Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 DV Pamela Anderson Hún ætlar aö leika í Baywatch enn einu sinni. Pamela Anderson: Aftur á strönd- ina? Strandunnendur og velunnarar Baywatch-þáttanna vinsælu geta tekið gleði sína á ný því fréttir ber- ast af því að til standi að taka upp enn eina seríu af þessum undurvin- sælu þáttum sem voru í senn fágað skemmtiefni og hálfgert klám. Samningaviðræður standa yfir við öll gömlu strandtröllin því til þess að endurkoman heppnist vel þurfa allir að vera með. Að vísu eru einhverjar aukapersónur sokknar svo djúpt í kókaínflkn að þeim verð- ur ekki bjargað en Hasselhof verður á sínum stað og síðast en ekki sist er verið að semja við Pamelu And- erson um að snúa aftur. Þar stendur hnífurinn í kúnni þvi Hasselhof setur það sem algert skil- yrði aö hann sé hæstlaunaður allra á ströndinni en Pamela, sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð síðan sýningum þáttanna var hætt er á annarri skoðun. Það eru launakröf- ur hennar sem eru helsti ásteyting- arsteinninn en nýjustu fréttir herma aö gengið hafi saman og tök- ur geti hafist á næstunni. Hvernig á að veiða drauga? - mikilvægt aö passa mataræðið Ef maður hefði nú áhuga á því að bregða sér á draugaveiðar, hvemig ætti maður þá helst að fara að því? Draugaveiðarar nútímans er fólk sem hefur nógu mikinn áhuga á sálarrann- sóknum til þess að eltast við þekktar draugaslóðir, vopnað segulbandi og stafrænum myndavélum. Nýlega er komin út í Bandaríkjun- um bók eftir Katherine Ramsland sem heitir: Ghost: Investigating the Other Side. Þar segir Katherine frá ýmsum æv- intýrum sínum og tilraunum til að ná framliðnu fólki bæði á segulband og staírænar myndir. Katherine lýsir því nákvæmlega hvemig draugaveiðarar fara á slóðir reimleika og þótt þeir heyri engar raddir með eigin eyrum þá koma raddir framliðinna inn á segul- bönd þeirra og undarlegir hlutir birt- ast á myndum þótt ber augu drauga- veiðarans sjái ekkert. Nú er rétt að rifja upp að áhuga- menn á þessu sviði hafa lengi notað tæknitól nútímans til að greina raddir framliðinria þótt þeim reynist erfitt að útskýra hvemig það má vera að segul- bandið nái röddum sem mannlegt eyra greinir ekki. Segöu SÍS röddum framliðinna á band. Önnur röddin sagði Já en hin sagði: Af hverju ertu að gera okkur þetta? Katherine gerir ráð fyrir að ein af skýring- unum á þessu undar- lega fyrirbrigði geti verið sú að minningar geti varðveist á ein- hvers konar rafsviði utan líkama okkar og þar getum við haft að- gang að þeim. Hún seg- ist hafa slæma reynslu af miðlum sem alltaf vom að sjá og heyra hluti sem engin leið var að staðfesta með upptökum eða mynd- um. Hún segir að oft sé erfitt að greina raddir á segulböndunum vegna suðs og hátíðni- hljóða og yfirleitt séu það sundurlaus orð og stuttar setningar sem heyrast en enginn samfelldur boðskapur eða skilaboð. Mynd af draug Þaö er auöveldara aö taka mynd en margir halda. Myndavélar veiöa drauga þar sem viö sjáum þá ekki. Sama er um ljósmyndir þar sem lát- ið fólk sést. Slíkar myndir hafa lengi þekkst og á fyrstu árum sál- arrannsókna á íslandi milli 1915 og 1925 vom slíkar myndir beinlínis í tísku og frammámenn á þessu sviði fóm stundum sérstaklega til ljósmyndara er- lendis sem sérhæfðu sig i slíkum mynda- tökum. Katherine Rams- land er ekki sérleg- ur áhugamaður um sálarrann- sóknir þótt hún veldi sér þetta viðfangsefni. Hún vill fyrst og fremst deila með lesendum reynslu sinni af veiðunum sjálfum og hún náði upp á eigin spýtur A rangrí leiö Á þessu er þó ein undantekning