Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 DV Helgarblað 27 ( lega hvað ég ætti að finna sló hún mig utan undir. Hún lá þá stundina uppi í sófa og hætti ekki einu sinni að horfa á sjónvarpið á meðan. Ég fékk blóðnasir og fór að skæla. Mamma hrifsaði þurrku af borðinu, reif snifsi af henni og tróð upp í nefið á mér. „Þú veist nógu andskoti vel að hverju þú ert að leita!“ hreytti hún út úr sér. „Farðu og finndu það!“ Ég rauk aftur niður í kjallara og gætti þess að hafa svo hátt að mamma sannfærðist um að ég væri örugglega að hlýða fyrir- skipuninni. Þegar leitin að dótinu var orðin daglegt brauð gældi ég stundum við þá hugmynd að ég hefði fundið það sem saknað var. Ég ímyndaði mér að ég kæmi labbandi upp stigann með týnda hlutinn í hendinni og að mamma þakkaði mér fyrir með koss- um og kjassi. í óskadraumnum lifði fjölskyldan hamingjusömu lífi upp frá því. En ég fann aldrei neitt af því sem mamma týndi og hún lét mig aldrei gleyma því að ég væri einskis nýtur auli. Ég var ekki gamall þegar ég tók eft- ir því hvað mamma var allt öðruvísi þegar pabbi átti frí og var heima. Þá lagaði hún á sér hárið og fór í falleg fót og það var léttara yfir henni. Mér fannst svo gott þegar pabbi var heima. Þá slapp ég við löðrunga, speg- ilmeðferð og endalausa leit að ein- hverju sem var týnt. Pabbi varð vemdari minn. Ef hann fór niður í bílskúr til að gera eitthvað elti ég hann alltaf. Þegar hann sat í stólnum sínum og las blöðin kom ég mér fyrir við fætur hans. Á kvöldin, þegar búið var að bera af borðinu, þvoði pabbi upp leirtauið og ég þurrkaði. Ég vissi að meðan ég stæði við hlið hans yrði mér ekkert mein gert. Einn daginn áður en hann fór í vinnuna varð ég fyrir hræðilegu áfalli. Þegar hann var búinn að kveðja Ron og Stan beygði hann sig niður að mér, tók þétt utan um herö- amar á mér og sagði mér að vera „góður drengur". Mamma stóð fyrir aftan hann með krosslagða handleggi. Kalt bros lék um varir hennar. Ég leit í augun á pabba og vissi á samri stundu að ég var „vondur strákur". Iskaldur hrollur læstist um mig allan. Mig langaði til að halda í hann og sleppa honum aldrei en áður en ég gæti vafið hann örmum reis hann upp, sneri sér við og gekk til dyra án þess aö segja fleira. Eftir áminningu pabba kom okkur mömmu heldur skár saman um tíma. Þegar pabbi var heima lékum við. bræðurnir okkur inni í herberginu okkar eða úti fram til klukkan þrjú eða svo. Þá kveikti mamma á sjón- varpinu og leyfði okkur að horfa á teiknimyndir. Hjá foreldrum mínum hófst „sælustund" klukkan þrjú sið- degis. Þá raðaði pabbi vínflöskum og háum, fallegum glösum á eldhúsbekk- inn. Hann sneiddi niður sítrónur og súraldin og lét í litlar skálar og tók fram smákrukku af kirsuberjum. Þau drukku oft frá því um miðjan dag og fram undir það að við strákarnir fór- Bók Davids Pelzers Hún hefur vakiö gríðarlega athygli um allan heim. Ég andaði léttar í hvert sinn sem ég sá hana koma út úr herberginu sínu í fallegum kjól og vel snyrta. Þá daga kom hún alltaf brosandi fram. Þegar mamma þóttist sjá að „krók- setan" væri orðin gagnslaus færði hún sig upp á skaftið og fór að nota „spegilmeðferðina". Fyrst var þetta frekar meinlaus hirting. Mamma þreif bara í mig, rak andlitið á mér í spegilinn og nuddaði útgrátnu andlit- inu eftir hálum spegilfletinum. Svo skipaði hún mér að segja aftur og aft- ur: „Ég er vondur strákur! Ég er vondur strákur! Ég er vondur strák- ur!