Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Page 56
FRETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Seld til Heineken á 41,2 milljarða króna ** - fae mér bjór, segir stjórnarformaðurinn Bravo Intemational undirritaði í gær, 1. febrúar, samkomulag við Heineken N.V. um sölu á bjórverk- smiðju félagsins í Pétursborg í Rússlandi. Er verðmæti samnings- ins um 400 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 41,2 milijarðar króna. í samningnum felst jafnframt að Heineken kaupir 49% hlut í annarri verksmiðju, Bravo, sem framleiðir og selur áfenga svaladrykki og til- búna kokkteila. Heineken steöiir að áframhaldandi uppbyggingu á þeim rekstri undir forystu íslendinganna sem eiga 51%. Björgólfur Thor Björgólfsson, , \ stjórnarformaður Bravo Inter- national, sagði í samtali við DV í gær að hann væri varla farinn að átta sig á þessu öllu. Mikið samn- ingaferli væri að baki. „Mitt fyrsta verk verður nú að fá mér ískaldan bjór. Ætli það verði ekki að vera Heineken," sagði Björgólfur sem staddur var erlendis. „Þetta er búið að vera mikið æv- intýri og gengið á ýmsu. Það var líka ævintýraþráin sem fékk mann til að fara út í þetta i upphafi. Við komum til með að starfa mjög náið ij^rmeð Heineken, allavega fyrst í stað. Síðan erum við með ýmis verkefni í gangi sem við ætlum að einbeita okkur að. Ég ætla að beita mér meira að Pharmaco en ég hef gert hingað til. Þar eru mjög mörg tæki- færi og fyrirtækið hefúr allan efhi- við til að geta orðið stórfyrirtæki líka.“ - Hyggst þú þá nýta þér reynsl- una af níu ára veru í Rússlandi? „Já, ég tel þá reynslu og þekkingu eitt það verðmætasta sem maður á í dag. Hún er í raun mun verðmætari en allir seðlar og aurar sem við höf- um nú. Við munum nýta það í þágu Pharmaco og framhaldið kemur síðan í ljós.“ Bravo Intemational var stofnað árið 1998 af Björgólfi Thor Björgólfssyni, Magnúsi Þor- steinssyni og Björgólfi Guðmvmds- syni. Félagið hefúr á skömmxun tíma náð 17% markaðshlutdeild í Pétursborg og 7% í Moskvu. Mark- aðshlutdeild Bravo á landsvisu er 4% og er framleiðslugeta verksmiðj- unnar 535 milljónir lítra á ári. Um er að ræða eina af fullkomnustu bjórverksmiðju Rússlands og eina af sex stærstu bjórverksmiðjum i Evrópu. Stefiit er að því að ganga form- lega frá sölunni á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. -HKr. DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Óveður í vændum Stúlkurá Suðureyri berjastgegn slyddu og vaxandi vindi seint í gærdag en búist er við ekta vestfírsku fárviðri í dag. með kólnandi veðri. í Súgandafirði er það siður að konur og karlar skiptast á milli ára að blóta þorra og góu. í kvöld standa konur fyrir þorrablóti og ríkir mikil eftirvænting meðal heimamanna. Þjálfari Svía þykir smeykur Bengt Johannsson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, vann að því hörð- um höndum í gær að njósna sem mest hann mátti um íslenska liðið fyrir leik íslands og Svíþjóðar í Stokkhólmi í dag kl. 15. Margir hand- knattleiksunnend- ur kannast við Kerry Holmgren en hann var liðs- stjóri sænska landsliðsins í 12 ár og til margra ára nánasti samstarfs- maður Bengts Jo- hannssonar. Á Evrópumótinu hér í Svíþjóð er þessi sami Holmgren leiðsögumaður ís- lenska liðsins. Um leið og það var ljóst að Svíar myndu mæta íslendingum í undanúrslitum fór Johannsson að hringja í Holmgren í tíma og ótíma. Þóttust menn þar greina óróleika sænska þjálfarans fyrir leikinn gegn íslendingum i dag. íslenska liðið æfði í gærkvöldi í Glo- ben íþróttahöllinni þar sem leikurinn fer fram. Höllin tekur 12 þúsund áhorf- 'UMfcendur og verða vitanlega nánast allir á bandi heimamanna. -JKS Sjá bls. 2,14 og 28 Bengt Johannsson. Óbreyttir vextir en minnkandi verðbólga: Seðlabankinn mælir ekki stemninguna - segir forseti ASI Seðlabankinn mun ekki lækka vexti að sinni. Þetta var tilkynnt á fundi í Seðlabankanum í gær, en samtímis kynnti bankinn verð- bólguspá sem birt var i nýju hefti Peningamála sem kom út í gær. Samkvæmt spánni hafa horfur um verðbólgu á þessu ári batnað frá því í nóvember. Nú er spáð 3% verð- bólgu yfir árið í stað rúmlega 4% þá. Ástæðan er styrking gengisins annars vegar og horfur um verð- lækkun í alþjóðaviðskiptum hins vegar. Á móti kemur meira launa- skrið á