Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Að skemmta skrattanum - útlit og einkenni djöfulsins í íslenskum þjóðsögum Andskotinn á sér mörg andlit og birtingarmyndir hans eru mismunandi. Hann er þekktur í ein- hverri mynd hjá flestum þjóöum en trúin á vald hans er breytileg. Því hefur oft verið haldið fram að ís- lendingar hafi aldrei trúað á djöful- inn og oft er honum lýst sem heiðar- legum einfeldningi sem auðvelt er að svíkja í viðskiptum. Spaugilegur karakter Vorið 2000 útskrifaðist Björk Bjarnadóttir sem þjóðfræðingur frá Háskóla íslands. Lokaritgerð hennar fjallar um kölska en nefnist Útlit og einkenni djöfulsins í íslenskum þjóð- sögum. Björk segist lengi hafa haft áhuga á kölska vegna þess hve spaugi- legur karakter hann er í þjóðsögunum og að það hafi verið mjög gaman að skrifa ritgerðina. Þjóðsögur og dulr; „Þjóðsögurnar sem ég rannsakaði var safnað um miðja 19. öld og fram á þá tuttugustu. Ég komst að þvl að ein- kenni íslenska djöfulsins í þjóðsögun- um eru býsna flókin og uppruni kölska er greinilega gamall. Hann kemur fram sem maður, kona, dreng- ur, mannvera með dýrsleg einkenni eða með einkenni gömlu norrænu guðanna Óðins og Þórs.“ Fjandinn á sér mörg nöfn / íslensku eru mörg nöfn á kölska, meðal þeirra algengustu eru djöfull- Inn, fjandinn, skolli, eða andskotinn, einnig finnast nöfn eins og flugna- höfðinginn, sá gamli, Ijóti kallinn, myrkrahöfðingi og satan. Djöfullinn vill borgun Björk segir að djöfullinn birtist aldrei mörgum í einu í þjóðsögunum. „Undantekningalaust eru ekki fleiri á sviöinu en þrír einstaklingar, djöfull- inn sjálfur, manneskjan sem hann á í viðskiptum við og hjálparmaður manneskjunnar. í flestum tilvikum býður kölski fólki að leysa af hendi verkefni en hann vill fá bórgun. Laun- in sem hann krefst er manneskjan sem hann á viðskipti við eða einhver nákominn henni. Skilaboðin í þjóð- sögunum eru sú að fólk eigi að vera samviskusamt og vinna verk sín sjálft, upp komast svik um síðir, og enginn kemst upp með leti eða lygar, I þjóðsögum er dregin upp sú mynd af kölska að hann sé heiðarlegur og svfkji aldrei loforð. Hann stendur við sinn hluta samningsins og bíður eftir borguninni sem hann verður þó oftast af vegna þess að auðvelt er að fara á bak við hann. Fólki er gerð grein fyr- ir því að það borgi sig ekki að eiga kaup við kölska en sá möguleiki er þó fyrir hendi að blekkja hann og bjarga þar með sál sinni.“ Aö mála skrattann á vegglnn „Orðatiltæki sem tengjast djöflinum tengjast fyrst og fremst málningu, hraða, skemmtun og fjölskyldu hans. Að mála skratt- ann á vegginn þýðir að fólk er óhóflega svartsýnt. Að koma eins og skratt- inn/fjandinn úr sauð- arleggnum þýðir að birtast skyndilega og óvænt. Orðatiltækið á rætur að rekja til þeirrar þjóðtrúar að Þjóöfræðingurinn Björk Bjarnadóttir, lokaritgerð henn- ar fjallar um útlit og einkenni djöfuls- ins í íslenskum þjóðsögum. hægt sé að ginna drauga inn í lambs- leggi, reka tappa í opið og binda síðan líknarbelg fyrir. Stundum vildi það til að leggurinn var opnaður og þá kom fjandinn eða draugurinn úr sauðar- leggnum - og þá var fjandinn laus. Að skemmta skrattanum með ill- deilum eða þar hitti skrattinn (hana) ömmu sína merkir að tvær persónur eigast við en hvorug vill gefast upp.