“ Síðan varð ég að standa þarna og stara í spegilinn. Ég stóð með hendur þétt niður með síðum, reri fram og aftur og kveið þeirri stundu þegar seinni auglýsingatíminn í sjónvarp- inu hæflst. Þá vissi ég að mamma kæmi arkandi eftir ganginum til að gá hvort ég væri enn að horfa í speg- ilinn og til að segja mér hvað ég væri viðbjóöslegur krakki. Ef bræður mín- ir komu inn í herbergið meðan ég var hjá speglinum litu þeir á mig, ypptu öxlum og héldu áfram að leika sér - eins og ég væri hvergi nærri. Fyrst sárnaði mér þetta en ég áttaði mig fljótt á því að þeir voru bara að reyna að bjarga eigin skinni. Þegar pabbi var í vinnunni rak mamma okkur bræðurna oft með hrópum og köllum um allt hús til að leita að einhverju sem hún hafði týnt. Leitin byrjaði oftast um morguninn og stóð í marga klukkutíma. Eftir dá- litla stund var ég venjulega sendur niður í bílskúr - sem var eins konar kjallari undir hluta hússins - til að leita. Jafnvel þar skalf ég af hræðslu ef ég heyrði mömmu æpa á annan hvorn bróður minn. Leitirnar stóðu mánuðum saman og á endanum var ég einn valinn til aö leita að dótinu hennar. Einu sinni gleymdi ég að hverju ég var að leita. Þegar ég spurði mömmu varfæmis- um að sofa. Ég man eftir að hafa horft á þau dansa í eldhúsinu við lög úr út- varpinu. Þau héldu þétt hvort utan um annað og virtust svo hamingju- söm. Ég hélt að vondu tímarnir væru liðnir. En það var misskilningur hjá mér. Vondu tímamir vora rétt að byrja. Frd eyðimerkurlífi tíl ofurfyrirsœtu „Mögnuð lesning og afar óhugaverð ... Sd sem les Eyðimerloirblóniið kemst vart hjd því að dást að ótrúlegum viljastyrk og hugrekki VMiris." Kolbrán Bojjrársdótlir/DV' JjiO JPV ÚTGÁFA Qrædraborqarstíg 7 101 Reykjavík Sfmi 575 5600 jpv@jpv.is * www.jpv.is „HeilJandi bók, sem sýnir að Jífið slœr alian skdldskap út... hélt mér föngnum heila nótt, dr og dagar síðan bók hefur ndð slíkum tökum d mér.“ Hrnfri Jökulsson/strik.is MtTSÚLUaOK U,M ALLAN' HSJM Bílastæðasióður ...svo í borg sé leggjandi Þetta er sönn og áhrifamikil frásögn. Waris Dirie ólst upp við erfiða lífsbaráttu í eyðimörkum Sómalíu. Tólf ára var henni skip- að að giftast sextugum manni en þá flúði hún til Mogadishu, Hún komst síðartil London, þar sem hún var „uppgötvuð" og hóf þá ævintýralegan feril sem heimsþekkt Ijósmyndafyrirsæta. „Ævintýri líkust. Frdsögn hennar er lifandi og greinilegt að hún hefur góða tilíinningu iyrir því að segja sögu d þann hdtt að athygli iesandans er œtíð vakandi." Áhrifamikil bók Soffici Audur BirgisdóHir/Morjjunblaðid Um CÍnstaka konU Hamingjusöm æska Flestir eiga sem betur fer hamingjusama æsku en Davið'Pelzer var ekki einn þeirra heldur baröist við sína eigin móður dag hvern stóran hluta æsku sinnar. (Myndin tengist bókinni ekki á neinn hátt.) E PELZER Eftíminn er naumur Þarftu að skjótast í bæinn? Þá mælum við hiklaust með stöðumælum, en aðeins í stutta stund. Pi er þar sem umferðin er mest og mikilvægt er að sem flestir hafi aðgang að bílastæðum yfir daginn. Pi-bílastæði eru hentug skammtímastæði við Laugaveginn, Bankastræti og í Kvosinni þegar þú ert að flýta þér. ©jsaeu/g gsio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.