Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað DV Harmleikur á hafinu þrír deyja í janúar um borð í Tý Það var úlfgrár mánudagur um borð í varðskipinu Tý. Dagurinn var sjöundi janúar og árið 1980. Skipið var statt um 50 sjómílur norðvestur af Grímsey og álíka langt í norðaustri var Kolbeinsey, útvörður islenskrar landhelgi. Klukkan var að verða níu um morgun. Það var ennþá dimmt, sæmilegt veður en þung undiralda enda skipið statt á úthafinu. Það benti flest til þess að þetta yrði venjulegur dagur um borð í Tý. Skipið var þarna I þeim erinda- gjörðum að fylgjast með loðnuflot- anum sem var ekki langt undan því loðnuveiðar voru að hefjast sam- kvæmt venju. Niöur meö jólaskrautið Áhöfnin var nýbúin að borða morgunverð og hafði fengið þau fyr- irmæli frá fyrsta stýrimanni að meðal fyrstu verkefna dagsins væri að taka niður jólaskraut í borðsaln- um en að þvi loknu skyldi grunn- mála baðklefa yfirmanna. Að þessu skyldu starfa bátsmaður, tveir há- setar og léttadrengur og hófust þeir þegar handa við samantekt jóla- skrautsins. Hátiðahöld jólanna voru að baki og skipið hafði látið úr höfn föstudaginn 4. janúar eftir hefð- bundið jólafrí. Engan óraði fyrir því að hroðalegir atburðir væru í þann mund að eiga sér stað um borð í varðskipinu Tý. Fimmti hluti Menn skiptu nú með sér verkum þannig að léttadrengur var í tiltekt meöan bátsmaður og hásetar tóku ofan jólaskraut. Þegar verkinu var lokið var klukkan orðin níu og ann- ar hásetinn fór fram meðan báts- maður og háseti ákváðu að bregða sér fram í eldhús og fá sér kafíisopa en léttadrengurinn var enn í tiltekt. Þú stakkst mig í eldhúsinu var fyrir þriðji vél- stjóri á skipinu, 32 ára gamall, og þar sem þeir félagar standa við eld- húsborðið tekur þriðji vélstjóri stór- an eldhúshníf úr rekka og fer að handleika hann. Hann ávarpar há- setann eitthvað en bátsmaðurinn heyrði ekki orðaskipti. Hann heyrði hins vegar hásetann segja: „Þú ert ekki maður til að valda þessum hníf.“ Vélstjórinn lyfti hnífnum þegar í stað og rak hann á kaf í síðu háset- ans. Blóðið flæddi úr siöu hans og hann leit undrandi á skipsfélaga sinn og sagði: „Þú stakkst mig?“ Vélstjórinn sneri sér við og að bátsmanninum. Hann var með hnif- inn reiddan til höggs og tryllings- legt og starandi augnaráð. Bátsmað- urinn lagði þegar i stað á flótta enda ljóst að hér voru hættulegir hlutir að gerast. Hann flúöi upp í brú til stýrimanns á vakt og gerði honum grein fyrir atvikum. Hásetinn sem fengið hafði hnífinn í síöuna fylgdi á eftir, orðinn máttfarinn af blóð- missi. Stýrimaður fyrirskipaði þegar leit um allt skipiö og lét menn hafa kylfur til að verja sig fyrir hugsan- legum árásum vélstjórans. Hlúð var að sárum hásetans en þá bárust fréttir um að léttadrengurinn hefði oröið á vegi vélstjórans í matsaln- um og lægi þar í blóði sínu meö stungusár á brjósti. Hinir særðu voru látnir á börur í sjúkraherbergi skipsins, gert aö sár- um þeirra eftir íongum og þeim gef- iö morfín. Skipinu var snúið til lands og sett á fulla ferð. Haft var samband viö lækni