Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V DV-MYND HARI Vill koma fólki á óvart „Ég vil gera hluti á annan hátt en venja er til, “ segir Kami, „og á þaö líka viö um einkalíf mitt. Ég vil koma fólki á óvart. Þaö gerir lífiö skemmtilegra. Fyrirtæki ættu aö leggja meira uþp úr því aö gera vörur sínar skemmtilegar. “ Óhóflegt vald spillir mönnum óhóflega - Michael J. Kami ræðir um heiminn eftir 11. september og tilgang lífsins Michael J. Kami kom hér síðast fyrir sextán árum, „áður en þú fæddist," segir hann og glottir að mér. Á þeim tíma hefur viðskipta- líf heimsins verið i gríðarlegri uppsveiflu. „Allur heimurinn hef- ur breyst mjög mikið. Ákvarðana- taka er fjórum sinnum hraðari nú en áður, það sem áður var gert á einum mánuði er ákveðið á einni viku. Tæknin er 100 sinnum hrað- virkari en áður og við notum tölv- ur og samskiptatæki fjórum sinn- um meira en áður. Milliríkjavið- skipti hafa einnig fjórfaldast. Hraði er mælikvarði á einstak- ling, fyrirtæki og jafnvel þjóöir. Ég er hrifinn af hraðri ákvarðana- töku, hrööum breytingum og hraða. Og það er ekki bara af því að ég er orðinn gamall og ég verði að flýta mér þvi ég hafi lítinn tíma,“ segir Kami og hlær og bendir á að það er ekki hægt að vera íhaldssamur og hægfara vilji fyrirtæki ná árangri á tímum veldisvaxtar. Sálarlíf neytandans „Þegar uppgangurinn er svona mikiU þá verða menn að átta sig á því að hann getur ekki risið til hins óendanlega," segir Kami spurður um ástand heimsins eftir 11. september. „Einhvem tímann hlýtur að vera sveigja á ferlinum. Það sem gerðist 11. september var harmleikur og þá varð brot á vaxt- arkúrfunni. Fólk er hrætt og það hefur áhrif á ferðalög og tóm- stundir þess. Það hefur áhrif á efnahaginn og hlutabréfamarkað- inn. Og þvi hefðu hryðjuverka- mennimir getað unnið stærri sig- ur en felst í því að myrða fimm þúsund manns. Þeir hefðu getað vaidið efnahagslegri niðursveiflu og það er mjög alvarlegt. Og ég er með kenningu (það er bara kenn- ing því ég hef enga kristalskúlu tU að sjá framtíðina í) um að ef eng- in hryðjuverk verða framin á næstu þremur mánuðum þá muni fólk gleyma (því minni fólks er mjög lítið) og byrja aftur að ferð- ast og kaupa hlutabréf. En ef hryðjuverkamennimir ná að eyði- leggja aðra byggingu, drepa nokk- ur þúsund manns og breiða út meiri miltisbrand eða, guð hjálpi okkur, bólusótt þá geta þeir valdið heimskreppu. Ef stríðinu í Afganistan lýkur ekki með ein- hverjum árangri þá mun það inn- an skamms hafa áhrif á efnahags- kerfi aUs heimsins. Flestar efna- hagslegar breytingar byggjast á sálarlífi neytandans og ef neytand- inn er hræddur þá heldur hann að sér höndum og þá verður heimur- inn í „slow motion". Við verðum að byggja upp sjálfstraust á næstu þremur mánuðum um að ekki verði ráðist á okkur aftur. Stjóm- völd skilja það en hræðast að tala um þetta.