Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 41
49 r LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 I>V Helgarblað ímyndunaraflið sent á flug - Pars Pro Toto sýnir þrjú verk á Stóra sviðinu DV-MYND BRINK Pars Pro Toto „Það er mikilvægt aö áhorfandinn geti skapaö sína eigin sögu. Dans er sér- staklega vel til þess fallinn að fá ímyndunaraflið á flug. Viö viljum frekar fantasíu en niöurnjörvaöa sögu. Þaö má ekki taka skögunarþörfina burtu. “ Árið 1985 tóku nokkrir dansarar og leikhúsfólk sig saman um stofn- un dansleikhússins Pars Pro Toto. Meðal stofnenda var Lára Stefáns- dóttir sem endurvakti dansleik- húsið árið 1997 meö manni sínum, Guðna Franzsyni. í næstu viku sýnir Pars Pro Toto á Stóra sviði Þjóðleikhússins þrjú dansverk: Elsu, Langbrók og Lady Fish and Chips. Lára hlaut í sumar fyrstu verðlaun fyrir Elsu á alþjóðlegri danshöfundakeppni í Helsinki en hin verkin eru eftir Láru og Guðna. „Við höfum unnið þau í sameiningu, bæði tónlist og dans,“ segir Lára. „Kóreografían er mín en við flytjum verkin bæði og erum með dúett í Langbrók og Lady Fish and Chips.“ Og Guðni, sem er þekktastur sem tónlistarmaður,dansar lika. „Já og vinir okkar hafa verið reglulega impóneraðir yfir dans- stílnum. Hann er vel sviðsvanur enda fékk hann góöa reynslu sem tíkin í Sjálfstæðu fólki," segir Lára og Guðni hnýtir aftan í: „Ég reyni þrátt fyrir hálkuna að skokka á hverjum degi til aö ná inn magan- um.“ Örlagavaldurinn Langbrók var unnin sem tónd- ansmynd í Gerðubergi og flutt árið 1998. Það var í litlu rými og í raun lítil tilraun. í Danmörku var það sýnt á norrænni danshátíð og vakti talsverða athygli og þótti mörgum þetta vera mikil saga. „Það eru tvær meginlínur í dansi,“ segir Guðni. „Annars veg- ar þar sem mynstur hreyfinganna og táknmál er ráðandi en enginn saga er á bak við og hins vegar söguballet þar sem bakgrunnurinn er saga. Það má segja að Langbrók hafi sögubakgrunn þótt hún sé gerð á abstrakt-hátt. Hallgerður og Njála liggja á bak við en fyrst og fremst er þetta leikur að tilfinn- ingum og mannlegum kenndum." Ólíkt Langbrók þá er Elsa ekki söguballett. „Elsa sækir innblást- ur í finnskan tangó sem heitir Elsa - örlagabarn. Þau eru tvö í verkinu, Hlín Diego Hjálmarsdótt- ir og Guðmundur Elías Knudsen. Hún er örlagavaldurinn í lífi karl- mannsins," segir Lára. „Verkið reynir mjög á dansarana og tækni þeirra, þetta er keyrsla frá upphafi til enda. Þegar verk eru sérstak- lega samin fyrir keppni þá verður að teygja sig langt.“ Skápandi áhorfandi Lady Fish and Chips er ekki saga en þó mjög persónuleg. „Verkið kviknaði út frá sam- nefndu kvæði Jónasar Árnason- ar,“ segir Guðni sem árið 1995 tók þátt í tónleikum í Borgarleikhús- inu þar sem hann lék með Keltum lög Jónasar Árnasonar. „Við not- um eitt laganna þar sem Jónas syngur sjálfur þennan texta.