Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 42
Helgarblað LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 DV y Rúnaðir JL-rassar Konur um víða veröld horfa mikl- um öfundaraugum til Jennifer Lopez, tyrir það aðdráttarafl sem hún virðist hafa til hins kynsins og hafa margar þegar farið undir hnífinn til að líkjast henni. Ekki er þó um að ræða andlit- ið, heldur er það búttaður afturend- inn, sem frekar hefur náð athygli karlpeningsins. Lýtalæknar í Bandaríkjunum hafa staðfest að mikil eftirspurn sé nú eft- ir svokölluðum JL-rössum og segja að þetta sé nánast að verða eins og þegar allar vildi fá PA-barm, eða eitthvað i líkingu við barminn hennar Pamelu Anderson. Aðeins um 150 konur munu hafa látið gera upp á sér afturendann í fyrra, en nú er eftirspurnin svo mikil að biðlistar hafa myndast. Aðgerðin ;nun kosta rúmar 600 þúsund krónur Bretlandi. Grét af gleði yfir hlutverkinu Daniel litli Radcliffe beinlínis grét af gleði þegar honum var tilkynnt að hann fengi að leika hlutverk töfra- drengsins Harrys Potters í fyrstu kvikmyndinni um hann. Það mátti víst litlu muna að ekkert yrði úr því vegna andstöðu foreldra drengsins við öllum óþægindunum sem frægðinni myndu fylgja. En leikstjórinn Chris Columbus gaf sig ekki og að lokum tókst honum að fá foreldrana á sitt band. Daniel segir að líf sitt hafi þó ekki breyst neitt, nema til bóta því hann fái betri einkunnir í skólanum. Fer JK Rowlings í barnakennsluna? Samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar hjá 9 til 16 ára skólabörn- um í Bretlandi, gætu frægar persónur sem kennarar geflð nemendum veru- legan innblástur og aukið áhugann fyrir náminu. í könnuninni voru krakkarnir einnig beðnir um að nefna hvaða persónur þau óskuðu sér helst sem kennara og kom þá í ljós að JK Rowlings, Carol Vorderman og David Beckham eru efst á óskalistanum. Aðrir sem lentu ofarlega á listanum voru Jamie Oliver, David Ginola og Hear'Say. Þegar spurt var um einstak- ar greinar var JK Rowlings talin hæf- ust til enskukennslu á meðan Ginola þótti hæfastur í frönskuna. Þorskur í bók sinni, Ævisaga þorsksins, segir Mark Kurlansky að öll líkamsbygging þorsksins miði að því að komast af. Hann er frjósamur, ónæmur fyrir sjúkdómum og kulda, nærist á öllu sem gefst og fer ferða sinna á grunnsævi nærri ströndum. Þorskurinn er alæta sem étur allt sem hreyfist, þar með talin sin eigin afkvæmi. Hann er meðal eftirsóttustu matfiska heimsins vegna hvítra vöðva sinna sem gefa til kynna að þorskurinn býr yfir snerpu en litlu úthaldi. Hold þorsksins er nær alveg fitulaust. Það WM inniheldur ■ • aðeins 0,3% fitu en 18% prótín sem er óvenju- lega hátt hlutfall miðað við annan fisk. Þetta þýðir að þurrkaður eða hertur þorsk- ur, sem er laus við vökva, er nærri 80% prótín. Þorskurinn hefur verið undirstaða heilla hagkerfa um aldir og menn hafa lært að nýta sér til matar hverja einustu örðu af honum, hvort sem það er roð, bein, sund- magi, haus eða hinn hvíti gómsæti fiskur sjálfur. Islendingar borða ekki mjög mikið af þorski enda vanir því um aldir að nærast á ýsu. Það er vegna þess að þorskurinn var útflutnings- vara fyrst og fremst meðan ýsan var mat- fiskur. Þorskurinn er sá stórvaxinna mat- fiska i heiminum I dag sem mest er veitt af og gefur mest í aðra hönd. Tvær góðar frá landsliðsmanni Þótt þorskurinn sé ekki skepna skýr „Þótt þorskurinn sé ekki skepna skýr, hann skömm hefur Bretanum á Þetta söng Haukur Morthens rétt fyrir 1960 þegar fyrsta þorskastríðið milli íslendinga og Breta stóð sem hæst. Þorskurinn er nefnilega svo hjartfólginn okkur íslendingum að vor friðelskandi þjóð hefur þrisvar sinnum farið í stríð vegna þessarar gráðugu skepnu. Hið fyrsta snerist um útfærslu landhelginnar í 12 mílur, næst var slegist um 50 mílur og sein- ast um 200 mílur. Þessi stríð hinna vopnsnauðu flskætna voru háð án mannfalls en hafa hlotið sinn sess í sögubókum þrátt fyrir það. Þorskurinn var lengi einn flska sem fjallað var um í dæg- urlagatextum. Það var síðan frændi Hauks, Ásbjörn Morthens eða Bubbi sem næst orti og söng um þorskinn og setti hann í pólitískt og