Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 8
8_______________________________________________________________________________________________ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 Fréttir I>V Færeyingar stjórna fiskveiðum með dagakerfi og banna net og snurvoð: Við horfum með hryllingi til íslands - segir íslenskur formaður Meginfélags útróðramanna DV-MYND RSKAREN Ómyrkur í máli Auöunn Konráösson stjórnar einum stærstu samtökum sjómanna og útgerö- armanna í Færeyjum. Hann segir Færeyinga horfa meö hryllingi til íslands þar sem brottkast sé afleiöing skömmtunarkerfisins. „í Færeyjum erum viö laus við brottkastið, aðalvanda íslenska kvóta- kerfísins. Hér þurfa menn ekki að henda neinum afla þar sem skömmt- unarkerfi er ekki við lýði. Það er eng- in ástæða til að fleygja fiski sem fæst sem samsvarar 100 til 150 íslenskum krónum fyrir kílóið á,“ segir íslend- ingurinn Auðunn Konráðsson sem stjórnar Meginfélagi útróðramanna, einum stærstu hagsmunasamtökun- um í færeyskum sjávarútvegi. Auð- unn er formaður félagsins sem hefur innan sinna vébanda allan færeyska strandveiðiflotann að undanskildum 40 togurum, 14 smærri togbátum og 19 stórum línuveiðiskipum. Félag hans er blandað hagsmunafélag útgerðar- manna og sjómanna; eins konar sam- bland af Landssambandi íslenskra út- gerðarmanna og Landssambandi smá- bátaeigenda. Færeyska fiskveiðistjórnunarkerf- ið, sem byggir að langmestu leyti á því að skipum er úthlutað dögum en ekki kvóta, hefur verið við lýði í fimm ár eða síðan árið 1996. Ákveðið var í upphafi að veiða 33 prósent úr hverj- um stofni árlega og í samræmi við það voru sóknardagar ákveðnir. Kerf- ið reis á rústum færeysks sjávarút- vegs sem á níunda áratugnum glímdi viö fjöldagjaldþrot útgerða og fisk- vinnslustöðva. í þeirri kreppu urðu einnig bankar gjaldþrota. „Menn tdla gjaman um það hér að forðast að fá íslenskt ástand í fiskveið- unum. “ Kvóti í úthafinu Auðunn segir aö aðeins úthafsveiði- flotinn og þau skip sem veiða ein- göngu eina tegund séu á kvóta. önnur skip fái úthlutað dögum. Dagamir eru framseljanlegir milli skipa að öðru leyti en því að ekki má selja eða leigja sóknardaga frá skipum undir 15 tonn- um til stærri skipa. Þá má ekki selja daga milli togara og línubáta. Leigu- verð á hverjum degi er um 10 þúsund íslenskar krónur. „Nótaskipin og þau skip sem við köllum íjarskipaflota em á kvóta. Þar er um að ræða skip sem veiða utan færeyskrar lögsögu en þau veiða ým- ist úr sameiginlegum stofnum Færey- inga og annarra eða í lögsögu annarra ríkja. Eina dæmið um brottkast er af togbátum sem mega veiða ákveðna prósentu af afla sínum innan við 12 sjómílur. Hjá þeim heyrist af brott- kasti enda um að ræða skömmtun ákveðinna tegunda," segir Auðunn. Hann segir um 40 togara, 19 línu- skip og um 90 báta yfir 15 tonnum veiða samkvæmt dagakerfi. Þeir sem gera út skip eða báta til veiða við Færeyjar þurfa annars veg- ar fiskileyfi fyrir skip sitt en hins veg- ar veiðileyfi sem bundið er skipstjór- anum. Veiðileyfum er skipt í A, B og D. Þeir sem fá A-leyfi mega ekki hafa lifibrauð sitt af öðru en sjósókn. Þannig er skilyrði fyrir leyfinu að menn séu færeyskir ríkisborgarar og hafi ekki meira en 500 þúsund íslensk- ar krónur á ári af launaðri vinnu í landi. B- og D-leyfin eru bundin við mjög takmarkaða sókn en mönnum sem hafa þau leyfi gefst kostur á að vinna sig upp í Á-leyfi. Auðunn segir að Færeyingar hafi ákveðið að taka upp umrætt kerfi og láta ekki fiski- fræðinga stjórna því hve mikið væri veitt árlega. Drullupollakenningar „Við trúum ekki þessum drullu- pollakenningum fiskifræðinga sem ganga út á að hægt sé að geyma fisk- inn i einhverjum polli en ná svo í hann næsta ár eða þegar hentar. Þessi kenning þeirra gengur ekki upp. Allir sem stundað hafa veiðar vita að stundum veiðist lítið en stundum mikið án þess að skýring þess liggi á