Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 11
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
11
Skoðun
Ungum hafði honum verið kennt
að bannað væri að flauta á þjón og
hann hafði ævinlega varast slíkt.
Nú hafði hann lært þá lexíu að ekki
var heilladrjúgt að segja „stay“ við
þjón. Annars gat gosið upp hundgá
með tilheyrandi athygli.
Kvöldstundin leið fljótt og kom-
inn var timi til að kveðja. Hann
borgaði reikninginn kaldur á svip
þótt innra með sér væri hann í raun
brostinn í grát. Félagamir gengu
áleiðis út af staðnum. Þegar þeir
nálguðust borð kvikmyndastjörn-
unnar kveið hann því að geltið hefði
eyðilagt þann hlýhug sem stjaman
bar í hans í garð. En óttinn var
ástæðulaus því enn lyfti hún hendi
í hans þágu og sagði heimsfrægum
rómi og með blíðu augnarráði,
„hæ“. Úr augum hennar mátti
greina blik sem hann kannaðist við
síðan á dansleikjum á íslandi ára-
tugum fyrr. Hann sagði „bæ“ á móti
og hugsaði með sér að kannski væri
ekki svo vitlaust að láta þjón gelta.
Þegar dymar lokuðust að baki félag-
anna kvaddi hann heim hinna ríku.
Skammt frá innganginum sat betl-
ari með hatt við fætur sér. Hann
ákvað að 10 dollarar til eða frá þetta
kvöld skiptu engu og lét seðil í höf-
uðfatið sem var í hlutverki söfhun-
arbauks. Undrun og þakklæti lék
um óhreina ásjónu betlarans sem
muldraði þakkarorð. Blikið í augum
hans hlýjaði honum um hjartarætur
og hann leit til himins þar sem
stjömur skinu skært. Gesturinn
fann til þess að vera góðmenni á
mörkum heima þeirra fátæku og
hinna ríku. „Klósettvörður, kvik-
myndastjama eða betlari. Það skipt-
ir engu, yflr okkur er sami stjörnu-
himinninn," hugsaði Vestflrðingur-
inn.
ir að þeir voru miðpunktur athygl-
innar ef frá var talin leikkonan.
Geltandi þjónn
Hann færðist í aukana og kallaði á
þjón. Þriðja dýrasta hvítvínið á mat-
seðlinum var pantað. Gesturinn
svitnaði við og hann hugsaði með
sér að nú væri eins gott að Visakort-
ið klikkaði ekki. Eitt andartak hug-
leiddi hann að um næstu mánaða-
mót þyrfti hann síðan að borga her-
legheitin en brá síðan fyrir sig
dönskunni: „Den tid, den sorg,“
sagði hann stundarhátt og neitaði að
upplýsa sessunautinn um það hvað
hann meinti.
Þjónninn var enn við borðið og
spurði nú hvort ekki mætti bjóða
þeim eftirrétt sem var á verðbili sem
gesturinn fattaði ekki. Félagarnir
vora að rýna i eftirréttamatseðlinn
þegar þjónninn lét í ljósi í lágum
hljóðum að hann ætlaði að sækja
hvitvínið.
„No, stay,“ sagði hann af allri
þeirri kurteisi sem vestfirskt uppeldi
leyfði honum að beita.
„Voff,“ sagði þjónninn stundarhátt
og allra augu horfðu á miðjuborðið
þar sem kafrjóður Vestfirðingur
horfði í gaupnir sér en miðaldra
þjónn stóð sem frosinn í sömu spor-
um með hendurnar í svipaðri stöðu
og hundur, standandi á afturfótun-
um einum, hefur framlappirnar. Nú
bar hneykslunarsvipurinn með sér
að ekki var lengur forvitnin ein í
hugum hinna heimsfrægu. Gestur-
inn hvíslaði
„sorry“.
stöðuorkan hefur breyst i hreyflorku.
Það er í sjálfu sér raunverulegt tilefni
fyrir forsætisráðherra að gleðjast yfir.
