Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 25 I>V Helgarblað áætlunura eða sendiráð i Japan sem kostar 770 milljónir króna. Og Halldór Ásgrímsson rifur bjara kjaft. Menn sem framkvæma svona á meðan allt er í molum í heilbrigðiskerfinu eru al- gjörlega veruleikafirrtir. í raun ætti þjóðin að ganga að Alþingi og kreíjast afsagnar slikra manna. Halldór hefur ekki einungis komist hjá því að standa skil á kvótakerfinu heldur ríf- ur hann kjaft yfir gagnrýni á sendi- ráðið í Japan. Maður sem hefur svo hræðilegan málstað að verja getur ekki verið annað en fúllyndur." Yfir strikið Bubbi segist aldrei hafa reynt að sjá sjálfan sig fyrir sér í framtíðinni. „Ég hef bara reynt að lifa daginn í dag, komast í gegnum nútímann. Tíminn og umhverfið speglast í því sem ég syng um og tala. Ég hef orð á mér fyr- ir að vera kjaftaskur, er óhræddur við að segja hvað mér býr í brjósti og skiptir þá engu hvað öðrum finnst. Ég hef oft farið yfir strikið og sagt ein- hverja vitleysu sem hefur komið í hausinn á mér en hluti af því að vera til er að taka sénsa. Það skiptir miklu máli ef maður ætlar að vera lifandi." -sm DVWYND HARt Eg hef oft farið yfir strikið „Ég hef orö á mér fyrir að vera kjaftaskur, er óhræddur viö aö segja hvaö mér býr í brjósti og skiptir þá engu hvaö öörum finnst. Ég hef oft fariö yfir strikiö og sagt einhverja vitleysu sem hefur komiö í hausinn á mér en hluti af því aö vera til er aö taka sénsa. Þaö skiþtir miklu máli ef maöur ætlar aö vera iifandi. “ s Eg rokka l sýníng / nns m 13-17 POLARIS bátnum enn Verið velkomin á sýningu hjá Bræðrunum Ormsson, BOSCH-húsinu, Lágmúla 9, frá k\. 13-17, í dag. Sýndir verða nýjustu POLARIS sleðarnir, árgerðir 2002. Bubbi Morthens er kominn aftur í rokkið: „Ég rokka bátnum enn,“ segir hann þar sem hann situr á Hótel Borg, nýkominn inn úr kuld- anum eftir annasaman dag. Bubbi er í stífu prógrammi þessa dagana við að kynna plötuna Nýbúinn og ekki síður við heimsóknir í skóla þar sem hann rappar fyrir fimmtán hundruð börn á viku og heldur fyr- irlestra um vímuefnaneyslu. Barbie-mellur og -dólgar Textar Bubba á disknum eru að venju áleitnir og hefur titiilag plöt- unnar, Nýbúinn, þegar vakið nokkur viðbrögð enda umfjöllunarefnið, ras- ismi, mikið viðkvæmnismál á íslandi í dag. í textaumhverfi dægurtónlistar- innar er hins vegar orðið sjaldgæft að heyra kjarnyrta texta með boðskap. „Hinn nýi plötuiðnaður felst í því að finna einstaklinga sem fullnægja ákveðnum kröfum i sambandi við út- lit þótt þeir verði að geta sungið líka,“ segir Bubbi. „Svo eru einhverjir jakkalakkar í turnum plötufyrirtækj- anna sem ákveða hvernig viðkomandi ber sig, um hvað hann talar og um hvaö hann syngur. Ég hef kallað þessa tónlistarmenn barbie-mellur og bar- bie-dólga. Tilgangurinn er engan veg- inn listrænn, aðeins faglegur. Tilgang- urinn er að búa til vöru sem á skömmum tíma skapar mikla pen- ingaveltu. Svo þegar unglingar og börn hafa tæmt vasa kynslóðanna er hönnuð ný vara og sett á markað. Þetta er mjög dómínerandi í bransan- um í dag. Ég er þeirrar skoðunar að 90% af dægurtónlist sé rusl og tíu pró- sent snilld. Ég vil telja mig til þessara tíu prósenta." Waits og sílikondeildin Bubbi hefur verið atvinnutónlistar- maður frá árinu 1980 og umhverfið í bransanum hefur breyst mikið síðan. „Það voru mun skarpari línur á fyrstu árum mínum sem atvinnutónlistar- maður,“ segir Bubbi. „Núna eru engin landamæri og ég er ánægður meö það. Pönkið var á sínum tíma andsvar gegn massívri neysluhyggju sem dyn- ur á krökkum. I dag er það þannig að 1500 manns sækja um starf í hljóm- sveit sem er hönnuð af jakkalökkum. Og áður en platan er tekin upp eru komnar fyrirframpantanir um plöt- una. Við erum að verða vitni að ein- hvers konar hnattvæðingu lifandi vörumerkja sem ekkert hafa á bak við sig nema virka áróðursmaskínu. Ef það er kvenkynsvörumerki er hringur í naflanum og þess gætt að sjáist nógu mikið í brjóstin. Þetta skilur ekkert eftir sig nema að menn verða ríkir. i raun ætti þetta að vera öfugt; Nick Cave og Tom Waits ættu að selja fyrir milljarða dala en sílikondeildin og smástrákarnir að fioppa." Þrátt fyrir þetta segir Bubbi að ekk- ert sé athugavert við það að selja sig. „Allir listamenn selja sig, tónlistar- menn, rithöfundar, leikarar, mynd- listarmenn. Ég geri hins vegar þá kröfu að menn hafi eitthvað bitastætt að selja. Við erum að tala um umbúð- ir hinnar nýju tísku sem snýst bara um umbúðir en ekkert innihald. Þetta er mín skoðun og ég er í minnihluta." Fúllyndir ráðherrar „Við eigum helling af flottum bönd- um,“ segir Bubbi og nefnir sérstak- lega til sögunnar Ensími, Botnleðju, Mínus, 200 þúsund naglbíta og Sigur Rós. „Svo má auðvitað ekki gleyma Erpi og Rottweiler sem er kannski það ferskasta og nýjasta sem hefur komið inn á íslenskan plötumarkað í 15 ár. Ég hef beðið eftir íslenskum röppurum frá því 1987 og var farinn að halda að þeir myndu aldrei koma. Ég er ofsalega hrifinn af Rottweiler og tek ofan fyrir Erpi. Platan er æðisleg, algjört hunang.“ Bubbi er hneykslaður á ritskoðun á textum Rottweiler-drengjanna en hann hefur sjálfur ekki lent í slíkum hremmingum þrátt fyrir að hafa oft fjallað um viðkvæm mál í textum sín- um. „Ég hef stuðað helling af fólki. Ég er umdeildur og veit það. Ég gæti ekki lifað í þjóðfélagi þar sem ég gæti ekki tjáð mig um það sem mér stendur næst, hvort sem það er niðurskurður i heilbrigðiskerfinu þar sem geðsjúkir eru sendir út á götu, skrifstofur Al- þingis sem fara miiljónir fram úr Polaris sendir öllum sem eru á leið til sólarlanda; samúðarkveðjur. HANN ER MÆTTUR AFTUR! Þríefldur og enn svakalegri p av V./fcev r.-Tsararsc Georg og Haraldur eru yfirleitt mjög ábyrgir drengir... þegar eitthvað svakalegt gerist eru þeir yfirleitt ábyrgir fyrir því! ,Fyndnasta bók ársins“ PoblishmVWdíty JPV ÚTGÁFA Braðraborgarstíg 7 • 101 Reykjavík • Sfmi 575 5600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.