Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 46
54
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001
I>V
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
M ára_________________________________
Aöalheiöur Halldórsdóttir,
Hlíðarhúsum 7, Reykjavík.
Dagmar Jóhannesdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
95ára_________________________________
Elínborg Kristófersdóttir,
Suöurhólum 30, Reykjavík.
Magnea Rannveig Þorgeirsdóttir,
Laugavegi 133, Reykjavík.
8P ára________________________________
Kristinn Þorsteinsson,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
75 ára________________________________
Jón Stefánsson,
Hvassaleiti 25, Reykjavík.
Jörgen Ólason,
Yrsufelli 32, Reykjavík.
Theódór Pálsson,
Sveðjustöðum, Húnavatnssýslu.
70 ára_________T______________________
Ásgeir Kristjón
Sörensen
húsgagnabólstrari,
Köldukinn 11,
Hafnarfirði.
Eiginkona hans er
Renate Scholz matráðs-
kona. Þau verða að heiman á afmælis-
daginn.
Valgeróur Sveinsdóttir,
Sigtúni 57, Patreksfirði.
Hilmar Reynir Ólafsson,
Gullteigi 12,
Reykjavík.
Eiginkona hans er Anna
Jónmundsdóttir.
Þau verða að heiman.
Erlingur Kristjánsson,
Blómvangi 6, Hafnarfirði.
Sigurður Óskarsson,
Miðvangi 16, Hafnarfiröi.
50 ára________________________________
Gunnar Einarsson,
Reynigrund 36, Akranesi.
Óskar Þór Óskarsson,
Réttarholti 4, Borgarnesi.
Sigrún Ásgeirsdóttir,
Hátröð 3, Kópavogi.
Þorleifur Jóhannsson,
Spítalavegi 8, Akureyri.
Þuríður Pétursdóttir,
Heiðnabergi 6, Reykjavík.
40 ára______;_________________________
Ástþór Már Ástþórsson,
Suöurgötu 4, Vogum.
Erla Þorsteinsdóttir,
Gauksrima 5, Selfossi.
Guðbjörg A. Matthíasdóttir,
Sólvallagötu 38a, Keflavík.
Inga Björt H. Oddsteinsdóttir,
Grænuvöllum 6, Selfossi.
Jón Bjarni Jónsson,
Garðhúsum 3, Reykjavík.
Kristín Björg Konráðsdóttir,
Flókagötu 43, Reykjavík.
Linda Sigrún Hansen,
Laxalind 13, Kópavogi.
Margrét 0. Thorlacius,
Ásklifi 8, Stykkishólmi.
Nasiha Berglind Babic,
Ásgarði 24a, Reykjavík.
Sigurbjörn Friðmarsson,
Tungu 1, Fáskrúösfirði.
Sigvaldi Elfar Eggertsson,
Lindasmára 13, Kópavogi.
Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson,
Bólstaöarhlíö 10, Reykjavík.
60 ára
Sendu afmælisbarninu
kveðju í tilefni dagsins
Farðu á siminn.is
EÐA HRINGDU í 5ÍMA
7^
1446
Anna S. Guðjónsdóttir, Suöurengi 32,
Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands
að morgni miövikud. 7.11.
Þórdís Lárusdóttir frá Þórshöfn,
Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist á
líknardeild Landspítala, Landakoti,
miðvikud. 7.11.
Þorkell Þorkelsson, Barmahlíö 51,
Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstööum miðvikud. 7.11.
Ásgeir Einarsson, Háuhlíð 20, andaðist
aö morgni þriðjud. 6.11.
Guðmundur Bjarnason frá Holtahólum,
Hólabraut 4, Höfn, lést á Landspítala
Landakoti þriðjud. 6.11.
Fimmtug
Svanfríður Inga Jónasdóttir
alþingismaður
Svanfríður Inga Jónasdóttir al-
þingismaður, Sognstúni 4, Dalvik,
með lögheimili að Bragagötu 30,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Svanfríður ólst upp í Kópavogi og
hjá móðurfjölskyldu sinni á Dalvík.
Hún lauk stúdentsprófi frá KÍ 1973
og stundaði framhaldsnám í
kennslu hér á landi og erlendis.
Svanfríður var kennari við
Grunnskólann á Dalvík 1974-88 og
1991-95, aðstoðarskólastjóri 1992-93,
var önnur af stofnendum sauma-
verkstæðisins Gerplu á Dalvík 1986
og tók þátt í rekstri þess til 1988.