“ Kami segir ólíklegt aö þetta ástand komi sérstaklega niður á íslandi, telur raunar að ísland geti nýtt sér ástand heimsmálanna, til dæmis með því að vera eins konar geymslustaður fyrir rafrænar upplýsingar þar sem allir myndu geyma afrit af tölvukerfum sínum. „Þetta er viðskiptahugmynd sem ég myndi vilja sjá fylgt eftir á ís- landi. Ef íslendingar eru klókir þá geta þeir grætt vel á ástandinu." Friðhelgin rofln Helduröu aó líf okkar muni breytast í kjölfar hryöjuverkanna? „Ég held að líf íslendinga muni ekki breytast en i Bandaríkjunum hefur líf venjulegs fólks breyst og mun breytast,“ segir Kami og bendir á þróunina í verndun einkalífs fólks sem hann segir ganga lengra í Evrópu en i Banda- ríkjunum. „Eftir árásina verður friðhelgi einkalífsins í öðru sæti á eftir réttinum til að komast af. En hvað þýðir það að vera með per- sónuskilríki? í Bandaríkjunum hefur það litla merkingu því þaö er hægt að kaupa slík skilríki fyr- ir fimm dali. Allir unglingar sem vilja kaupa sér áfengi vita hvem- „Ég er viss um að Bill Gates fremur ekki sjdlfs- morð þótt eign hans minnki úr 100 milljörð- um í 50 milljarða. Á viss- um tíma lífsins verður maður að hugsa heim- spekilega. Þess vegna skil ég ekki af hverju við- skiptamenn vinna mikið, líður illa, lemja börnin sín og skilja við konum- ar sínar fyrir peninga. Vald spillir mönnum og óhóflegt vald spillir mönnum óhóflega. “ ig á að kaupa persónuskilríki. Það veröur því að þróa líffræðileg verkfæri til að nema fingraför, andlit eða einfaldlega græða flög- ur í fólk. Við verðum að geta sannað hver maður er. Því fylgir að upplýsingar verða að liggja fyr- ir um stöðuna á reikningnum hjá manni, hvort það eru hundraö milljónir inni á reikningnum og maöur vinni við skóburstun. Til að auka öryggi okkar verðum við að gefa eftir friðhelgi einkalifsins. Það verður mikið áfaU fyrir marga. Sumir leggja mikið upp úr frið- helgi einkalífsins, sumir em hlut- lausir og aðrir segja; „af hverju ekki? Ég hef ekkert að fela“. Ég skil aftur á móti ekki þessa miklu sálrænu þörf fyrir að vera nafn- laus og óþekktur.“ Vinur Harley Michael J. Kami gekk til liðs við stjórn Harley-Davidson árið 1982 og er almennt álitið að hann hafi ráðið úrslitum á erfiðum rekstrarárum fyrirtækisins og með hans hjálp hafi tekist að koma fyrirtækinu á græna grein. „Ég hef í nítján ár verið hjá Harley-Davidson sem ráðgjafi og sem vinur. Ég lít á ráðgjafarstörf- in sem vináttu." Ég vona að þú fáir greitt fyrir vináttuna. „Ja,“ segir Kami og réttir hægri höndina kæruleysislega út í loftið, „á mínum aldri eru peningar ekki mikilvægir. Ég á peninga sem endast þrjú æviskeið og ég er orð- inn 79 ára. Vinátta og sú áskorun sem felst í verkefninu er miklu meira virði. Og Harley er tilflnn- ingalegt fyrirtæki. Harley var í vandræðum árið 1982 og ég tók þátt í að stofna eig- endaklúbbinn HOG,“ segir Kami. HOG er skammstöfun fyrir Harley-Davidson Owners Group en hog þýöir á ensku svín eða göltur. „Og ég er göltur númer eitt og í klúbbnum eru 700 þúsund meölimir. Árið 2003 verður 100 ára afmæli Harley-Davidson og þá ætlum við að halda mikla veislu og vonumst til að þá verði félags- menn orðnir fleiri en ein milljón." Áttiröu Harley-Davidson áöur en þú settist í stjórn fyrirtœkisins? „Þegar ég settist í stjórn ákváö- um við að allir þeir sem kæmu að starfi fyrirtækisins ættu að aka um á Harley-Davidson. Ef maöur er ráðgjafi hjá Nestlé þá verður maður aö gera svo vel aö borða Nestlé-súkkulaði," segir Kami og hlær 79 ára gömlum