Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001
DV
%
Fréttir
Mál fjölfötluðu konunnar, Helgu, á skrið í kerfinu:
Við reynum að leysa
öll neyðartilvik
- en sárvantar fjármagn, segir svæðisskrifstofa fatlaðra
Svæðisskrifstofa um málefni fatl-
aðra í Reykjavík mun strax á mánu-
dag taka til athugunar mál fjölfótl-
uðu konunnar, Helgu, sem DV sagði
frá í gær. Björn Sigurbjörnsson
framkvæmdastjóri segir að svæðis-
skrifstofan leitist viö að leysa þau
neyðartilvik sem upp koma. Svo
verði einnig i þessu tilviki. Hins
vegar vanti sárlega íjármagn. Fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið 2002 geri
ekki ráð fyrir nægilegu fjármagni
til að leysa þann vanda sem fyrir
hendi sé. Þess vegna séu þessir
löngu biðlistar til. Gera megi ráð
fyrir að um 800 milljónir þurfi til að
leysa vanda varðandi þá.
í DV í gær var viðtal við Halldóru
Eyjólfsdóttur, nær áttræða móður
fertugrar konu, Helgu, sem er
mongólíti. Helga hefur búið alla tíð
hjá móður sinni, sem hefur verið
einstæð móðir í 37 ár. Helga er íjöl-
fótluð og á bæöi við líkamleg og geð-
ræn vandamál að stríða. Henni hefur
farið mjög aftur, þar sem hún hefur
misst öll félagsleg tengsl og fær enga
hæfingu vegna aöstæðna. Móðir
hennar fær enga félagslega þjónustu.
Helga hefur verið í um tíu ár á
biðlista eftir plássi á sambýli.
Björn segir að langir biðlistar séu
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Til betri vegar
Mál fjötföttuöu konunnar Helgu, sem er á myndinni ásamt móöur sinni,
Halldóru Eyjólfsdóttur, viröast vera aö snúast til betri vegar.
eftir mismunandi tegundum þjón-
ustu fyrir fatlaða. Biðlistar séu lang-
ir, bæði eftir skammtímavistun og
búsetu. Hann kveðst nýlega hafa tek-
ið saman biðlista eftir búsetu og á
honum séu 114 manns. Taka verði
fram, að þar með sé ekki sagt að hin-
ir sömu hafi ekki einhver úrræði í
dag. Hann kveðst ekki vilja né geta
tjáð sig um málefni einstaklinga.
„Þegar pláss losnar eða ný sam-
býli verða til höfum við það að meg-
inmarkmiði að reyna að vinna
þannig að þeir fái þjónustuna sem
helst þurfa þess,“ segir Björn. „Við
höfum áhyggjur af því að við erum
að þjónusta marga og leysum úr
allra brýnustu málunum, en við
fullnægjum ekki þörfinni."
Nú eru tvö sambýli í byggingu og
verða tilbúin á næsta ári. Þar bæt-
ast við tólf ný úrræði. Umrædd sam-
býli eru sérhönnuö utan um ákveð-
inn hóp fólks með sértæka fötlun.
„Síðan er horft til þess aö gera
átak í að kaupa hús og breyta
þeim,“ segir Björn. „Þetta getur orð-
ið ef meiri fjármunir fást. En í dag
sé ég einungis þessi tólf nýju úrræði
á sambýlunum á borðinu. Ég sé
ekki fleiri miðað við fjárlagafrum-
varpið." -JSS
Áhöfn Hólmaborgar fékk góðar móttökur viö heimkomuna í gær. Rjómaterta var borin fram til aö fagna enn einu ís-
landsmeti skipsins. Elvar Aöalsteinsson forstjóri heilsaöi upp á áhöfnina og var aö vonum ánægöur. Hér tekur Jóhann
Kristjánsson viö tertunni.
81 þúsund tonn á land:
Hólmaborgin slær enn
einu sinni íslandsmet
Forsýning á frétt:
LÍÚ ekki boðið
Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamað-
ur Ríkisútvarpsins, sýndi nokkrum
framámönnum í sjómannahreyfing-
unni á miðvikudaginn myndina af
brottkasti fiskiskpanna Báru og
Bjarma sem sýnd var í Sjónvarpinu í
fyrrakvöld. Þetta voru þeir Grétar Mar
Jónsson, forseti Farmanna- og físki-
mannasambandsins, Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands ís-
lands, og þeir Arthúr Bogason og Öm
Pálsson frá Landssambandi smábáta-
eiganda. Forustumönnum Landssam-
bands islenskra útvegsmanna var hins
vegar ekki gefinn kostur á að sjá mynd-
ina áður en hún var sýnd í Sjónvarp-
inu.
„Það er mjög eðlilegt að Magnús hafi
sýnt Grétari Mar myndina, manni sem
gengið hefur af ábyrgð um auðlindina,
og kemur ekki á óvart," sagði Friðrik
J. Amgrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ. „Við hjá LÍÚ emm að reyna að
vinna að því að koma í veg fyrir brott-
kastið og það er ósköp eðlilegt að frétta-
maöurinn hafi ekki verið að ómaka sig
á því að sýna okkur þetta áður en það
fór í fréttimar," bætti Friðrik við. -gk
Lést í bílslysi
Nafh mannsins
sem lést í bílslys-
inu á Nesjavalla-
vegi þann 27.
október sl. er
Benedikt Orri
Viktorsson. Bene-
dikt var búsettur
að Garðsenda 13 í
Reykjavík. Hann
Benedikt Orri var fæddur árið
Viktorsson. 1967 -aþ
Hólmaborgin kom inn til Eski-
fjarðar um fimmleytið í gærdag með
um 1100 tonn af kolmunna, sem
fékkst í Rósagarðinum. Þetta mikla
aflaskip er þar með búið að færa að
landi um 81 þúsund tonn af hráefni
það sém af er árinu að verðmæti kr.