Tregða og hreyfiorka
En pólitísk tregðulögmál og póli-
tisk hreyfiorka hafa víðar verið að
verki upp á síðkastið. Og óvíst er að
það hafi verið einmitt þessi tregða
og þessi uppsafnaða stöðuorka í
vaxtamálum sem ergt hefur forsæt-
isráðherra að því marki að alþjóð
hefur tekið eftir. Líklegt er að sú
hreyfiorka sem losnað hefur varð-
andi Evrópusambandsaðild hafi
mælst Ula fyrir hjá fomstu Sjálf-
stæðisflokksins, eins og raunar
mátti heyra á heldur ónotalegu
orðalagi Davíðs í garð Evrópusinna
á ársfundi Seðlabankans. Sömuleið-
is er hún trúlega orðin nokkuð ógn-
þrungin fyrir Davíð og flokkinn,
kyrrstaðan og stöðuorkan sem er að
safnast upp í Sjálfstæðisfiokknum í
Reykjavik. Kannanir sýna - að vísu
kannanir með litið úrtak - að þar
eru hlutfóll fylkinga ekkert að
breytast og ef eitthvað er þá bætir
Reykjavíkurlistinn við sig. Hver
dagur og hver vika sem líður undir
þessum formerkjum virkar sem
lamandi hönd og magnar í raun enn
upp kyrrstöðuna.
Hik og varfærni
Ekki einasta lamar þetta baráttu-
þrek sjálfstæðismanna heldur lam-
ar þetta tiltrú fólks á að þar sé sig-
urframboð á ferð. Meira að segja
frambjóðendumir sjálfir og forustu-
mennimir verða órólegir og þeir
fara að hika í hræðslu um að gera
mistök. Það er þegar farið að bera á
þessu, t.d. í því hvemig bæði Bjöm
Bjamason, Davið Oddsson, og raun-
ar fleiri, gera sér far um að vera
ekki að reka „neikvæða" kosninga-
baráttu. Þeir stíga varlega til jarðar
á sama tíma og dramatík og sláttur
væri mun líklegri til árangurs. Og
til að auka enn á sálfræðileg áhrif
þessarar fylgistregðu er menn nú
þegar farnir að rifja upp sín á milli
fylgistregðuna sem Markús Örn
Antonsson glimdi við 1994 og hogg-
ið var á með þvi að kalla til Árna
Sigfússon. Vissulega er of snemmt
að dæma sjálfstæðismenn til endan-
legrar kyrrstöðu og í gær kann eitt-
hvað að hafa losnað úr læðingi þeg-
ar þeir kynntu stefnumál sín. Hins
vegar þurfa þeir óneitanlega að
halda vel á spilunum á næstu vik-
um. Þeir geta ekki leyft sér að vona
að R-listinn sofni á verðinum eins
og hérinn í kapphlaupinu við
skjaldbökuna. R-listinn hefur aug-
ljóslega náð að umbreyta stöðu-
orkunni í hreyfiorku - spurningin
er hvort sjálfstæðismenn ná að gera
það áður en fylgistregðan breytist í
órjúfanlega stíflu.
Rangt
Ólafur Teitur
Guðnason
blaðamaður
fE
Stuðningur við aðild Islands að
Evrópusambandinu er heldur
minni nú en fyrir tæpum fjórum
árum. í könnun Gallups í nóvember
1998 reyndist stuðningur við aðild
vera 52,4%. I nýrri og umtalaðri
könnun sama fyrirtækis fyrir Sam-
tök iðnaðarins er niðurstaðan
51,7%. í ágúst í fyrra varð niður-
staðan 49,9%. Það hafa því ekki orð-
ið nein stórtíðindi í þessum efnum.
Nær væri að segja að ekkert hefði
gerst.
Samt hafa verið dregnar af þessu
miklar ályktanir. Ein er sú að ís-
lenska þjóðin hafi gert málið upp
við sig. Það er stór fullyrðing. Rök-
in sem hafa verið færð fyrir henni
era þau að einungis einn af hverj-
um fjórum treysti sér ekki til að
taka afstöðu í þessari nýju könnun.
