenær hafa verið sagðar sannar fréttir á stríðs- tímum? Það er engin ástæða til þess að ætla að annað sé upp á teningnum nú. Þvert á móti reyndar eftir ritskoð- unartilburði vestrænna ráðamanna undanfarnar vikur." Þorbjöm Broddason prófessor: Tek fréttunum með fyrirvara „Þessum fréttum tek ég með eðlileg- um fyrirvara. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi er ekki auðvelt að vera al- gjörlega yfirvegaður í fréttaflutningi og óhætt er að reikna með því að ef styrjaldaraðila verður eitthvað á reyni hann að ljúga sig frá því, alveg sama hver á í hlut. Þegar menn segjast hafa náð sér niðri á andstæðingi með loftárásum úr mikilli hæð er auðvitað enginn til frásagn- ar, nema sá sem fyrir þeim verður. Ég tek undir þau sí- gildu sannindi að fyrsta fómarlambið í sérhverju stríði sé sannleikurinn, enda sést á fréttum nú að styrjaldaraðilum ber ekki saman í frásögnum. Hryðjuverkamaður reynist vera geitahirðir og hernaðarmannvirki reynast vera sjúkrahús. Slíkum fréttum mun Qölga enn.“ í náðarfaðmi st j órnsýslunnar Byggðastofnun er skilget- ið afkvæmi hugmynda sem svífa í lausu lofti og eru byggðar á fortíðarhyggju þótt tilgangurinn sé að skipuleggja framtíðina. En stofnunin getur ekki einu sinni skipulagt sjálfa sig hvað þá óskilgreinda byggðastefnu sem ekki get- ur ákvarðað við hvaða tímapunkt i fortíðinni á að miða byggðamynstur fram- tíðar í fjöljjjóðasamfélag- inu. Tilgangsleysið kemur glöggt fram í því að ekki er hægt að hrekja alla starfsmennina í aðra vinnu og flytja út á land nema að koma á ný upp kontór handa forstjóranum í Reykjavík. Einhverjir stjórnar- menn hafa líka aðgang að hon- um. Svo þarf að útvega lög- fræðingi stofnunarinnar hús- næði við gnægtabrunna stjórn- sýslunnar í höfuðborginni. Stærð og dýrleiki þessara kontóra er aukaatriði. Hitt er mikilvægara, að Byggðastofn- un er að afsanna það að hægt sé að reka fyrirtæki í byggðum fjarri því umhverfi sem hún er sífellt að gagnrýna og forða þjóðinni frá. Ef stjórnendur Byggðastofnunar trúa ekki á þá hugsjón að færa byggðamynstr- ið í svipað horf og það var á tímum mótorbáta og dagróðra og þúfnabana til sveita, hverjir eiga þá að taka mark á frösun- um um jafnvægi í byggð lands- ins og öflu því orðatildri sem umvefur þjóðlega byggða- stefnu. Varla leikur vafi á að stofn- unin sem forðað var norður í land á erindi við það fyrirbæri sem enginn Reykvíkingur veit hvað er en vex mjög í augum annarra, sjálfa stjórnsýsluna. En að það þurfi sérstakar skrif- Oddur Olafsson skrifar: vík, nema að forstjóraskrif- stofan séu höfuðstöðvarnar en annexían með sínum „at- vinnutækifærum" á Sauð- árkróki. Umskiptingur Þeir sem láta hæst um mikilvægi og þjóðhagslengt gildi Byggðastofnunar eru um leið duglegastir allra að smala fólki frá dreifðum byggðum og þorpum suður i Kringlu- og Smáralindar- sæluna. Það lið kvartar í síbylju um hvað það sé erfltt að búa utan kall- færis við höfuðborgina þar sem aflir hafa allt til alls. Það er einhver mun- ur en úti á kaldrana landsbyggðar- Ýmsir vestrænir fjölmiölar hafa sjáifviljugir játast undir ritskoðun frétta af stríðsrekstrinum. bandí vfðl^ mikfalriaS'- Þingmaðurinn er nú farinn að kynna vald sem stjórnsýslan er er ofar SÍg í nýja kjördceminu Og skýst Um- skflningi þeirra sem íifa í ná- svifalaust í meistaraflokk í lýð- græna gióru um hvar hennar er skrumi. Hann sannar það fynr Sunn- að íeita. lendingum að þeir séu afskiptir í Þegar fynrgangurinn var ° ...... hvað mestur um nauðsyn þess þjOÖfelaginu Og njOtl ekkl SOmu þegn- bað þess að honum yrði forðað að flytja Byggðastofnun var réttinda Og þeir sem höfðu vit á aö frá vinum sínum- Um óvinina aldrei á það minnst að hún . . ,7 „ 7 . _ , , ,, var hann einfær um að sjá þyrfti að hafa annexíu í Reykja- fiytja Slg tll Reykjavíkur l tceka tlð. sjálfur. innar. Auðvitað dregur fólk sínar ályktanir og flytur suður við fyrsta tækifæri. Hjálmar Árnason þingmaður hóf um daginn kosningabaráttu sína í gjörbreyttu kjördæmi. Keflvíkingur- inn þarf nú að sækja atkvæðin í dreifbýlið allt austur í Landbrot. Um leið og kjördæmið tognar austur á land gerist Hjálmar umskiptingur sem voru merkileg fyrirbrigði í bændasamfélaginu. Þingmaðurinn er nú farinn að kynna sig í nýja kjördæminu og skýst umsvifalaust í meistaraflokk í lýðskrumi. Hann sannar það fyrir Sunnlendingum að þeir séu afskiptir í þjóðfélaginu og njóti ekki sömu þegnréttinda og þeir sem höfðu vit á að flytja sig til Reykjavíkur í tæka tíð. Rökin eru sótt í handbók um öfund og sjálfs- vorkunn. En Hjálmar Árnason hefur ráð undir rifi hverju og kann ráð til að leysa verðandi kjós- endur sína undan armæðunni sem hann telur að hrjái þá. Hann ætlar að jafna lífskjörin og lækka alla skatta á lands- byggðarfólki um 10%. Þá munu byggðir blómstra og bú- sældin drjúpa af hverju skatt- framtali. Vinlrnir Unnið er skipulega að því að grafa undan sjálfstrausti og sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem byggja hina dreifðari landshluta. Sífelldur saman- burður á kjörum þeirra og að- stöðu miðað við þá sem búa í og við höfuðborgina hlýtur að draga lífsþróttinn úr þeim sem talin er trú um að þeir eigi af- skaplega bágt. Frelsararnir koma svo úr röðum kjörinna fulltrúa sem skaffa liðónýta Byggðastofnun og félagslegar íbúðir sem gera ekki annað en vekja falskar vonir um betri tið og sökkva sveitarfélögum enn dýpra í skuldafenið. Landsbyggðarfólk sem trúir á sín byggðarlög getur tekið undir með keisaranum sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.