í landi og leitað ráöa um aðhlynningu þeirra særðu. Leitarflokkar gengu um allt skip í leit að ódæðismanninum. Yngstu skipverjarnir um borð voru ekki látnir taka þátt í leitinni heldur var sagt að fara til klefa sinna og læsa sig inni. Varðskipiö Týr. Harmleikur um borö í varðskipinu Tý snemma á mánudagsmorgni í janúar 1980 leiddi til dauða þriggja skipverja. tíLíWlO i itnwimui úyÚHt, JLLSJk O/lBð i daahlad mí Hiimleikurírm um koríi I Tý: „VERÐUREKKISKYRDUR MEB N0KKRUM RÖKUM” - ugir Jóu Mtrttnúunon, lOgfrmólngw Uimlhelgltgmrlunmr áM litntoMl, tmkmu Horfinn í hafið Fljótlega varð ljóst að vélstjór- ann var hvergi að finna og fljótlega fundu leitarmenn opna hurð út á þyrlupallinn stjómborðsmegin og þar fundust tveir blóðdropar. Töldu menn þá ljóst að vélstjór- inn hefði stokkið fyrir borð. Þeg- ar þetta var ljóst voru hinir særðu enn lifandi og ákveðið aö snúa skipinu ekki viö til leitar að vélstjóranum þar sem ljóst var að lífslíkur hans í ísköldum sjónum norður við heimskautsbaug voru taldar í fáeinum mínútum. Um klukkan 10.30, einum og hálfum tíma eftir árás- ina, lést hásetinn sem stunginn var fyrstur og hálftíma síðar var létta- drengurinn allur. Háset- inn var 22 ára en létta- drengurinn 18 ára. Á um það bil tveimur klukku- stundum var þremur mannslífum úr áhöfn Týs fórnað. Vélstjórinn sem gekk berserks- gang þennan mánudagsmorgun um borð í Tý var 32 ára gamall, kvæntur maður og tveggja barna faðir. Hann hafði verið fastráðinn um borð í Tý um nokkra hríð og var fyrir réttinum sagður dagfar- sprúður maöur, léttlyndur og vel liðinn af öðrum í áhöfninni. Eitthvað fór samt úrskeiöis og vitni báru fyrir réttinum að vél- stjórinn hefði veriö eirðarlaus og friðlaus þegar skipið íét úr höfn og eins og einhver mara hvíldi á hon- um. Hann sagöi við einn skipsfé- laga sinna á laugardeginum eftir að skipiö fór að sennilega þyrfti hann spennitreyju. Þeir skýrðu frá 1 Veir €íJt* en afar órór, gekk mikið um ganga skipsins og keðjureykti en ræddi lítið við félaga sína. Þennan sunnudag urðu þeir vitni að því þegar hann talaði við sjálfan sig í borðsal skipsins. Aðfaranótt mánudagsins átti vélstjórinn vakt frá klukkan 4 um nóttina til kl. 8 um morgun- inn og vissi enginn annað en sú vakt hefði gengið eðlilega fyrir sig. Eins og lýsing atburðanna hér að framan ber með sér gekk hann ekki til hvílu eftir að vakt lauk eins og venja er. Varðskipið Týr kom í höfn á Akureyri skömmu eftir atburði mánudagsins og lík skipverj- anna ungu voru tekin í land og flutt með flugvél Gæslunnar til Fyrirsagnir blaöa frá þessum tíma. zbiuid þvi að hann hefði orðið fyrir gróflegum móðgunum í samkvæmi' sem hann var í skömmu fyrir brottför skipsins og þær hefðu fengið mjög á hann. Ekki töldu menn sig vita nánari deili á því hvers eðlis þessar móðg- anir væru. Ólíkur sjálfum sér Um helgina sögðu góðir vinir hans um borð að hann hefði verið mjög ólíkur sjálfum sér og kvartað um höf- uðverk við suma, stundum talað sam- hengislaust eða setið þögull og starað út í loftið. Sunnudaginn áður en voða- atvikin