barnshlátri. „Harley-Davidson er skemmtilegt fyrirtæki." Ekki jafngóð Harley-Davidson-hjól eru ekki borin saman við aðrar tegundir. Spumingar um snerpu, hraða og vinnslu í samanburði við japönsk hjól eru sjaldnast uppi á borðinu. Harley-Davidson-hjól eiga ekki að fara hratt. „Við viljum ferðast saman í hópum, drekka bjór sam- an og skiptast á draumum. Það er heimspeki Harley-Davidson. Þess vegna eru líka þessi skrýtnu föt og slagorð. Maður keyrir ekki BMW með slagorð á skyrtunni sinni. Þjóðverjarnir vilja það ekki.“ Kami neitar þvi ekki að það hafi verið hans hugmynd að stofna klúbbinn og efla vitund Harley-eigenda um heimspeki mótorhjólsins. „Við vildum undir- strika tilfinningaböndin við hjól- in. Það er skynsamlegt því hjólin okkar eru ekki jafn góð og þau japönsku. Og það heyrist hátt í þeim - við elskum Harley-hljóðið. Honda hefur framleitt vél sem er nánast hljóðlaus. En núna hafa þeir sett Harley-Davidson-hljóð í vélina," segir Kami og bætir við að ég ætti að fá mér mótorhjól. Ég ákveð að geyma mér það enda Kami gott dæmi um það að maður getur alveg beðið til sjötugsaldurs- ins með að fá sér mótorhjól. Það er ekki hefðbundin ímynd fyrirtækjaráðgjafa að þeysa um á mótorhjóli, kannski imyndar mað- ur sér þá frekar við skákboröið. „Ég vil gera hluti á annan hátt en venja er til,“ segir Kami, „og á það líka við um einkalíf mitt. Ég vil koma fólki á óvart. Það gerir lífið skemmtilegra. Fyrirtæki ættu að leggja meira upp úr því að gera vörur sínar skemmtilegar. En þá er spurt: „hvemig gerir maður ljósritunarvél skemmtilegri?" Ég veit ekki hvernig, en kannski væri hægt aö þrýsta á hnapp og einhver teiknimyndafigúra myndi skjótast upp úr vélinni. Af hverju erum við ekki mannlegri þegar við upphugsum markaðsstefnu?" Tilgangur lífsins Maður sem er stöðugt að hugsa um mannlegar þarfir og stefnu- mótun hlýtur að hafa einhverjar hugmyndir um tilgang lifsins. Þess vegna hlýtur lokaspurning til hans að vera: Hver er tilgangur lífsins? „Fyrst á maður að græða pen- inga því það er brjóstumkennan- legt að vera fátækur," segir Kami. „Síðan á maður að hafa það gott og njóta lífsins. Það er alveg sama hvort maður á fimm milljónir eða fimmtíu, maður boröar ekkert meira og drekkur ekki fleiri vín- glös. Óhófleg peningaeign gerir manni lítið gagn. Ég er viss um að Bill Gates fremur ekki sjálfsmorð þótt eign hans minnki úr 100 millj- örðum í 50 milljarða. Á vissum tíma lífsins verður maður að hugsa heimspekilega. Þess vegna skil ég ekki af hverju viðskipta- menn vinna mikiö, líður illa, lemja bömin sín og skilja við kon- umar sínar fyrir peninga. Vald spillir mönnum og óhóflegt vald spillir mönnum óhóflega.“ Segiröu þetta viö forstjórana sem sœkja fyrirlestra hjá þér? „Já, ég segi þeim að gegna ekki störfum forstjóra nema í fimm ár. Ef þeim gengur ekki vel þá ætti að reka þá hvort sem er og ef þeim gengur vel þá eiga þeir að gera eitthvað annað, eitthvað fyrir samfélagið eða sjálfa sig. En með því aö sitja í sama fyrirtækinu og segjast veröa að gera þetta fyrir hluthafa eru þeir að segja að eng- inn annar í heiminum geti fyllt skarð þeirra. Það er mikill hroki.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.