Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 50
58 __________________________________________LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Tilvera j>V SKEMMTiKVOÚ) I YMI Þau Bern- haröur Wilkinson og Margrét Pálmadóttir, sem eru gestgjafar, ásamt kórum sínum, Söngsveitinni Fílharmóníu og Vox femlnae, á ,» skemmtikvöldasyrpu í tónlistarhús- inu Ymi sem gengur undir nafninu Laugardagskvöld á Gili. JAÐIRINN LEIKLESINN Leiklestur mun fara fram á Utla sviði Borgar- leikhússins á Föðrunum eftir Strindberg í dag kl.17. TÓNLEIKAR í HÖLLINNI Hátíöakór Vestmannaeyja og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, ásamt einleikurunum, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Védísi Guömundsdóttur, undir stjórn Guömundar H. Guöjónssonar halda tónleika í Höllinnl, Vestmannaeyjum í dag kl. 16. Einsöngvari er Anna Cwalinska. SCHUBERT OG SÚKKULAÐI Á þriðju Tíbrártónleikunum í Salnum % sem verða á morgun, kl. 16.30 leiðir Mlst Þorkelsdóttir tónskáld áheyrendur til fundar við Schubert. Síðan verða magnaðir Schuberttónleikar og að þeim loknum veitingahússkynning. . PÁLL ÓSKAR OG MONIKAPáll Oskar og Monika Avendroth, ásamt strengjasveit, halda aukatónleika í Háteigskirkju á morgun, 11. nóvember kl. 20.30. KARLAKÓR Á HOFSÓSI OG SIGLUFIRÐI Karlakór Eyjafjaröar heldur söngskemmtanir I dag í Höfðaborg á Hofsósi kl. 14 og í Sigiufjaröarkirkju kl. 17. Með kórnum er þriggja manna hljómsveit, skipuð þeim Rafni Sveinssyni, Birgi Karlssyni og Eiríki Bóassyni en píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir og stjórnandi kórsins Björn Leifsson. Markaður HÁNPVERK A EYRARBAKKA Stór handverksmarkaöur verður haldinn í félagsheimilinu Staö, Eyrarbakka á morgun, sunnudag, frá 14 til 18. Opnanir n GALLERI HLEMMUR Kl.16 í dag opnar myndlistarkonan llmur Stef- ánsdöttir sýninguna CommonNon- sense i galleri@hlemmur.ls , Þverholti 5. " n LISTASAFN KÓPAVOGS Kl. 15 í dag opna þrjár myndlistarsýningar í Listasafni Kópavogs. n ÁSTIN OG LÍFH) í STRAUMI Birgir Siguröson opnar sýningu í Listamiöstööinni Straumi sunnan álversins kl. 16. Sýningin ber nafnið Ástin og lífiö. ..... Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Þjóðleikhúsiö frumsýnir á morgun, hinn vinsæla leikþátt Karíus og Baktus í fyrsta sinn. Þeir félagar eru þekktir fyrir að herja á tennur fólks. Það eru Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson sem fara með hlutverk hrappanna, leikstjóri er J María Reyndal og Jóhann G. Jóhannsson hefur umsjón með tónlistinni. Sýningin er á Smíðaverkstæðinu, hefst kl. 15 og tekur um hálftíma Klassík Hvernig getur ísland orðið ríkasta land í heimi? Island sem alþjóð- leg fjármálamiðstöð - Hannes Hólmsteinn Gissurarson með nýja bók Hannes Hólmsteinn Er ekki betra aö ísland alþjóöavæðist en Evrópuvæöist? Er ekki betra aö ísland veröi alþjóöleg fjármálamiöstöö sem hafi opna leiö til Vesturheims eins og opna leiö til Evrópu? - Hvernig á ísland að verða ríkasta land í heimi? „Með því að lækka skatta á fyrirtæki til að laða þau að landinu. Fjöldinn all- ur af erlendum stórfyrirtækjum og ein- staklingum