sl. ári og væntanlegar kosm- aðarhækkanir vegna samnings ASl og Samtaka atvinnulífsins í desem- ber. Horfur um verðbólgu á næsta ári hafa hins vegar að óbreyttum forsendum versnað nokkuð. Við þessar aðstæður telur bankinn ekki tilefni til að lækka vexti að sinni. Er á það bent að verðbólga hafi veriö kjarasamninga og markmiðs Seðla- bankans um verðbólgu. í Peninga- málum kemur fram að útlit sé fyr- ir að hagvöxtur verði meiri í ár en spáð var í desember og fram- leiðsluspenna því slakna hægar en áður var talið. „Ég hef engar efasemdir um að þessi spá er gerð á sömu forsend- um og fyrri spár. Það sem Seðla- bankinn mælir hins vegar ekki, hvorki nú né áður, er stemningin í samfélaginu. Þeir eiga bara ekki möguleika á því að mæla hana. All- ir sem við höfum verið í sambandi við eru á fleygiferð að lækka verð vöru og þjónustu," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann sagði marga hafa sagst ætla að bíða með verðlækkanir þar til bet- ur kæmi í ljós hvað ríkisstjómin hygð- ist gera. Og nú hafi hún heldur betur staðið við stóru orðin. -BG/ -sbs DV-MYND HARI Boöskapur bankastjóra Vextirnir verða óbreyttir en það er vonarglæta í efnahagslífinu. Alvarlegir menn á Arnarhóli á blaðamannafundi í gær. mikil undanfarið. Mikilvægt sé að grafa ekki undan gengi krónunnar til að tryggja framlag verðlagsmarkmiðs Gemlufallsheiði: Maður lést Maður á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Gemlufallsheiði síðdegis í gær. Lögreglunni á ísafirði barst til- kynning kl. 16.15 um að bifreið væri utan vegar á Gemlufallsheiði, ofan við bæinn Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði. Allt tiltækt björgun- arlið fór þegar á vettvang en átti í erfiðleikum með að komast á slys- stað vegna veðurs. Þegar þangað náðist loks, meðal annars með að- stoð moksturstækja, var ljóst að maðurinn var látinn. Hann var einn í bílnum. Foráttuveður var á Vest- fjörðum í gær og fór þá veðurspá versnandi. Lögreglan hvatti fólk til að halda kyrru fyrir. -sbs Snjóflóö féll við Dalvík Snjóflóð féll á veginn við Sauðanes við Dalvik i gærkvöld. Ekki er talið ráðlegt opna veginn fyrr en í dag. Ann- ars staðar á Tröllaskaga voru veður einnig válynd í gær. Björgunarsveit á Siglufírði var kölluð út síðdegis til að hemja þakplötur sem fúku um bæinn. Vegna veðurs lá innanlandsflug niðri. Vegir vora yfirleitt færir. Veðurspá er leiðinleg og hefur verið gefm út storm- viðvörun fyrir allt landið. -sbs Viðræðuslit Arcadia og Baugs: Kaup enn sterklega inni í myndinni - segir Jón Ásgeir Jóhannesson Stjóm Arcadia hefur slitið viðræðum við Baug um hugsanlega yfirtöku þess síðamefnda á fyrirtækinu en viðræð- umar höfðu staðið yfir um nokkurt skeið. Var þar rætt um að kaupa hvem hlut á 280-300 pens. Baugur er eigi aö síður stærsti hluthafi Arcadia og á þeg- ar um 20% í fyrirtækinu. Heildarverð- mæti þess er talið vera um 80 milljarð- ar króna; Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að Baugur sé síður en svo orðinn ffáhverfur kaupum á fyrirtæk- inu. Hins vegar sé misskilningur að gert hafi verið formlegt yfirtökutilboð á fyr- irtækinu. „Þó viðræðum sé slitið, þá breytir þetta í raun engu fyrir okkur. Við getum hins vegar alltaf gert tilboð í fyrirtækið. Það er enn sterklega inni í myndinni hjá okk- ur.“ Jón Ásgeir segir að síðustu mánuði hafi litlar viðræður farið fram á milli Baugs og Arcadia. Áherslan hafi mest verið lögð á fjármögnunina. Þar hefur Baugur verið í samvinnu við Deutsche Bank og Royal Bank of Scotland. I yfirlýsingu frá Arcadia sagði að þar á bæ teldu menn að Baugur hefði ekki þann fjárhagslega styrk sem þyrfti til að standa við yfirtökutilboð innan tiltek- inna og fyrir fram ákveðinna tíma- marka. Jón Ásgeir Jóhannesson segir að 20% eign Baugs í Arcadia sé góður grunnur til að byggja á. Hann segir að eiginfjár- hlutfall í svona kaupum þurfi að vera um 30-35%. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu í verði í gær þegar fregnir af við- ræðuslitunum spurðust út. -HKr./hlh Jón Ásgelr Jóhannesson. bnother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: wvyw.if.is/rafport_______ - A A n A _■ IK A /I „ /I fl - _ pnoooonOT Gítarinn Stórhöfða 27, ^ s. 552 2125. *tto uísjÆíLóAab*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.