Svanfríður var bæjarfulltrúi á
Dalvík 1982-90 og frá 1994, forseti
bæjarstjórnar 1988 og frá 1994, odd-
viti sveitarstjórnarlista Alþýðu-
bandalagsins frá 1982, fyrsta konan
til að leiða lista við kosningar á Dal-
vík, leiddi lista Alþýðubandalags
við sveitarstjórnarkosningarnar
1986 og annarra vinstri manna en
síðan þá hafa vinstri menn boðið
fram Samfylkingarlista á Dalvík.
Hún var vþm. Alþýðubandalagsins
1983-91 og varaformaður þess
1987-89 og var aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra 1988-91.
Svanfríður var þingmaður fyrir
Þjóðvaka frá 1995 og formaður þing-
flokks Þjóðvaka tvö þing en Þjóð-
vaki myndaði síðan Þingflokk jafn-
aðarmanna ásamt þingmönnum Al-
þýðuflokksins 1996. Hún tók virkan
þátt í stofnun Samfylkingarinnar og
var kjörin á þing fyrir hana 1999. Á
Alþingi hefur hún setið í sjávarút-
vegsnefnd, menntamálanefnd og
iönaðarnefnd og hefur átt sæti í ís-
landsdeild Vestnorræna ráðsins.
Svanfríður hefur verið forseti
bæjarstjórnar á Dalvík, setið í ýms-
um nefndum á vegum Dalvíkurbæj-
ar og framkvæmdavaldsins, átti
m.a. sæti i fyrstu stjórn Menningar-
sjóðs Svarfdæla, var formaður
stjórnar bókasafns Dalvíkur, átti
sæti í Auðlindanefnd og var í for-
ystu Samninganefndar ríkisins
1989-91.
Hún hefur skrifað fjölmargar
blaða- og tímaritsgreinar, einkum
um sjávarútvegsmál, mennta- og
menningarmál og sveitarstjórnar-
mál.
Fjölskylda
Svanfriður er gift Jóhanni Ant-
onssyni, f. 31.5. 1946, viðskiptafræð-
ingi frá Dalvík. Foreldrar hans voru
Lilja Tryggvadóttir frá Ytra-Hvarfi í
Svarfaðardal og Anton Baldvinsson
frá Steindyrum í Svarfaðardal.
Synir Svanfríðar eru Pétur, f.
27.7. 1971, kvæntur Hafdísi Gísla-
dóttur og eiga þau einn son, Úlf, f.
30.5. 1999; Kristján Eldjárn, f. 3.9.
1975; Jónas Tryggvi, f. 22.6. 1979.
Systir Svanfríðar er Margrét Sig-
urbjörg Jónasdóttir, f. 16.4. 1953.
Hálfsystkini Svanfríðar, sam-
mæðra: Brynjólfur; Vilborg Kristín;
Jakob.
Foreldrar Svanfríðar voru Jónas
Sveinn Sigurbjörnsson, f. 8.6. 1928,
d. 18.10, 1955, vélstjóri, og Elín Jak-
obsdóttir, f. 24.10. 1932, d. 9.5. 1996,
verkakona. Seinni maður Elínar,
fósturfaðir Svanfríðar er Oddur
Brynjólfsson frá Þykkvabæjar-
klaustri. Þau bjuggu i Kópavogi.
Ætt
Jónas var sonur Sigurbjörns, út-
gerðarmanns í Keflavík, Eyjólfsson-
ar, smiðs í Keflavík, bróður Mar-
grétar, ömmu Egils Skúla Ingibergs-
sonar, fyrrv. borgarstjóra. Eyjólfur
var sonur Guðlaugs, b. á Sperðli í
Landeyjum, Jónssonar, og Ingi-
bjargar Jónsdóttur. Móðir Ingi-
bjargar var Ragnhildur, systir Ein-
ars, langafa Ingvars Vilhjálmssonar
útgerðarmanns og systir Jóns,
langafa Guðrúnar, móður Guð-
mundar Arnlaugssonar rektors.
Ragnhildur var dóttir Ólafs, í Seli i
Holtum, Jónssonar, bróður Jóns,
langafa Þórðar Friðjónssonar, for-
stöðumanns Þjóðhagsstofnunar.
Móðir Ólafs var Guðrún Brands-
dóttir, b. í Rimahúsum, Bjarnason-
ar, ættföður Víkingslækjarættar
þeirra Davíðs Oddssonar, Jóhönnu
Sigurðardóttur og Eggerts G. Þor-
steinssonar. Móðir Ragnhildar var
Ingveldur ísleifsdóttir, b. á Ásmund-
arstöðum, Hafliðasonar, ríka á
Syðstabakka. Þórðarsonar.
