Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py ■ Matthías Johannessen: Bj Hann ncerist á nóóum minningum. Skáldsaga f. sem hverfist um paradls- ■SjjJP' ^ armissi 10 ára drengs sem * "U * ■ veldur honum fullorðnum hugarkvölum. Hálfgerð „innri ævi- saga“ en sérstæð úrvinnslan lyftir henni langt upp úr venjulegri endur- minningabók; stíllinn ljóðrænn og heiilandi. Vaka-Helgafell. fW«ar Kerstin Ekman: Miskunn- semi Guds. Skáldsaga sem Pgerist í Jamtalandi í Sví- þjóð frá 1916 og fram undir síðari heimsstyrjöld, maka- laust víðfeðm og kastar les- anda inn í heim sem stundum virðist fremur byggður hálftröllum en mennskum mönnum. Sverrir Hóbnars- son náði að ljúka þýðingunni áður en hann lést í september sl. Mál og menn- ing. Amaldur Indriðason: Graf- arþögn. Óvenjuleg glæpa- saga sem kafar ofan í ára- tugagömul leyndarmál líks sem íinnst í Grafarholti. Var hann myrtur? Og ef svo er, hver myrti hann þá og hvers vegna? Persónulýsingar lögreglumanna og annarra persóna em skýrt og skemmtilega dregnar. Vaka-Helgafell. I Guðmundur Hálfdánarson: íslenska þjóðríkið. Af- rakstur fimmtán ára rann- sókna um þjóðemishyggju íslendinga. Hann skilgrein- I ir þjóðarhugtakið, rekur upphaf sjálfstæðisbaráttu íslendinga og fylgir þeirri sögu áfram alla 20. öld. Endar á samtímanum og hnattvæðing- unni og spáir í framtíð þjóðrikisins. Hið íslenzka bókmenntafélag og Reykja- víkurAkademian. Tomas Tranströmer: Sorg- argondóll og fleiri Ijóó. I Nýjasta Ijóðabók eins vin- sælasta og merkasta skálds | Norðurlanda í rómaðri þýð- ingu Ingibjargar Haralds- dóttur skálds sem hefur unnið sitt verk af djörfúng og tryggð við upprunalegan texta. Mál og menning. Hann var kallaður „þettau - brot úr ótrúlegri baráttusögu drengs sem móðirin misþyrmdi Hér er segir Dave Pelzer, ungur Bandaríkjamaður, sögu sína á ein- staklega áhrifamikinn hátt. Þessi sanna frásögn hans af barnæsku sinni hefur fangaö athygli milljóna manna um allan heim og haft mót- andi áhrif á félagsþjónustu barna og unglinga. í bókinni er sagt frá hrottalegu of- beldi og misþyrmingum sem hann varð fyrir af hendi móður sinnar. En með ótrúlegum andlegum styrk og hugrekki tókst Dave að lifa af andlegt og líkamlegt ofbeldið. Dave Pelzer er einn af virtustu og áhrifamestu mönnum á sviði al- mannatengsla í Bandaríkjunum. Hann heldur árlega fjölda fyrir- lestra fyrir starfsfólk í félagsþjón- ustu, á ráðstefnum og fyrir áhuga- hópa. Tvívegis hafa forsetar Banda- ríkjanna heiðrað hann fyrir frábært starf. Dave Pelzer helgar nú líf sitt því að hjálpa öðrum að hjálpa sér sjálfir. Bókin var tilnefnd til Pulitzer- verðlaunanna og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hér er birt brot úr bókinni með leyfi JPV ÚTGÁFU. Góðu árin Fjölskylda mín var eins konar „Brady Bunch“ sjöunda áratugarins á árunum áður en misþyrmingarnar á mér hófust. Við bræðurnir þrír vor- um svo lánsamir að eiga fyrirmynd- arforeldra. Öllum kenjum okkar var tekið með ástúð og umhyggju. Við bjuggum í litlu tveggja svefn- herbergja húsi í þeim bæjarhluta Daly sem var talinn „gott“ hverfi. Ég man hvað gaman var að horfa á heið- ríkum degi út um stofugluggann sem vissi út að flóanum og virða fyrir sér skærgulu turnana á Golden Gate- brúnni og San Francisco sem breiddi úr sér úti við sjóndeildarhring. Faðir minn, Stephen Joseph, var slökkviliðsmaður að atvinnu og starf- aði í miðborg San Francisco. Hann var tæplega 1,80 m á hæð og 86 kg að þyngd. Hann var herðabreiður og með þrekna handleggi sem hvert vöðvatröll hefði verið fullsæmt af. Loðnar, svartar augabrýnnar og dökkt hárið samsvöruðu sér vel. Mér fannst frábært þegar hann deplaði til mín augunum og kallaði mig „Tígur“. Móðir mín, Catherine Roerva, var meðalmanneskja að vexti og útliti. Ég gat aldrei munað litinn á hári hennar og augum en hún elskaði börnin sín af öllu hjarta. Ríkust í fari hennar var röggsemin. Henni datt svo margt í hug og hún tók ævinlega frumkvæö- ið í öllu sem fjölskyldunni viðkom. Einu sinni, þegar ég var fjögurra eða fimm ára gamall, sagðist mamma vera veik og ég man að mér fannst hún allt öðruvísi en venjulega. Þenn- an dag var pabbi á vakt á slökkvistöð- inni. Þegar mamma var búin að bera fram matinn rauk hún frá borðinu og fór að mála stigann sem lá niður í bíl- skúrinn. Hún hóstaði oft á meðan hún hamaðist við að pensla þrep eftir þrep með rauðri málningu. Málning- in var ekki orðin alveg þurr þegar mamma byrjaði að festa gúmmímott- ur á stigaþrepin. Motturnar og mamma voru útataðar í rauðri máln- ingu. Þegar mamma var búin að þessu fór hún inn og fleygði sér upp í sófa. Ég man að ég spurði hana af hverju hún hefði sett motturnar á áð- ur en málningin þornaði. Þá brosti hún og sagði: „Mig langaði bara til að koma pabba þínum á óvart.“ Mamma var haldin algeru hrein- lætisæði. Þegar hún var búin að gefa okkur bræðrunum, Ronald, Stan og mér, morgunverð þurrkaði hún af, sótthreinsaði, skúraði og ryksugaði alla hluti. Ekkert herbergi í húsinu var látið óhreyft. Þegar við stækkuð- um gekk hún ríkt eftir því að við legðum fram okkar skerf með því að ganga vel um herbergin okkar. Utan dyra annaðist hún af kostgæfni lítinn blómagarð sem nágrannarnir öfund- uðu okkur af. Um mömmu mátti með sanni segja að allt sem hún snerti á var ljómandi gott. Henni líkaði aldrei neitt hálfkák. Oft brýndi hún fyrir okkur að vanda okkur eins og við Hann var kallaöur „þetta“. David Pelzer var venjulegt barn en hann mátti þola ótrúlegar misþyrm- ingar af hendi sinnar eigin móöur. Myndin er af honum fullorðnum. gætum við hvaðeina sem við tækjum okkur fyrir hendur. Mamma var að upplagi afbragðs kokkur. Af öllu sem hún gerði fyrir fjölskyldu sína held ég að henni hafi þótt skemmtilegast að elda nýja og óvenjulega rétti. Þetta kom skýrast í ljós þá daga sem pabbi var heima. Þá eyddi mamma oft lunganum úr degin- um í að matbúa einn af sínum frá- bæru réttum. Stundum þegar pabbi var á vakt fór mamma með okkur í spennandi skoðunarferðir um borg- ina. Einu sinni heimsóttum við Kína- hverfið í San Francisco. Hún fræddi okkur um sögu og menningu kín- versku þjóðarinnar meðan við ókum um hverfið. Þegar við komum heim setti hún plötu á fóninn og falleg aust- urlensk tónlist fyllti húsið. Svo skreytti hún borðstofuna með kin- verskum ljóskerum. Um kvöldið klæddist hún kímonó og bar á borð mat sem okkur fannst mjög skrýtinn en ofsalega góður. Á eftir gaf mamma okkur málsháttakökur og las fyrir okkur á miðana. Mér fannst köku- textinn vera fyrirboði um framtíð mína. Nokkrum árum seinna, þegar ég var orðinn læs, fann ég einn af gömlu málsháttunum mínum. Hann hljóðaði svona: „Elskaðu og virtu móður þína því að hún er aldinið sem líf þitt sprettur af.“ Vondur strákur Samskipti okkar mömmu tóku hrikalegum breytingum þegar aginn sem hún beitti þróaðist út í hömlu- lausar refsingar. Stundum voru þær svo voðalegar að ég hafði ekki þrek til að skríða burt - þó ég ætti lífið að leysa. Þegar ég var smábarn var ég víst talsvert háværari en gengur og gerist. Ég var líka svo óheppinn að vera staðinn einn að verki þótt við bræð- urnir værum oft allir að fremja sama „afbrotið". í fyrstu var ég sendur í skammarkrókinn í herberginu okkar. Þegar hér var komið sögu var ég orð- inn hræddur við mömmu. Dauð- hræddur. Ég bað hana aldrei um að hleypa mér út. Ég sat bara og beið eft- ir því að annar bræðra minna