sem hafa fjármagn er reiðu- búinn til að ávaxta það á íslandi, nú þegar þrengir að hjá Evrópusamband- inu og ýmsum öðrum stofnunum. Þama liggja möguleikar íslands. Þjóðin er vel menntuð, landið er á miðju Atlantshafi, samgöngur eru greiðar, tækniþekking mikil, stjómarfar er stöðugt og landið hefur gott orð á sér. Þess vegna hefur ís- land að sumu leyti meiri möguleika en ýmsar aðrar fjármálamiðstöðvar." - Nú er rætt um niðursveiflu i efna- hagslífinu, jafnvel kreppu. „Það er eitt af því sem gerir þetta verkefni tímabærara og brýnna. Ein af meginástæðum þess að við þurfum að ráðast í myndarlegar skattalækkanir er að annars gæti niðursveiflan orðið býsna kröpp. Það er enginn vafi á því að teikn era á lofti um að hér sé árferði að versna. Það sem ríkið á einmitt að gera í versnandi árferði er að örva atvinnu- lífið með því að lækka skatta og afstýra atvinnuleysi, þannig að fyrirtækin þurfi ekki að segja upp fólki. Það þarf að efla fyrirtækin og um leið geta þau greitt há laun. Því hærri sem launin verða því meiri verður neyslan og því meiri verð- ur eftirspumin og því hraðar snúast hjól atvinnulífsins." - En geta íslendingar ekki náð jafn góðum árangri með því að ganga í Evr- ópusambandið? „Það vill svo til að þær þijár þjóðir sem standa utan Evrópusambandsins em einhverjar þær ríkustu í heimi: Noregur, Sviss og ísland. Það er ekki ávísun á auðlegð að vera í Evrópusam- bandinu. Er ekki betra að ísland al- þjóðavæðist en Evrópuvæðist? Er ekki betra að ísland verði alþjóðleg fjármála- miðstöð sem hafi opna leið til Vestur- heims eins og opna leið til Evrópu? Eig- um við ekki einmitt að nýta okkur sér- stöðu okkar og gera hana að féþúfu í orðsins jákvæðustu merkingu. Evrópu- sambandið er að þrengja að fyrirtækj- um, þar em mjög kostnaðarsamir fé- lagsmálabálkar teknir í lög og jafnaðar- menn sem vilja háa skatta em víðast við völd. Þetta myndar ákveðið tækifæri fyrir okkur. Að sjálfsögðu eigum við að halda góðu sambandi og vináttu við Evrópusambandið og Evrópusambands- þjóðimar, en það þýðir hins vegar ekki að við þurfum að ganga í Evrópusam- bandið." Ljón, bjarg og baráttumaður - Víkjum að allt öðm. Þú átt nána vini meðal valdamestu og mest áber- andi einstaklinga í Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að biðja þig um að segja mér hvemig þú myndir lýsa nokkrum þessara manna fyrir ókunnugum. Bytj- um á Davíð Oddssyni. „Davíð Oddsson er sterkur sem ljón og kænn sem refur. Hann er í senn hlýr maður og harðskeyttur. Hann er mikill vinur vina sinna og óvinur óvina sinna. Hann hefur þroskast í glímunni við sjálfan sig og hefur stækkað við hvetja raun. Það er þessu þjóðfélagi mikil gæfa að hafa jafn öflugan forystumann og Davíð við stjómvölinn og honum hefur farist stjómarforystan einstaklega vel úr hendi. Mér finnst því meira tii um Davið sem ég kynnist honum betur. Ég hef kynnst honum mjög vel og get full- yrt að heiðarlegri, heilsteyptari og hreinlyndari mann er ekki hægt að finna. Ég get tekið mér í munn það sem sagt var um annan mann einu sinni: „Hann er hreinlyndur sem hvita- bjöm“.