Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 13
13 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001__________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Talibanar umkringdir í þremur síðustu höfuðvígjum sínum í Afganistan: Snaran þrengist að hryðju- verkasamtökum bin Ladens Að sögn Tommy Franks, talsmanns Bandaríkjahers, er hringurinn nú óð- um að þrengjast að al-Qaeda-samtök- um Osama bin Ladens og verndurum hans úr röðum talibana. „Hringurinn þrengist óðum og þetta er aðeins orð- in spurning um tíma,“ sagði Franks á fréttamannafundi í Washington síð- degis í gær. Á fundinum kom einnig fram að tveir háttsettir foringjar úr röðum talibana hefðu verið handtekn- ir af hermönnum Norðurbandalagsins á miðvikudaginn, en ekki kom fram hvar í landinu þeir hefðu náðst. Þá var staðfest að nokkrir háttsett- ir foringjar talibana og al-Qaeda-sam- takanna hefðu farist í sprengjuárás fyrr i vikunni, þegar árásum var beint að meintum bækistöðvum al-Qa- eda, bæði í Kabúl og Kandahar. Ekki kom þó fram hverjir foringjarnir voru, en talið líklegt að enn háttsett- ari foringjar hefðu verið í höfuðstöðv- unum þegar árásirnar voru gerðar, jafnvel sjálfur Mullah Mohammed REUTERWND Vinir góðir Þeim Vladimír Pútín og George W. Bush varð vel til vina á þriggja daga fundi þeirra sem lauk í smábænum Crawford í Texas í gær. Bush og Pútín ósammála um eldflaugavarnir George W. Bush Bandaríkjafor- seta og Vladimír Pútín Rússlands- forseta tókst ekki að jafna ágreining sinn um afvopnunarmál á þriggja daga leiðtogafundi sínum vestra í gær. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir klöppuðu hvor öðrum á bakið og skiptust á fimmaurabröndurum á fundi með nemendum í framhalds- skólanum í Crawford í Texas, þar sem búgarður Bush er. Pútín, sem er andvígur áformum Bush um að falla frá ABM eldflauga- samningnum frá 1972 og áformum hans um eldflaugavarnakerfi, sagði að fundurinn hefði ekki verið tíma- sóun og að leiðtogarnir tveir ætluðu að hittast aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þegar Pútín spurði nemendurna hvort þeir vildu að Bush heimsækti hann til Rússlands, var svarið ein- róma. „Já,“ hrópuðu þeir. Áttmenningarnir kveiktu í slæðum Vestrænu hjálparstarfsmennimir átta, sem voru í haldi taiibana í Afganistan, kveiktu i íslömskum höfuðskýlum sínum til að leiðbeina þyrlunum sem komu þeim til bjarg- ar í fyrrinótt, að því er faðir eins áttmenninganna sagði í gær. Þrjár þyrlur frá sérsveitum Bandaríkjamanna sóttu fólkið sem hafði setið í haldi síðan í sumar, ákært fyrir kristniboð. Einn hjálparstarfsmannanna sagði eftir komuna til Pakistans að vopnaðir menn úr röðum andstæð- inga talibana hefðu brotist inn í fangelsið þar sém áttmenningarnir voru í haldi og frelsað þá. Þrengt að hersveitum talibana Hersveitir Norðurbandalagsins hafa handtekið þúsundir hermanna talibana á undanförnum dögum. Hér á myndinni sjáum við hermenn Norðurbandalagsins leiða talibanskan hermann á brott í bænum Taloqan í Noröur-Afganistan. Omar og þá hafi bin Laden ekki verið langt undan. Hersveitir talibana halda nú aðeins þremur höfuðvígjum sínum í landinu, en það er í Kandahar, Konduz og Bag- hlan og eru hersveitir þeirra um- kringdar og einangraðar á öllum stöð- um. í Kandahar var staðan enn þá nokkuð óljós í morgun, en að sögn Hamad Karazi, foringja Norðurbanda- lagsins, geisuðu þar harðir bardagar. „Við höfum náð tveimur bæjum í ná- grenni Kandahar á okkar vald og sækjum nú stíft að borginni," sagði Karazi. Það er því ljóst að hringurinn þrengist óðum að bin Laden og hans mönnum þó ekki sé vitað hvar hann er niður kominn. Að sögn Donalds Rumsfelds, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, gæti hann hugsanlega hafa sloppið úr landi. „Við teljum þó líklegra að hann sé enn þá í Afganist- an og nú einbeitum við okkur að því að þrengja að honum snöruna." REUTER-MYND Öldugangur vió Barcelona Mikill öldugangur var við brimbrjót í höfninni í Barcelona í gær. Margir borgarbúar brugðu undir sig betri fætunum og komu til að skoða ósköpin. Að