Móðir Jónasar var Margrét, frá
Steinum undir Eyja^öllum, dóttir
Einars Sveinssonar og Steinunnar
Guðmundsdóttur.
Elín var dóttir Jakobs, í Grímsey
og á Dalvík, bróður Guðlaugar,
móður Helga Daníelssonar, rann-
sóknarlögreglumanns og fyrrv.
landsliðsmarkmanns i knattspyrnu.
Jakob var sonur Helga, í Grímsey
Ólafssonar, hálfbróður Arnórs, föð-
ur Víkings Heiðars læknis, föður
Viðars kvikmyndagerðarmanns.
Móðir Helga var Þórhildur Biering
á Hrísum í Svarfðardal, systir Sig-
riðar, langömmu Þórðar Þ. Þor-
bjarnarsonar borgarverkfræðings.
Móðir Jakobs var Guðrún Sigfús-
dóttir frá Syðra-Holti í Svarfaðar-
dal, Sigfúsdóttir.
Móðir Elínar var Svanfríður
Bjarnadóttir, frá Hóli í Fjörðum,
Gunnarssonar. Móðir Svanfríðar
var Inga, systir Valgerðar, ömmu
Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra. Önnur systir Ingu var Guð-
rún, móðir Jóhannesar Snorrasonar
flugstjóra. Inga var dóttir Jóhannes-
ar, b. á Kussungsstöðum, Jónssonar
Reykjalín, pr. á Þönglabakka. Móðir
Ingu var Guðrún Sigríður Hall-
grímsdóttir.
Svanfríður tekur á móti ættingj-
um og vinum að Rimum í Svarfað-
ardal kl. 19.00 í kvöld og býður í
svarfdælskan mars.
Sjötug
Margot Gamm
fyrrv. kennari að Borgum í Hornafirði
Margot Gamm, fyrrv. hand-
menntakennari og húsfreyja að
Borgum í Hornafirði, verður sjötug
á mánudaginn.
Starfsferill
Margot fæddist í Hamborg í
Þýskalandi og átti þar heima uns
hún flutti til íslands er hún var á
átjánda árinu.
Að afloknu námi í Hamborg réð
hún sig tímabundið sem aðstoðar-
stúlku á heimili kaupfélagsstjóra-
hjónanna á Höfn í Homafirði.
Margot kom ásamt tuttugu öðrum
Þjóðverjum með ms. Brúarfossi til
Reykjavíkur 1949 og hélt þegar aust-
ur á Hornafjörð þar sem hún hefur
búið síðan. Fljótlega eftir komuna
til Hornafjarðar kynntist hún
Skími, verðandi eiginmanni sínum.
Fyrstu áratugina bjuggu þau
hjónin með blandaðan búskap að
Borgum, lengst af í félagi við
Heiðrúnu Hákonardóttur sem
einnig var búsett að Borgum.
Margot kenndi handmennt á ár-
unum 1974-99, fyrst við Nesjaskóla í
Hornafirði en siðar við Hafnar- og
Heppuskóla á Höfn. Um skeið
kenndi hún einnig þýsku við
Heppuskóla.
Margot söng í nokkur ár með
ungmennakór í Blankenese i Ham-
borg. Eftir að hún flutti á Horna-
fjörð hóf hún að syngja í Kór
Bjarnaneskirkju í Nesjum en síð-
ustu árin hefur hún sungið með
Gleðigjöfunum, kór eldri borgara á
Hornafirði. Hún sat í sóknarnefnd
Bjarnaneskirkju um árabil og var
lengst af formaður hennar.
Fjölskylda
Margot giftist 17.12. 1950 Skími
Hákonarsyni, f. 7.6. 1911, d. 20.8.
1979, bónda að Borgum í Nesjum.
Foreldrar hans voru Hákon Finns-
son, f. 11.7. 1874, d. 9.1. 1946, bóndi
að Borgum, og k.h., Ingiríður Guð-
mundsdóttir, f. 28.10. 1877, d. 24.8.
1943, húsfreyja.
Börn Margotar og Skirnis eru
Ingiríður Anna, f. 1951, kvensjúk-
dómalæknir í Svíþjóð, gift Krister
Gustafssyni, bókasafnsfræðingi og
rithöfundi, og eiga þau tvö börn;
Hákon, f. 1953, búfræðingur að
Borgum í Hornafirði; Karl, f. 1953,
dýrafræðingur í Kópavogi, kvæntur
Ástrósu Arnardóttur líffræðingi og
eiga þau þrjú börn; Sigurgeir, f.
