Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 8
Útlönd
I>V
REUTER-MYND
José Bové
Franski bóndinn er óþreytandi í bar-
áttunni gegn hnattvæöingunni.
Engin tengsl viö
raunverukeikann
Viðskiptaráðherrar Heimsviö-
skiptastofnunarinnar (WTO) sem
nú þinga í arabíska furstadæminu
Katar verða ekki í neinum tengslum
við raunveruleikann á fundi sínum.
Svo segir aö minnsta kosti franski
bóndinn og höfuðandstæðingur
hnattvæðingarinnar, José Bové,
sem er í Katar að fylgjast með
fundahöldunum.
„Það er augljóst að þeir eru ekki
í neinum tengslum við veruleikann
og að þeir munu tala um efnahags-
lffið sem væri það sýndarveruleiki,"
segir Bové við frönsku fréttastofuna
AFP.
Ráðherrarnir ætla meðal annars
að ræða nýja ráðstefnu um aukið
viðskiptafrelsi en ágreiningur er
um hvort of langt hafi þegar verið
gengið eða ekki nógu langt.
Um fimmtíu fulltrúar frjálsra fé-
lagasamtaka efndu til hávaðasamra
mótmælaaðgerða við upphaf
fundarhaldanna í gær.
Brestir komnir í
Ijós í bandalagi
Breskir ráðherrar hafa í einka-
samtölum látið í ljós gremju yflr
framgöngu Bandaríkjamanna í
stríðinu gegn hryðjuverkamönnum
og eru það fyrstu merkin um að
brestir séu komnir í bandalag þjóð-
anna tveggja. Að sögn breska blaðs-
ins Guardian fer aðgerðaleysi
bandarískra stjórnyalda í deilum
Palestínumanna og ísraela mest fyr-
ir brjóstið á Bretum. Þá eru Bretar
algjörlega andvígir því að ráðist
verði gegn írak, eins og margir
vestra vilja. Bretar vita sem er að
mjög mikilvægt er að hafa arabarík-
in með í baráttunni gegn hryðju-
verkum en í þeim er nú mikil and-
staða við hemaðinn i Afganistan.
Norðmenn íhuga
að fara í mál
gegn Sellafield
Norsk stjómvöld íhuga að höfða
mál á hendur Bretum til að þvinga þá
til að draga úr losun geislavirkra efna
frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í
SeUafield, að því er Bror Yngve Rahm,
formaður orku- og umhverfisnefndar
■norska Stórþingsins, sagði við frétta-
ritara Reuters i gær.
í síðasta mánuði gripu írar tU laga-
legra aðgerða tU að stöðva áform
Breta um að hefja rekstur verksmiðju
sem á að framieiða blandað oxíð.
Rahm sagði að nefnd hans myndi
heimsækja Bretland og írland á nýju
ári tU að ræða rekstur stöðvarinnar i
Sellafield við yfirvöld.
Norðurbandalagiö í Afganistan segist hafa náð merkum áfanga:
Mazar-i-Sharif fallin
eftir harða bardaga
- Pentagon vill ekki staðfesta en segir fréttir uppörvandi
Hersveitir Norðurbandalagsins sem
berst gegn talibanastjórninni í
Afganistan komust inn í borgina Maz-
ar-i-Sharif í norðurhluta landsins síð-
degis í gær eftir harða bardaga, að því
er talsmaður stjórnarandstæðinganna
sagði fréttamanni Reuters.
FaU Mazar-i-Sharif, sem hemaðar-
lega mjög þýðingarmikil borg, er án
efa mikilvægasti áfangasigur Norður-
bandalagsins í baráttu þess gegn tali-
bönum frá því Bandaríkjamenn hófu
loftárásir sínar á Afganistan þann 7.
október.
„Hersveitir bandalagsins lögðu
undir sig flugvöUinn og fóru inn í
borgina. Liðsmenn talibana eru lagðir
á flótta í átt að Kabúl,“ sagði Ashraf
Nadeem, talsmaður Norðurbandalags-
ins, í símaviðtali við Reuters.