sem er þekkt i heimi sálarrannsóknanna. Maður að nafni Friedrich Jurgenson var meðal frumkvöðla á því sviði að taka "■ raddir framliðinna upp á band. Hann' lést eins og fara í; gerir í hárri elli og skömmu síðar náöi einn lærisveina hans upptöku af rödd Jurgensens yfir gröf og dauða og skilaboð hans voru skýr. Hann sagöi: Allar Mjólk er góð í Mataræöi skiptir miklu máli þegar menn eru á höttunum eftir draugum og mikilvægt aö foröast mjólkurvörur og kalk þótt mjólk sé góö. vísindalegar, læknisfræðilegar og líf- fræðilegar hugmyndir ykkar missa marks. Mjólk er góö Katherine setur fram í bókinni þær stórfróðlegu upplýsingar að mataræði þess sem vill verða var við framliðna geti skipt máli. Hún telur að með því . að neyta mikils kalíums og lítils kalks auki menn stórlega möguleika sína á því að ná sambandi við framliðna. Mikil kalíum fá menn t.d. með því að borða mikið af banönum en lítið kalk með því að forðast mjólkurvörur og osta. Katherine fór að þessum ráðum og heimsótti síðan þekktar draugaslóð- ir og það var eins og við manninn mælt að hún fann kuldasúg, fann und- arlega lykt, heyrði hljóð og náðir rödd- um drauga á segulband og stórkostleg- um myndum af dularfullum ljóshnött- um sem komu út úr málverki á veggn- um. Þetta gerðist allt í Gettysburg í Bandaríkjunum þar sem eru, að sögn Katherine, þekktar draugaslóðir. Sé þetta sett í íslenskt samhengi hlýtur það að vera undarlegt hve ís- Iendingar verða mikið varir við fram- liðna í ljósi þess að þeir neyta meiri mjólkur og mjólkurvara en aðrar þjóð- ir og hljóta því að vera stútfullir af kalki allá sína ævi. Þær fæðutegundir sem innihalda hvað mest kalíum voru árum saman sjaldséðar á íslandi sem ætti að hafa stuðlað að enn meira sambandsleysi við framliðna en ella. Samt trúa íslend- ingar í meira mæli á líf eftir dauðann en aðrar þjóðir og starfsemi miðla og annarra sem hafa lifibrauð sitt af sam- bandi við framliðna hefur í nærri heila öld verið blómleg á íslandi. Katherine Ramsland segir í þessari bók sinni að flestir hinna framliðnu séu almennilegt fólk eða almennilegir draugar sem vilji engum illt og því séu draugaveiðar tilvalið tómstundagam- an sem geti vel hentað allri fjölskyld- unni. -PÁÁ Jónas Sen skrifar Q Heyranlegt „delay“ á Sinfóníutónleikum Kollegi minn af Morgunblaðinu, Ríkharður Öm Pálsson gagnrýnandi, hlaut ákúrur fyrir krítík sem hann skrifaði fyrir skemmstu. Hún var um tónleika franska píanóleikarans Phil- ippe Entremont með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í Háskólabíói. í greininni stóð meðal annars: „Entremont stjóm- aði frá píanóinu og sneri því baki í hlustendur. Fyrir vikið var ekkert lok á hljóðfærinu tO að senda [hljóðið] út í sal, og kann það að hafa verið ástæða þess að þætti nauðsynlegt að magna upp slaghörpuna rafleiðis. Því miður tókst ekki betur til en svo að tónninn varð harla ópíanískur og dósakennd- ur, auk þess sem stutt en heyrilegt „delay“ var milli hins lifandi ásláttar og þess sem kom út úr hátalaranum.“ Við þessa grein birtist athugasemd í Morgunblaðinu frá Vigfúsi Ingvars- syni, tæknimanni Ríkisútvarpsins. Þar skipaði hann Ríkharöi að reyna að segja rétt frá þegar hann skrifaöi gagn- rýni, svona eins og hann reyndi það yf- irleitt ekki. Flygillinn í Háskólabíói hefði ekki verið magnaöur upp, og því heföi ekkert „delay“ verið á milli ásláttar og hátalara. Ríkharður heföi bara ruglast á einhvetjum snúrum sem vora tO staðar út af aOt öðra og hefði verið að ímynda sér tóma vit- leysu. Ég var ekki á umræddum tónleik- um, svo ég get ekki dæmt um