Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________33V Hlín Agnarsdóttir rithöfundur „Ég hef skrifað árum saman en það að skrifa er ekki það sama og að birta verk sín. Mér fannst ég einfaldlega ekki vera tilbúin fyrr en þetta. Ég fékk hugmyndina að þessari bók 1997 og hef verið að skrifa hana síðan þegar ég hef ekki verið að vinna en ég þarf að vinna fyrir mér þvt maður lifir ekki af ritstörfum. “ Höfudsynd að vera leiðinlegur - Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikskáld hlær að okkur Þaö telst alltaf til tíðinda þegar rit- höfundur sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu. Gagnrýnendur klappa föö- urlega á kollinn á ungskáldinu og þaö er líklegt að sagt sé aö verk þess lofi góöu. Þegar fyrsta skáldsaga höfundar lítur dagsins ljós þegar hann nálgast fimmtugt eins og óð fluga og viðkom- andi hefur þegar getið sér gott orö fyr- ir ritstörf er málið ekki eins einfalt. Hlín Agnarsdóttir sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu: „Hátt upp viö Noröurbrún", sem Salka forlag gefur út, en hún er sannarlega enginn ný- græöingur á ritvellinum. Hlin hefur skrifaö leikrit, smásögur og ljóð um dagana og fengist viö ritstörf af marg- víslegu tagi. Sagan heitir Hátt upp við Norður- brún og þar segir frá þerripíunni Öddu ísabellu Ingvarz sem tekur fólk með öll heimsins vandamál í þerapíu í rúminu sínu og vex ekkert í augum. Þetta er manneskja sem kallar ekki allt ömmu sína. Af hverju komstu ekki fyrr? Ég hitti Hlín Agnarsdóttur yflr kaffibolla og kleinuhring á Kaffi Rót og dettur í hug aö spyrja hana hvern- ig í ósköpunum standi á því að hún hafi beðið svo lengi með að senda frá sér skáldsögu. Var Halldór Laxness ekki 17 ára þegar hann skrifaöi Barn náttúrunnar? Hlin horfir á mig með svipuðu um- burðarlyndi og ég held að Halldór hafi stundum sýnt blaðamönnum og þeirra gáfulegu spurningum. Hún var reyndar heimagangur á heimili nóbelsskáldsins sem ein af vinkonum dætra hans og segist hafa boriö gríð- ariega virðingu fyrir honum og notar þetta tækifæri til þess að rifja upp þau orð skáldsins að hann ráðlegði engum manni að leggja fyrir sig ritstörf. Það væri afskaplega mikil vinna að vera rithöfundur, að baki einni setninga gætu legið margar andvökunætur, allt átak höfundarins, útboö allra krafta hans...eins og hann segir í ritgerðinni um höfundinn og verk hans. Ég er seinþroska „Ég er náttúrlega óskaplega sein- þroska. Hitt er einnig staðreynd að konur eru seinni til að gefa út verk sín en karlmenn. Þær hugsa sig betur um áður en þær sleppa hendinni af verkum sínum. Ég hef skrifað árum saman en það að skrifa er ekki það sama og að birta verk sín. Mér fannst ég einfaldlega ekki vera tilbúin fyrr en þetta. Ég fékk hugmyndina að þessari bók 1997 og hef verið að skrifa hana síðan þegar ég hef ekki verið að vinna en ég þarf að vinna fyrir mér því maður lif- ir ekki af ritstörfum,“ segir Hlin og minnir mig á að Ibsen hafi ekkert skrifað af viti fyrr en eftir fimmtugt. „Konur skrifa mikið en þurfa meiri hvatningu til þess aö birta verk sín. Þetta er ekkert kvenréttindakjaftæði heldur staðreynd." Illkvittni, háð og orðalefkir Ég vil halda því fram að Hlín hafi valið sér það verkefni að skopast að þjóð sinni allt frá því að hún skrifaði hið eftirminnilega leikrit Láttu ekki deigan síga, Guðmundur þar sem heil kynslóð kennd við árið 1968 var dreg- in sundur og saman í háði. Leikritið skrifaði Hlin í samvinnu við Eddu Björgvinsdóttur leikkonu upp úr eigin smásögu, Beðið eftir byltingunni. Sagan um Öddu gengur meira út á að gera