borðinu. Þess vegna er einfaldast að stjórna með því að úthluta dögum. Skip afkasta einungis takmörkuðu á hverjum degi. Línubáturinn kemst að- eins yfir ákveöna lengd af línu og þannig takmarkast sóknin af þeim tima sem skipin mega sækja sjó. Með kvótakerfinu eru menn að reyna að halda öllu jöfnu og veiða jafn mikið á hverjum degi - það er ekki hægt. Það að ætla að veiða alltaf jafn mikið og eiga alltaf jafn stóra stofna í sjó er ekki hægt,“ segi Auðunn. Þrír fyrlr elnn Við Færeyjar er miðað við innri og ytri mörk lögsögunnar. Þetta kallast innri og ytri fiskidagaleið. Þessi mörk liggja að mestu á 17 til 19 mílum frá landi. Dagaíjöldi fiskiskipanna sem veiða við eyjamar ræðst að miklu leyti af því hve duglegir skipstjórarn- ir eru við að sækja út fyrir umrædd mörk. Dagafjöldi þeirra sem stunda sjó við strendur Færeyja er mismun- andi eftir útgerðarflokknum. Þá eru ákvæði um aö þeir sem fara út fyrir tiltekin mörk lög- sögunnar fá þrjá daga fyrir einn. Þannig fá bátar af stærðinni 15 til 40 rúmlestir aö veiða 80 daga á ári og bátar á stæröarbilinu 40 til 110 tonn mega róa í 97 daga á ári. Þá er úthlutað sérstökum dögum á Færeyjabanka, sunnan Færeyja. Með því að fara út fyrir ákveðin mörk lögsögunnar geta fiskiskip fjölgað sóknardögum verulega. Þá hafa veiðarfæri bátanna einnig áhrif á það hve marga daga má sækja. Ef umrædd skip velja handfæri þá mega þau veiða tvo daga fyrir einn og heildarsókn getur orðið 160 dag- ar á ári. Þá eru veiðar í snurvoð og net bannaðar við Færeyjar með þeirri einu undantekningu að -veiða má grálúðu og skötusel í net. Slíkt er þó aðeins leyfilegt ef veið- arnar eru á meira dýpi en 500 metr- um. Auðunn segir að eftirlitskerfið með veiðunum sé virkt og lokun- um sé mikið beitt til að friða svæði þar sem smáfiskur er til staðar. Skylt aö selja á markað „Hér eru stór svæði lokuð allt árið. Þá er þessu skipt þannig að stóru linubátarnir, yfir 110 rúm- lestum, fá ekki að koma nær landi en 6 sjómílur. Togararnir fá aðeins að koma inn að 12 sjómílum en einnig er stórum svæðum utan þeirra marka lokað fyrir sókn þeirra," segir Auð- unn. í færeyskum lögum er ákvæði um að vinnslunni er bannað að eiga skip. Þá er útgerðum skylt að landa að minnsta kosti þriðjungi afla síns á fiskmarkað. Þetta er að sögn Auðuns gert til að tryggja heilbrigða við- skiptahætti. Til að tryggja enn frekar aö selt sé um fiskmarkað eru reglur um að þeir sem kjósa að selja beint til vinnslu eða sigla með fiskinn til annarra landa missa fiskidaga. „Með dagakerfinu er hægt að stjórna miklu til betri vegar en því má þó ekki gleyma að við glímum við þann vanda að ákveða hvernig skera skal niður sókn. Einhverjir sérfræð- ingar hafa sagt að sóknarþungi fiski- skipaflotans aukist um 3-5 prósent á ári. Mestu átökin í færeyskum sjávar- útvegi snúast um það hvernig eigi minnka sóknarþungann og í hvaða út- gerðarflokkum eigi að skera niður,“ segir hann. Átök um íslenskt kerfi í Færeyjum var á sinum tíma tek- ist harkalega á um það hvort taka ætti upp íslenska kvótakerfið. Há- værar raddir í færeyskum stjórn- málum kröfðust þess að tekið yrði upp kvótakerfi að íslenskri fyrir- mynd. Niöurstaða átakanna varð sú að tekið var upp núverandi kerfi sem byggist á sóknarstýringu með dögum og stjómun veiða með lok- unum og banni ákveðinna veiðar- færa. Smærri bátar fá meira svig- „Við trúum ekki þessum drullupollakenningum fiskifræðinga sem ganga út á að hœgt sé að geyma fiskinn í einhverjum polli en ná svo í hann nœsta ár eða þegar hentar“ rúm nálægt landi og krókaveiðar eru yerölaunaðar með fleiri dögum. „Árangurinn af þessu stjórn- kerfi er góður. í stað þess að fær- eyskur sjávarútvegur lifi á háum styrkjum frá Danmörku þá er út- gerðin nær sjálfbær. Sú tíð var að færeyskur sjávarútvegur þurfti 500 milljónir danskra króna á ári til að komast af. Stórlega hefur dreg- ið úr þeim styrkjum og