Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Page 32
36 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V lí f iö Þögul mynd - lifandi tónlist Kvikmyndasafn íslands stend- ur fyrir einstæöri sýningu á þöglu myndinni Endalokum Sankti-Pétursborgar eftir Vsevolod Pudovkín (1893-1953) í Bæjarbíói kiukkan 20 í kvöld. Leikin verður lifandi tónlist eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann. Hann leikur sjálfur undir á ýmis hljóöfæri og nýtur aðstoðar gítarleikarans Péturs Hallgrímssonar. Leikhús ■ BLESSAÐ BARNALAN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Blessað barnalán efitr Kjart- an Ragnarsson. ■ BRÚÐKAUP TONY OG TINU Leik félag Mosfellsbæjar sýnir kl. 20 í kvöld leikritiö Brúökaup Tony og Tinu í Bæjarleikhúsinu. ■ DAUÐADANSINN í kvöld sýnir Borgarlelkhúsið verkið Dauöadans- inn eftir August Strindberg á litla sviðinu og hefst sýningin kl.20. ■ ENGLABÖRN Hafnarfjarðarleik- húsið sýnir í kvöld kl. 20 leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Það er stranglega bannað börnum. ■ HAUST Islenski dansflokkurinn sýnir í kvöld 3 ný íslensk dansverk undir nafninu Haust á nýja sviði Borgarleikhússins kl.20. ■ MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM Borgar- leikhúsið sýnir í kvöld kl. 20 leikritiö Með vífiö í lúkunum ■ PÍKUSÖGUR Leikritiö Píkusögur eftir Evu Esler veröur sýnt í kvöld kl. 20 á 3. hæð Borgarlelkhússlns. ■ PÚÐURTUNNAN Sýning á vegum Stúdentaleikhússins á verkinu Púð- urtunnan verður í kvöld kl. 20 í Vest- urporti. ■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikritið Syngjandi í rignlngunni verður sýnt í kvöld kl. 20 á stóra sviði ÞJóðleikhússins ■ TÖFRAFLAUTAN íslenska óperan sýnir í kvöld kl. 20 Töfraflautuna eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart ■ VIUI EMMU I kvöld verður leikrit- ið Vilji Emmu sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins kl. 20. ■ VÖLUSPÁ Barnaleikverkið Völu- spá eftir Þórarin Eldjárn veröur sýnt ? dag á vegum Möguleikhússins. Böll H ASGARÐUR Félágar úr Harm- oníkufélagl Reykjavíkur leika fyrir dansi í kvóld og Ragnhelður Hauks- dóttir syngur í Asgarði, Glæsibæ. Opnanir ■ HEKLUÐ TEPPI I GERÐUBERGI Bryndís Björnsdóttir opnar myndlist- arsýningu í Félagsstarfi Geröubergs kl. 16. Félagar ur Tónhorninu og Geröubergskórinn syngja og leika. ■ SKARTGRIPIR í SPAKSMANNS- SPJORUM Gullsmiðurinn Fríöa opnar sýningu á skartgripum sínum í versluninni Spaksmannsspjörum, Bankastræti 11. ■ RANPAUN SÝNIR i REYKJAVÍK Randalín á Egilsstööum efnir til sýningar í húsnæöi Handverks og hönnunar.að Aöalstræti 12 í Reykjavík. Má þar nefna lampa, gestabækur og hirslur undir jólapóst Ær nefnd Könnuðu nafngiftir áa á íslandi: eftir gleðikonu í Grimsby Bíógagnrýni Háskólabíó - Málarinn og sálmurinn hans um litinn ^ ★ "Á Hamingia sem fólgin er í sköpun skrifar gagnrýni X um kvikmyndir. „Algengasta æmafnið á íslandi er Skessa og þaö kom okkur á óvart. Við höfðum gert ráð fyrir meira af- gerandi þætti í útliti í vinsælasta nafninu, Hvít, Hyrna eða Grána, til dæmis,“ segja þær Dagbjört Eiríks- dóttir og Sigrún Árnadóttir. Þær gerðu könnun á því í öllum lands- hlutum hversu algengt það væri að bændur gæfu ám sinum nöfn og hvað réði nöfnunum. Þetta efni not- uðu þær í lokaprófsritgerð sína við Kennaraháskólann vorið 2000 og ný- lega fluttu þær lærðan fyrirlestur um það á vegum Nafnfræðifélags- ins. Skessa algengasta ærnafnið „Við vorum orðnar leiðar á kennslufræði og langaði að skrifa um eitthvað allt annað,“ segja þær aðspurðar hvernig þeim hefði dottið þetta viðfangsefni