Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 12
12 Helqarblað LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 DV Moldríkur fjölmiðlakóngur verður næsti borgarstjóri í New York: Eltist við konur og borðar góðan mat Hann hefur yndi af leikhúsi og að borða góöan mat en fátt veit hann þó skemmtilegra en að eltast við konur. Eða eins og Michael Rubens Bloomberg, nýkjörinn borgarstjóri í New York, útlistaði það nánar í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, viðtali sem er oft vitnað til þessa dagana: „Við skulum orða það svona: Ég er einhleypur, gagnkynhneigður milljarðamæringur á Manhattan. Hvað finnst þér? Þetta er blautur draurnur." Víst þykir að á næsta kjörtíma- bili verði mjög eftirsótt að komast í partíin í Garcie Mansion, embættis- bústað borgarstjórans í New York, ofarlega á austurhluta Manhattan. Og ef eitthvað er að marka fyrri áhuga nýja borgarstjórans á því að blanda geði við samkvæmisljónin og fræga fólkið sem slúðurdálkahöf- undarnir nærast á, má ætla að veisl- umar verði margar og glæsilegar. Gaman úti á lífinu Bloomberg ætlar að búa áfram í fimm hæða raðhúsinu sínu, ekki langt frá embættisbústaðnum sem verður þá aðeins notaður til veislu- halda og fyrir opinberar athafnir og móttökur af ýmsu tagi. Borgarstjórinn nýi er 59 ára gam- all. Hann var kvæntur Susan nokk- urri Brown en þau skildu árið 1993, eftir nítján ára hjónaband. Honum fannst víst nefnilega svo gaman úti á lífinu, en henni greinilega ekki. Saman eiga þau Michael og Susan, tvær dætur sem nú eru 18 og 22 ára. Bloomberg stærir sig af því að hann og eiginkonan fyrrverandi séu enn perluvinir. Reyndar svo miklir vinir að hún og núverandi kærasti hennar tóku þátt í kosningabarátt- unni, svo og Emma, eldri dóttirin. Frá því Bloomberg-hjónin skildu fyrir átta árum hefur hann ekki set- ið með hendur í skauti, heldur ver- ið iðinn við að sýna sig með hverri glæsikonunni á fætur annarri á al- mannafæri. Hann var meðal annars orðaður við söngkonuna Diönu Ross úr Supremes og dansarann og dansahöfundinn Ann Reinking, sem eitt sinn var sambýliskona hins virta danshöfundar Bobs Fosses. „Eftir að ég skildi var ég með sömu konunni í fimm ár. Ég var með annarri konu - tveimur eða þremur - i hálft ár eða ár hverri. Og eftir þvi sem ég best veit munu þær bera mér vel söguna, ef ykkur tekst að fá þær til að segja eitthvað. Ég vona það,“ sagði Bloomberg í viðtali við New York-blaðið Daily News snemma í sumar. Núverandi kærasta Bloombergs er Diana Taylor sem gegnir starfi fjármálastjóra rafmagnsveitunnar á Long Island. Hún starfaði við kosn- ingabaráttuna, rétt eins og eigin- konan fyrrverandi. Kynferöisleg áreitni Samskipti Bloombergs við konur hafa ekki alltaf gengiö átakalaust fyrir sig. Þrisvar sinnum hafa kon- ur höfðað mál fyrir kynferðislega áreitni þar sem því er haldiö fram í málskjölum að innan fyrirtækis Bloombergs, sem ber nafn hans, hafi þrifist fjandsamlegt andrúms- loft í garð kvenna þar sem kynferð- isleg áreitni og annars konar niður- læging kvenna viðgekkst. Ein kvennanna heldur því fram að þegar hún hafi sagt Bloomberg að hún væri með bami, hefði hann svarað því til að hún ætti að losa sig við fóstrið. Hann neitaði þessum ásökunum en féllst engu að síður á