Rökrétt virðist því að álykta að þrír
af hverjum fjórum hafi gert upp hug
sinn. Þetta er hins vegar ekki nema
hálfsannleikur því að aðeins 26,4%
voru alveg viss í sinni sök, sögðust
annaðhvort mjög hlynnt eða mjög
andvíg aðild. Aðrir voru annað-
hvort frekar hlynntir, frekar and-
vígir eða tóku ekki afstöðu. Það
blasir við að margir þeirra sem segj-
ast „frekar hlynntir“ aðild eru tví-
stígandi í afstöðu sinni: þeir eru já-
kvæðir i garð aðildar, hallast að
henni en hafa ekki gert upp hug
sinn. Sá sem hefur gert upp hug
sinn hlýtur að svara því til að hann
sé annaðhvort mjög hlynntur eða
mjög andvígur aðild.
Sjálfsagt era réttmætar aðferða-
fræðilegar ástæður fyrir því að
Gallup gefur fólki jafnfjölbreytta
svarmöguleika og raun ber vitni í
stað þess að láta , já“, „nei“ og „veit
ekki“ duga. Það orkar hins vegar
tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að
í niðurstöðum könnunarinnar séu
þeir sem segjast „frekar hlynntir" -
og hafa því ekki endilega gert upp
hug sinn - settir i sama flokk og
hinir sem eru eindregnir í afstöðu
sinni. En niðurstaðan er sem sagt
sú að aðeins ríflega fjórðungur þjóð-
arinnar hefur tekið afdráttarlausa
afstöðu til aðildar að Evrópusam-
bandinu. í þessum hópi er stuðning-
ur við aðild um það bil 60% sem er
út af fyrir sig merkileg niðurstaða.
Undarlegt orðalag
Þrátt fyrir að nær engin breyting
hafi orðið i afstöðu þjóðarinnar til
aðildar að ESB samkvæmt þessari
könnun varð hún - eins og allir vita
- tilefni gríðarlegrar umræðu, ekki
bara hér á íslandi heldur líka í flest-
um fjölmiðlum í Noregi! Meginá-
stæðan var sjálfsagt önnur niður-
lesið á mælana
staða sömu könnunar, nefnilega sú
að níu af hverjum tíu landsmönnum
vildu hefja aðildarviðræður við
ESB. Þessi niðurstaða er auðvitað
sama marki brennd og sú fyrri; að-
eins rétt riflega helmingur sagðist
mjög hlynntur því að hefja viðræð-
ur en 40% sögðust frekar hlynnt
þvi. Sem fyrr er afskaplega hæpið
að setja þessa tvo hópa undir sama
hatt og fullyrða að níu af hverjum
tíu séu hlynntir því að hefja viðræð-
ur.
Það sem dregur hins vegar enn
meira úr trúverðugleika niðurstöð-
unnar er orðalag spurningarinnar.
Spurt var: „Ertu hlynntur eða and-
vígur því að taka upp aðildarvið-
ræður við ESB til þess að ganga úr
skugga um hvað íslandi stendur til
boða við aðild?" Hér er látið að þvi
liggja að hugur þurfi ekki að fylgja
máli, að jafnvel þjóð sem hefur lít-
inn sem engan áhuga á aðild geti
farið í viðræður, svona rétt til þess
að kanna hvað stendur til boða.
Þetta er sterklega gefið í skyn með
orðalagi spurningarinnar en að
sjálfsögðu er þetta ekki reyndin.
Það er eingöngu hægt að hefja aðild-
arviðræður með það fyrir augum að
ganga inn.
Niðurstadan er sem sagt
sú að aðeins ríflega fjórð-
ungur þjóðarinnar hefur
tekið afdráttarlausa
afstöðu til aðildar að
Evrópusambandinu. í
þessum hópi er stuðning-
ur við aðild um það bil
60% sem er út af fyrir
sig merkileg niðurstaða.
Þetta vissi Gallup fyrir nokkrum
árum. f desember 1994 og í mars
1995 spurði fyrirtækið hvort menn
teldu að „hefja ætti aðildarviöræður
við ESB með það fyrir augum að
gerast aðilar að því fyrir aldamót".
Um það bil helmingur aðspurðra
sagðist hlynntur því (“rnjög" eða
„frekar") en næstum fjórir af hverj-
um tíu voru því andvígir. Líklegt er
að niðurstaðan hefði orðið svipuð
nú ef spumingin hefði verið orðuð
með þessrnn hætti og spyrja má
hvers vegna hið fyrra orðalag, sem
er eðlilegt og réttmætt, var ekki not-
að nú.