í hug. „Mig var búið að dreyma um eitthvert verk- efni í tengslum við sveitina," segir Jóhanna Sigrún. Sjálf er hún úr Döl- um vestur og búfræðingur að mennt. Þær höfðu samband við 14 bændur sem þær bera mikið lof á og fengu stafla af fjárbókum að lesa. 3.268 nöfn tóku þær til skráningar, könnuðu uppruna þeirra, skiptu þeim niður í flokka og báru saman algengi þeirra eftir landshlutum. „Við vorum forvitnastar um af hveiju nöfnin væru dregin. Vin- sældir Skessunafnsins voru óvænt- ar en það getur bæði lýst vaxtarlagi, skapferli og háttalagi. Það kom okk- ur líka á óvart hversu margar ær eru nefndar „út í loftiö" og án teng- ingar við eitthvað sérstakt í hátt- erni eða umhverfi. Það var 13,1% nafna." segja þær. Budda reyndist annað vinsælt nafn. Freistandi að álíta að eigendur hafi gert sér vonir um að þær ær gæfu góðan pening í budduna en Dagbjört og Jóhanna komust að annarri niðurstöðu. „Það virðist vera tengt vaxtarlagi og vera notað um litlar og buddulegar ær,“ segja þær. Bráðlát og Blóðheit hlutu nöfn um fengitímann Sum æmöfnin tengdust hljóðfær- Ærlegar stúlkur meö áhuga á ærnöfnum Dagbjört Eiríksdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir segja fjárnöfn vera aö víkja fyrir númerum. DV-MYND EINAR J. um og tónum, svo sem: Gígja, Fiðla og Nóta. Önnur náttúrunni: Bræla, Elding, Dögg og Þoka. Þaö síðast- nefnda var mjög algengt á gráar ær. En hvað þóttu þeim stúlkunum skemmtilegustu nöfnin? „Okkur fannst alltaf dálítið sniðugt nafnið á henni Debby sem var nefnd eftir gleðikonu í Grimsby. Líka þau nöfn sem tengd voru atburðum. Til dæm- is Hrísla sem hét svo af því hún festist í hrislu sem lamb. Órækja vildi ekki lambið sitt. Velta fannst afvelta. Hengja var rétt búin að hengja sig og Mæða var lungnaveik. Bráðlát og Blóðheit fengu nöfn sín um fengitímann og þau segja sína sögu. Svo fundum við Hófý og Sú Ellen sem eflaust hafa verið óvenju- fríðar. Eitt nafn hafði gengið kyn- slóð eftir kynslóð á bæ einum fyrir norðan. Það var Ýma og Ýmudóttir og aftur Ýma og Ýmudóttir. Ýmurn- ar hafa eflaust allar verið með augnskugga, hvort sem dætumar hafa erft þau einkenni eður ei.“ Nöfnin aö víkja Þær Jóhanna og Dagbjört skyggnd- ust í íslendingasögur og komust að því að fjámöfn komu þar afar sjaldan fyrir. Hrútsnafnið Hösmagi er reyndar þekkt úr Grettissögu og ærnafnið Lókolla fannst þar líka en hestanöfn og nautgripanöfn virt- ust mun algengari í fornsögunum en fjárnöfn. íslenskir bændur hafa vissulega skráð nöfn síns fjár bæði í bundnu og óbundnu máli um ára- tuga- og jafnvel aldaskeið en frem- ur hljótt hefur þó verið um þennan þátt íslenskrar menningar, nema helst i réttum. Þær stöllur skráðu nokkrar æmafnavísur og hér er ein þeirra: Eigla, Botna, Sunna, Svala Salka, Fáséð, Klukka, Rák, Héla, Hríma, Von og Vala, Vorrós, Hilla, Fjara, Brák. Nú segja þær Jóhanna og Dag- björt ærnöfnin vera á undanhaldi í landinu, að minnsta kosti hafi það verið skoðun heimildarmanna þeirra. „Númerakerfið virðist vera að taka yfir þótt ýmsir reyni að halda i nafnahefðina," segja þær og telja visst samhengi milli nafna og þess að bændur þekki æmar sínar. „Þegar búið er aö nefna þær öðlast þær vissan sess og aukið gildi enda er miklu hægara að tala um ær á persónulegan hátt þegar þær heita almennilegum nöfn- um,“ segja þær. -Gun Á leiö í kirkjuna Sveinn Björnsson meö altarismálverkið sem hann hengdi upp í Krýsuvíkurkirkju. Erlendur Sveinsson hefur sem kvikmyndagerðarmaður verið stór- huga í gerö heimildamynda og frá honum hafa komið efnismiklar kvikmyndir á síöustu árum. Má þar nefna