1957, framkvæmdastjóri i Dan-
mörku, kvæntur Ingibjörgu Björns-
dóttur en þau hafa eignast fimm
börn og eru þrjú þeirra á lífi; Hjör-
dís, f. 1963, framhaldsskólakennari á
Höfn, gift Sigurði Einari Sigurðs-
syni, deildarstjóra rekstrar Ratsjár-
stofnunar og eiga þau eitt barn.
Bróðir Margotar er Oskar Gamm,
f. 11.6. 1934, vélaverkfræðingur, bú-
settur á eyjunni Fehmarn í Holt-
setalandi.
Foreldrar Margotar voru Karl
Gamm, f. 19.4. 1909, féll í Rússlandi
6.3. 1943, setjari í Hamborg, og k.h.,
Anna Frieda Gamm, f. Nagel, 30.12.
1906, d. 22.1. 1991, húsfreyja í Ham-
borg.
í tilefni dagsins heldur Margot
vinum og vandamönnum kaffisam-
sæti í samkomusal Ekrunnar í dag,
laugardag, milli kl. 15.00 og 18.00.
Björn Ingi Stefánsson,
fýrrv. kaupfélagsstjóri,
er 93 ára í dag. Björn er
sá maöur sem stjórnaö
hefur fleirri kaupfélögum
en nokkur annar í ver-
öldinni. Hann stofnaöi
ungur Kaupfélag Fáskrúösfiröinga,
1933, og stjórnaöi því meö slíkum
glæsibrag aö SÍS fékk hann til aö rífa
upp rekstur annarra kaupfélaga sem
ekki stóðu eins vel. Viö þennan starfa
var hann m.a. kaupfélagsstjóri í Vest-
mannaeyjum, á Höfn, í Stykkishólmi, í
Ólafsvík, á Kjalarnesi og á ísafirði.
Hann sá einnig um byggingu Hraö-
frystihúss Fáskrúðsfjaröar 1938 og var
fyrsti framkvæmdastjóri þess.
Dr. Unnsteinn Stefáns-
son þrófessor er 79 ára
í dag. Hann lauk B.Sc.
og M.Sc.-prófi frá Uni-
versity of Wisconsin og
Dr.-phil.-prófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla.
Hann er sjófróöur og sérfræðingur viö
Hafrannsóknarstofnun, deildarstjóri sjó-
fræöideildar og prófessor í haffræði viö
Hl, stjórnaði fjölda hafrannsóknarleið-
angra og skipulagði haf-
rannsóknir víöa um heim
á vegum UNESCO.
Hver man ekki eftir Gylfa
Ægissyni, sjómanninum
síkáta, sem söng sig inn
i hjörtu landsmanna fyrir u.þ.b. aldar-
fjóröungi eöa svo. Hann er 55 ára í
dag. Fyrsti smellur Gylfa var lagið I sól
og sumaryl, sungið af Bjarka á plötu
Ingimars Eydal. Rúnar Júl sá svo um aö
koma lífsgleði sjómannsins á hljómplöt-
ur og söng meö Gylfa viö undirleik
góöra manna. Frægasta platan þeirra
var Áhöfnin á Halastjörnunni sem söng
lagiö ógleymanlega, Stolt siglir fleyiö
mitt.
Bræöur Gylfa eru hver öðrum mús-
íkalskari: Lýður skipstjóri hefur sent frá
sér fjóra hljómdiska; Siguröur Siglu-
fjarðarprestur, semur lög og sigrar í
sönglagakeppnina á Sauöárkróki: Matt-
hías syngur sin lög í Krossinum, Guöi
til dýrðar, og Jón spilar á nikkuna. En
nú syngja engir sjómenns lengur. Lík-
lega kvótanum aö kenna!
Lúövík Júlíus Jónsson,
Lúlli liöstjóri, veröur 48
ára á morgun. Lúlli hef-
ur verið liöstjóri hjá KR
í tíu ár og liöstjóri
meistaraflokks karla
síðustu árin. Er Lúlli varö fertugur fékk
hann m.a. sjónauka í afmælisgjöf til aö
hafa auga meö liðinu og kíkja á konur.
Þá var ort til hans eftirfarandi limra:
Kíkt’ á hið kvenlega fas
með kíki - og þú losnar við þras.
En ef konan er klædd,
kynköld og mædd?
- Kíktu þá bara í glasl