Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir Þing Vélstjórafélags íslands sett í gær: Höfum ekki séö digra sjóöi hjá LÍÚ - segir Helgi Laxdal og gefur lítið fyrir að LÍÚ yfirtaki rekstur Vélskólans Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, sagði á þingi félagsins, sem hófst í gær, að það hafi vakið at- hygli sína að megnið af tillögum, bæði meirihlutans og minnihlutanna í nefnd sjávarútvegsráðherra sem endurskoðaði lög um stjórn fisk- veiða, snerist um það fyrst og síðast að leggja nýja skatta á þessa atvinnu- grein. „Mitt mat er að á meðan grein- in er ríkisstyrkt sé tæpast tímabært að bæta við nýjum sköttum. Og eitt er alveg víst að Vélstjórafélag íslands hefur ekki orðið vart við, í kjara- samningum við LÍÚ, að þar sé að finna digra sjóði sem útgerðin er í vandræðum með aö losa sig við. Þvert á móti hefur sjálfsögðum kröf- um okkar um íjárframlög til mála- flokka sem aðrir launþegar njóta ver- ið hafnað á þeirri forsendu að útgerð- in hafi ekki ráð á viðbótarútgjöld- um,“ sagði Helgi. Helstu málin á þinginu eru menntamál og skipulagsmál félags- ins. Helgi gerði að umræðuefni við- ræður LÍÚ og menntamálaráðuneyt- isins um að LÍÚ yfirtaki rekstur Vél- skólans. Hann lagði á það áherslu að ef skólinn verður einkarekinn þá komi Vélstjórafélag Islands og bæði samtök kaupskipaútgerða og orku- geirinn að þeim rekstri. „Að mínu mati er Vélskóla íslands vel stjómað vegna þess að hann hef- ur mjög hæfum stjórnendum á að skipa og ég tel það síst á færi LÍÚ að miðla öðrum hvað varðar nútímalega stjórnunarhætti, en þeir sem hafa stjórnað þessum skóla, svo lengi sem mig rekur minni til, hafa mátt búa við endalausar ákúrur frá LÍÚ um að allt sem þar fer fram sé annaðhvort illa gert eða ónauðsynlegt," sagði Helgi. Hann sagði að á sama tíma og aðr- ar menntastofnanir fái hvatningu og stuðning frá þeim hluta atvinnulífs- ins sem þær þjóna; þar sem sifellt er sóst eftir víðtækari og meiri mennt- un hafa þeir sem stjórna Vélskóla ís- lands mátt búa við endalausa niður- rifsstarfsemi frá LÍÚ. „Það er mín bjargfóst skoðun að einhliða tengsl við LÍÚ muni ekki fjölga nemendum við skólann nema síður sé vegna ríkj- andi neikvæðni i garð útgerðar fiski- skipa nú um stundir," sagði Helgi. Þingi félagsins lýkur í dag en þá er m.a. á dagskrá stjómarkjör þar sem sitjandi stjórn og formaður fá mót- framboð. -gk Einkarekstur vélstjóra „Aö mínu mati er Vélskóla íslands vel stjórnaö vegna þess aö hann hefur mjög hæfum stjórnendum á aö skipa," segir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands en þingi sambandsins lýkur í dag. Heimsþing JC: Islendingur allra manna mælskastur Náttúruvernd: Fyrstu drög tilbúin í apríl Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur svarað fyrirspurn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur um gerð náttúruverndaráætlunar. Kemur fram í svarinu að fyrstu drög um slíka áætlun munu liggja fyrir í apríl á næsta ári. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru árið 1999 skal umhverfisráð- herra eigi sjaldnar en á fimm ára fresti láta vinna náttúruverndar- áætlun fyrir landið allt og leggja fyrir Alþingi. Sérstakur umsjónar- hópur hefur verið stofnaður um þessa vinnu, skipaöur forstjórum Náttúruvemdar ríkisins, Náttúru- fræðistofnunar íslands og starfs- manni umhverfisráöuneytisins. -BÞ „Það er auðvitað stórkostleg til- finning að komast á toppinn. Keppn- in var hörö en umfram allt mjög skemmtileg. Andstæðingar mínir eru allir frábærir ræöumenn," sagði Ingimundur K. Guðmundsson, en hann náði i fyrradag þeim einstæða árangri að verða heimsmeistari í ræðulist einstaklinga á heimsþingi JC. Heimsþingið fer fram í Barcelona á Spáni. Ingimundur, sem keppti fyrir hönd Evrópu, átti í harðri keppni við ræðumenn frá Kólumbíu, Ástr- Ingimundur K. Guömundsson. alíu og Nígeríu og hafði betur. Hann kvaðst hafa verið í góðu formi í úr- slitakeppninni auk þess sem hann hafði með sér dyggan hóp stuðn- ingsmanna að heiman. Umræöuefni úrslitakeppninnar var Frumkvöðlar í rekstri og sagði Ingimundur ræðumenn hafa komið víða við í ræðum sínum. Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem fulltrúi frá íslandi keppir fyrir hönd Evrópu á heimsþinginu; en í fyrsta sinn sem hann ber sigur af hólmi. -aþ Landspítalalóð: Þjófar sof- andi í bíl Tveir menn voru handteknir í gærmorgun þar sem þeir sváfu vært í bifreið á bílastæði Landspítalans við Hringbraut. Mennirnir höfðu augsýnilega staðið í ströngu um nóttina því í bílnum fannst þýfi úr þremur innbrotum. Annar mannanna var einnig handtekinn í fyrradag eftir að bif- reið hans kom fram á eftirlits- myndavélum á bílastæði í Reykja- vík. Þar var brotist inn í nokkra bíla og er maðurinn talinn hafa átt þátt í þeim. -aþ Seljahverfi: Vopnabúr tek- ið í geymslu - í kjölfar átaka Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Seljahverfi í gærmorgun. Tveir ungir menn áttu í átökum og sakaði annar hinn um þjófnað á leikjatölvu. Mennirnir höfðu verið að skemmta sér í bænum um nótt- ina og hafði annar fengið peninga- lán hjá hinum. Þeir gerðu með sér samkomulag um að sá sem skuldaði léti hinum í té leikjatölvu til trygg- ingar á greiðslu. Hann afhenti síðan tölvuna þegar heim kom en þá kom í ljós að kunningi mannsins taldi sig alltaf hafa átt tölvuna. Kom til átaka milli mannanna og fór svo að lögregla var kvödd á staðinn. Að sögn lögreglu taldi húsráðandi ráð- legast að lögregla tæki vopnabúr sitt, átta haglabyssur og rifFil, í geymslu enda ungu mönnunum ekki treystandi til að vera innan um slík tól sökum annarlegs ástands. Enginn var handtekinn vegna máls- ins en byssurnar verða geymdar hjá lögreglu tímabundiö. -aþ Óbreytt í norsk- íslensku síldinni Á aðalfundi Alþjóða hafrann- sóknaráðsins í London í gær var ákveðin skipting veiðiheimilda úr norsk-íslenska sildarstofninum en talið var að Norðmenn myndu reyna að knýja það fram að hluti ís- lendinga á veiðum úr stofninum yrði skertur þar sem ekki tókst að veiða úthlutaðan kvóta í ár. Norðmenn munu þó ekki hafa verið mjög beittir þegar á reyndi og varð niðurstaðan sú að í hlut Is- lands koma 15%. Heimilað var að veidd yrðu 850 þúsund tonn og koma því um 130 þúsund tonn í hlut íslands. -gk V»?ðllð i kvolH m 3< 3^ 3^ Lægir austan til síddegis Minnkandi vestanátt vestan til er líöur á morgunin, 15 til 20 um hádegi, en lægir austan tii síödegis. Víöa él og hiti O til 5 stig, hlýjast sunnan til. gj&iáitiMÍtaitT o REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.43 16.14 Sólarupprás á morgun 09.43 09.42 Sí&degisflóö 14.16 18.49 Ardegisflóö á morgun 03.03 07.36 SífýrlHgar á Vðöuriálúium ^VINDAH 10V-HITI 151 -10° ~*\VINDSTYRKUR ‘ \ ransr ! nntrum i uuwdii H0OSKÍRT O o LÉTfSKÝJAD HÁLF- SKÝJAO SKÝJAO ALSKÝJAÐ w %m RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA w ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA •jbíiShMi Best að fara varlega Þaö hefur veriö nokkuö hvasst og miklir vatnavextir víöa á landinu. Þaö er því um aö gera aö fara varlega ef menn ætla aö ferðast eitthvað um helgina. Síöan er líka alltaf bara hægt að vera heima og slappa af. Dálítil él Fremur hæg breytileg átt. Dálítil él viö noröausturströndina en annars skýjaö meö köflum. Frost 3 til 8 stig norðanlands en nálægt frostmarki viö vestur- og suöurströndina. Þiííiud Vindur: 5-9 ) Hiti 7° «1 -0« Su&austlæg átt og rlgnlng eða slydda en sí&an vestanátt og slyddu- e&a snjóél. Hlýnandl ve&ur. Su&austlæg e&a breytlleg átt. Rlgnlng sunnan tll á landlnu en slydda eða snjókoma nor&anlands. Hltl breytlst litift. Su&austlæg e&a breytlleg átt. Rlgnlng sunnan tll á landlnu en slydda eða snjókoma nor&anlands. Hltl breytlst litlð. AKUREYRI rigning ii BERGSSTAÐIR rigning 8 BOLUNGARVÍK rigning 12 EGILSSTAÐIR skýjaö 10 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN skýjaö 6 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI súld 9 BERGEN HELSINKI snjókoma -2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 3 ÓSLÓ léttskýjaö 2 STOKKHÓLMUR -1 PÓRSHÖFN skúrir 6 ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM hálfskýjaö 6 BARCELONA skýjaö 13 BERLÍN snjóél 3 CHICAGO heiöskírt 0 DUBLIN skýjaö 4 HALIFAX skýjað 10 FRANKFURT skýjaö 5 HAMBORG hálfskýjaö 4 JAN MAYEN snjókoma 4 LONDON hálfskýjað 6 LÚXEMBORG skýjaö 3 MALLORCA léttskýjaö 17 MONTREAL alskýjaö 2 NARSSARSSUAQ skýjaö 1 NEWYORK hálfskýjaö 10 ORLANDO heiöskírt 13 PARÍS skýjaö 5 VÍN alskýjaö 6 WASHINGTON léttskýjaö 8 WINNIPEG léttskýjaö -2 LiUMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.