dómsátt. Annarri málshöfðun var síðustu árum hafði hann þó gefið til kynna við vini sína að hann langaði að breyta aðeins til og gera eitthvað annað en að græða bara peninga. Hann nefndi í þessu sambandi fjög- ur störf sem hann hefði gaman af að spreyta sig á. Hann hefði ekkert á móti því að verða forseti Bandaríkj- anna, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, bankastjóri Alþjóða- bankans, eða borgarstjóri í New York. Hrifinn af Giuliani Samstarfsmenn Bloombergs segja að hann hafi gert sér grein fyrir því að hann ætti ekki nokkra mögu- leika á að verða forseti, fram- kvæmdastjóri SÞ eða bankastjóri Alþjóðabankans. En þaö sem réð þó úrslitum um að Bloomberg ákvað að reyna við borgarstjórastólinn var árangur fráfarandi borgarstjóra, Rudolphs Giulianis, í baráttunni gegn glæpalýðnum sem þar hafði vaðið uppi og sett svartan blett á ímynd borgarinnar. „Hann er virkilega hrifmn af því sem Giuliani tókst að áorka,“ segir Alfred Sommer, forseti lýðheilsu- skóla Johns Hopkins-háskólans sem kenndur er við Bloomberg vegna rausnarlegra gjafa hans. „Þegar hann leit i kringum sig tU að kanna hvemig hann gæti látið gott af sér leiða, var borgarstjóraembættið augljóst takmark." Fæddist á Valentínusardag Bloomberg fæddist skammt frá Boston í Massachusetts á Valent- ínusardaginn 14. febrúar 1942. Að loknum framhaldsskóla nam Bloomberg við Johns Hopkins-há- skólann og vann fyrir sér sem bíla- stæðisvörður. Hann útskrifaðist síð- ar frá viðskiptadeild hins virta Harvard-háskóla. Að námi loknu flutti Bloomberg til New York árið 1966 og fór að vinna fyrir fjármálafyrirtækið Solomon Brothers. í sjálfsævisögu sinni, sem kom út árið 1997, segir hann frá því að í fyrstu hafi hann fengið það verkefni að telja millj- arða dala í skulda- og hlutabréfum í funheitri bankahvelflngu, á nærfót- unum einum saman. Hringir daglega í mömmu Eftir fimmtán ára starf hjá Solomon Brothers, þar sem Bloomberg komst til æðstu metorða, var hann látinn víkja. Hann fór þó ekki tómhentur því í sárabætur fékk hann hvorki meira né minna en tíu mUljónir doUara sem hann notaði síðan til að stofna það veldi sem hafa gert hann jafnauðugan og raun ber vitni. Það er fjármálaupp- lýsingafyrirtæki sem ber nafn hans og sem stundar viðskipti í 126 lönd- um, með átta þúsund starfsmenn. Faðir Michaels Bloombergs vann sem bókari í mjólkurbúi í Massachusetts en hann lést á meðan sonur hans var enn við nám i Harvard. Móðir hans, Charlotte, sá um heimilið. Hún er orðin 92 ára og býr enn á æskuheimili borgarstjór- ans verðandi. Og Bloomberg er góö- ur sonur, að minnsta kosti segist hann hringja í mömmu gömlu á hverjum einasta morgni áður en hann fer í vinnuna. Byggt á New York Daily News, Reuters og New York Times. visaö frá og faUið var frá þeirri þriðju. Fyrir þremur árum sakaði Bloomberg sjálfur fyrrum starfs- konu um fjárkúgun eftir að hún sagði að einn framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefði nauðgað sér og að fyrirtækið hefði ekki brugðist við með réttum hætti. Bloomberg sagðist ekki reka minni til þess að hafa lesið leiðbeiningar jafnréttis- nefndar um kynferðislega mismun- un og áreitni. Michael Rubens Bloomberg er Guölaugur Bergmundsson blaðamaður með allra ríkustu mönnum í New York. Auðævi