kerfið er orðið heilbrigðara. Flotinn ber sig en ég veit ekki hvort það dugar til að endurnýja hann,“ segir Auð- unn. Hann segir að Færeyingar séu al- mennt ánægðir með fiskveiðistjórn- unarkerfiö og enginn tali um að breyta því. Margir Færeyingar horfi yfir til íslands og fagni því að hafa ekki fetað slóð frænda sinna. „Peningarnir ráða orðið öllu á ís- landi. Gríðarlegir kvótahagsmunir útgerða liggja um allt bankakerfið og stjórnmálamenn þora ekki að hreyfa við kerfinu. Færeyingar horfa með hryllii\gi til íslands og brottkastsins og brasksins. Enginn talar lengur um að taka upp það kerfi. Menn tala gjarnan um það hér að forðast að fá íslenskt ástand í fiskveiöunum. Þar má ekki gleyma því að Færeyingar þekkja afskaplega vel til íslandsmiða eftir að hafa stundað sjó þar í 150 ár,“ segir Auðunn. Útlendingar hóp- ast í Kópavog Kópavogur virðist vera vinsælt sveitarfélag bæði íyrir íslendinga og erlenda rikisborgara. Athygli vekur að á milii áranna 1999 og 2000 fjölgaði Kópavogsbúum með erlent ríkisfang um 37%, eða úr 457 í 630. Árið 1999 voru í Kópavogi fulltrúar 46 þjóðlanda en fjölgaði í 56 árið 2000. Danir voru flestir bæði árin, en hlutfallslega fjölgaði Pólverjum mest. Rétt er að taka fram að íbúar af erlend- um uppruna voru mun fleiri, því ótald- ir voru þeir sem hafa fengið islenskan ríkisborgararétt. Bæjarráð Kópavogs samþykkti ný- lega stefnu í málefnum útlendinga og ber hún yfirskriftina „Samfélag fyrir alla“. Bæjaryfirvöld vilja aukna þátt- töku útlendinga í bæjarfélaginu. Búið er að gefa út kynningarbæk- ling um Kópavog sem þýddur var á ensku, pólsku, spænsku, rússnesku, taflensku og albönsku. í bígerð er að sinna enn frekar útgáfu á upplýsinga- efni á ýmsum tungumálum. Þá er stefnt á að stofnanir, frjáls félagasam- tök, kirkjan, fyrirtæki og einstaklingar standi saman að því að halda alþjóða- viku i bænum á næsta ári. -DVÓ Offita á Alþingi Soffia Gisladóttir varaþingmaður (S) gerði afleiðingar offitu að umræðu- efni á Alþingi í vik- unni og vísaði t.d. til talna sem sýndu að ofþyngd stúlkna hefði frá árinu 1938 farið úr 3% í 19,7% árið 1999 skv. sam- anburðarrannsókn. Böm væru greini- lega að þyngjast og e.t.v. fullorðnir líka. Þingmaðurinn spurði: „Hefur verið gerð úttekt á vanda of feitra íslendinga, sem eiga erfitt með að taka þátt í daglegu lífi og eru margir í felum, og eru uppi áform um að bregðast við alvarlegum vanda þeirra með öflugu stuðningskerfi?" Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði aö þarna væri vakin at- hygli á mjög mikflvægum þætti sem væri dulinn i okkar samfélagi. Huga yrði betur að málinu. -BÞ Afar léleg síldveiði Síldveiðin á vertíðinni er afar lé- leg sem sést best á því að nú hafa aöeins veiðst 25.767 tonn af útgefn- um heildarkvóta sem nemur 142.708 tonnum. Eftir er því að veiða 116.941 tonn af kvótanum. Fjórir staðir á Austur- og Suð- austurlandi hafa fengið til sín lang- mest af síldinni en það eru Horna- fjörður 7.252 tonn, Neskaupstaður 5.451 tonn, Djúpivogur 4.212 tonn og Vopnafjörður 2.578 tonn. -gk Lyf og heilsa, Akureyri; Lyfin án greiðslu Lyf og heilsa býður viðskiptavin- um sínum á Akureyri að koma í þrjár lyfjaverslanir sínar í bænum og fá þar 100% afslátt á öllum lyfj- um samkvæmt lyfseðli sem Trygg- ingastofnun rikisins tekur þátt í að greiða. Tilboð þetta stendur til næstu mánaðamóta. Jóhanna Baldvinsdóttir, lyfja- fræðingur hjá Lyf og heilsu á Ak- ureyri, segir að tilboð eins og þetta sé ekki með öllu óþekkt hér á landi og hafi t.d. verið boðið upp á eitt- hvað líkt þegar nýjar lyfjaverslan- ir hafa verið opnaðar. Hún segist reikna með að margir muni not- færa sér þessa þjónustu næstu vik- urnar. -gk DV-MYND RÓBERT REYNISSON Snurvoð vlð ísland Færeyingar banna veiöar í snurvoö. Hér er áhöfnin á íslenskum snurvoöarbáti aö störfum. Soffía Gísladóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.