Hvaö knýr á?
Ekki verður hins vegar annað
sagt en að Evrópusinnum hafi orðið
nokkuð ágengt í umræðunni undan-
fama mánuði. Einkum hafa vaknað
efasemdir um að sjávarútvegsstefna
ESB sé sú hindrun sem jafnan hefur
verið tcdið að hún væri. Þannig seg-
ir í skýrslu um Evrópumál, sem ut-
anríkisráðherra lagði fyrir Alþingi
vorið 2000, að „starfsreglur ESB um
úthlutun leiddu að óbreyttu til þess
að íslendingar sætu áfram einir að
fiskimiðum umhverfis ísland, þ.e.
að svo miklu leyti sem um er að
ræða stofna sem eingöngu eru inn-
an lögsögu. Staða þeirra ESB-ríkja
sem kynnu að vilja ásælast fisk-
veiðiréttindi við ísland i möguleg-
um aðildarviðræðum yrði ekki ýkja
sterk.“
En í mikilli umræðu um meinta
meinbugi aðildar (fiskveiðistefnuna
og framsal fullveldis) vfll það gleym-
ast að tala um hitt, sem þó er jafn-
vel brýnna að fá á hreint: Hvað
knýr á um aðild? Hvað myndi hún
færa okkur sem réttlætir alla millj-
arðana sem Evrópusambandið hirð-
ir i aðgangseyri? í þessu sambandi
hefur einna mest verið haldið á lofti
þeim vaxtalækkunum sem aðild að
myntbandalaginu er sögð tryggja. í
því sambandi er það athyglisvert
sem Már Guðmundsson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans, segir í
Evrópuúttekt Samfylkingarinnar,
að „mikill vaxtamunur gagnvart út-
löndum um þessar mundir [séj ekki
rök fyrir aðild að EMU“ þar sem
stór hluti hans tengist tímabundn-
um aðstæðum í hagkerfinu, auk
þess sem hann renni til innlendra
aðila og feli þannig ekki í sér
nettótap fyrir þjóðarbúið. (Taka
verður fram að Már telur engu að
síður að upptaka evrunnar geti haft
í for með sér efnahagslegan ávinn-
ing fyrir þjóðina, einkum vegna
aukinna viðskipta við aðildarþjóðir
ESB.)
Vænleg staða
Þessi ávinningur hefur því ekki
verið studdur nægilega sannfær-
andi rökum. Sérstaklega ekki þeg-
ar haft er í huga að íslenskt hag-
kerfi er nú þegar í fremstu röð.
Samkvæmt lista Alþjóðabankans er
þjóðarframleiðsla á mann sú ní-
unda hæsta á íslandi og kaupmátt-
ur almennings sá sjöundi mesti.
Aðeins ein ESB-þjóð, Lúxemborg,
státar af hærri kaupmætti (raunar
þeim langhæsta í heiminum) en
stærstu þjóðir ESB, Þýskaland,
Frakkland, Stóra-Bretland, Spánn
og ítalia eru í 20. til 30. sæti. Svip-
að gildir um þjóðarframleiðslu á
mann.
Það vantar sannfærandi rök fyr-
ir því að einhver stórkostlegur,
ótvíræður og óumdeildur ávinning-
ur felist i því fyrir þjóðina að selja
sig undir Brussel-valdið. Sá ávinn-
ingur þarf að yfirvinna ýmsa
ótalda galla á ESB, til að mynda
áform sambandsins um aukna sam-
ræmingu skatta (sem eru miklu
hærri í ESB en á íslandi), minnk-
andi áhrif smáþjóða samhliða
stækkun sambandsins og greinileg-
an vilja margra áhrifamanna til að
gera ESB að sjálfstæðu sambands-
ríki. Aðeins með því að sýna fram
á ávinning af þessu tagi mun Evr-
ópusinnum takast að fjölga þeim
sem segjast „mjög hlynntir" aðild
að ESB. Sem stendur eru það að-
eins 15,9% þjóðarinnar.
CUy29)C
fA 'imk. í' ttor> .
iU ) . II TL
l.T i ** !rSHFQOL<