“ Nöfn andskotans Að sögn Bjarkar hefur djöfullinn mörg nöfn en algengast er að fólk minnist á hann sem andskotann eða djöfulinn. „Nöfnin endurspegla orðin sem notuð eru í íslenskum þjóðsagna- söfnum frá miðri 19. öld en þar er til dæmis minnst á kölska, djöfulinn, fjanda, skolla, eða andskotann. í ís- lensku samheitaorðabókinni finnast nöfn eins og kölski, andskoti, sá ein- eygði, sá fetótti, fjandi, flugnahöfð- ingi, sá gamli, sá gráskjótti, sá hross- hærði, sá kolbíldótti, ljóti kallinn, myrkrahöfðingi, óvinur, satan, vom- ur.“ Mörg nafnanna vekja frekar hlátur en hræðslu og algengt er að gert sé góðlátlegt grín að kölska í þjóðsögun- um. Kvendjöflar „Djöfullinn birtist oft sem ókunnug- ur maður sem býður fram hjálp sína og er lýsingin þá eitthvað á þessa leið; „Kom maður til bónda og bauðst til.. .“. Það eina sem gefur í skyn að verið sé að eiga viðskipti við kölska er hið ótrúlega tilboð sem hann býður og launin sem hann krefst, manneskjan sjálf eða einhver nákominn henni. Og það gerir hann hættulegan." í nokkrum þjóðsögum birtist djöf- uOinn sem kona. „Kona kemur að bæ þar sem einhleypur karlmaður býr. Bóndinn verður hrifinn af konunni en sveitungar hans leiða honum fyrir sjónir að þetta sé djöfuHinn í kven- mannslíki. í sögunni „Ónýt gifting kölska" er sagt um kölska; „Hún var forkunnar fógur álits og ástúðleg“.“ ímynd djöfulsins „Þegar farið er út í dýrslegri ein- kenni er kölski með gráa eða svarta og loðna hönd og hún það eina sem fólk sér af honum. Höndin kemur inn- an úr vegg, upp úr gröf og úr sjónum og fólk veit aö þetta er kölski. Dýrslegt útlit djöfulsins á rætur að rekja til Kelta og Grikkja. Einn af guð- um Kelta hét Cernunnos sem þýðir hinn hyrndi guð. Gríski guð- inn Pan var með „satýra- útlit“ og sam- kvæmt lýsingum voru satýrar með búk manns fyrir ofan mitti en að neð- an voru þeir með geitafætur. Þeir höfðu horn og hala, klær, dýrseyru og úfið sítt hár.“ Duggals-leiðsla Sú mynd sem íslendingar fengu af djöflinum kom til landsins um miðja 12. öld þegar farið var að þýða rit úr latínu og honum er víða lýst ítarlega 1 helgiritum frá miðöldum. „í Duggals- leiðslu er djöflinum lýst sem óg- urlegri ófreskju, með hvass- an hala settan hvössum göddum, hann er með jámklær á þúsund hönd- Með alþjóðlegt útlit í nútímasamfélagi sjá menn oft skrattann í hverju horni og bendla hann við aUan fjandann. „Trúin á veruna sem slíka er ekki mikil, hins vegar hefur djöfullinn eignast nýtt líf í samfélaginu. Honum er beitt í áróðri, tungumálinu bölvi og ragni, 1 bókum og bíómyndum. ís- lenski djöfull- ins en ekki útlitið. Óðinn reynir að freista Ólafs til að taka upp heiðna siðinn og trú á norræna guði. Hann er settur fram sem sendiboði djöf- ulsins." Djöflinum er oft lýst sem ógurlegri ófreskju, með hvassan hala settan hvössum göddum, hann er með jámklœr á þús- und höndum og langt og digurt nef. inn er kominn með alþjóðlegt útlit. Hann er rauður eða svartur, með horn og hala, klaufir og þrífork." Björk segist ekki treysta sér til að spá um hvernig útlit hans á eftir að breytast I nánustu framtíð. „Djöfull- inn er fyrst og fremst tákn um freistingar og hann mun fylgja manninum um ókomna framtíð og taka á sig þær myndir sem henta hverju sinni.