grín að samtímanum og við reynum að greina kímnigáfu Hlínar sem ég vil meina að greinist í 10% orðaleiki, 60% háð og 30% illkvittni. Hlín samþykkir þessa sundurliðun en vill hafa skipti á orðaleikjunum og ill- kvittninni, hún sé ekki nema 10% og af saklausara taginu.Hún minnir líka á að það sem einum flnnst fyndið er öðrum rammasta alvara. Lifum á áreitnum tímum „Við lifum á áreitnum tímum. Hraðinn og djöfulgangurinn er í senn óþolandi en jafnframt mjög áhuga- verður. Mér finnst samtíðarmenn mínir og nútíminn óskaplega fyndin. Fólk er oft svo hallærislega fyndið þegar það er að leika hlutverkin sín að það veit ekki hvað það er í raun skoplegt. íslendingar eru afskaplega módern þjóð en samfélagið hefur farið fram úr sálarþroskanum og við erum afar vanþroska tilfinningalega. Ef ein- hver reynir að ræða um tilfmningar eða skilgreina sínar tilfinningar er maður umsvifalaust talinn væminn og það er ekki gott.“ Höfuösynd Eitt af því fjölmarga sem Hlín segir um þjóð sína í þessu viðtali er að við séum svo dugleg en óþolinmóð. „Við viljum alltaf að hlutirnar ger- ist strax. Það er ekkert nútímalegt við að þurfa að bíða eftir því að manni batni. Það er leiðinlegt og ef eitthvað er höfuðsynd á okkar tímum þá er það að vera leiðinlegur. Það er ófyrirgef- anlegt. Þegar ég var að alast upp var mér innprentað að maður ætti að vera duglegur. Sjálfsvirðing mín eins og þjóðarinnar allrar hefur falist í dugn- aði Ég hef verið dugleg að vinna, dug- leg að mennta mig, dugleg að byggja hús, dugleg að giftast og skilja og dug- leg að finna ekki til.“ í sögu Hlínar bregður þekktu fólki fyrir í aukahlutverkum. Sumir eru lítt dulbúnir eins og Smári Klemens- son hjá íslenskri gervagreiningu en aörir eru einfaldlega þeir sjálfir. Hvað má höfundur ganga langt í þessum efnum? „Maður má auðvitað nota þekktar persónur sem þátttakendur í atburð- um þar sem skáldsögupersónur eru í aðalhlutverki. Forsætisráðherra og biskup mega vera í minningarathöfn í skáldsögu. En ég get ekki fjallað um þá og líf þeirra á sama hátt og ég ræð yfir skáldsagnapersónum, nema þeir heiti öðrum nöfnum en þeir heita. „ Við erum fyndin þjóð Ég þekki fólk eins og Öddu ísabellu Ingvarz og ég þekki hana í svo mörg- um. Hún er afskaplega órög við að taka að sér hluti. Við erum svo brött og athafnasöm, íslendingar. Við hög- um okkur svo oft eins og við séum 2,8 milljónir en ekki 280 þúsund. Mér finnst við afskaplega fyndin í allri okkar athafnasemi og oflátungshætti þegar ekkert vex okkur í augum og við getum bókstaflega allt. Það er þessi almættistilfinning sem svo margir eru haldnir. Sem barni var mér alltaf sagt að ég ætti að taka heilsteypt fólk mér til fyr- irmyndar. Ég var þá og lengi síðan að reyna að átta mig á því í hverju það fælist en er sennilega engu nær. Ég held að nútíminn nenni ekki að hlusta á heilsteypt fólk og kæfi rödd þess. Það er svo skynsamt og varkárt og þar af leiðandi leiðinlegt." Svo segir Hlín mér frá sænskum rithöfundi, Carinu Rydberg, sem purkunarlaust notar sitt eigið líf og náin kynni sín af misjafnlega þekktu fólki í skáldsögum sínum sem hafa verið mjög umdeildar. Mér veröur ljóst að Hlín vill ekki ganga svo langt og verður strax rórra. Hverjir eru fyndnir? En hvaða höfundar finnst Hlín vera fyndnir? „Ég er afar hrifin af breskum rit- höfundi sem heitir Will Self. Hann þykir afar kaldhæðinn og nastí og afar umdeildur. Ég get ekki talað um uppáhaldshöfunda án þess að nefna Fay Weldon. Af íslenskum núlifandi höfundum vil ég fyrstan nefna Guð- berg Bergsson og svo hef ég afar gam- an af Hallgrími Helgasyni. Hann hef- ur líka gaman af mér. Mér hefur alltaf fundist Halldór Laxness einn fyndn- asti rithöfundur sem ég hef lesið á ís- lensku. Hann skopaðist miskunnar- laust að þjóð sinni. Hann gat alltaf séð hana og lýst henni utan frá, af því hann þekkti hana svo vel innan frá, hafði lagt það á sig að kynnast henni náið og vel. Mér finnst fyndnustu sög- ur hans vera Atómstööin og Kristni- hald undir jökli sem ég er nýbúin að endurnýja kynnin við.