hans eru metin á sem svarar rúmum 450 miUjörðum is- lenskra króna. Það sér því varla högg á vatni þótt hann hafi eytt rúmum flmm milljörðum af eigin fé í baráttuna um borgarstjórastólinn. Það er meira en nokkur maður hef- ur nokkru sinni eytt i sambærilegri kosningabaráttu. Vildi breyta tll Bloomberg, sem var stuðnings- maður og velgjörðarmaður demó- krataflokksins þar til í fyrra að hann gekk til liðs við repúblikana vegna glæstari framavona þar á bæ, hefur aldrei áður tekið þátt í stjórn- málum eða gegnt opinberu starfi. Á I»— Tveir unglingar drepnir í skotárás í Jerúsalem Palestínskur byssumaður gerði um síðustu helgi skotárás á þéttsetinn strætisvagn á fjölfórnum gatnamótum í Jerúsalem, með þeim afleiðingum að tveir ísraelskir unglingar létu lífið og að minnsta kosti tólf særðust, þar af fjórir alvarlega. Maðurinn stóð á miðri götunni, lét skotin dynja á vagninum og hætti ekki fyrr en ná- lægir öryggisverðir höfðu skotið hann til bana. Að sögn sjónarvotta var að- koman hryliileg og sagði einn þeirra að blóð hefði vætlað út úr vagninum. Alríkislögreglan kallar eftir hjáfp almennings Bandarísk lögregluyfirvöld köll- uðu um síðustu helgi, í annað skipti á stuttum tíma, eftir hjálp almenn- ings við að upplýsa hverjir beri ábyrgð á miltisbrandssendingunum, sem tröllriðið hafa Bandaríkjunum að undanförnu. Þetta kom fram á fundi sem Robert Múller, yfirmaður FBI, átti með fréttamönnum á sunnu- daginn, en þar sagðist hann vonsvik- inn með lítil viðbrögð eftir fyrsta hjálparkallið, þar sem lofað var millj- ón dollara verðlaunum fyrir vísbend- ingar sem leitt gætu til einhverrar lausnar málsins. David Trimble endurkjör- inn á NorðuMrlandi Til pústra og óláta kom meðal þingmanna í írska þinginu eftir að David Trimble var endurkjörinn í sæti forsætisráð- herra heimastjóm- arinnar í endur- tekinni kosningu sem fram fór á þriðjudaginn. Sýnir framkoma einstakra þingmanna úr röðum sambandssinna að ágreining- urinn ristir enn dýpra en áður. „Svik- ari“ og „svindlari" voru þau orð sem voru efst í huga sambandssinna og var þeim aðallega beint gegn Trimble af andstæðingum friðarsamkomulags- ins sem kennt er við fóstudaginn langa. 95 særðust þegar bíl- sprengja sprakk I Madríd Níutíu og fimm manns særðust þegar bilsprengja sprakk á fjöl- farinni götu i Madríd, höf- uðborg Spán- ar, á þriðju- dagsmorgun. Talið er að basknesku skæruliða- samtökin ETA hafi komið sprengj- unni fyrir. Meðal þeirra sem slösuð- ust í sprengingunni voru þriggja ára telpa og móðir hennar, bresk kona og embættismaður stjómar- innar sem líklegt þykir að hafi ver- ið skotmark tilræðismannanna. Fjórir synir bin Ladens berjast með talibönum Samkvæmt frétt- um al-Jazeera-sjón- varpsstöðvarinnar í Qatar starfa fjórir synir hryðjuverka- mannsins Osama bin Ladens nú með hersveitum tali- bana innan Afgan- istan, en stöðin sendi í gær út myndbandsupptökur sem sýna synina í herbúðum talibana. Synimir heita Hamza, Mohammad, Khaled og Laden og sjást á myndunum innan um brak úr bandarískri þyrlu, sem talibanar segjast hafa skotið nið- ur á fóstudaginn, en talibanar segjast hafa skotið niður tvær bandarískar herþyrlur til þessa og drepið um 50 bandaríska hermenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.