kæmi inn til mín og lét hann spyrja hvort David mætti núna fara út að leika sér. Um þetta leyti gerbreyttist hegðun mömmu. Stundum þegar pabbi var í vinnunni lá hún -allan daginn uppi í sófa á morgunsloppnum og horfði á sjónvarpið. Hún stóð ekki upp nema til að fara á klósettið, sækja sér nýjan drykk eða hita upp matarleifar. Þegar hún kallaði á okkur hljómaði ýmist rödd umhyggjusamrar móður eða refsinornar. Áður en langt um leið greip mig angistarhrollur í hvert sinn sem ég heyrði rödd hennar. Ég flýði meira að segja inn í herbergi ef hún byrsti sig við annan af bræðrum mín- um og vonaði að hún sneri sér sem fyrst að sófanum, drykknum og sjón- varpinu aftur. Þegar fram í sótti gat ég ráðið það af klæðaburði hennar hvers konar dagur væri í vændum. Kynlrf Limlesting á kynfærum kvenna Jóna Ingibjörg Jónsdöttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegilinn asta við umskurð/limlestinu á kynfærum kvenna er hvernig að- gerðin sjálf er framkvæmd. Deyf- ing er nær aldrei viðhöfð og stúlkunni er haldið niðri á meðan umskurðurinn/limlestingin er gerð. Áhaldið sem notað er til að skera með er það sem er hendi næst svo sem brotið gler, bitlaus skæri eða rakvélablað eða dósar- lok. Sambærileg limlesting (infi- bulation) hjá körlum, EF hún tíðkaðist, væri að sarga fremsta hluta limsins af (kónginn) og for- húðina án deyfingar, sauma sárið síðan saman og skilja eftir smágat fyrir þvag-og sáðlát! Karlmaður- inn fengi náðarsamlegast að halda eftir limbol og eistum. Þeg- ar hann þyrfti að dreifa sæði sínu, rifnar sárið upp í hvert sinn sem hann reynir að hafa sáðlát. Kræsilegt! Ég ætla ekki aö hrella hug- rakka lesendur mína með upp- talningu á hvaða afleiðingar lim- lesting á kynfærum kvenna getur haft. Það þarf ekki mikið ímynd- unarafl til að ímynda sér vand- kvæðin sem limlesting af þessu tagi getur haft í för með sér fyrir konuna í sambandi við blæöing- ar-og sýkingarhættu, munúð, lík- amsímynd, samfarir og barns- burð, svo fátt eitt sé talið upp. Baráttan gegn umskurði á kon- um er ekki ný af nálinni Það er auðvelt að spyrja sakleysislega: fyrst þetta er svona augljóslega sársaukafullt, af hverju hættir fólk ekki að gera þetta? Ég get orðið alveg miður mín þegar ég verð vitni að grófu of- beldi; get varla horft á leiknar of- beldismyndir í sjónvarpi að ég tali nú ekki um heimildarþætti um nauðgunarbúðir, útrýmingarbúð- ir eða álíka efni. Að sama skapi hríslast ætíð um mig hrollur þeg- ar ég heyri minnst á umskurð meöal kynsystra minna. Og hér kemur viðvörun: viökvæmum sál- um er bent á að áframhaldandi lestur þessa pistils getur vakið óhug og vanlíðan. Umskuröur kvenna? Mun færri vita hvað átt er við með umskurði hjá konum en um- skurði meðal karla. Þegar karl- kyns ungbörn eru umskorin, sem viðgengst meðal múslíma og gyð- inga víða um heim, er forhúðin á limnum skorin burt. Það sem kemst næst því að kallast „um- skurður" hjá konum er það þegar forhúð snípsins er skorin burt. Þessi aðgerð er nefnd „sunna“ umskurður. En af öllum þeim tveimur millj- ónum stúlkna og ungra kvenna, um heim allan, sem á hverju ári eru limlestar á kynfærum eða fara í umskurð, fer einungis lítill hluti í „sunna“ umskurð. Mun al- - óhuggulegar sannar sögur gengari er að það sem ekki er hægt að kalla annað en limlestinu snípurinn er skorin burt (clitor- idectomy) og sömuleiðis minni og stærri skapabarmarnir (að hluta eða alveg). Versta eða grófasta limlestingin á kynfærum kvenna er „infibulation" en þá eru sníp- urinn og barmarnir skomir af, svæðið saumað saman og skiliö eftir örlítið gat svo þvag og tíða- blóð komist út. Eitt það hryllileg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.