Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 29
37
r
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001
PV______________________________________________________________________________________ Helgarblað
með Friðriki Arngrímssyni, er
það?
„Ég hef alveg getað talaö við
þessa menn en þessi harka ristir
nokkuð djúpt. Það er verið að
takast á um gríðarlega stóra hags-
muni. Kvótinn hefur leitt það af
sér að fámennur hópur útgerðar-
manna ræður yfir verðmætum fyr-
ir 400 milljarða og menn nota öll
meðul til að halda þeim yfirráð-
um. Ég hef hvað eftir annað lýst
því yfir að það verður aldrei sátt
um þetta kerfi og það þola útgerð-
armenn ekki og vilja losna við
mig. Staðreyndin er orðin sú að
það borgar sig að leigja kvótann
frekar en að veiða hann, svo vit-
laust er kerfið orðið.“
Leigusukk með kvóta
Nú hafa staðhæfmgar eins og
þessar oft heyrst en enginn virðist
geta bent á útgerðarmennina sem
búa á Kanaríeyjum meðan þeir
leigja kvótann.
„Ég get bent þér á marga sem
gera þetta með þessum hætti. Það
voru 6000 tonna veiöiheimildir á
skipi sem ég þekki sl. ár en hann
veiddi aðeins 700 tonn. Ég veit ekk-
ert hvar útgerðarmaðurinn býr en
það skiptir litlu máli.
Það sem er aðalatriðið í þessu
máli er að 60-80% úthlutaðra veiði-
heimilda er veitt á öðrum skipum
en þeim er úthlutað til. Þetta gerist
auðvitað ekki nema með stórkost-
legum kvótaleigum og millifærsl-
um.“
- Grétar bauð sig fram fyrir
Frjálslynda flokkinn í síðustu þing-
kosningum en flokkurinn var í
rauninni stofnaður í kringum eitt
mál sem er andstaða gegn kvóta-
kerfinu í núverandi mynd. Flokkur-
inn mælist yfirleitt í kringum 3% í
skoðanakönnunum. Flokkurinn
heldur því fram að kvótinn sé
versta böl íslands og stórkostlegt
réttlætismál að breyta því. Hefur
fólk þá engan áhuga á kvótamálum?
„Það er alveg rétt að fylgið hefur
látið á sér standa en mér finnast
stöðugt fleiri vera að átta sig á þess-
um málum."
tríð
- Samt eykst fylgi flokksins ekk-
ert?
„Það eru 20% sjálfstæðismanna
á landsfundi sem mæla á móti
kvótanum.“
- Þeir yfirgefa samt ekki flokk-
inn.
„Það er alveg rétt að Frjálslyndi
flokkurinn var stofnaður í flýti
fyrir síðustu kosningar og hefur
ekki náð eyrum fólks. Bæði Sam-
fylkingin og Vinstri-grænir hafa
verið að bera upp svipuð mál og
við sem varða kvótakerfið og
framsóknarmaðurinn Kristinn
Gunnarsson hefur sína sérstöðu,
svo áhrif okkar eru nokkur."
- Ætlarðu að bjóða þig fram í
næstu kosningum?
„Það er ekkert ákveðið um það.“
Grétar var búinn að vera skip-
stjóri í 22 ár samfleytt þegár hann
kom í land og tók við núverandi
starfi. Hann segist hafa skroppið á
sjóinn í hálfan mánuð fyrir
skömmu á 50 tonna bát frá Sand-
gerði en fiskiríið hafi verið
dræmt.
„Ég fékk i kringum 40 tonn.
Þetta var ekki neitt."
Sjómaður með listræna takta
Grétar fæddist i Hafnarfirði en
fluttist 15 ára'til Sandgerðis með
foreldrum sínum en faðir hans
var sjómaður og fóðurbræður
hans eru þekktir skipstjórar.
Hann fór 15 ára á síld í Norðursjó.
Síldveiðamar í Norðursjó voru
mörgum ungum sjómanni góður
skóli og þarna fékk Grétar
bakteríuna fyrir fullt óg allt. Hann
sótti 17 ára gamall um skólavist í
Stýrimannaskólanum og eftir það
varð ekki aftur snúið. Hann komst
svo 22 ára í það draumastarf sem
hann telur að skipstjórn sé.
„Þegar maður er í þessu af lífi
og sál þá hugsar maður ekkert um
annað og þá nær maður árangri.
Ég hugsaði ekki um neitt annað
og talaði ekki um neitt annað
árum saman. Svo þegar maður
var í landi og fór með félögunum
út að skemmta sér þá var ekki tal-
að um neitt nema fisk og fiskveið-
ar.