“ Við verðum sammála um að oft þorir fólk ekki að sýna hinar skop- legu hliðar sínar þar sem ekki er rúm fyrir grín í þess daglegu fram- komu og komum við þar enn að áhuga Hlínar á hegðun og framferði fólks og mörkum þess í lífinu og einkalífinu. Hún segir mér sögur af námskeiðum sem hún heldur í leik- list fyrir starfsfólk stofnana.þar sem margir gargandi húmoristar koma í ljós bak við jakkafötin eða sloppana. Hún heldur því fram að finna megi sérstök námskeið þar sem hjúkrun- arfólki er kennt að gera að gamni sínu. Það bætir heilsuna að hlæja hafa þeir komist að sem stjórna í heilbrigðiskerfinu. Þetta er eitt af þessum viðtölum þar sem afar margt óprenthæft berst í tal. Sumt er ekki rúm til að fjalla um en annað er aðeins fyrir tvö pör af eyrum yfir tveimur kaffibollum. PÁÁ Ætlar að verða söngkona Fjöldi söngvara og söng- kvenna eru að senda frá sér sólóplötur þessa dagana og ein þeirra er Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir sem er að gefa út aðra plötu sína þrátt fyrir að hún sé aðeins ellefu ára. Nýja platan sem er komin í búðir heitir Ég sjálf og þar fær Jóhanna til liðs við sig einvalalið tónlistar- manna. Meðal þeirra eru Gunn- laugur Briem, Margrét Eir, Sig- urður Flosason og Hera Björk. Lesendur fá hér tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á Jó- hönnu Guðrúnu. Fullt nafn? Jóhanna Guð- rún Jónsdótt- ir. Fæðingar- dagur og ár? 16 október 1990. Bifreið? Ég á nú eng- en hins vegar á ég brúnan, 6 vetra hest. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að syngja, hlusta á tónlist, eiga góða stund með dýrunum mínum eða horfa á góða videomynd með íjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að taka til. Uppáhaldsmatur? Pastaréttir. Uppáhaldsdrykkur? Fanta. Hvaða íþróttamaður flnnst þér standa fremstur i dag? Vala Flosadóttir. Hver er fallegasta kona/karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ég á auövitað engan maka, en bróðir minn, sem er fyrirsæta, er rosalega myndarlegur. Ertu hlynnt/ur eða and- vig/ur ríkis- stjórninni? Þessi er ein- um of erfið, ég hreinlega veit það ekki. Hvaða per- sónu langar þig mest til að hitta? Christinu Aquilera söngkonu. Uppáhaldsleikari? Jim Carey. Uppáhaldsleikkona? Jennifer Lopez. Uppáhaldstónlistarmaður? Whitney Houston. Uppáhaldsrithöfundur? Kristín Steinsdóttir. Uppáhaldsbók? Saltfiskar í strigaskóm. Uppáhaldsstjómmálamaður? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vegna þess að mér finnst hún svo klár kona. Uppáhaldsteiknimyndapersóna? Tommi í Tommi og Jenna. Eftirlætissjónvarpsefni? Survivor. Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu helst? Bylgjuna eða Létt 96,7. Uppáhaldssjónvarpsstöð? Skjár einn. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Steinunn Ólína. skemmtistað- ur? Sundlaug- amar og Laser Tag. Stefnirðu að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að verða söngkona. Hvað óttastu mest? Slæmt fólk. Hvaða eftirmæli viltu fá? Að talað verði vel um mig sem söngkonu sem hafi látið gott af sér leiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.