“ -kip@dv.is Satýr Samkvæmt lýsingum voru satýrar með búk manns fyrir ofan mitti en að neðan með geitafætur. um og langt og digurt nef. Þessar lýs- ingar hafa afbakast og mildast í þjóð- sögunum og kölski fengið á sig mannsmynd og einfeldningslegt yfir- bragð. Þegar líða tekur á seinni hluta 19. aldar fara einkenni hans að verða dýrsleg á ný. Kölski fær horn, loppu og hófa, eða klaufir, hann verður svartur yfirlitum og með rófu.“ Séríslenskur skrattl Björk segir að einnig megi finna í lýsingum af honum einkenni nor- rænu guðanna Óðins og Þórs. „Það virðast vera séríslenskt fyrirbæri og sýnir tengsl íslenskrar þjóðtrúar við forníslenskar bókmenntir. Ein- kennin frá Þór eru rauða skeggið og Óðins einkennin eru að vera eineygður og klæddur í skikkju. í einni sögunni af Ólafi Tryggvasyni birtist Óðinn, hann hefur alla eigin- leika djöf- uls- Málshættir Af fátækra metnaði skeinir djöfullinn dausinn. Daus þýðir rass. Að margra mati er metnað- ur hinna fátæku til að rísa upp úr eymdinni einskis virði og djöflinum einum til hagsbóta. Hver hefur sinn djöful að draga. í þessum málshætti er djöfull í merkingunni löstur eða galli og er átt við syndir mann- anna. Púkinn á kamrinum í Flateyjarbók, Þorsteins þætti skelks, er sagt frá því er púki kemur upp um kamarsop. Þorsteinn Þorkelsson var í veislu í Noregi ásamt Ólafi kon- ungi. Ólafur biður menn að fara ekki einir á kamarinn en biðja rekkjufélaga sinn að koma með sér. Um nóttina vaknar Þor- steinn, hann vildi ekki vekja rekkjufé- laga sinn og fer því einn í kamarinn. Náðhúsið var stórt og með sæti fyrir ellefu manns hvor- um megin. Þor- steinn sest á ystu setuna, þegar hann hefur setið um stund sér hann að púki kemur upp á innstu setu og sest þar. Þeir taka tal saman. Púkinn segir frá lifinu í hel- víti og að Starkarður hinn gamli þoli verst píslir í helvíti því hann æpi svo mikið að aldrei sé friður. Þorsteinn biður púkann að æpa eins og Starkarður og gerir snáðinn það svo kröftug- lega, þrisvar sinnum að Þor- steinn fellur í yfirlið á kamrin- um. Amma skrattans í íslenskri þjóðtrú er amma skrattans ekki til en í mörgum þýskum orðatiltækjum koma skrattinn og amma hans við sögu. Fjandafæla Nokkrar plöntur bera nafn ljóta karlsins eins og til dæmis fiandafæla. Mörg þeirra hafa skolla í forlið eins og skollafing- ur, skollafótur, skollagras, skollahár, skollaskál og skolla- reipi. Flest nafna eru gömul al- þýðuheiti og ekki í almennri notkun. Andstæðingur Á hebresku er orðið Satan myndað af sögninni „schatn“ sem þýðir að fjandskapast, vera til meins og vera andsnúinn. Sémafnið Satan þýðir andstæð- ingur, fjandmaöur eða fjandi. Satan kemur fram á nokkrum stöðum í Gamla testamenntinu. í upphafi Jobsbókar dregur hann trúfesti Jobs í efa og hvetur Guð til að prófa hann. „Rétt út hönd þína og snert allt, sem hann á og mun hann þá formæla þér“ (Job 1.11). Á grísku er hann kallaður Diablo sem þýðir að sundra, blekkja eða rugla (Heimild Vís- indavefurinn). -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.