“ - Hvað viltu þá segja um Kjartan Gunnarsson? „Kjartan Gunnarsson er bjargið sem aldrei bifast. Hann er sérstaklega traust- ur og fastur fyrir og hefur hljóðláta, þægilega nærvem. Þeir sem starfa með honum taka ósjálfrátt að bera traust til hans, enda vinnur hann menn á sitt band með hægðinni og heiðarleikanum. Hann hefur mjög góða kímnigáfu og er skemmtilegur í góðra vina hópi, er reyndar ekkert sérstaklega mannblend- inn eða félagslyndur en mjög áhugasam- ur um félagsmál og stjómmál í víðustu merkingu orðsins. Hann er ótrúlega næmur fyrir nýjungum og er opinn og víðsýnn í huga. Hann er þrumu ræðu- maður en kemur sjaldan fram opinber- lega, ekki af því hann sé feiminn heldur miklu frekar af þvi að hann hefur enga innri þörf til að vera í kastljósinu." - Svo er það töffarinn Jón Steinar Gunnlaugsson. „Jón Steinar Gunnlaugsson er um- fram allt baráttumaður. Hann er ástríðufúllur hugsjónamaður, sérstak- lega rökvís og fáa menn þekki ég sem er jafn lagið að orða hugsun sína skýrt. Hann er lfka mjög hugrakkur. Ég myndi ekki vilja eiga hann að andstæðingi og því síður að andstæðingar mínir ættu hann að lögfræðingi." Finnur ekki fyrir umtali - Þú varst að lýsa umdeildum mönn- um. Sjálfur ertu umdeildur maður og ert á milli tannanna á fólki. Hvemig snertir það þig? „Ég verð að segja eins og er að ég finn ekkert fyrir því. Þetta fólk sem þú ert að vísa til þorir að minnsta kosti ekki að segja þessa skoðun við mig.“ - Velurðu þér vini eftir stjómmála- skoöunum þeirra? „Ég held að menn velji sér ekki vini. Málin þróast þannig að menn verða vin- ir. Minn kunningja- og vinahópur myndaðist á löngum tíma, í harðri bar- áttu okkar margra fyrir auknu frelsi á íslandi. Ég gekk ungur á hönd frjáls- hyggjunni og hef barist ótrauður fyrir henni. Það má segja að minn vinahópur hafi myndast kringum áhugamál og bar- áttumál mín. Þegar ég lít yfir þann fama veg finnst mér að við megum vel við una. Atvinnufrelsi hefur aukist á Is- landi og þjóðfélagið er orðið opnara, skemmtilegra og víðsýnna." - Áttu enga vini á vinstri vængnum? „Ég man ekki eftir neinum, satt að segja. En á vinstri væng stjórnmála á ég kunningja og hef mætur á nokkram rit- höfundum sem kenndir em við vinstri vænginn. Þar get ég nefht Þórarin Eld- jám og Einar Má Guðmundsson sem em mjög góðir rithöfundar og afbragðs ljóðskáld. Mér fmnst líka Guðmundur Andri Thorsson vera mjög stílfimur en mér finnst hann misnota sína stflfimi í því skyni að uppskera hlátrasköll í kafllstofúnni." Veikir stjórnmáiaflokkar - Lítum í lokin yfir svið stjómmál- anna. Hvað sérðu vera að gerast þar? „Það er auðvitað óumdeilt að hér á landi hafa átt sér stað miklar þjóðfé- lagsbreytingar síðustu áratugina og þær eiga eftir að halda áfram. Þær fel- ast í því að sífellt fleiri flytjast á suö- vesturhorn landsins en á sama tima og Kjördæmaskipan er að breytast í sam- ræmi við það hafa allir aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn kosið að gufa upp í höfuðborginni, bjóða ekki fram í eigin nafni. Þetta veldur því að ímynd þeirra veikist stórkostlega í hugum al- mennings. Það var vafalaust snjallt skammtímabragð