Verstöðina ísland sem fjallar um sjávarútvegssögu íslendinga og íslands þúsund ár sem lýsti lífi ára- bátasjómanns fyrr á öldum. í Málar- inn og sálmurinn hans um litinn hverfur hann frá sjónum og í land og gerir persónulega heimildamynd um föður sinn, Svein Bjömsson list- málara sem lést árið 1997. Myndin er gerð á löngum tíma og er Sveinn aöalleikari myndarinnar sem varla er hægt að kalla heimildamynd í venjulegum skilningi heldur svið- sett heimildamynd um Svein sem er bæði umfjöllunarefni og leikari. Þarna spilar Erlendur djarft en nýt- ur þess að Sveinn var mikill og sterkur karakter sem tjáir sig á hressan og skemmtilegan hátt hvort sem er um list sína eða annað sem honum kemur viö. Myndinni er ekki raðað beint í tímaröð eftir tök- um heldur gerö úr garði þannig að samræmið sé sem mest. Málarinn og sálmurinn hans um litinn sker sig meðal annars frá hefðbundnum heimildamyndum að því leytinu til að það er beinn sögu- þráður í myndinni. í upphafi fylgj- umst við með listamanninum á samsýningu sem hann heldur. Hann tekur við hamingjuóskum annars hugar. Hugur hans er við myndlist- ina. Hann er búinn að fá nóg af myndstíl sem hann er að sýna. Hvert skal halda? Þessar vangavelt- ur eru ofarlega í huga hans þar sem hann síðar er í göngutúr 1 Krýsu- vík, afdrepi þar sem hús málarans er staðsett. Þar sem hann stendur i náttúrunni er honum litið til jarðar og eitthvað sem kannski hann einn skilur opnar huga hans og listamað- urinn veit nákvæmlega hvað gera skal. Méð fram hugsuninni um myndmálið leita Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar á hann og eftir sýningu í Kaupmannahöfn, sem hann segir hafa verið fiaskó, tekur hann til viö að myndskreyta Passíu- sálmana og leiðir hugann einnig að draumi sem hann getur ekki gleymt, draumi sem Svein hefur dreymt oftar en einu sinni um huldukonu sem heimsækir hann. í lokin telur hann sig hafa ráðið drauminn og í einhverju besta at- riði myndarinnar leggur listamað- urinn leið sína gangandi í Krýsu- víkurkirkju, sem nánast er í eyöi, með málverk undir hendinni sem skal verða altaristafla. Erlendur ber mikla virðingu fyrir þeim manni sem hann er að gera kvikmynd um. Það að vera sonur Sveins er bæði kostur og galli. Er- lendur gjörþekkir foður sinn Svein sem og listamanninn Svein og það er mikil kostur. Á móti kemur að hann á það til að gleyma sjálfum sér í viðfangsefnu og kemur það aðal- lega niður á lengd myndarinnar sem er um tveir klukkutímar. Hefði að ósekju mátt stytta myndina án þess að það kæmi niður á boðskap hennar. Það eru nokkur atriði sem virka í fyrstu sem endurtekningar. Á móti þessu kemur snilldarkvik- myndataka Sigurðar Sverris Páls- son þar sem ekki aðeins litirnir í list Sveins verða lifandi heldur gæð- ir hann landslagið í Krýsuvík dulúð sem fellur vel að þeirri sögu sem sögð er í myndinni. Tónlist í mynd- inni er sérstök blanda af Louis Arm- strong og Jóni Leifs, tónlist sem Sveinn kunni að meta. Þetta er tón- list sem erfitt er að finna samhljóm með en kemur ágætlega út og fellur betur að myndinni eftir því sem líð- ur á hana. Málarinn og sálmurinn hans er gefandi kvikmynd og falleg, vel gerð að langmestu leyti en líður eins og áður segir fyrir að vera of löng. Lelkstjórn, handrlt, hljóö kllpplng o.fl.: Erlendur Sveinsson. Kvikmyndataka: Sig- uröur Sverrir PSIsson. Viöbótarkvik- myndataka: Þórarinn Guönason. Hljóö- blöndun: Sigfús Guðmundsson. Tónlist: Jón Leifs. Louis Armstrong, Edward Grieg. Huldukona: Helga E. Jónsdóttir. Þulur: Hjalti Rögnvaldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.