Hann sagði að hersveitir stjórnar-
andstæðinganna hefðu farið inn í
borgina klukkan 18 að staðartíma.
Abdul Rashid Dostum, hershöfðingi
úr röðum stjórnarandstæðinga, sagði
í samtali við tyrkneska sjónvarpsstöð
REUTER-MYND
Mótmælaaögeröir í Pakistan
Gífurlegar mótmælaaögerðir gegn
loftárásum Bandaríkjamanna á
Afganistan voru í Pakistan í gær og
skaut lögreglan aö minnsta kosti
fjóra menn til bana.
CNN að hersveitir sínar hefðu tekið
öU völd í Mazar-i-Sharif.
Dostum sagðist hafa misst 28 menn
i átökunum um borgina og að rúm-
lega 30 hefðu særst.
„Við tókum meira en tvö hundruð
fanga,“ sagði hann.
Bandarískar herílugvélar gerðu
harðar loftárásir á framvarðarsveitir
talibana við Mazar-i-Sharif í gær til að
veikja varnir þeirra.
Þegar fréttamaður Reuters ræddi
við talsmann Norðurbandalagsins var
komið kvöld i Afganistan og því sagði
hann ómögulegt að segja til um mann-
faU í bardögunum.
Bandarísk hernaðaryfirvöld vildu
ekki staðfesta yfirlýsingar Norður-
bandalagsins en sögðu upplýsingar
sem þau höfðu vera uppörvandi.
Undir kvöld í gær höfðu fulltrúar
talibana ekkert tjáð sig um fuUyrðing-
ar Norðurbandalagsins um faU Mazar-
i-Sharif þaðan sem hægt er að stöðva
aðflutninga til Kabúl.
Fundi Alþjóöa viöskiptastofnunarinnar mótmælt
Mótmælendur á Filippseyjum mótmæla fundi Alþjóöa viöskiptastofnunarinnar, WTO, fyrir framan bandaríska sendiráöiö í
höfuöborginni Manila. Fundurinn er haldinn borginni Doha í Katar. Fundurínn hófst í gær og stendur í fimm daga.
Viöskiptaráöherrar 142 landa ræöa þar lausn á fátækt og ágreining landanna vegna landbúnaðar, umhverfis ofl.
Bush vill ekki hitta Arafat
- ávarpa báöir allsherjarþing SÞ í New York um helgina
segist ekki skilja viljaleysi Bush
til að hitta Arafat. Það skjóti
skökku við að hann hitti bara
annan deiluaðila en hundsi hinn.
Ófriðurinn heldur áfram á milli
Palestinumanna og ísraela. Sam-
kvæmt fréttum skutu ísraelskir
hermenn heyrnarlausan Palest-
Inumann til bana á meðan palest-
ínskir byssumenn myrtu
israelska landnemakonu.
Condoleezza Rice, öryggisráð-
gjafi George W. Bush Bandaríkja-
forseta, lýsti þvi yfir í gær að
Bush myndi ekki hitta Yasser
Arafat, forseta Palestínu. Báðir
verða staddir í New York um helg-
ina til að vera viðstaddir allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna og
munu ávarpa þingið. Rice sagði að
meðan Arafat drægi ekki úr sam-
böndum sínum við öfgahópa með-
al Palestínumanna yrði ekkert af
fundum milli leiðtoganna tveggja.