fyrir mið- og vinstri flokkana að bjóða fram undir einu nafni í Reykjavík og felia Sjálfstæðis- flokkinn, en til langs tíma litið held ég að það borgi sig ekki fyrir þá vegna þess að þeir veikjast. Við sjáum aö þeir em allir veikir, hver á sinn hátt. Þó að skoðanakannanir spái Vinstri grænum miklu fylgi þá hef ég ekki trú á því að það verði jafn mikið þegar á hólminn er komiö. Samfylkingin er í reiðileysi og stefnuleysi og ímynd hennar er mjög veik. Framsóknarflokknum hefur ekki tekist að ná þeirri fótfestu á suð- vesturhominu sem hann þarf, ef hann ætlar í framtíðinni að hasla sér völl sem frjálslyndur miðflokkur. Ef þessir flokkar ætla að verða sterkir flokkar verða þeir að skerpa imynd sína og vera til á Reykjavíkursvæðinu, sem þeir em ekki í dag.“ -KB Á Akranesi Akranes er einn af myndarlegri kaupstöðum landsins. Útgerð er hryggstykkið í atvinnulifinu þar sem og Sementsverksmiðjan. Verk- smiðjan var byggð í kringum 1960 fyrir peninga frá Bandaríkjamönn- um sem veittir voru sem efdr- stríösaðstoð. Hvað var þessi bú- hnykkur nefndur? Karíus og Baktus Við Amarfjörð í Herðubreiðar- lindum Fyrir austan Bakkagerði er eitt af minnstu kauptúnum landsins, enda þótt það gangi raunar oftast undir öðru nafhi og hvert er það? Á leiðinni þangað er farið um snarbrattar skriður og í þeim hefúr um langan aldur staðið kross með latnesku letri þar sem var venja að fólk bæðist fyrir á ferð sinn um skrið- umar, sem heita hvað? Sem gróðurvin í miðri eyðimörk eru Herðubreiðarlindir. Þar koma margar lindir fram með hraun- röndinni og sameinast allar í Lindá. Á þessum stað blasir viö hin ægifagra Herðubreið, 1.682 metra há. Er formfagur móbergsstapi sem er hömrum girtur hið efra. Hvað hefur fjallið stundum verið nefnt? Sturla brosir Fyrir ári síðan opnaði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra nýjan veg sem tengir enn betur saman Norður- og Austurland. Veg- urinn, sem kom í stað leiðarinnar yfir Möðrudalsöræfi, er mun snjó- léttari en fyrri vegur - svo nú er orðið rennifæri árið um kring á þessari leið, sem nefhd er hvað? SVÖR: OiaiBOBtssijajBH , EiptlJ Bjjisuaisi Suiuwoja , 'UiooisoB iiBtisjBUi , 'JEiuiBÍH-niga uin ijnds ja jan , jnoiJJIsjni|!AOJErN um qijej J3 OnSuB^ U3 [JISAO JBOJEfjJÐÍÍJOa UJEU 0BUUB J3 !QJ33BlIiIEa , '10^3 I UmUIOlI tlU J3 JpujSUJB -0IS ps U3 SjgfqBujEJH So jBjmEquii)oa jjujiæq nja mss jEq ‘jniBpBJUiBquiiioa jb uuuniBQ , Sr. Hjálmar Dómkirkju- presturinn sr. Hjálmar Jónsson er einn af fimustu hagyrðingum landsins og hefur þess oft sést stað, ekki síst á meðan hann sat á þingi. Sr. Hjálmar sést hér við minnis- merki forfoður síns og nafita, sem bjó í Skagafirði og var einnig hag- yrðingur en einnig þekktur fyrir útskurðarlist. Hver var hann? Við norðan- verðan Amar- fjörð utarlega standa tveir bæir í litlum dal. Torleiði er mikið í þennan ægifagra dal sem er ef til vill þekktastur fyrir að þar fæddist fyr- ir rúmum hundrað árum Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur og telja margir að sögusvið sumra bóka hans sé í dalnum, sem heitir hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.