“ Lára dansar sóló viö sönginn um kon- una sem seldi Bretanum „fish and chips“ og ýmislegt annað. „Við göngum út frá þessu lagi,“ segir Lára, „en horfum á það út frá sam- hengi við íslensku þjóðina og leit- umst við að segja sögu hennar frá upphafi til nútímans." í verkinu er komið að landmyndun, skrifandi elskendum, þjóðskáldum og teknói. Til dæmis flytur Guðni í verkinu nytt lag sitt við Ég bið að heilsa eftir Jónas' Hallgrímsson. Þau vilja þó ekki gefa of mikið uppi um efni dansins: „Það er mik- ilvægt að áhorfandinn geti skapað sina eigin sögu. Dans er sérstak- lega vel til þess fallinn að fá ímyndunaraflið á flug. Við viljum frekar fantasíu eri niðurnjörvaðá sögu. Það má ekki taka sköpunar- gleðina í burtu. Þetta er eins og með músík; um leið og gefið er upp með orðum hvað tónlistin þýðir þá er búið að festa einbeit- inguna á viss atriði frekar en að hver og einn taki verkin og geri að sínu. Dans og tónlist krefst þess af áhorfandanum að hann taki þátt í sköpuninni." Til að undirstrika þessa eigin- leika dans og tónlistar þá eru lok Langbrókar hálfgerð hugleiðsla; áhorfandanum er gefið tækifæri til að skapa verkið í huga sínum og eins er það i Lady Fish and Chips. Hálfgeröur heimilisiðnaöur íslenskur nútímadans hefur ver- ið á mikilli siglingu að undan- fömu eins og sést til dæmis á glæsilegum árangri Láru í Helsinki. Guðni bendir á að dans- inn sé á máli sem er öllum þjóðum skiljanlegt. „Við höfum farið víða með sýningar, til Portúgals, Eystrasaltslandanna, Suður-Afr- íku og fleiri landa,“ segir Guðni. „Þetta er mjög einfalt, við erum bara tvö, ég tuðra í rörin mín, Lára dansar og sviðsmyndin er I einum kassa. Þetta er lítið fyrir- tæki, hálfgerður heimilisiðnað- ur.“ Og heimilisiðnaðurinn mun halda áfram og i nánu samstarfi við önnur fyrirbrigði sem eru leidd af Guðna, Caput-hópnum og Rússibönum en þeir síðarnefndu leika í Kristalsal milli þátta í sýn- ingunni í næstu viku. „Núna er dansinn í forgrunni og músikin bakkar hann upp,“ segir Guðni og trúir mér fyrir því að dansópera sé á teikniborðinu. „En dansinn verður áfram í forgrunni og við ætlum að vinna næsta verk á elektrónískan hátt þar sem Lára verður raftengd; skynjarar verða tengdir við vöðva hennar og rafboð verða send inn í tölvu og þannig skapa hreyfingar hennar tónlistina." En áður en kemur að því er gott að hita upp meö þvi að sjá danssýningu Pars Pro Toto á Stóra sviði Þjóðleikhússins 13. og 14. nóvember. HaMhrarkiMlk oy itluððllar #tetlegur jóíamarkaöur Til stendur að setja á laggirnar mjög áhugaverðan jólamarkað í salarltynnum Þinghus Café í Hveragerði (gamla Hótel Hveragerði) frá 1. desember til 24. desembei^- marltað með sem breiðast úrval af jólavörum. Boafs áiiasga á a© tvyggja sér teis haffl samband vlð EK3®!®m í sfera 483 5212, 'SS 4<M>3 1357 @S)a á netfangié slaeagasv®mme«iia Js Ið þurfum dlbreytingu TVeystu sambandió með fjölbreyttum óstarleikjum í Ljúfum ástarleikjum er greint frá örvandi leikjum þar sem koma við sögu ýmis hjálpartæki ástarlífsins eins og vatn, tól og tæki, matur og myndbandsspólur. Bókin fr rikuiígo skrej-u fjósmymium jlj JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík Sími 575 5600 Jpv®jpv.is www.jpv.is nMmmwmBBBm ANNE HOOPER Meiraprófs 99.900kr. js Nœstu námskeib 13. nóv. - 12. des. 10. jan. - 8. feb. 12. feb.-l 1. mars Kennslubifreiöar: Leigubifreiö: Nissan Terrano II, sjálfskiptur. Vörubifreiö: Volvo FL 10, 2x4ra gíra. Hópbifreiö: Benz 0303, 6 gíra. Skráning ísímum 581 1919, 892 4124 og 822 3810 Nasta námskeibheht 13 nove«iDer- Örfá sœti laus Ath! Nú greiöa verkalýösfélög allt aö 40.000 kr. afnámskeiöi. Skráöu þig núna! Síbasta námskeib fylltist! IÖKUSKÚLI s MJ Ktlij ■ fjJnJI AIIKIN ÖIUIUI I I INbl 1.1:11:111111111:111 Vlllllllill 111:111 IIIIPIIIiTlllll Jl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.