Embættismenn í Palestínu sem
og ráðherrar í öðrum arabalönd-
um hafa lýst yfir vonbrigðum sin-
um með þessa ákvörðun. Saud al-
Faisal, utanríkisráðherra Sádi-Ar-
abíu, segir afstöðu Bush gera geð-
heilan mann bilaðan og sagði rik-
isstjórn Sádi-Arabíu vera veru-
lega vonsvikna með getuleysi
Bandaríkjanna við að koma frið-
arferlinu fyrir botni Miðjarðar-
hafs aftur af stað. Skipulagsráð-
herra Palestínu, Nabil Shaath,
Fogh vísar gagnrýni á bug
Anders Fogh
Rasmussen, leiðtogi
danska íhalds-
flokksins Venstre,
stendur fast á þeirri
skoðun að tak-
marka eigi fiölda
fiölskyldusamein-
inga og þvingaðra
hjónabanda meðal innflytjenda og
vísar gagnrýni flokksbróður síns á
þá stefnu á bug.
Sýnagóga vígð
Fyrsta sýnagógan, eða bænahús
gyðinga, sem hefur verið reist í
austurhluta Þýskalands frá því á
nasistatímabilinu, var vígð í borg-
inni Dresden í gær.
Húseigendur spara mikið
Húseigendur i Danmörku spara
rúma 25 milljarða íslenskra króna
með því að hafa fasteignalán sín
með breytilegum vöxtum, miðað við
lán með fostum 7 prósent vöxtum,
að sögn Jyllands-Posten.
Chelsea Clinton móöguö
Frægasti námsmaðurinn í hinum
virta háskóla í Oxford, Chelsea
Clinton, fyrrum forsetadóttir í Am-
eríku, er móðguð út í breska skóla-
félaga sína og finnst þeir hafa verið
tilfinningasljóir gagnvart Banda-
ríkjunum eftir hryðjuverkaárásirn-
ar í september.
Við öllu búnir
Svisslendingar eru að undirbúa
almannavarnaæfingu vegna hugs-
anlegs kjarnorkuslyss og geisla-
mengunar í kjölfarið.
Mótmæli í íran
Mótmæli gegn bókstafstrúar-
stjórninni í íran hafa brotist út að
undanfórnu á knattspymuleikjum í
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins. Það þykir til marks um að farið
sé að halla undan fæti hjá harðlínu-
klerkunum í stjórninni.
Stríðsglæpon gaf sig fram
Herlögreglumaður úr röðum
Bosníu-Króata, sem stríðsglæpa-
dómstóll SÞ hafði ákært, gaf sig
sjálfviljugur fram við króatísku lög-
regluna í gær.
Ákærð fyrir að ógna Karli
Sextán ára skóla-
stúlka sem lamdi
Karl Bretaprins í
andlitið þegar hann
heimsótti Lettland
á fimmtudag hefur
verið ákærð fyrir
að stofna lífi hans í
hættu og á yfir
höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Með
tilrækinu vildi stúlkan mótmæla
hemaðinum í Afganistan.
Þekkja ekki fána í sundur
Danskir stjórnmálamenn eru
greinilega ekki nógu vel að sér um
fána bræðraþjóðanna, því flestir
þeirra þekkja ekki mun á fánum ís-
lands og Færeyja, að því er fram
kom í þætti á danskri sjónvarpsstöð
og færeyska blaðið Dimmalætting
greindi frá i gær.
JÍniDGESTOnE
BLIZZAK
Loftbóludekkin
jf Lausnin
í stað naglanna,
Réttu dekkin fyrir
ABS bremsurnar!
í grafinu hér til hliðar má sjá að
Bridgestone BUZZAK dekkin
leysa nagladekkin af hólmi. Þessi
niðurstaða sem fékkst í íslenkri
prófun staðfestir niðurstöður
prófana frá öðrum löndum:
BLIZZAK - best í snjó og hálku!
Frábær í snjó og hálku
• Meiri stöðugleiki
• Miklu hljóðlátari
- Betri aksturseiginleikar
• Minni eldsneytiseyðsla
' Aukin þægindi
< Minni mengun - meiri sparnaður
Grafið sýnir
meðalbremsuvegalengd
3ja umferða á þurrum fs
á 60 km/klst.
dZXEEmXSI
Lágmúla 9 • Sími 530 2800