Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 56
i m bílum Utsölulok nú um helgina * * * níl A Ul ICin i húsl Ingvars Helgasonar hf. DlLiMrllJOIli# Sœvarhofða 2 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Níels á Bjarma BA: Segi ekki neitt - aö svo komnu máli „Ég ætla ekki að segja neitt að svo komnu máli,“ sagði Níels Ár- sælsson, skip- stjóri og útgerðar- maður Bjarma BA frá Tálkna- firði. Eins og fram kom í DV í Ársæisson. gær voru umtal- aðar myndir af brottkasti afla sem sýndar voru í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að hluta teknar um borð í Bjarma. í DV í gær er haft eftir Níels að hann muni fara í mál við blaðið haldi það þvi fram að hann hendi afla. Þegar blaðið ræddi svo við Ní- els í gærkvöldi þvertók hann fyrir að hafa nokkru sinni hótað blaðinu málsókn. „Þið eruð búnir að segja að brottkastsmyndirnar hafi verið teknar um borð í mínum báti og birtið mynd af honum. Er ekki nóg komið?“ spurði Níels - og telur sök- ina á þeirri umræðu sem nú er um brottkast afla vera hjá fjölmiðlum. Lögreglurannsókn er hafin vegna brottkastmálanna. -sbs 0,8% vaxtalækkun: 11 krónur á dag Vaxtalækkun Seðlabankans mun aöeins hafa óveruleg áhrif á skuldir hins almenna borgara. Ef bankamir bregðast við með 0,8% vaxtalækkun, líkt og Seðlabankinn, þýðir það að greiðslubyrði einstaklings á 500.000 króna skuldabréfsláni lækkar um 4000 krónur á ári. Þaö jafngildir að- eins 11 krónum á dag eða 330 krónum á mánuði. Þórður Guðlaugsson, Sambandi ís- lenskra sparisjóða, segir alveg ljóst aö vextirnir verði lækkaðir hjá bönk- unum í kjölfar ákvörðunar Seðla- bankans. Þórður segir lægri verðbólgu hafa miklu meiri áhrif á skuldir almenn- ings. „Þessi lækkun fer fyrst og fremst á óverðtryggð lán en ekki á þau verðtryggðu. Lánin hjá mér og þér og öllum hinum eru verðtryggð, s.s. húsbréfalán og þar ræður verð- bólguskrattinn. Hún er mesti óvinur- inn í þessu.“ Verðbólga mælist um 8,5% á árs- grundvelli sem þýðir í raun 8,5% álag ofan á aðra vexti. Fyrir vikið fara heildarvextir t.d. á yfirdrætti upp yfir 20% og munar um minna en að ein króna af hverjum fimm fari í vaskinn. -BÞ F]órir slösuöust í höröum árekstri dv mynd hilmar þór Fólksbíll og jeppi rákust saman á mótum Suöurgötu og Brynjólfsgötu á sjötta tímanum í gær. Áreksturinn var mjög haröur og þurfti aöstoö tækjabíls slökkviliösins viö aö ná tveimur farþega fólksbílsins út. Ökumenn beggja bifreiöa ásamt tveimur farþegum fólksbílsins voru fluttir meö sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Ekki lá fyrir hversu alvarleg meiösl fólksins voru þegar blaöiö fór í prentun. Notaði 16 fölsuð kreditkort til að lifa hátt á íslandi: Nígeríumaður sveik út 5,3 milljónir króna - tekinn með þrjár fullar ferðatöskur af lúxusvarningi Breskur ríkisborgari af nígerísk- um uppruna, sem gengur undir tveimur nöfnum, játaði fyrir fram- an dómara í gær fjársvik og skjala- fals upp á 5,3 milljónir króna. Hann lifði hátt í þremur ferðum sínum til íslands í lok sumars og byrjun hausts og notaði falsaðar eftirgerðir af 16 kreditkortum til að svíkja féð út. Lögreglan lagði hald á þrjár fullar feröatöskur með ýmsum lúxusvarningi þegar mað- urinn var handtekinn í Leifsstöð um miöjan september. Hann var þá einnig með 15 þúsund Banda- ríkjadali á sér, um eina og hálfa milljón króna. Maðurinn var að kaupa sér farseðil hjá Flugleiðum í fjórðu ferðina tii íslands þegar upp um hann komst. Athugull starfsmaður tók þá eftir að nafnið á kreditkorti mannsins passaði ekki saman við nafnið á farseðlin- um. Maðurinn gengur nefnilega undir tveimur nöfnum, ann- ars vegar Gregory Oraka Bazunu frá London, fæddur 11. desember 1968, og Regin- ald Aghogho Mafemi frá London, fæddur 18. nóvem- ber 1968. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því eftir handtöku en réttað verður í máli hans á næst- unni. Maðurinn tók 47 sinnum út á fölsuðu kreditkortin hér á landi, meðal annars pen- ingaúttektir upp á hundruð þúsunda króna, einkum í Landsbankanum í Leifsstöð og á Hótel Loftleiöum. Hann sló einnig um sig á Club Clinton þar sem hann sveik út tugi þús- unda til að njóta funda við kven- fólk. Einnig fór hann í verslunina Leonard í Kringlunni. Þar keypti hann dömuúr fyrir 182 þúsund krónur og sveik aðrar vörur út fyrir 380 þúsund krónur. Maður- inn greiddi gistingu á Hótel Sögu fyrir 42 þúsund, keypti sér Nokia- sima fyrir 115 þúsund hjá Tal hf. í Kringlunni, annan GSM-sima fyrir 26 þúsund i Fríhöfninni, herraföt, Hugo Boss, fyrir 92 þúsund, skófatnað fyrir 43 þúsund og fieira. VISA ísland fer fram á að mað- urinn verði dæmdur til að greiða fyrirtækinu skaðabætur upp á 3,9 milljónir en Kreditkort hf. fara fram á tæpar 1,2 milljónir. Efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gefur út ákæru og sækir málið fyr- ir dómstólum. -Ótt i 4 i ( i i Hert viöurlög gegn þeim harðsvíruðustu: Dómsmálaráðherra í brottkast Ámi Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að ræða við dómsmálaráðherra, Sólveigu Péturstíóttur, vegna viðurlaga við brottkasti á fiski- miðum landsins. Eins og fram kom í DV í gær gagnrýnir sjáv- arútvegsráðherra sýslumenn og lögreglu fyrir að sinna ekki rannsóknarskyldu sinni. Hann segir að meint lögbrot séu litt eða ekkert rannsökuð. Kærur frá Fiskistofu séu afgreiddar með því að lögreglan spyrji skipstjóra hvort þeir hafi hent fiski og ef þeir neiti því sé málið úr sögunni. Nálægðin í dreifbýl- inu hafi þama eitthvað að segja. Þetta séu erfið mál í litlum samfélögum en sýslu- menn eigi að vera yfir það hafnir að láta slíkt stöðva sig. Árni segir sérstakt áhyggjuefni að sam- kvæmt könnunum teiji 40% sjómanna réttlætanlegt að kasta fiski. Stundum sé vís- að til neyðarréttar í þvi samhengi sem sé fráleitt sjónarmið hjá jafn vel stæðri þjóð Árni tekur fram að hann telji að þorri sjómanna standi sig vel í þessum efnum og bendir á að ráðuneytið hafi sett reglur sem auð- veldi úgerð að bregðast við afla utan kvóta. Framsalið eitt og sér sé ekki blóraböggull í þessu samhengi. „Hins vegar er mjög erfitt að nálgast þá sem gera gagn- gert út á þessi brot nema með lögregluaðgerðum og auknu eftirliti," segir Ámi sem gerir mikinn greinarmun á þeim og hinum sem ekki geti gert að því hvað þeir fái á krókinn eða i netin. „Það þarf breytt vinnubrögð og ég mun tala við dómsmálaráðherra um þessi mál,“ segir ráðherra. DV náði ekki tali af dómsmálaráð- herra. -BÞ Árni Mathiesen. Sólveig Pétursdóttir. jólakort STYÐJUM’KRABBAMEINSFÉLAGIÐ í STARFI WWW.NYJARVID0IR.IS Utiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.