534 milljónir króna. Hér er um að
ræða langmesta aflamagn sem is-
lenskt skip hefur fiskað á einu ári,
bæði fyrr og síðar, og er því enn eitt
íslandsmetið sem Hólmaborgin set-
ur. Þessi árangur er þeim mun at-
hyglisverðari með tilliti til þess að
sjómenn voru í verkfalli í tæpa 2
mánuði í vor þegar góð kolmunna-
veiði var og sjómenn annarra þjóða
tóku þátt í af fullum krafi. Elfar Aö-
alsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss
Eskifjarðar hf., afhenti Jóhanni
Kristjánssyni skipstjóra, sem nú
leysir Þorstein Kristjánsson skip-
stjóra af, veglega tertu í tilefni
merks árangurs. Lét Elfar þess get-
ið að þessi frábæri árangur skip-
verja Hólmaborgar og Jóns Kjart-
anssonar ætti stóran þátt í góðu
gegni Hraðfrysithúss Eskifjarðar
um þessar mundir. En áhöfn Jóns
Kjartansonar fékk líka tertur fyrir
að hafa komið með rúmlega 61 þús-
und tonn að landi á árinu.
-Regína
Blaðib í dag
Þrír deyja um
borð í Tý
íslenskir harmleikir
Óhóflegt vald
spillir óhóflega
Michael J. Kami
Hvernig getur
ísland orðið
ríkasta land
heims?
Hannes Hóimsteinn
Gissurarson
Pilsvargur í
borgarstjóra-
stólinn
Erlent fréttaljós
Innlent fréttaljós
Gætið að
mataræðinu!
Leiöbeiningar fyrir
draugabana
Tvær
landsliðs-
uppskriftir
Sá guli í eldhúsinu
100 þús.
e-töflur í ár
Evran breytir stöðu
Ef bæði Danir
og Bretar gerast
aðilar að evrunni
er staða okkar
breytt og þá þurf-
um við íslending-
ar að taka málið
upp og átta okkur
á því hvernig
hagsmunum Islands er best borg-
ið. „í mínu starfi verð ég vör við
mikinn þrýsting í þessa átt,“ seg-
ir Valgerður Sverrisdóttir við
Frjálsa verslun.
SH í góðum málum
Hreinn hagnaður SH fyrstu níu
mánuði ársins nam nú 524 millj.
kr. á móti 217 millj. kr. sama
tímabil árið 2000. Heildartekjur
námu 41,3 milljörðum króna á
tímabilinu. SH vænti þess að
hagnaður af á síðasta ársfjórð-
ungi verði 60-80 millj. kr og heild-
arhagnaður á árinu öllu verði
nær 800 millj. kr.
Athugi olíuverð
Samtök iðnaðarins hafa óskað
eftir því við iðnaðarráðherra að
hún beiti sér fyrir að athugun á
verðmyndun olíu hérlendis, sem
staðiö hefur yfir síöasta árið,
verði hraðað. Segir aö olíuverð á
heimsmarkaði hafi lækkað mikið
siðustu mánuði, en verðlækkanir
hér heima hafi ekki verið á sama
róli.
Borgarstjóri blekkir
Borgarstjóri er
uppvís að blekk-
ingum þegar hún
talar um skatta-
lækkanir i Reykja-
vík, segir Kjartan
Magnússon, borg-
arfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks. Ver-
iö er að breyta álagningarhlutfalli
fasteignaskatta og holræsagjalds í
Reykjavík, þegar fasteignagjöld
hækka í samræmi við breytt fast-
eignamat, segir hann.
Erfitt hjá Kaupþingi
Hagnaður Kaupþings hf. fyrstu
níu mánuði ársins er 83 millj. kr.
eftir skatta. Afkoman telst óvið-
unandi en erfitt árferði á verð-
bréfamörkuðum hefur sett mark
sitt á afkomu félagsins. Arösemi
eigin fjár er 2%. Lækkandi gengi
á mörkuðum leiddi og til tap-
rekstrar á þriðja ársfjórðungi.
í steininn fyrir smygl
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
í morgun þrjá Keflvíkinga í fangelsi
fyrir að smygla 1,7 kílóum af hassi
til landsins frá Kaupmannahöfn.
Mest af hassinu var falið á salemi í
vél Flugleiða sem kom í byrjun
febrúar til Keflavíkur, sagöi í frétt-
um RÚV.
Ekkert þokast
Enginn árangur
varð af óformlegúm
samningafundi tón-
listarkennara og
sveitarfélaga sem
haldinn var í gær.
Næsti fundur í
kjaradeilunni verð-
ur á miðvikudag
hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall tón-
listarkennara hefur nú staðið i 20
daga.
Byltingartilraun
Umræðunni um brottkast á fiski
er stjómað af mönnum sem ætla að
nota þá ólgu sem af henni leiðir til
að breyta núverandi stjórnunarkerfí.
Þetta hafa Eyjafréttir eftir Óskari
Þórarinssyni, skipstjóra og útgerðar-
manni i Eyjum. Hann telur brottkast
minna nú en á ámm áður. -sbs