áttu sér stað var hann þögull Reykjavík- ur. Týr lét aftur úr höfn 10. janúar og þá hafði enn fækkað í áhöfn skipsins því tveir yngstu skip- verjamir sem verið höfðu í sinni fyrstu sjóferö meö Landhelgisgæsl- unni ákváðu að axla sín skinn og láta af vem um borð í Tý og snúa baki við sjómennskunni. Þeir höfðu báðir oröiö sjónarvottar að atburðum um borð í Tý og annar þeirra átt fótum sínum fjör að launa undan morðæðinu sem rann á vélstjórann. PÁÁ 4 Iflgregluroenn iltuðlr ef Ur Art* un<Unf(a Fréttir fortíðar Allt vitlaust á þrettándanum Árið 1980 þótti það tíöindum sæta að mikil ólæti bmtust út meðal unglinga á þrett- ándanum. Millj- ónatjón varð á nokki-um stöðum á landinu af völdum ungs fólks sem gekk hreinlega berkserksgang. Um þverbak keyrði sérstaklega á tveimur stöðum. Á Selfossi slösuð- ust fjórir lögregliunenn þegar þeir ætluðu að skakka leikinn meöal unglinga sem höfðu teppt umferð um Ölfusárbrú með tunnum og spýtnarusli. Unglingamir grýttu lögregluna með klakastykkjum með fyrrgreindum afleiðingum. í Hafnarfirði var allt í háalofti af sömu ástæðum og þar vora rúðu- brot sérstaklega vinsæl. Rústuðu óðir unglingar mai’gar stórar rúð- ur 1 miðbænum og gistí fjöldi þeirra fangageymslur. Flugvél í óskilum Það bar til veturinn 1980 að ein- hver skildi flugvél af gerðinni DC-3 eftir í reiðileysi á Reykjavíkurflug- —— velli. Ferju- w flugmaöur sem flutti vélina til landsins kvaðst þurfa að skreppa til Ameriku og ná 1 pappira en þegar Tíminn skiifaði um málið hafði vélin staðið á flugvell- inum í nærri þrjá mánuði án þess aö nokkur vitjaði hennar. Hvar er Geirfinnur? Hver & DO-8 vóllim? • - We* I m m«« .WNHyw WW * 4*1» SL A 'ú I. Geir- finnsmálið, sem enn er á vörum fólks og í umræð- unni, var mikið í fréttmn veturinn 1980, þegar verið var að hefja flutning þess fyrir Hæstarétti. Þá, eins og nú, var málið í heild sinni mönnum mikil ráðgáta og lögfræðingar sakborninga kepptust við að lýsa sakleysi þeirra fyrir réttinum. Blöðin rifjuðu samvisku- samlega upp alla meðferð málsins og atburðarás allt frá 1974. Geir- fmnsmálið lifir góðu lífi enn í dag og er sérstakur saksóknari að störfum þegar þetta er ritað og enginn veit ennþá hvar Geirfinnur er eða hvað varð um hann. Það er komið vor í bíó í lok janúar 1980 dró heldur en ekki til tíðinda í íslenskri kvik- myndagerð þegar kvikmyndin Land og synir, sem Ágúst Guð- mundsson haföi gert eftir sögu Ind- riða G. Þorsteinssonar, var frum- sýnd. Þetta þótti nú heldur en ekki fin skemmtun og ailir sem vettlingi gátu valdiö drifu sig í bfó. Þetta vora merk tímamót þótt það væri kannski ekki ljóst þá en við þessa frumsýningu er íslenska kvikmyndavorið, sem svo hefur verið kallað, yfirleitt miðað. Ágúst Guömundsson varö þvi óafvitandi nokkurs konar varða eða mælisteinn á langri leið en nú, 21 ári síðar, er einmitt verið að sýna nýjustu kvikmynd Ágústs, Mávahlátur, í bíó og hafa viðtökur áhorfenda verið með ágætum þótt nýjabramið sé farið af því að heyra íslensku talaða í bíó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.