félags- legt samhengi þegar hann söng um þúsund þorska sem á færi- bandinu þokast nær og í textum Bubbans varð frystihúsið eins og fangelsi sem enginn sleppur úr enda söng hann af trylltri gleði: „Ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í ísbirninum." Þegar hin merka bók blaða- mannsins Mark Kurlansky er skoðuð, sérstaklega hinar fjöl- mörgu fornu uppskriftir sem hann vísar til, vekur það athygli áhugamanns um mat hvað svina- feiti og þorskur eiga oft samleið í gömlum uppskriftum fiskveiði- þjóða. Þorskur var steiktur í svínafeiti, menn settu reyktar svinssíður í þykkar flskisúpur og þar fram eftir götimum. Þetta lostæti fóru íslendingar algerlega á mis við og skýringin auðvitað sú að eftir að land- námstíð lauk var svínahald ekki veigamikill þáttur í búskapar- haldi mörlanda. Þess vegna hitt- ust þessar tvær merku skepnur aldrei á íslandi. matur@dv.!s Það var Einar Geirsson sem lét okkur í té eftirfarandi uppskriftir að þorski. Einar er enginn fúskari í matargerð því hann er yfirkokkur á veitingastaðnum Tveim fiskum sem er við Reykjavíkurhöfn, þar sem fiskanganin er aldrei langt undan. Tveir fiskar hafa, eins og nafn stað- arins gefur til kynna, lagt áherslu á matreiðslu sjávarfangs og getið sér gott orð fyrir að umgangast fisk af þvi næmi og kurteisi sem slík dýr eiga skilið. Einar er ekki bara ein- hver kokkur því hann er í landsliði íslands í matargerð. Hann hafði ekki mikið fyrir því að hrista fram úr erminni þessar tvær girnilegu uppskriftir þar sem þorskurinn gad- hus morhua er í aðalhlutverki. „Mér finnst gott og gaman að elda þorsk og skil aldrei alveg hvers vegna hinum almenn borgara finnst ýsan alltaf svona heillandi. Senni- lega er þetta bara gamall vani,“ sagði Einar Geirsson í samtali við DV. „Þorskurinn er mjög bragð- góður fisk- ur, þéttur í sér og hentar afar vel til steikingar og suðu. Þess vegna hvet ég ykkur, lesendur DV, til þess að næst þegar þið ætlið að elda uppáhalds fiskréttinn ykkar, hvort sem það er pottréttur, ofnbakaður réttur eða súpa, að prófa að nota þorsk í stað- inn fyrir þann fisk sem þið eruð vön að nota,“ sagði Einar og sendir bar- áttukveðjur úr eldhúsinu. Sveppirnir eru steiktir á pönnu, portvíni, rjóma og kryddi bætt við og soðið þangað til blandan þykkn- ar. Annað grænmeti: Pönnusteikt spínat, léttsoðinn míní-mais og spergill (aspas) með kryddjurtum, tómatar í teningum. Tveir fiskar Léttsoðinn þorskur með bbq- viskísósu að hætti leikmannsins ásamt ofnbökuðum tómötum og mangó. Fyrir 4. 800 g þorskur (bein- og roðlaus) skorinn í 100 g bita og léttsoðinn í söltu vatni með 2-3 lárviðar- laufum og nokkrum pip- arkornum. bbq-viskísósa 1 dós niðursoðnir tómatar, ca 450 g 2 dl bbq-sósa 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 1 rauð paprika, söxuð 1 græn paprika, söxuð Villisvepparagú 80 g þurrkaðir villisveppir látnir vera í vatni í ca 1 klst. Sveppirnir eru síðan teknir upp úr vatninu, skolaðir og grófsaxaðir. 1 dl portvín 2 dl rjómi 1 tsk. ferskt timjan salt og pipar Einar við eldavélina Einar Geirsson landsliöskokkur á heimavelli, viö eldavélina á Tveimur fiskum. 4 skalotlaukar, saxaðir 1 sítróna, safi og börkur, fínt rifinn 2-3 msk. ólífuolía salt og grófmalaður svartur pipar Öllu blandað saman og bakað í eldföstu móti í ca 20-25 mín. í 180" C heitum ofni. Grænmetið er svitað í potti, rest- inni bætt út í og soðið við vægan hita í ca 30 mín. Ofnbakaðir tómatar og mangó 6 tómatar, skornir í báta 2 stk. mangó, skornir í teninga 4 skalotlaukar, saxaðir 2 hvítlauksrif, söxuð 1-2 dl ólífuolía 1 tsk. salt 2 msk. ferskt basilíkum, saxað Allt sett í eldfast mót og bakað við 150° C í ca 8-10 mín. Gott er að bera fram ferskt salat með þessum rétti. Pönnusteiktur þorskur með nýjum kartöflum og villi- svepparagú Fyrir 4. 800 g þorskur (bein- og roðlaus) skorinn í 100 g bita og pönnusteiktar kartöflur 16-20 nýjar rauðar kartöflur 1 chili-pipar, fínt saxaður 2 msk. hlyns-síróp 1 stk. lime (safi og börkur fínt rif- inn) 1 msk. ferskur koriander 1 tsk. grófmalaður svartur pipar 2 tsk. salt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.