minnsta kosti fjórir hafa látist undanfarna daga vegna mikilla vinda. Lýsti yfir stuðningi við palestínskt ríki á þingi SÞ: Harðlmumenn saka Shimon Peres um að ganga of langt Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði á AUsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær að margir ísraelar styddu stofnun ríkis Palest- fnumanna, þótt það væri ekki opin- ber stefna harðlínustjórnar Ariels Sharons forsætisráðherra. Viðbrögðin við þessum meinleys- islegu orðum Peresar létu ekki á sér standa heima fyrir. Hægrisinnar sökuðu utanríkisráðherrann um að hafa gengið of langt og talsmaður Sharons var stuttur í spuna þegar hann svaraði þvi til að hann vildi ekkert tjá sig um orð Peresar. „Við viljum ekki ráða yfir Palest- ínumönnum. Við viljum að þeir dragi andann sem frjálsir menn og að þeir skapi nýtt efnahagskerfi, að þeir viðhaldi hefðum sínum, njóti bestu menntunar sem völ er á og að REUTER-MYND Peres hjá SÞ Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, ræddi meðal annars um palestínskt ríki hjá SÞ í gær. þeir sjái til þess að öryggi allra sé tryggt,“ sagði Peres, Mikill viðbúnaður er í ísrael í dag vegna bænahalds i Jerúsalem á fyrsta degi ramadan, fóstumánaðar múslíma. Talsmaður lögreglunnar sagði að tvö þúsund lögregluþjónar yrðu sendir til arabíska hluta Jerúsalem, þar sem búist er við að tugir þús- unda múslíma muni koma til bæna í Al-Aqsa moskunni í tilefni dagsins og að landamærum ísraels og Vest- urbakkans. Lögreglan gætir leiða að moskunni og munu fáir af Vestur- bakkanum og Gaza komast þangað til að biðja. „Nærvera lögreglunnar við hliðin er ögrun. Hún ætti að fara til að draga úr spennu," sagði Ikrima Sa- bri, klerkur múslíma í Jerúalem. Laura Bush Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, mun ávarpa þjóðina um helgina og ræða málefni kvenna í Afganistan. Forsetafrúin yfir- tekur ræöutímann Laura Bush, forsetafrú Bandaríkj- anna, mun á laugardaginn í stað for- setans ávarpa þjóðina í vikulegu for- setaávarpi, þar sem hún mun ræða málefni afganskra kvenna og mun þetta í fyrsta skipti sem nokkur for- setafrú Bandaríkjanna yfirtekur allan ræðutíma forsetans. Að sögn tals- manns forsetaembættisins mun for- setafrúin nota tækifærið til að ýta úr vör alþjóðlegu baráttuverkefni fyrir réttindum kvenna í Afganistan, sem hafa verið fótum troðin af stjórnvöld- um. „Skilaboð hennar til þjóðarinnar verða að koma verði í veg fyrir að við- horf talibana til kvenna nái ekki að sá sér meðal annarra þjóða og gera verði allt til að hjálpa kúguöum konum í Afganistan sem hafa þjáðst svo lengi.“ Makedóníuþing staðfesti friðinn Þingið í Makedóníu staðfesti óvænt í morgun tímamóta-friðar- samkomulag sem gert haföí verið við albanska minnihlutann í land- inu. Þingmenn höfðu þráast við að samþykkja samkomulagið í tvo mánuði og oft hefur legið nærri að skæruhernaður hæfist á ný. Þingmennirnir lýstu því yfir að fimmtán breytingar á stjómarskrá landsins sem gert var ráö fyrir í friðarsamkomulaginu væru nú orðnar að lögum. Breytingarnar á stjórnarskránni draga úr miðstýringu og færa al- banska minnihlutanum aukin rétt- indi, svo sem til opinberra starfa, til dæmis við löggæslu. REUTER-MYND Kominn til að meta þörfina Andrew Natsios, forstjóri hjálpar- stofnunar Bandaríkjastjórnar, brá sér í flóttamannabúðir í Afganistan í gær til að kanna aðstæður. Embættismaður til Afganistans Forstöðumaður USAID, hjálpar- stofnunar Bandaríkjastjórnar, varð í gær fyrsti háttsetti bandariski embættismaðurinn til að stíga fæti á afganska grund frá því hryðju- verkaárásirnar voru gerðar 11. sept- ember síðastliðinn. Andrew Natsios og fylgdarlið hans heimsóttu flóttamannabúðir þar sem áttatíu þúsund manns haf- ast við. Natsios sagðist vera kominn til Afganistans til að meta aðstæður í búðunum og til að átta sig á hvar þörfm væri mest. Stofnun hans ætl- ar að verja 120 milljónum dollara í hjálparstarfið í Afganistan. Þungvopnaðir bandarískir her- menn voru með í fór til að tryggja öryggi embættismanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.