hvemig píanóleikur Entremonts hljómaði. En mér er sagt að óeðlOegt bergmál hafi myndast við það hvemig flygOlinn var staðsettur. Ekkert lok var tO að vísa hljóðinu út í sal heldur fór það upp í tuminn fyrir ofan sviðið og þaðan tO áheyrenda. Það var því í alvöranni „delay“ og aftur „delay“ á tónleikun- um. Þar með er ekki öO sagan sögð. Ég hef hlustað á ótal marga píanóleikara spOa á flygO Sinfóníunnar, og úr hon- um hefur ekki heyrst faOegur hljómur í háa herrans tíð. Ástæðan er einfóld: FlygOlinn er drasl. Hann var keyptur árið 1978 og má muna sinn fifO fegri, enda eðlOegur líftími slíkra konsert- hljóðfæra ekki meiri en fimmtán ár. Vissulega var hann ýmsum kostum búinn þegar hann var nýr, og má þar nefna helst hve hljómsterkur hann var, sem er nauðsynlegur eiginleiki í svo lélegum konsertsal sem Háskóla- bíó óneitanlega er. Mikið var kvartaö yfir flyglinum sem var þar áður, en hann var aOtof daufur, og því töluverð- ur fengur aö fá þetta nýja hljóðfæri, sem sjálfur Ashkenazy hafði valið fyr- ir hljómsveitina. í dag er þessi flygOl hins vegar búinn að glata flestum af bestu eiginleikum sinum og menn þurfa að berja hann sundur og saman tO aö tónleikagestir heyri yfirleitt í honum. Tónninn er andstyggOega harður og kuldalegur, og jafnvel fær- ustu píanóleikarar ná ekki að gæða leik sinn viðeigandi mýkt. Þegar verst lætur hljómar flygOlinn eins og ofvax- inn sembafi, og ekki þarf mikið tO að hann sé dósakenndur og ópíanískur. Það er því ekkert skrýtið að Ríkharður hafi haldið að tónamir kæmu úr hátal- ara. Augljóslega er flygdlinn ekki boðleg- ur afburða píanóleikuram. Þaðan af síður áheyrendum, sem borga fyrir að heyra góðan píanóleik á tónleikum Sinfóníunnar. Margir hafa bent á þetta, þar á meðal ég sjálfur í gagnrýni um hinn eða þennan píanóleikarann, en forráðamenn hljómsveitarinnar skefla við skoOaeyranum. Stjóm Sinfóníunnar gæti tekið sér Salinn í Kópavogi tO fyrirmyndar. Þeg- ar þetta ágæta tónlistarhús hóf starf- semi sina fyrir tæpum þremur ái-um fór ég fljótlega að gagnrýna flygOinn sem þar var. Hann var engan veginn nógu góður og hljómaði oft eins og hver annar garmur. Ég varð var við nokkum titring hjá ákveðnum aðOum við þessi skrif mín, enda var ég lengi vel sá eini sem hélt þessu fram opin- berlega. En svo tóku aðrir við sér, þar á meðal Ingóflur Guðbrandsson, ferða- málafrömuður og músíkant, sem skrif- aði í Morgunblaðið fyrir síðustu jól að flygiOinn væri ekki aðeins vonbrigði, heldur niðurlæging við list, kunnáttu og getu góðra listamanna. Viti menn: í haust var nýr Steinway-flygiO keyptur handa Saln- um. Þetta er frábært hljóðfæri, tónn- inn er dásamlega mjúkur en líka ein- staklega kraftmikfll. Áslátturinn er svo nákvæmur að fínlegustu blæbrigði heyrast greinOega út i sal. SennOega er þetta besti flygOl á öOu landinu, og þótt víðar væri leitað. Það ber vott um listrænan metnað að forráöamenn Salarins skuli bregð- ast svo fljótt við gagnrýni á þennan hátt. Þeir kappkosta greinOega við að hafa aOt eins og best verður á kosið, enda eiga tónleOcagestir ekki annað skOið. Af hverju geta þeir hjá Sinfóní- unni ekki tamið sér slíkt viðhorí? Steinway-flygiO kostar að vísu um átta miOjónir, en Sinfónían fær heilan heO- ing í styrk frá ríkinu árlega og þeir hljóta að geta önglað saman nokkram miOjónum fyrir ahnennOegu hljóðfæri. Ég vO því hvetja forráðamenn hljóm- sveitarinnar tO að reka af sér slyðra- orðið og fiárfesta i nýjum flygli; sá gamli á ekki lengur heima i Háskóla- bíói, heldur á haugunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.