Eðli fiskimannsins er að vera
þar sem fiskurinn er en ekki að
flýja fiskinn eins og menn verða
að gera nú þegar kvótakerfið er
komið en veiðimennska er
skemmtileg og skipstjórnin er
draumastarfið.“
Það kemur í ljós þegar farið er
að ræða við Grétar að stutt er í
þekkta listamenn í nánum frænd-
garði hans og nægir að nefna list-
málara eins og Eirík Smith og
Karl Kvaran sem eru náskyldir
honum og Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðuleikari en náskyld Grétari.
Það er því freistandi að spyrja
hvort sköpunargáfa hans fái útrás
með einhverjum hætti. Grétar
svarar því nánast engu en sýnir
blaðamanni útkrotaða stílabók
fyllta af undarlegum mynstur-
myndum sem minna á abstrakt-
málverk.
Alltaf einhleypur
Grétar Mar er þekktur maður í
íslensku samfélagi og þótt hann búi
suður í Sandgerði þá er hann með
herbergi í Reykjavík og dvelur þar
löngum stundum. Grétar er ein-
hleypur og segist aldrei hafa verið
giftur. En vantar hann ekki konu?
„Ertu með eitthvað svoleiðis? En
við skulum ekki ræða um svoleiðis
mál. Það eru alfarið einkamál.
Maður lætur sér nægja að eiga vin-
konur enn sem komið er.“
Fastagestur á „Næsta"
Grétar er fastagestur á Næsta bar
við Ingólfsstræti sem hefur um
margt sérstöðu meðal islenskra öld-
urhúsa. Þar er ekki leikin tónlist né
höfð í frammi skemmtiatriði önnur
en þau sem felast í nærveru gest-
anna sjálfra. Þar má á góðum degi
sjá menn eins og Grétar Mar, Har-
ald Blöndal lögmann, Egil Ólafsson
söngvara, Kristján Guðmundsson
listamann og kollega hans Birgi
Andrésson og Ólaf Lárusson. Flest-
ir leikarar íslands sem á annað
borð stunda kráasetur sjást þar
annað veifið og eru hér ónefndir
blaðasnápar, athafnamenn og ör-
eigar. Drekkurðu mikið, Grétar?
„Ég get bent þér á
marga sem gera þetta
með þessum hœtti. Það
voru 6000 tonna veiði-
heimildir á skipi sem ég
þekki sl. ár en hann
veiddi aðeins 700 tonn.
Ég veit ekkert hvar út-
gerðarmaðurinn býr en
það skiptir litlu máli.
„Ég kann vel við mig þarna.
Fólkið er skemmtilegt og þaö er
hægt að spjalla saman um landsins
gagn og nauðsynjar. Ég er einhleyp-
ur og engum háður og þetta er sá
staður sem ég fer á til að gera mér
dagamun. Stundum er ég þama
l-2var í viku en það er út í hött að
tala um það sem eitthvert vanda-
mál. Mér finnst þetta mjög eöli-
legt.“
Tilraunir LÍÚ tll ritskoöunar
Það er ekki hægt að ræða við
menn eins og Grétar Mar án þess
að spyrja um hans álit á umdeild-
um hlutum eins og brottkasti afla
en i gærkvöld sáu sjónvarpsáhorf-
endur myndir af bát með færiband-
ið út úr siðunni þar sem fiskurinn
streymdi í sjóinn.
„Ég þekki náttúrlega allar þessar
brellur og ég hef tekið þátt í því að
henda fiski á mínum ferli þótt ég sé
ekki stoltur af því. Þetta er óskap-
legt vandamál og er ein stærsta
ástæðan fyrir þvi að fiskifræðingar
vita ekkert um það sem er í gangi.
Það er svindlað fram hjá vigt, fiktað
í ísprufunum og margt fleira sem
menn gera til að snúa á kerfið."
Sá sem stóð fyrir þessum mynda-
tökum var Magnús Þór Hafsteins-
son, fréttamaður RÚV, en fyrir
stuttu varð heyrinkunnugt að LÍÚ
hafði ritað útvarpsstjóra bréf þar
sem þeir sögðust „grípa til viðeig-
andi ráðstafana" yrði Magnús ekki
látinn hætta að fjalla um sjávarút-
vegsmál.
„Við höfum séð allar þessar
bréfaskriftir," segir Grétar.
„Þetta er auðvitað ekkert annað
en tilraun til ritskoðunar og aðfór
að tjáningarfrelsi manna. Þarna
sést svo ekki verður um villst að
LÍÚ svífst einskis og þetta sýnir
betur en allt annað að þegar miklir
hagsmunir eru i húfi þá er öllum
meðuluin beitt."
PÁÁ